Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. júní 1992 Tíminn 7 Sameiainlegur vorfunaur fram- sóknarkvenna Félag framsóknarkvenna í Arnes- sýslu og Freyja, félag framsóknar- kvenna í Kópavogi, héldu nýlega sameiginlegan vorfund í Félags- lundi í Gaulveijabæjarhreppi. Um sjötíu konur voru á fundinum og áttu góða stund saman. Borðaður var veislumatur, gamanmál voru flutt og sunginn fjöldasöngur. Þá flutti Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, deildarstjóri upplýsingadeild- ar Tryggingastofnunar ríkisins, er- indi um almennar tryggingar. Mikil stemmning ríkti á fundinum og gerðu konur góðan róm að slíkum sameiginlegum vorfundi. Fundar- stjóri var Unnur Stefánsdóttir, for- maður LFK. Bio-rokk 92: Tónleikar í Laugardalshöll Rjóminn úr íslenska poppinu kem- ur fram á tónleikunum: Bubbi Morthens, Síðan skein sól, Sálin hans Jóns mín, Ný dönsk og Todmobile. Tónleikamir verða kvikmyndaðir í heild sinni og verða einnig teknir upp fyrir væntanlega hljómplötu. Það er kvikmyndafyrirtækið Art- film, sem stendur fyrír tónleikunum ásamt íþrótta- og tómstundaráði og Listahátíð í Reykjavík. Art-film hef- ur nýhafið tökur á kvikmyndinni „Stuttur frakki" og verða tökur frá tónleikunum notaðar í hana. Kvik- myndin fjallar að einhyerju leyti um menningarsamstarf íslendinga og Frakka og segir frá ungum Frakka, sem sendur er til Islands í leit að hæfileikafólki. Lendir hann í hinum mestu svaðilförum og kemur meðal annars á tónleikana. Það er Friðrik Erlingsson, nýr barnabókaverðlaunahafi, sem skrif- ar handrit, en leikstjóri er Gísli Snær Erlingsson. Aðalhlutverk í myndinni leika franski leikarinn Je- an-Philippe Labodie og þau Hjálmar Hjálmarsson og Elva Osk Gísladótt- ir. Áætlað er að frumsýna myndina um miðjan janúar á næsta ári. Miðaverð á tónleikana er kr. 1000 í forsölu, en 1500 á tónleikadaginn. Forsala er í Iðnó og verslunum Steinars. Tónleikarnir hefjast klukk- an 20. Björgvin Halldórsson framkvæmdastjóri Studios Sýrlands, Run- ólfur B. Leifsson framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, og Sigursveinn K. Magnússon stjórnarformaður hennar. Sígild jólalög Hljómplötusamningur hefur verið undirritaður af Skífunni hf. og Sin- fóníuhljómsveit íslands um gerð og útgáfu á jólaplötu, sem gefín verður út fyrir þessi jól. Sinfóníuhljómsveitin leikur þar sígild jólalög og mun Ed Welch sjá um útsetningar, sem og stjórn hljómsveitarinnar. Ed þessi er tón- skáld og útsetjari á Englandi, hvar hann hefur öðlast góðan orðstír. Kór Öldutúnsskóla og Sigrún Hjálmtýsdóttir munu syngja á plöt- unni. -GKG. Glatt á hjalla í Félagslundi. Gunnvör Braga Sigurðardóttir Fædd 13. júlí 1927 Dáin 1. júní 1992 í dag, fimmtudaginn 11. júní, er til moldar borin frú Gunnvör Braga Sigurðardóttir, deildarstjóri hjá Ríkisútvarpinu. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Björn Óskar Ein- arsson tæknifræðingur, nú til heim- ilis að Vogatungu 61 í Kópavogi. Hér verður ekki rakin ætt Gunnvar- ar Braga, það munu aðrir gera sem betur þekkja til, en hún var dóttir hins þekkta fræði- og útvarps- manns, séra Sigurðar Einarssonar, háskólakennara og síðast prests í Holti. Ég, sem þessar línur rita, kynntist þeim hjónum, Birni og Gunnvöru, fyrst þegar ég réðst sem bæjarritari til Kópavogskaupstaðar 1962, en Björn var þá annar af tveimur bæj- arfulltrúum Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Kópavogs. Þá, eins og Iöngum, var fjárhagur bæjarins erf- iður og kom oft í hlut bæjarritarans að skammta naumt til þeirra hluta, sem ekki voru taldir til brýnustu nauðsynja. A þessum tíma var Hjálmar heit- inn Olafsson bæjarstjóri í Kópavogi. Hjálmar var mikill fagurkeri og unni mjög listum og allri menningu af lífi og sál. Á þessum árum kom upp sú hug- mynd að leggja smá hluta af út- svarstekjum bæjarins í sérstakan sjóð, sem hefði það hlutverk að styrkja lista- og menningarlíf í bæn- um. Þessi hugmynd mæltist mis- jafnlega fyrir í fátæku bæjarfélagi, þar sem hvarvetna blöstu við óleyst verkefni og bæjarkassinn alltaf tóm- ur. Ég þori ekki að fullyrða hvaðan þessi hugmynd var upprunnin, en bæjarritarann grunaði að þar væri að verki bæjarfulltrúinn Björn Ein- arsson og kannske ónefndur vinur hans í bæjarstjórninni, með Gunn- vöru Braga að bakhjarli og með miklum velvilja bæjarstjórans. Það fór enda svo að bæjarstjórnin sam- þykkti að stofna Lista- og menning- arsjóð Kópavogs og Gunnvör Braga var kjörin fyrsti formaður sjóðsins, sem fulltrúi Framsóknarflokksins, og gegndi því starfi til fjölda ára af miklum myndarskap. Það kom því í hennar hlut að móta þessa starf- semi, sem var nokkuð einstök á þessum tíma og skipaði Kópavogi í hóp þeirra sveitarfélaga sem mest og best hafa hlúð að allri lista- og menningarstarfsemi í gegnum tíð- ina. Á þessu sviði nýttust Gunnvöru hennar góðu gáfur og einstakur áhugi á þessu sviði. Starfs míns vegna hlaut ég að kynnast Gunnvöru Braga á þessum árum. Það var þó seinna, eða á árun- um 1970 til 1974, þegar við Björn Einarsson sátum saman í bæjar- stjórn Kópavogs fyrir Framsóknar- flokkinn, sem ég kynntist Gunnvöru enn nánar. Ég minnist einkum ferð- ar, sem við fórum nokkrir bæjarfull- trúar úr Kópavogi til Hollands, þar sem við vorum að skoða minni bæj- arfélög, sem í vaxandi mæli unnu að uppbyggingu miðbæjarkjarna til að styrkja byggðina. En á þessum tíma var unnið að skipulagi miðbæjarins í Kópavogi. Ég man hvað Gunnvör lagði mikla áherslu á að við skrypp- um tii lítils bæjarfélags þar sem komið hafði verið upp á miðbæjar- svæðinu félagsmiðstöð, sem þjónaði unglingastarfl hverskonar og einnig leikstarfsemi, tónleikum, listsýn- ingum o.fl. á sviði menningarmála. Þegar við svo um kvöldið sátum saman uppi á hóteli og hlustuðum á Gunnvöru lýsa því hvað þessi bygg- ing væri sniðin fyrir æskulýðs- og menningarmiðstöð í vesturhluta miðbæjar Kópavogs, þá held ég að engum af þeim bæjarfulltrúum, sem þarna voru saman komnir, úr öllum flokkum, hafi blandast hugur um að þessir hlutir yrðu að verða að veruleika. Þannig gat Gunnvör verið sannfærandi þegar um hennar hjartansmál var að ræða. Ég minnist einnig margra ánægjustunda á heimili þeirra Gunnvarar og Björns á Meltröðinni í hópi annarra bæjarfulltrúa á þess- um árum. Þær stundir stuðluðu ekki minnst að þeim góða anda, sem ríkti á þessum árum meðal bæjar- fulltrúa í Kópavogi. Gunnvör Braga var manni sínum ávallt mikil stoð við rekstur þeirra barnmarga heimilis, þar sem bæði hjónin höfðu á sinni könnu marg- vísleg trúnaðarstörf utan heimilis. Á þetta reyndi ekki minnst nú um nokkurt skeið í þungbærum veik- indum Björns. Hér er því um sárt að binda nú, þegar hún er svo skyndi- lega hrifin á brott á góðum aldri. Um leið og ég vil heiðra minn- ingu Gunnvarar Braga og þakka henni samfylgd, þá bið ég góðan Guð að styrkja Björn í djúpri sorg hans. Börnum þeirra og öllu vensla- fólki votta ég dýpstu samúð. Guttormur Sigurbjörnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.