Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 11. júní 1992 Vélamarkaður • • JOTUNS Vaxtalaust lán - sértilboð Þið kaupið notaðar landbúnaðarvélar hjá okkur fyrir 20. júní og borgið 6. september VAXTALAUST Listi yfir notuð tæki til á lager i CLAAS 185 Sláttuþyrla með blásara i PZ 330 Múgavél i PZ 331 Múgavél i PZ 381 Múgavél i PZ 600 Heytætla • KVERNELAND 7512 Heypökkunarvél • MF4 Heybindivél • Vestmek Rúllutætari • CLAAS R4689 Rúllu- bindivél • MF 60H 1987 grafa • CLAAS R66 87 rúllubindi- vél 150x120 • Deutz-Fahr 87 rúllubindi- vél 120x120 • MF 87 heybindivél • MF 365 dráttarvél 2wd 1987 65 hö. • MF 350 dráttarvél 2wd 1987 47 hö. • MF 355 dráttarvél 4wd 1988 55 hö. • MF 350 dráttarvél 2wd 1988 47 hö. • MF 240 dráttarvél 2wd 1986 47 hö. • CASE 1394 dráttarvél m/tæk]um 4wd 1985 71 hö. • MF 390T dráttarvél 4wd 1990 90 hö. • UNIV. 445 dráttarvél 2wd 1986 47 hö. • SAME EXPL. dráttarvél 4wd 198560 hö. • IH XL585 dráttarvél 2wd 1985 58 hö. • MF 350 dráttarvél 1987 • MF 240 dráttarvél 2wd 47 hö. • MF 355 dráttarvél m/trima ámoksturstækjum 2wd 55 hö. • MF 3080 dráttarvél m/frambúnaöi 1987 4wd 100 hö. • MF 205 iönaðarvél m/ámoksturstækjum 66 • CASE 783 dráttarvél m/veto ámoksturstækjum 4wd 1989 • Deutz 6207 dráttarvél m/grind 1982 • Eigum einnig Bandit sláttuvélar fyrir bæjarfélög og golfklúbba á sérstökum afsláttarkjörum. MUÍsOÚÍfig HOFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVIK ■ SÍMI 91-634000 TIL SÖLU FASTEIGNIR Á PATREKSFIRÐI Kauptilboð óskast í: Aðalstræti 51, Patreksfirði, íbúð á neðri hæð, stærð íbúðar 160,6 m3, brunabótamat kr. 2.769.000,-. Eignin verður til sýnis í samráði við Símon Fr. Símonarson, Patreksfirði, sími: 94- 1110. Aðalstræti 55, Patreksfirði. Stærð hússins 848 m3, brunabótamat er kr. 10.873.000,-. Húsið verður til sýnis í samráði við Stefán Skarphéð- insson sýslumann, sími: 94-1187. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðilum og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð skulu berast á sama stað fyrir kl. 11:00 f.h. þann 22. júní 1992 merkt: „Útboð 3837/2“ þar sem þau verða opnuð í viðurvist við- staddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVlK GARÐSLÁTTUR Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. -------í----------------------------------------------------------------- Aganefnd KSÍ hefur aðvarað Valsmenn vegna atviks í leik Vals og ÍA þar sem aðsúgur var gerður að dómaratríói: Lögreglan á Vals- velli í heima- leik gegn Fram Á fundi aganefndar KSÍ á þriðjudag var tekið fyrir mál vegna atviks sem gerðist á leik Vals og Akurnesinga á dögunum, þar sem ráðist var á annan línuvörð og aðsúgur gerður að dómara og línuvörðum eftir leikinn. Aganefnd samþykkti á fundi sínum að ítreka það við forráðamenn Vals að öryggis dómara, línuvarða og leikmanna verði gætt. Gæsla á Valsvellinum hefur verið ófullnægjandi og það er ljóst að ef þeir hlutir verða ekki lagaðir og atburðir eins og þeir sem gerðust á Valur-ÍA endurtaka sig þá missa Valsmenn heimaleik. Næsti heimaleikur, sem er gegn Fram, verður þriðjudaginn lö.júní og það er því frídagur daginn eftir. Það má því fastlega gera ráð fyrir að ölvun verði talsverð á leiknum og það því ljóst að Valsmenn verða að taka öryggismálin á Hlíðarenda föstum tökum. Helgi Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vals, sagðist harma atvikið á dögunum og sagði að gæsla hefði ekki verið nægileg vegna misskilnings milli aðila inr.- an félagsins. Þá hafi það einnig verið mis- skilningur að ekki hefði verið gæsla um dómarann eftir leikinn, því það hefðu verið óeinkennis- klæddir stjórnarmenn sem hefðu slegið hring utan um dómaratríóið en þeir hefðu ekki verið að gera að- súg að dómaranum eins og fram hefði komið í fjölmiðlum. „Það er alveg ljóst að öryggismálin á þriðjudaginn verða tekin föstum tökum og við ætlum ekki að láta þetta koma fyrir aftur. Við höfum talað við lögregluna í Reykjavík og hún verður á staðnum ásamt félög- um í Val sem munu aðstoða við gæslu,“ sagði Helgi Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Vals, í samtali við Tímann. -PS Menntamálaráðuneytið hefur lagt bann á byggingu gróðurhúss á Laugarvatni. Haukur Torfason deildarstjóri: Gróðurhúsið þrengir of að skólabyggingu Byggingardeild menntamálaráðuneytisins hefur lagt bann við bygg- ingu gróðurhúss í gróðrarstöðinni á Laugarvatni, sem þó höfðu ver- ið veitt tllskilin leyfi fyrir af hálfu byggingaryfirvalda. Þá hefur ver- ið látið að því liggja að lóðarsamningi við gróðrarstöðina verði rift. Landið er í eigu menntamálaráðuneytisins og að sögn Hákons Torfa- sonar, deildarstjóra í ráðuneytinu, var lagt bann á bygginguna þar eð ljóst þótti að gróðurhúsið myndi þrengja of mikið að skólabyggingu á svæðinu „Við vorum að byggja hér gróð- urhús. Við höfðum fengið bygging- una samþykkta í bygginganefnd og hreppsnefnd og byrjuð að grafa grunninn. Þá birtast hér skyndilega fulltrúar menntamálaráðuneytisins og leggja blátt bann við þessari byggingu þar sem ekki sé leyfi fyrir henni af hálfu menntamálaráðu- neytisins," segir Hjördís B. Ásgeirs- dóttir, garðyrkjumaður á Laugar- vatni. Greint var hér í Tímanum í gær frá ályktun ársfundar Sambands sunnlenskra kvenna þar sem skor- að er á menntamálaráðuneytið að hverfa frá fyrirætlunum um að leggja niður gróðrarstöðina á Laug- arvatni, sem Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur og fræðimað- ur, stofnaði árið 1930. „Við höfum nú byggt tvö gróður- hús hér áður án þess að vera krafin um leyfi menntamálaráðuneytisins. Það hefur yfirhöfuð enginn hér á staðnum verið krafinn um sérstakt byggingaleyfi, hvorki fyrir íbúðar- hús eða annars konar hús, þótt menntamálaráðuneytið eigi allt land á Laugarvatni,“ segir Hjördís. Hún segir að staðið hafi til að taka nýja húsið í notkun í byrjun júlí- mánaðar en þar sem ekki hafi mátt byggja það í tíma geti það ekki orð- ið tilbúið í tæka tíð og nú of seint að hefja framkvæmdir. Ekki hafi fengist hjá fulltrúum menntamála- ráðuneytisins uppgefnar ástæður fyrir neituninni eða hverjar fyrir- ætlanir ráðuneytisins eru í málefn- um gróðrarstöðvarinnar. í bréfi ráðuneytisins stæði hins vegar að- vörun um að verið gæti að lóðar- samningi við stöðina yrði sagt upp. Hákon Torfason, deildarstjóri byggingardeildar menntamálaráðu- neytisins, sagði í samtali við Tím- ann að ef byggt yrði meira við gróðrarstöðina væri farið að þrengja mjög að húsnæði Hús- stjórnarskólans sem nú er notaður undir starfsemi íþróttakennara- skólans. Þá sé húsið leigt á sumrin undir hótelrekstur og ef gróðrar- stöðin verði stækkuð aukist líkur á að ónæði og ýmis önnur óþægindi trufli hótelgesti. Hann sagði jafn- framt að unnið væri að lausn á þessu máli og það væri einlægur vilji ráðuneytismanna að leysa mál- ið í góðu sámkomulagi við eigend- ur gróðrarstöðvarinnar. Komið hefði til tals að bjóða eigendunum aðra lóð og rýmri og væri verið að skoða það mál nú. Ein ástæða þess að það er vilji fýrir því að færa starfsemi gróðrar- stöðvarinnar er að í henni nú eru ræktaðar að mestu leyti skógar- plöntur. Upphaflega hefðu verið ræktaðir þar ávextir og sumarblóm og þau seld á staðnum og er nú vilji fyrir því meðal heimamanna að slíkri starfsemi verði komið upp aft- ur á þessum stað og þá án þess að stöðin yrði stækkuð. Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keld- um á Rangárvöllum, er formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Hún segir að fráleitt sé að leggja stöðina niður og komi þar tvennt til: Annars vegar sé hún lögbýli og eigendur hennar hafi byggt upp at- vinnurekstur sinn sem nú vegi tals- vert þungt í atvinnulífi fámennrar sveitar. Þá eigi stöðin sér merka sögu sem ástæðulaust sé að binda enda á. -PS/sá Listahátíð — stöðugt stiklandi um: Súkkulaði-Mozart í Borgarleikhúsi Leikhúsveislan heldur áfram og nú er komið að Frökkum að stíga á svið. Théatre de l’Unité sýnir „Mozart au Chocolat" kl.20:00 í Borgarleikhús- inu í kvöld. Leikhúsið var stofnað sem götuleikhús en flytur sig inn í leikhúsið án mikillar fyrirhafnar þegar viðeigandi þykir. Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari leika í íslensku óperunni kl.20:30 en þeir gáfu út plötu á síðasta ári með klass- ískum smáverkum fyrir selló og pí- anó. Risaeðlan og Þríhornið leika í Klúbbi Listahátíðar í kvöld. Þríhorn- ið skipa þeir Áskell Másson, Guð- mundur Steingrímsson og Stein- grímur Guðmundsson. Vekja ber at- hygli á að atriði geta bæst við í klúbbnum án fýrirvara. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.