Tíminn - 21.07.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 21. júlí 1992
Maðkaplágan á Suðurlandi:
Grasmaðkurinn að
fara á púpustig
Mikið hefur borið á grasmaðki á
Suðurlandi í sumar. Bændur hafa
orðið hans varir aðallega í úthögum
í Landeyjum, undir Eyjafjöllum og
allri Vestur-Skaftafellssýslu, allt
austur að Núpsstað.
Einar Þorsteinsson í Sólheima-
hjáleigu, ráðunautur hjá Búnaðar-
sambandi Suðurlands, segir að
ákveðin svæði og blettir hafi orðið
ákaflega hart úti vegna grasmaðks-
ins, aðallega í úthaga. Einnig hafi
maðkurinn komist í tún sem eru í
slappri rækt. Maðkurinn étur öll
heilgrös, en skilur eftir blómjurtir
og vissar tegundir sem hann vill
ekki. Eftir stendur síðan hálfsviðin
jörð. Maðksins fór að gæta upp úr
miðjum júní, en er nú að komast á
púpustigið og fer brátt að fljúga sem
fiðrildi. Fiðrildin verpa síðan í jörð-
ina fyrir næstu uppskeru.
Magn grasmaðks fer eftir því
hvernig viðrar á vetrin. Síðastliðinn
vetur og sumarið þar áður voru af-
skaplega mild og því hefur maðkur-
inn náð sér svona vel á strik. Einar
segir að þetta sé gamalt fyrirbæri.
Áður fyrr stungu menn skurði til að
verjast því að grasmaðkur kæmist í
ræktuð tún. Maðkurinn valt síðan
ofan í skurðina og þar var gjarnan
kveikt í honum.
Að sögn Einars eru þeir blettir,
sem verst urðu úti í sumar, nú að
byrja að grænka. Jörðin hafi þó farið
illa, mosi og annar lággróður nær
sér á strik þar sem grasmaðkurinn
hefur verið á ferð. -BS
Landsbankinn á Akureyri:
Umdæmisútibússtjóri
fyrir Noröurland
Helgi Jónsson hefur verið ráðinn
umdæmisútibússtjóri Landsbank-
ans á Akureyri. Hann mun hafa
umsjón með og bera ábyrgð á
starfsemi annarra útibúa Lands-
bankans á Norðurlandi.
Vegna nýs skipulags á útibúum
Landsbankans hafa verið ráðnir
umdæmisútibússtjórar á 6 stöðum
á landinu.
Ásamt því að hafa yfirumsjón
munu umdæmisútibússtjórar
einnig verða tengiliðir umdæmis-
ins við bankastjórn og stoðdeildir
bankans og meta eða leggja fram
umsagnir um lánveitingar til handa
viðskiptavinum, skv. sérstökum
reglum þar um.
Helgi Jónsson hefur verið útibús-
stjóri bankans á Akureyri. Helgi hóf
störf í útibúinu á Selfossi í júlí 1946
og hefur síðan verið útibússtjóri á
ísafirði og Akranesi. Helgi er 64 ára.
Hann er kvæntur Hallbjörgu Teits-
dóttur.
-BS
Helgi Jónsson, umdæmis-
útibússtjóri Landsbankans
á Norðurlandi.
Athygli vakin á bestu fæðunni fyrir ungbörn:
Vika helguð
brjóstagjöf
Alþjóðieg vika helguð btjóstagjöf
verður frá 1. tíl 8. ágúst nk.
Félagið Barnamál, áhugaféiag
um btjóstagjöf, vöxt og þroska
bama, vlU því vekja athygli á sam-
eiginlegri yfiriýsingu Alþjóða heQ-
brigðisstofnunarinnar og UNICEF,
bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna,
um brjóstagjöf.
Þar er kveðið á um að brjósta-
tqjóik Innihaidi sýkingavamandi
þætti, sem aðstoða við að vetja böm
gegn sjúkdómum. Móðurmjólkín er
því talin besta fæða, sem tíl er fyrir
eðlilegan vöxt og þroska ungbama
og hefur einstök iíffneðileg og til-
finningaleg áhrif á heilbrigði móð-
ur og bams.
Hér á landi eru starfandi hjálpar-
mæður á vegum félagsins Baraa-
mál, sem annast ráðgjöf til kvenna
með böm á btjósti. —GKG.
Hreppsnefnd Eyrarbakka:
m u m
Vilja byggingu
fyrirhugaðs
á Eyrarbakka
f hrífí. SBni hfpfttKnpfnii rp pinnid ÍsnHtpuct AiyiV dtl
I btéfi, sem hreppsnefnd Eyrar-
baldca hefur ritað til dómsmála-
ráðherra og eftir fúnd sömu aðöa,
kemur fram eindreginn vilji
hreppsnefndarinnar um að fyrir-
hugað rikisfangelsi risi á Eyrar-
bakka.
Dómsmálaráðherra sldpaði á
síðasta ári nefnd, sem gera áttí
heildarúttekt á stöðu fangelsis-
mála og leggja fram tíllögur um
stefnumörkun. í skýrslu nefttdar-
innar er gert ráð fyrir að framtíð-
aruppbygging fangelsa verði á
höfuðborgarsvæðinu og að föng-
um verði fækkað í fangelsinu á
Litla-Hrauni. Hreppsnefnd Eyrar-
hakka lýsir yfir áhyggjum sínum
vegna þcssa, þar sem augijóst sé
að mikilvægum stÖrfum í sveitar-
félaginu muni þar með fækka.
Hreppsnefndin bendir á að gera
megi ráð fyrir að Eyrbekkingar
séu orðnir fangelsisstarfsemi
vanir af góðu einu, m.a. með tilliti
til þeirrar atvinnu sem fangelsið á
Litla-Hrauni skapar. Megi þvf ætla
að sæmilegur friður yrði í sveitar-
félaginu, ef fyrirhuguð uppbygg-
ing fangelsa færi fram í Eyrar-
bakkahreppi, en ekki á höfuðborg-
arsvæðinu. Einnig er bent á að
mótmæli myndu eflaust rísa upp
bjá íbúum þess bverfis, sem yrði
fyrir valinu í Reykjavík, og að þar
sé einnig landleysi íyrir slíka
starfsemi. Land í eigu ríkisins sé
hins vegar mitóð í Eyrarbakka-
hreppi og liggi vel við núverandi
aðalfangelsi landsins á Litla-
HraunL Þá er bent á að Árborgar-
svæðið sé sífellt að eflast sem ein
atvinnuheild; þar hafi atvinnu-
leysi verið viðvarandi og því hvert
einasta atvinnutætófæri mitól-
vægt.
Að endingu ítrekar hreppsnefnd
Eyrarbakkahrepps áhuga sinn á
því að ástandi fangelsa á íslandi
verði komið í lögmætt og nútíma-
legt horf og lýsir stuðningi sínum
við það, að framtíðaruppbygging
fangelsa verði f Eyrarbakkahreppi.
Dalvíkingar hafa einnig sýnt
málinu áhuga. Að sÖgn Kristjáns
Þórs Júlíussonar bæjarsfjóra hef-
ur verið óskað eftir viðræðum við
dómsmálaráðherra um byggingu
fangelsis á Dalvík. Kristján segir
að alltaf megi bæta við atvinnu-
starfsemi í bænum og segist ætla
að friður verði um þessa starf-
semi. Hann segir að það sé ektó
hægt að taka það sem sjálfgefinn
hlut að Öll uppbygging opinberrar
starfsemi sé skilgreind við höfuð-
borgarsvæðið. Það þurfi að hafna
því með einhverjum rökum að
setja svona starfsemi ektó niður
úti á landi. -BS
ísland - hjáríki EES
Komin er út í Reykjavík bókin
Hjáríki eftir Björn S. Stefánsson,
dr. scient. í henni er fjallað um
stöðu íslands samkvæmt samn-
ingsuppkastinu um EES og leitast
við að efla skilning á þeim hug-
myndum, sem um 30 ára skeið hafa
mótað þá afstöðu sem íslenskir
ráðamenn hafa nú til v-evrópskrar
stjórnar á íslandi. Bókin Hjáríki er
pappírskilja, en fæst einnig sem
hljóðbók.
Að dómi höfundar kæmi EES-að-
ild erlendum ríkjum, fyrirtækjum
og einstaklingum í fjölþætta áhrifa-
stöðu til að hafa arð af íslendingum
— með innlendum bandamönnum.
Hann telur að þessi aðstaða yfir-
gnæfi alla aðra þætti málsins.
Bókin Hjáríki er samin af sjónar-
hóli manns, sem við upphaf máls-
ins, árið 1962, hafði sérstaka að-
stöðu til að kynnast hug íslenskra
ráðamanna í þessum efnum, og
hefur síðan haft að starfí að rann-
saka og gera grein fyrir högum
lands og stjórnarháttum. —sá
Björn S. Stefánsson,
dr. scient.
Búnaðarbanki
slær
Sumitomo
Stjómendur Búnaðarhanka íslands
undirrituöu í gær lánssamning við
Sumitomo-bankann í London og
sjö aðra banka um 25 milljóna
Bandaríkjadala lán til Búnaðar-
bankans.
Lánið er tekið til að endurfjár-
magna eldri lánssamninga vegna er-
lendra endurlána bankans og er
þetta í fimmta sinn á fimm árum
sem slíkur samningur sem þessi er
gerður við Sumitomo-bankann.
Lánið er til fimm ára og er afborg-
analaust í þrjú og hálft ár, en endur-
greiðist síðan með fjórum jöfnum
afborgunum. Vaxtagreiðslur eru
tvisvar á ári og vaxtakjör með því
hagstæðasta sem nú gerist í alþjóð-
legum peningaviðskiptum. —sá
Félag um nýja sjávarútvegsstefnu:
Nýliðun útilokuð
Félag um nýja sjávarútvegsstefnu
hefur sent frá sér yfiriýsingu
vegna gjaldþrots Fiskvinnslunnar
á Bíldudal.
í yfirlýsingunni segir að nú þeg-
ar Fiskvinnslan á Bfldudal hefur
lýst sig gjaldþrota, komi í ljós al-
varlegir ágallar, sem felist í leik-
reglum núverandi laga um stjórn
fiskveiða. Útgerðarfélag Bflddæ-
linga, sem nú hefur tekið fisk-
vinnsluna á leigu, er að mestu í
eigu hins gjaldþrota félags (70%).
Bústjóra þrotabúsins ber sam-
kvæmt lögum að selja eignir bús-
ins hæstbjóðanda, þannig að sem
mestir fjármunir náist upp í lýstar
kröfur.
Að ofangreindu leiðir, að skip
útgerðarfélagsins verða seld ásamt
veiðiheimildum. Einu aðilarnir,
sem ráða við slíka fjárfestingu, eru
fjársterk útgerðaiífélög (gjarnan
frystitogarar), sem jafnframt geta
nýtt sér þá skattalegu hagræðingu
sem felst í því að gjaldfæra kvóta-
kaup. Útilokað er fyrir „heimaað-
ila“ að stofna nýtt hlutafélag, sem
keypti umrædd skip og fasteignir.
Rekstur, sem stofnað er til með
þeim hætti, getur aldrei staðið
undir sér. Með öðrum orðum, ný-
liðun í útgerð er útilokuð meðan
núverandi lög um stjóm fiskveiða
gilda og veiðiheimildir safnast
þannig á færri hendur.
Vegna þeirra leikreglna, sem fel-
ast í núgildandi lögum um stjórn
fiskveiða, er mikil hætta á því að
gjaldþrot Fiskvinnslunnar á
Bfldudal gæti þýtt endalok byggð-
ar þar, a.m.k. í núverandi mynd.
Ekkert nema sértækar ráðstafanir
af hálfu stjórnvalda gætu komið í
veg fyrir slíkt, og sama gildir að
sjálfsögðu um önnur byggðarlög,
sem fyrir slíkum áföllum verða.
BS
Útflutningsráð:
Töluvert spurt
um gjafavöru
„Töluvert er um fyrirspumir er-
lendis frá um gjafavörur frá ís-
landi,“ segir í Utskoti, fréttabréfi
Útfiutningsráðs.
Fram kemur að Útflutningsráð sé
nú að setja saman lista um gjafa-
vöruframleiðendur hér á landi. Þeir,
sem áhuga hafa á því að vera með á
þeim lista, eru hvattir til þess að
setja sig í samþand við upplýsinga-
fulltrúa ráðsins. Svo virðist þó sem
áhugasamir gjafavöruframleiðendur
verði að hinkra með það fram yfir
verslunarmannahelgi. Því Útskot til-
kynnir einnig um það að skrifstofa
Útflutningsráðs sé lokuð vegna sum-
arleyfa starfsfólks á tímaþilinu 13.
júlí til 3. ágúst.