Tíminn - 26.06.1992, Síða 12
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300
HEIÐI
BÍLAPARTASALA
Varahlutir í árgerðir '74-'87
Ýmsar smáviðgerðir
Kaupi bíla til niðurrifs
HEHN ■ BÍLAPARTASALA
Flugumýri 18D ■ MosfellsbaB
Sfmar «88138 t 887387
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
Úðruvísi bílasala
BÍLAR • HJÓL •
BÁTAR*VARA-
HLUTIR.
MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
SÍMI 679225
HÖGG-
^ DEYFAR
Verslió hjá fagmönnum
varahlutir
u Haaurshöfða 1 - s. 67-67-44
Tíminn
FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1992
32 börn
írútu
sem brann
Rúta brann til kaldra kola efst í
Kömbunum um kl. 15:30 í gær.
Rútan sem tók 41 mann var með 38
manns innanborðs þegar eldurinn
varð laus. Meðal farþega voru 32
börn á aldrinum 7-10 ára frá félags-
miðstöðinni Tónabæ.
Ökumaður og ein 7 ára stúlka voru
flutt á sjúkrahúsið á Selfossi með
snert af reykeitrun. Þau fengu að
fara heim að skoðun lokinni.
Að sögn lögreglu kviknaði í út frá
vélinni.
-GKG.
Eins og sjá má gjöreyöilagðist
rútan í eldinum.
Tímamynd SBS
Hluti þeirra íslensku lækna sem sitja ráöstefnuna. Frá vinstri Kjartan Ólafsson, Örn Smári Arnaldsson
forseti þingsins, Siguröur V. Sigurjónsson og Einar H. Jónmundsson. Tímamynd. Árni Bjarna.
Ráðstefna norrænna röntgenlækna:
Hægt ad koma í veg
fyrir heilablóðfall
Sjúklingar með einkenni frá heila sem bent geta til blóðtappa eru
nú rannsakaðir með segulómun og hefur sú tækni gert það mögu-
legt að sjá fyrir heilablóöfall.
„Það er vaxandi eftirspurn eftir slíkum rannsóknum í dag“, segir
Sigurður V. Sigurjónsson læknir.
Verði læknar varir við mikil
þrengsli í hálssiagæðum með að-
stoð segulómunarinnar er gripið til
þess ráðs að hreinsa úr æðunum og
má þannig bjarga lífi sjúklingsins.
Breytingin varðandi segulómunar-
tæknina er að verða mjög ör og eru
íslendingar vel staddir með segu-
lómunartæki Landspítalans. í Nor-
egi eru til 6 tæki, sem þýðir eitt
tæki á u.þ.b. 700.000 manns. Norð-
menn hafa í hyggju að kaupa 6 tæki
til viðbótar á næsta ári.
Segulómunartækiö á Landspítal-
anum er aðallega notað fyrir heila,
grindarhol. hrygg og vöðva- og
stoðkerfi. I framtíðinni er búist við
að það verði mikið notað við hjarta-
skoðanir.
Á ráðstefnu norrænna röntgen-
iækna í gær voru kynnt ný röntgen-
skuggaefni sem notuð eru við óm-
skoðanir og verið er að þróa úti í
hinum stóra heimi. Þeim er spraut-
aö inn í blóðrásina og koma þannig
fram á röntgenmyndum. Að sögn
Einars H. Jónmundssonar læknis
hafa þau skuggaefni, sem hingað til
hafa verið notuð, haft slæm auka-
áhrif en nýja efnið er mun mildara.
Einnig er verið að rannsaka
skuggaefni sem sett eru í melting-
arveginn. Þau hjálpa t.d. við að
greina sjúkdóma í þarmi sem erfitt
er að gera í dag þar eð þarmurinn er
vökvafylltur, á sífelldri hreyfingu og
auk þess sem mismunandi innihald
er í honum.
„Ef við getum stjórnað því sem er
inni í þarminum getum við farið að
meta til dæmis þarmavegginn bet-
ur“, segir Ólafur Kjartansson lækn-
ir. „Skuggaefnið þarf að uppfylla
þau skilyrði að sjúklingurinn geti
tekiö þau inn án þess að skaða sjálf-
an sig og svo verður að vera gott aö
drekka það því þurft getur að gefa
honum heilan lítra“.
Ólafur segir ráðstefnur eins og þá
sem nú fer fram afar nauðsynlegar
til að gefa íslenskum læknum kost á
að hitta starfsbræður sína frá öðr-
um löndum og ræða það nýjasta
sem er að gerast í læknavísindun-
um. Ráðstefnugestir sitja ekki við
ræðuhöld allan daginn en hafa til
dæmis skoðað Þingvelli og Ráðhús
Reykjavíkur.
Ráðstefnunni lýkur kl.16:00 í dag.
-GKG.
Fundur samstarfsnefnda samtaka sykursjúkra á
Norðurlöndum:
Sykursjúkir spara
fyrir þjóðfélagið
Ríkisstjórnir og samtök sykur-
sjúkra a Norðuriöndum undirrituðu
yfirlýsingu á árlegum fundi sam-
starfsnefnda samtaka sykursjúkra á
Norðurlöndum um að vinna að því
að fyrirbyggja og minnka hættuna á
blindu, nýrnaskemmdum og útlima-
missi hjá sykursjúkum.
Yfirlýsingin staðfestir að ábyrgðin
sé bæði hjá heilbrigðisþjónustunni
sem og hjá hinum sykursjúku.
Sjúkdómurinn er ólíkur flestum
öðrum að því leyti að sjúklingurinn
ber ábyrgð á honum sjálfur. Þeir
sem þekkja hann vel eiga auðveldara
með að fyrirbyggja fylgikvilla hans.
Hinn sykursjúki dregur því ekki ein-
göngu úr eigin þjáningum heldur
dregur hann einnig úr kostnaði
þjóðfélagsins. Hann verður því að
hafa aðgang að sem bestum upplýs-
ingum og þekkingu til að sinna Iífs-
tíðarsjúkdómi sínum.
Hvorki samdráttur í útgjöldum til
heilbrigðisþjónustunnar né fjárhag-
ur hins sykursjúka má hindra hann í
að sinna sjúkdómnum.
Á fundinum var nefnd stofnuð sem
ætlað er að kanna hvernig meðal-
talsblóðsykur á 6 vikna tímabili eigi
að vera svo hægt sé að draga úr fylgi-
kvillum og auka lífsgæði hins sykur-
sjúka.
-GKG.
Veiðidagur fjölskyldunnar:
Ókeypis veiði í
yfir 20 vötnum
Veiðidagur fjölskyldunnar verður
haldinn á sunnudaginn en þá bjóða
Ferðaþjónusta bænda og Landssam-
band stangaveiðifélaga allri fjöl-
skyldunni í ókeypis veiði á yfir 20
stöðum á landinu.
Meðal þeirra vatna sem í boði verða
eru Úlfljótsvatn í Grafningi, Botns-
vatn 3 km austan við Húsavík og
Haukadalsvatn í Haukadal.
Að baki Veiðidegi fjölskyldunnar
býr sú hugmynd að fjölskyldan drífi
sig í veiðitúr og njóti þess að renna
fyrir fisk í fegurð íslenskrar náttúru
um leið og það kynnist skemmti-
legri tómstundaiðju.
-GKG.
Breytingar hjá þingflokki Kvennalista:
Skipt um
Kristín Ástgeirsdóttir 18. þingmað-
ur Reykvíkinga hefur tekið við for-
mennsku þingflokks Kvennalistans
af Ónnu Ólafsdóttur Björnsson.
Varaformaður er Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir 6. þingmaður Vest-
formann
fjarða. Sú regla hefur gilt í þing-
flokki Kvennalistans að þingkonur
skiptast á um að gegna formennsku
eitt ár í senn.
-GKG.