Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.06.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. júní 1992 Tíminn 5 Finnur Ingólfsson: Nú skiptir máli hverj ir stj óma Rfldsstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks er rfldsstjóm stöðnunar og afturhalds. Hún hefur með aðgerðum sínum sagt atvinnulíflnu og fólkinu í landinu stríð á hendur. Hún hefur sagt upp þeirri þjóðarsátt sem verið hefur um velferðarkerfið. Rflds- stjómin hefur lamað baráttuþrek launþegasamtakanna með at- vinnuleysisgrýlunni. Skattaálögumar rétt- lættar með erfiðleikum Ríkisstjórnin hefur með þessari bábilju orðið ágengt með að draga kjarkinn úr þjóðinni og telja fólki trú um að aldrei fyrr hafi þjóðin þurft að standa frammi fyrir öðrum eins erfiðleikum. Öll þau óheilla- verk, sem ríkisstjórnin er og hefur verið að vinna að, eru réttlætt með þessum erfiðleikum. 1000 milljón króna lyfjaskattur á sjúklinga er réttlættur með erfiðleikatalinu. 700 milljón króna skattur á þá, sem þurfa að sækja læknisþjónustu sérfræðinga, er réttlættur með þessum erfiðleikum. 370 milljón króna skattur á þá, sem þurfa að sækja þjónustu heilsugæslulækna, er réttlættur með þessum erfið- leikum. 500 milljón króna fram- færslustyrkur sveitarfélaganna með ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er réttlættur með þessum erfið- leikum. 260 milljón króna skattur á elli- og örorkulífeyrisþega er rétt- lættur með þessum erfiðleikum. En hverjir eru nú þessir stórkost- legu erfiðleikar, sem ríkisstjómin hefur talið þjóðinni trú um að við sé að fást? Erfiðleikarnir hafa fyrst og fremst verið heimatilbúnir og búnir til af ríkisstjórninni sjálfri. Það, sem nú er hins vegar að ger- ast, er að því er spáð að þorskafla verði að draga verulega saman, ef koma á í veg fyrir að stofninn hrynji. Þegar slíkar upplýsingar berast, þá er það fyrsta, sem forsæt- isráðherranum dettur í hug, að lækka þurfi launin og tekur undir með svartsýnisröddum í þjóðfélag- inu og byrjar að barma sér. Engar hugmyndir koma frá forsætisráð- herra um það hvemig þjóðin geti með samstilltu átaki unnið sig út úr vandanum með aukinni verð- mætasköpun, með því að nýta þau tækifæri sem alls staðar bíða. For- sætisráðherrann býður bara upp á fortíðarvandann, bölmóð, kreppu og samdráttartal. Forsætisráð- herra, sem þannig talar, fær þjóð- ina aldrei með sér til átaka. Hann byggir ekki upp kjark hjá þjóðinni og trú á sjálfa sig með slíkum mál- flutningi, heldur hið gagnstæða. Skyldi það nú vera svo að þjóðin hafi aldrei fyrr staðið frammi fyrir öðru eins og ætli nokkur ríkis- stjórn fyrr eða síðar hafi þurft að takast á við aðra eins erfiðleika? Ólíku saman aö jafna Ekki þarf að fara lengra aftur en til ársins 1983 til að finna aðstæður í þjóðfélaginu sem em sambærileg- ar og þær, sem nú er spáð að þjóð- in standi von bráðar frammi fyrir. Um mitt ár 1983 tók við stjórnar- taumunum ríkisstjóm undir for- ystu Framsóknarflokksins. Þá var verðbólga 140%, en nú er hún 2%. Það er ekki ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, sem hefur komið verð- bólgunni niður í 2% og skapað þannig lífvænleg skilyrði í þjóðfé- laginu. Það var fyrir samstarf fyrri ríkisstjórnar og aðila vinnumark- aðarins að þau skilyrði vom sköp- uð. Það var á þeirri braut sem aðil- ar vinnumarkaðarins kusu að vinna áfram, en áttu í miklum erf- iðleikum með að fá ríkisstjórnina til samstarfs um slíka hluti. Um mitt ár 1983 blasti við fjölda- atvinnuleysi og stöðvun margra fyrirtækja. Þá var gripið til rót- tækra almennra aðgerða í efna- hags- og atvinnumálum til að t'TSÉÍa atvinnu og treysta rekstrar- gmndvöll fyrirtækjanna. En nú er fjöldaatvinnuleysi staðreynd, meira atvinnuleysi hefur mælst nú að undanförnu en nokkm sinni fyrr frá því er mælingar atvinnu- leysis hófust. Gmndvallaratvinnu- greinar þjóðfélagsins eru reknar með bullandi tapi og ríkisstjórnin segir: Okkur kemur þetta ekki við. Aðstæður nú og þá Árið 1983 var þorskveiðin í kring- um 290 þúsund tonn. Þorskaflinn á árinu 1992 mun verða á bilinu 280- 300 þúsund tonn, en nú koma hins vegar fram mjög alvarlegar ábendingar frá Alþjóðahafrann- sóknaráðinu, að ekki megi veiða meira en 150 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári. Það er auðvitað mikið áfall og það skiptir auðvitað höfuðmáli hvemig ríkis- stjómin þá bregst við. En sem bet- ur fer er útlit fyrir að á næsta ári geti orðið um metloðnuveiði að ræða, en árið 1983 var engin loðna veidd, ekki eitt tonn. Þá var sáralít- il rækjuveiði og hefur rækjuveiðin síðan þá margfaldast. Árið 1983 var afurðaverð á erlend- um mörkuðum mjög lágt. í dag búum við við hátt afurðaverð í dollurum. Árið 1983 hafði ríkis- stjórnin í enga sjóði að hlaupa, eins og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur nú, því ríkisstjóm Stein- gríms Hermannssonar, sem fór frá völdum um mitt ár 1991, hafði byggt upp innstæður í Verðjöfnun- arsjóði sjávarútvegsins sem námu þrem milljörðum króna. Nú er rík- isstjórn Davíðs Oddssonar að greiða út þessar innstæður til fyrir- tækjanna sem þær áttu. Þannig mætti lengi halda þessum samanburði áfram. En það er ekki samanburðurinn sem máli skiptir, heldur það hvernig ríkisstjórnir með mismunandi stjórnarstefnu bregðast við utanaðkomandi erfið- leikum og hvernig rfkisstjórnir takast á við þá. Skattur, skattur, skattur Árið 1983 lagði ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar höfuð- áherslu á að tryggja að útflutnings- framleiðslan í landinu stöðvast ekki. Gripið var til almennra að- gerða í efnahagsmálum, sem tryggðu rekstrargrundvöll at- vinnulífsins. Tekjur voru auknar og dregið úr kostnaði. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fer hins vegar allt öðruvísi að. Hún grípur til sér- tækra aðgerða með því að leggja lyfjaskatt á sjúklinga, skatt á náms- menn, skatt á elli- og örorkulífeyr- isþega, skatt á sjómenn, lækka Iaun kennara og skattleggja at- vinnulífið. Þannig hefur ríkis- stjórninni tekist að magna þá erfið- leika sem við blasa, og haldi hún áfram á sömu braut, munu erfið- leikamir enn magnast með minnk- andi þorskafla, eins og nú er lagt til. Með aðgerðum sínum hefur ríkisstjómin aukið á kreppuna með harkalegum niðurskurði á ýmsum sviðum opinberra útgjalda, sem hefur leitt til samdráttar í þjóðfé- laginu og atvinnuleysis. Það skiptir máli hverjir stjórna Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hafði á vordögum 1991 frumkvæði að því að hækka vextina í landinu, þannig að bankarnir fylgdu á eftir og um tíma var atvinnulífið að greiða allt upp í 18% raunvexti. Ríkisstjórnin rembdist við að halda vöxtunum uppi, þrátt fyrir að ýmsar markaðsaðstæður væru að myndast til vaxtahækkunar. Vandamálin, sem að steðja nú, eru því heimatilbúin og bera merki rangrar stjórnarstefnu, sem lýsir sér í okurvöxtum á samdráttartím- um og skattlagningu á atvinnulífið og þá sem búa við erfiðustu að- stæðurnar í þjóðfélaginu. Þessari stjórnarstefnu hafnar Framsóknarflokkurinn. Hann vill lága vexti á samdráttartímum til að hvetja til fiárfestinga í arðbær- um framkvæmdum og til að tryggja atvinnu og kaupmátt. Hann hafnar skattlagningu á at- vinnulífið, á elli- og örorkulífeyris- þega, námsmenn og sjúklinga. Hann vill skattleggja þá sem pen- ingana eiga. Það er því mikill munur á stjórnarstefnu núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins með Alþýðuflokkinn í eftirdragi og þeirra ríkisstjórna, sem Fram- sóknarflokkurinn hefur veitt for- ystu á undanförnum árum. Fyrir fólkið í landinu sýnir mismunur- inn á þessum tveimur stjórnar- stefnum svo ekki verður um villst að það skiptir máli hverjir stjórna og ekki síst nú þegar erfiðleikar virðast blasa við. Höfundur er alþingismaður. LISTAHATIÐARPISTILL Flautuleikarinn frægi James Galway mun vera meðal allra frægustu flautuleikara vorra tíma, og nú fengu gestir Listahátíðar í Reykjavík 1992 að heyra hann í návígi. Galway er íri, spilaði fyrstu flautu í Fflharmóníuhljómsveit Berlínar í 6 ár, en sveiflaði sér síðan út á einleikarabrautina. í viðtali við Morgunblað- ið sagði hann eitthvað á þá leið, að hann æfl sig einfaldlega meira en aðr- ir, og þess vegna sé hann bestur. Þetta voru skrítnir tónleikar. Annars vegar verður því ekki neitað, að Gal- way spilar hreint eins og engill — þar veitir hann engan afslátt. En hins vegar gerir hann tónleikana að hálf- gerðum kabarett með slúðri á milli atriða. Og haldi einhver, að rabb Gal- ways hafi verið „fræðandi“, þá veður sá hinn sami í villu og svíma, því allt sem hann sagði var tómt bull. írar eru auðvitað frægastir fyrir „gift of the gab“, þeir eru orðsins menn — mikið fyrir að segja sögur og brand- ara, og það er Galway greinilega. Til marks um þvæluna má geta þess, að þriðja síðasta verkið á tónleikunum var Fantasía eftir Gaubert, flautupró- fessor í París. En síðasta verkið var Concertino op. 107 eftir Cécile nokkra Chaminade, sem Galway sagði að hefði verið prófstykki henn- ar frá Akademíunni í París, þar sem fyrmefndur Gaubert hefði verið kennari hennar. Og glöggir menn teldu verkið vera í rauninni ástarbréf nemandans til kennarans, og gerði úr þessu langt mál með tilvísun til tóntegundaskipta hér við staf A og D, o.s.frv. Sannleikurinn er hins vegar sá, að Gaubert var 8 ára gamall þegar Cécile Chaminade útskrifaðist í tón- listarháskólanum, og kannski ný- byrjaður að læra á blokkflautu. Og annað eftir þessu. En hvað á maður eins og Galway að gera? Hann heldur um 120 konserta á ári, hann hefur tæknina fullkom- lega á valdi sínu, og hann er búinn að spila öll venjuleg flautustykki 100 eða 1000 sinnum á konsertum. Þetta hlýtur með öðrum orðum að vera orðið drepleiðinlegt, og líklega gerir hann það besta úr málinu með tvennum hætti: að róa á peningamið- in með því að gefa út sæg af plötum og geisladiskum, og spiia líka popp til að stækka markaðinn sem hann höfðar til. Og hins vegar með því að skemmta sjálfum sér með því að segja brandara. Sem margir höföu svosem gaman af, a.m.k. einu sinni, en sýnilega ekki píanistanum Philip Moll, sem engdist í sæti sínu undir James Gatway. rausinu. Enda búinn að heyra þetta oft — þeir hafa spilað saman í ein 15 ár. Moll þessi virtist annars ekki vera minna athyglisverður undirleikari en Galway er flautuleikari, og kannski heyrum við hann aftur við tækiferi, og þá sem meðleikara einhvers heimsfrægs söngvara, því á því sviði hefur hann haslað sér völl. Galway er semsagt kominn upp á tindinn fyrir löngu — þ.e. þann tind sem hann hyggst klífe hæstan, og hefúr ekkert að stefna að þaðan í frá. Aðrir flautuvirtúósar, eins og Ld. Ma- núela Wiesler, leita í staðinn á önnur mið sem kalla á sífellt nýja tækni og nýja sigra, Ld. á vettvangi nútímatón- listar. Hún hefði spilað öll þessi ágætu verk — Dvorák, Prokofieff, Poulenc, Gaubert, Debussy og Chaminade — rétt eins vel og Gal- way, en hún getur líka blásið lífsanda í ýmis nútímastykki sem yrðu að dusti í túlkun flestra annarra. ÞAÐ er sönn list, og sannur metnaður túlk- andi listamanns. Hinu verður þó ekki neitað, að gam- an er að heyra svo fullkominn og föls- kvalausan flautuleik og við heyrðum hjá Galway, og líklega var þrátt fyrir allt mest gaman að einu aukalaginu, Flugi býflugunnar eftir Rimsky- Korsakoff, sem hann spilaði ógurlega vel eins og allt annað. Sig.St

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.