Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 12
' UGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir 74-87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niöurrífs HEHN • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 1BD • MosfellibK Simar 668138 6 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Mrovisi bílasala BlLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MVND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 ýO HOGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum 1 varahlutir HamarshöfAa 1 - s. 67-67-44 ] T Tíminn FIMMTUDAGUR 11. JÚNl 1992 íslendingar með þrjú ný verkefni í Eureka: Mælingar á lífmassa, hátækni- keramik og fjarski ptat ækn i Á ráðherrafundi þátttökulanda í Eureka-samstarfinu í Tampere í Finnlandi nýlega, voru samþykkt þrjú ny íslensk samstarfsverk- efni. Olafur G. Einarsson menntamálaráoherra sat fundinn af ís- lands hálfu og hafði forgöngu um kynningu. íslendingar hafa verið í Eureka-samstarfinu síðan 1986 og hafa tekið þátt í ýms- um samvinnuverkefnum. Má þar nefna HALIOS-verkefnið um tæknibúnað í fiskiskipum, en helsta markmið þess er að auka framleiðni og hagkvæmni fiskveiðiflota Evrópu. Ýmis tæki og búnað þessa verkefn- is er þegar farið að prófa og þróa um borð í íslenskum fiskiskipum. Tvö nýju verkefnanna tengjast einnig fiski og fiskveiðum. Mæl- ingar á lífmassa fiska kemur eink- um að notum í fiskeldi. Það er fyr- irtækið Vaki-Fiskeldiskerfi hf. sem hefur þróað tækið „Kvíómass" sem ætlað er til talningar og stærðar- mælingar eldisfiska í eldiskvíum. Með því fæst nákvæm vitneskja um fjölda og stærð fiska í kvíum og kemur m.a. í veg fyrir fjárhagslegt tap vegna offóðrunar og vanfóðr- unar. Það er einnig hagkvæmt þar sem offóðrun veldur oft mengun. Fyrstu tækin verða afhent til kaup- enda í Skotlandi í september. Einn- ig hefur fyrirtækið þróað svokall- aðan ,Árteljara“ sem er tæki notað til talningar og stærðarmats á göngufiski í veiðiám. Tækið verður reynt í þrem íslenskum ám í sum- ar. Töluverður markaður virðist vera fyrir tækið erlendis, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Skotlandi og Svíþjóð. Annað samstarfsverkefnið tengist fiskveiðistjómun Evrópubanda- lagsins. Það eru ýmis ráðgjafafyrir- tæki hérlendis sem taka þátt í því. Það byggir á evrópska „Inmarsatc" gervihnattasamskiptakerfinu. Markmið þess er að koma upp al- þjóðlegu sjávarútvegsupplýsinga- Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs rík- isins, og Ólafur G. Einarsson menntamálaráöherra ásamt for- vígsmönnum fyrírtækja viö kynningu Eureka-samvinnunnar. Tímamynd Ámi Bjarna kerfi, þar sem m.a. allir fiskmark- aðir Evrópu yrðu tengdir saman með tölvum og gervihnattasam- böndum. Enn á eftir að staðla þetta kerfi, en það gæti í framtíðinni orðið nokkurs konar alþjóðlegt veiðieftirlitskerfi. Þriðja nýja verkefnið tengist efna- fræðisviði keramiks. Iðntækni- stofnun hefur allt frá 1985 rann- sakað framleiðslu á hágæðakera- mik og hefur þróað zirkonoxíðduft sem hentar vel í keramikborða. Eurekaverkefnið felst í að þróa að- ferðir við framleiðslu á keramikborðum til notkunar í raf- eindahluti, en framfarir á þessu sviði hafa m.a. gert mögulega þá smækkun sem orðið hefur á raf- eindabúnaði. Með verkefninu, sem nefnist „Ceramcomp", verður leit- ast við að smækka og létta rafrásir enn frekar. Kostnaður við íslenska hluta þessa verkefnis er um 17 milljónir og kemur allt að helm- ingur þess fjár að utan. Áætlað er að verkefninu ljúki árið 1995. Samningar íslenska heilsufélagsins hf. við litháíska heilbrigðisráðuneytið: Verksmiðja fyrir 1994 Miklu fleiri virðast þarfnast hjartaaðgerða á íslandi en í nágrannalöndunum: Um 70 bíða hjartaaðgerða Þótt 105 manns hafi þegar komist í hjartaaðgerð á Landspítalan- um það sem af er árinu eru samt sem áður 70 manns á biðlista eft- ir slíkri aðgerð, samkvæmt upplýsingum á fréttamannafundi í heil- brigðisráðuneytinu í gær. íslenska heilsufélagið hf. hefur gert samkomulag sín á milli um samstarf við litháíska heilbrígðis- ráðuneytið sem felst í því að þau stofni hlutafélag og verði hlut- verk þess að reisa og reka verk- smiðju fyrír dreypilyfjafram- leiðslu. „Það er eitt af yfirlýstum mark- miðum okkar félags að kanna möguleika á verkefnaútflutningi í heilbrigðisþjónustu," segir Grím- ur Sæmundsen læknir. Almar Grímsson apótekari, sem hefur unnið sem sérfræðingur fyr- ir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina í mörg ár, fór til Litháen síðastliðið haust og gerði úttekt á heilbrigð- iskerfinu fyrir hönd stofnunarinn- ar ásamt sendinefnd. „Þá komu í ljós ákveðin vandamál sem Litháar voru í brýnni þörf fyr- ir að fá úrlausn á og þar á meðal dreypilyfjaframleiðslu þar sem al- gjört neyðarástand ríkir í Lithá- en,“ segir Grímur. Nú er verið að vinna að hag- kvæmniathugunum, síðan byrjað að afla fjármuna áður en verk- smiðjan verður reist. „Endanleg ákvörðun um hvort í þetta verður ráðist verður tekin fyrir áramót og svo er talað um að verksmiðjan verði gangsett fyrir áramótin 1993-’94,“ segir Grímur. Verksmiðjan verður kostuð af hlutafé og síðan af fyrirgreiðslu í alþjóðlegum lánastofnunum sem hafa sérhæft sig í uppbyggingu Austur- Evrópu. Samkvæmt því hefur verið áætlað að þörf sé fyrir 270-280 slíkar að- gerðir á þessu ári, sem í hlutfalii við fólksfjölda eru hátt í 100 að- gerðum fleiri en gerðar eru í grannlöndum okkar. Fyrir ári var miöað við að hér þyrfti að framkvæma um 160 hjartaaðgerðir árlega. Fljótlega þótti þó sýnt að hækka þyrfti þá tölu og fallist á 200 aðgerðir á ár- inu, hvar af 198 voru framkvæmd- ar. Við fjárlagagerð fyrir þetta ár var farið fram á fjárframlög fýrir 215 aðgerðir á þessu ári. Um það tilboð Landspítalans, sem sagt hefur verið frá í sjón- varpsfréttum, að hann vilji taka að sér 70 hjartaaðgerðir til viðbótar fyrir ákveðið verð, sagðist heil- brigðisráðherra, Sighvatur Björg- vinsson, lítið hafa að segja. Hann sagðist ekkert slíkt tilboð hafa fengið og raunar lítið um málið heyrt, nema í umgetnum sjón- varpsfréttum. - HEI —GKG. Verður stefna fyrrverandi meirihluta menntamálaráðs ofan á gagnvart Bökaútgáfu Menningarsjóðs? Óvissa um orðabók vegna brottreksturs Ragnheiðar Orðabók Menningarsjóðs, eina íslenska orðabókin sem verið hef- ur á markaðnum, hefur verið uppseld um tveggja mánaða skeið og óvíst er hvenær bókin verður á ný fáanleg. Ekki er heidur ljóst hvort Menningarsjóður kemur til með að gefa út bókina þegar hún kemur út eöa einhver annar. Astæðan fyrír þessarí óvissu eru deilur sem spunnust í mennta- inálaráöi snemma í vor þcgar fulltrúar stjómarflokkanna misstu taktinn og fulltrúi Al- þýðuflokks, Ragnheiður Davíðs- dóttir, neitaði að taka þátt í því aft ieggja níftur bókaútgáfuna og vís- afti m.a. til lögfræðiálits sem sagfti aft slíkur gemingur værí ólögiegur. Nýr meirihiuti var þá myndaður í ráðinu og nýr for- maftur kosinn. Lýsti þessi nýi meirihluti því yflr aft hann vildi freista þess aft bjarga rekstri bókaútgáfunnar. Að sögn Helgu Kress, núverandi formanns menntamátaráðs, )á fyrir ákvörft- un meirihluta ráftsins strax fyrir rúmum mánufti um aft prenta meira af Orðabók Menningar- sjóðs. Nokkur bift hefur hins veg- ar orftift á því aft sú ákvörftun kæmist tii framkvæmda og búast má vift aft strax á næsta fundi menntamálaráfts verði gamli rík- issljóraarmeirihlutinn endurvak- inn. Ragnheiður Davíftsdóttir var sem kunnugt er flæmd úr Al- þýftuflokknum og úr mennta- málaráfti af forystu flokksins sem taldi hana spifla fyrir stjóm- arsamstarfinu vift sjálfstæðis- menn. Alþýðuflokkurínn kaus síftan nýjan fuiltrúa í mennta- málaráð sem búist er vift aft muni styftja fyrri stefnu um aft leggja niftur bókaútgáfuna — og þar meft útgáfu Orðabókarinnar — efta fela einhverjum öftmm hana. ..BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.