Tíminn - 25.06.1992, Síða 9

Tíminn - 25.06.1992, Síða 9
Fimmtudagur 25. júní 1992 Tíminn 9 533 Auglýsing frá \mw Borgarfógetaembættinu Vegna breytinga á Borgarfógetaembættinu í Sýslu- mannsembættið í Reykjavík verða skrifstofur embætt- isins að Skógarhlíð 6 lokaðar mánudaginn 29. júní og þriðjudaginn 30. júní n.k. Skiptaréttur verður þó opinn vegna skiptafunda og nauðungaruppboð, sem auglýst hafa verið á framan- greindum tíma, fara fram. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík. Jón Skaftason Vatnabátur til sölu Lengd 2,4 m með sætum í miðju, skut og stafni, álkjöl, veltiuggum og hjólum, árum og kefum. Viðurkenndur af Siglingamálastofnun (getur ekki sokkið). Verð kr. 40.000,-. Upplýsingar í síma 680001 kl. 8-17 og 41224 eftir kl. 18.00. Kerra með mikla burðargetu til sölu Vel útlítandi þrælsterk jeppakerra m/áklæddri stál- grind að aftan og með þverbitum undir botni, sterkum jeppafjöðrum og nýjum 16” jeppadekkjum. Verð kr. 80.000,-. Upplýsingar í síma 45177 á kvöldin. GARÐSLATTUR Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyiö. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. maí er skrifstofa okkar [ Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurínn. Þórsmörk Hin víðfræga og fjölsótta Þórsmerkurferð ungra framsóknarmanna verður farin dag- ana 3. til 5. júll n.k. Tjaldað verður I Langadal. Vinsamlega tilkynniö þátttöku til SUF I sima 91-624480, eigi slðar en kl. 16 föstudaginn 26. júnl. Athugiö takmarkað sætaframboð. Ferðamálaráð SUF. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Drætti I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur verið frestað til 10. júll n.k. Vel- unnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miða, eru hvattir til að greiöa heimsenda glróseðla fyrir þann tima. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I slma 91-624480. Framsóknarfíokkurinn Framsóknarkonur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir hópferð á Kvennaþingiö á Egils- stöðum 20.-23. ágúst n.k. Vinsamlegast látið skrá ykkur strax hjá Jafnréttisráði, slmi 91-27420, og á skrifstofu Framsóknarflokksins, slmi 91-624480. Framkvæmdastjóm L.F.K. Þekkir einhver brúðgumann? Hefur honum þegar brugðið fyrir í einhverjum þættinum með klassapíum? Nú hætta klassapíurnar eftir siö gleðirík ár Síðasti þáttur í gleðiseríunni Klassapíur hefur verið tekinn upp, og endar saga þeirra vin- kvenna með hjartnæmu brúð- kaupi, en þá giftir hún Dorothy sig, en ekki vitum við hverjum enn sem komið er. Allt til loka- senunnar reynir fyrrum eigin- maður Dorothy, hann Stanley, að koma í veg fyrir brúðkaupið og fullvissa konuna um ást sína, en Dorothy hefur valið og hafnað og Stanley má éta það sem úti frýs. Þótt Klassapíur hafi sungið sitt síðasta, þá hafa þær þrjár, sem ekki gengu út, tekið upp þráðinn og halda áfram fjörinu í nýrri gleðiþáttaseríu, sem mun verða gefið nafnið Klassahöllin. Þar munu þær Blanche, Sophia og Rose reka saman mótel á Flór- ída. r I spegli Tímans Klassapíurnar hafa gengið I gegnum súrt og sætt saman, en ævinlega stutt hver aðra eða leitt eftir at- vikum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.