Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 11. júní 1992 105. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Sjómenn lenda hlutfallslega miklu oftar í alls konar slysum en aðrir íslenskir karlar: Stórslys á skemmtistað og kona liggur: Sjómenn látast 75% fremur í umferðarslysum en aörir Tímamynd Ámi Bjama Að nær þrísvar sinnum fleiri sjómenn skuli hafa drukknað á sjó síðustu tvo áratugi en aðrír karímenn, hlutfallslega, kemur líklega engum á óvart. Á hinn bóginn liggur alls ekki augum uppi skýringin á því hvers vegna sjómönnum er nær tvöfalt hættara við að deyja í umferðarslysum en öðrum körlum og raunar helmingi hættara við nær öllum öðrum tegundum slysa en öðrum körlum jafngömlum. Velta vísindamenn því fyrir sér hvort sjómenn séu hugsanlega fremur tilbúnir að taka áhættu en aðrir karlar, eða hvort starflð móti þannig hegðun manna að þeim sé hættara við alvarlegum slysum. Læknablaðið segir í stuttu máli frá rannsókn sem Vilhjálmur Rafnsson og Hólmfríður Gunnars- dóttir gerðu á dauðaslysum sjó- manna á rúmlega tuttugu ára tímabili, eða árin 1966 til 1989. Athugun hafði leitt í ljós að sjó- slysum hafði ekki ótvírætt fækkað á 20 ára tímabili. Rannsókn hafði hins vegar ekki farið fram á slys- um á sjómönnum í landi. Mark- mið könnunar þeirra var sú að komast að því hvort sjómenn væru hópur sem hættara er við öllum slysum en öðrum íslensk- um körlum. Upplýsingar um fjölda sjómanna sem dóu af slysförum á fyrrnefndu árabili voru fengnar hjá Lífeyris- sjóði sjómanna. Með samanburði félagaskrár sjóðsins og dánar- meinaskrár Hagstofu íslands var reiknað út svokallað væntigildi á grunni mannára miðað við dánar- tíðni allra fslenskra karla í fimm ára aldurshópum. Síðan var reikn- að út staðlað dánarhlutfall, þ.e. tíðni dauðaslysa miðað við ákveð- inn fjölda karla og aldur. Alls lést 771 sjómaður af völdum slysa á árunum 1966 til 1989, bor- ið saman við 400 karla úr saman- burðarhópi í landi. Dauði af slys- förum var þannig hlutfallslega nær tvöfalt (93%) algengari meðal sjómanna en annarra íslenskra karla. Munurinn var eðlilega mestur á sjó, þar sem sjómenn drukknuðu hlutfallslega 175% fremur en aðrir karlar. En mikill munur kom einnig í ljós varðandi önnur slys. Af völdum áfengiseitr- unar dóu hlutfallslega 91% fleiri sjómenn en aðrir, af völdum ann- arra eitrana 60% fleiri, af völdum fallslysa 56% fleiri, vegna drukkn- ana sem ekki voru sjóslys 64% fleiri og vegna annarra slysa 71% fleiri en aðrir karlar hlutfallslega. Dánartalan var einnig hlutfalls- lega 159% hærri meðal sjómanna en annarra karla af völdum mann- Kona liggur nú þungt haldin á gjörgæslu Landspítalans vegna brunasára setn Kún hlaut á skernmtistað I Reykjavík síð- Konan hafði kveikt sér í sígar- ethi rétt eftir að hafa úðað á sig ilmvatni, sem er mjög eldfimt. Neisti virðist hafa komist f föt- in og blossaði upp mikill eldur svo úr varð stórslys. Um 40% af likamanum brenndust og sums staðar 3 stigs bruna. —GKG. drápa, 42% hærri vegna sjálfs- morða og 90% hærri vegna áverka sem ekki er vitað hvort stafa af slysni eða ásetningi. Um niðurstöður könnunarinnar segja höfundar meðal annars: „Það kom ekki á óvart að sjóslys væru tíðari í þessum hópi (sjó- manna), en dánartala þeirra var einnig mun hærri í öðrum slys- um. Sjómenn eru því sérstakur hópur sem er í mikilli slysahættu. Hugsanlegt er að þeir sem velja sjómennsku taki fremur áhættu en aðrir karlar eða að starfið móti hegðun þeirra þannig að þeim sé hættara við alvarlegum slysum." - HEI Vegfarandi í Kringlunni skoðar einn upplituðu fánanna. TOLVUR RIK- ISINS UNDIR EINN Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiftaráðherra, lagði fram á síð- asta ríkisstjómarfundi erindi um meðferð tölva í Stjómarráðinu. Á fundinum var ákveðið að mynda starfshóp um málið. Ráðherra er þeirrar skoðunar að tölvumálum ríkisins ætti að finna stað í einhverju atvinnumálaráðu- HATT neytinu, þar sem líta mætti á tölvur sem framtíðaratvinnugrein í þjóðar- búskapnum líkt og landbúnað eða sjávarútveg. Segir ráðherra að spara mætti verulegar fjárhæðir með því að taka á tölvumálum ríkisins í heild, þar sem tölvunotkun ríkisins er nú dreifð um hinar ýmsu stofhan- ir án nokkurs heildarskipulags. Upplitaöir íslenskir fánar Mörgum hefur brugðið í brún við að sjá upplitaða íslenska fána, hálffjólubláa og rauðleita, hanga uppi á fánastöngum í Kringlunni í Reykjavík. Á öðrum stað í verslunarmiðstöðinni hanga uppi norskir fánar nokkuð einkennilegir á litinn. Það hef- ur ekki síður vakið athygli að fánamir virðast hanga uppi á öll- um tímum dags. Hér er á ferðinni listaverk eftir Birgi Andrésson myndlistarmann sem kallast „íslenkskir fánar" og er í Kringlunni í tilefni af Listahá- tíð í Reykjavík. Sú spurning hefur hins vegar vaknað hvort þessi verk brjóti ekki gegn ákvæðum fána- laga um hvenær megi flagga og hve lengi og um ástand og lit ís- lenska fánans. í forsætisráðuneytinu fengust þær upplýsingar hjá Kristjáni Andra Stefánssyni að fánalög giltu um fána þó þeir væru skilgreindir sem listaverk. Hann sagði hins vegar ráðuneytið ekki hafa eftirlit með því að fánalögum væri fram- fylgt og vildi ekki tjá sig um þetta tiltekna mál þar sem hann þekkti það ekki. Hjá lögregluvarðstjóra fengust þær upplýsingar í gær að spurning væri hvort hægt væri að amast við því þó fánarnir héngju uppi allan sólarhringinn þar sem þeir væru innan dyra, en fánalög taka til fána úti. Þá telur lögreglan sig vera komna inn á nokkuð hála braut með því að blanda sér í það hvað sé réttur blár litur á fánan- um og minnir á að þær séu marg- ar útgáfurnar af bláa litnum sem flaggað sé á landinu. Málið allt er engu að síður til skoðunar hjá lögreglunni. Engin langbylgja vegna blankheita Á fundi útvarpsráðs, sem hald- inn var nýlega, var samþykkt ályktun þar sem lýst er von- brigðum með ítrekað skilnings- leysi stjómvalda á fjárhags- stöðu Rfldsútvarpsins. Bent er á að menntamálaráðherra ætli að hafa að engu ákvæði í gild- andi fjárlögum um 4,5% hækk- un afnotagjalda á árinu. Einnig að iögboðin aðflutningsgjöld af útvarps- og sjónvarpstækjum hafl ekki runnið til stofnunar- innar um árabil, en það fé ætti að nota til nýframkvæmda. Heimir Steinsson útvarps- stjóri segir að ákvörðun verði tekin á næstunni um hvernig brugðist verður við niður- skurðinum. Ef til vill verði um flatan niðurskurð að ræða innan stofnunarinnar, en það er ekki enn ljóst. Kostnaður við bráðabirgðalangbylgju- stöð stofnunarinnar var krón- ur 65 milljónir, en samkvæmt vandaðri skýrslu sem nú ligg- ur fýrir um uppbyggingu nýrrar langbylgjustöðvar, er áætlaður kostnaður 800 millj- ónir króna. Útvarpsstjóri segir að minnk- andi tekjur gætu komið niður á því sem þeim hjá stofnun- inni er sárast um, það er inn- lendri dagskrárgerð sjón- varps.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.