Tíminn - 21.07.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.07.1992, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 21. júlí 1992 132. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Skýrsla Johns G. Pope, sérfræðings við fiskirannsóknastofn- unina í Lowerstoft, um þorskveiðar (slendinga: Þorskaflinn verði mest 150 þús. tonn Frá slysstað í Kollafirði á sunnudag. Tímamynd Slguratelnn Umferðarslys á Vesturlandsvegi: Bíll lenti utan vegar Umferðarslys varð á Vesturlands- vegi í Kollafirði á sunnudaginn rétt eftir kl.l7:00. Þar hafði bíll lent utan vegar og á vegrið fyrir botni fjarðarins. Ökumaður og tveir farþegar voru fluttir með sjúkrabifreið á slysa- deild. Ökumaðurinn reyndist ómeiddur, farþegi í framsæti hlaut höfuðmeiðsl og farþegi í aftursaeti minniháttar meiðsl. Bfilinn var fluttur í burtu með kranabifreið. Um kl.18:00 urðu 5 árekstrar í Reykjavík; 3 á Bæjarhálsi og 2 á Vesturlandsvegi við Höfðabakka. All- ir voru árekstrarnir minniháttar. Kl. 19:13 var lögreglunni tilkynnt um árekstur tveggja bfla við Hest- háls. Ökumaður annars bflsins var flutt- ur með sjúkrabíl á slysadeild. Báðir voru bflamir fluttir á braut með krana. —GKG. Leifur heppni óheppinn í fjármálum í síðustu Ameríkuferðinni: Leifur heppni sneri heim með 5,2 m.kr. ferðaskuld þróaði báðar síðarnefndu aðferðir, var í Lowerstoft-vinnuhópnum og lagði á ráðin um notkun þessara að- ferða. TVúverðugustu niðurstöður úr öllum þessum aðferðum voru mjög í líkingu við niðurstöður Norðvesturvinnunefndar ACFM og reyndust meðalfiskveiðidánarstuðl- ar Lowetoft-vinnuhópsins vera inn- an við 10% frá niðurstöðum hennar. John G. Pope telur að þessar niður- stöður séu innan líklegra skekkju- marka á stofnmatinu. ,AHar aðferð- irnar benda til þess að meðalfisk- veiðidánarstuðlar séu háir. Þar sem tvær síðastnefndu aðferðirnar taka ekki tillit til gangna þorsks frá Grænlandi til íslands né niður- staðna úr stofnmælingum botnfiska árið 1992 lít ég svo á að niðurstöður vinnunefndar ACFM gefi besta mynd af núverandi ástandi þorskstofnsins miðað við fyrirliggjandi gögn. Aðal- niðurstöður um þróun fiskveiði- dauða undanfarið í íslenska þorsk- stofninum voru ennfremur staðfest- ar með svokallaðri fervikagrein- ingu.“ Þá segir í skýrslu Popes að athug- anir bendi til að veiðidánartalan í ís- lenska þorskstofninum sé allt of há fyrir flest markmið veiðistjórnunar og vænta megi meiri afla, stærri stofns, hærri afla á sóknareiningu og meiri arðsemi af veiðunum við minni sókn. - Það var almenn sam- staða um það í vinnuhópnum að mikil áhætta væri því samfara að hrygningarstofn íslenska stofnsins fari niður fyrir 180 þús. tonn á hrygningartíma, og staða stofnsins yrði miklu öruggari ef hann væri yf- ir 400 þús. tonn. Aflaspár árin 1992- 1996 benda til að með núverandi sókn muni hrygningarstofninn fara niður fyrir 180 þús. tonn og aðeins með því að draga úr sókninni um 40% muni nægilega öruggt að hrygningarstofninn vaxi viðunandi hratt og fari ekki niður fyrir 180 þús. tonn. „Þess vegna mæli ég með ráðgjöf ACFM að öllu leyti og mæli með henni við ríkisstjórn íslands," segir John G. Pope í lok skýrslu sinnar. -BS Sjá einnig blaðsíðu 3 í ársskýrslu Útflutningsráðs segir m.a. frá mikilli frægðarför Leifs heppna til Ameríku sl. sumar. En jafnframt kemur í ljós að Leifur karlinn hefur eytt miklu meira í ferðina en hann hafði safnað upp í ferðakostnaðinn (eins og svo oft hendir landann). Reikningar Út- flutningsráös sýna að ferðakostn- aður Leifs heppna var rösklega 6,8 milljónir, en tekjur aðeins tæplega 1,7 milljónir. Leifur var því svo „óheppinn" að snúa heim í nær 5,2 milljóna skuld. Skuld eða ekki skuld? „Hér var án efa um að ræða eitt stærsta kynn- ingarverkefni sem íslendingar hafa tekið þátt í,“ segir í skýrslu Útflutn- ingsráðs um þessa ferð Leifs og norskra frænda hans til Kanada og Bandaríkjanna. „íslensk fýrirtæki á þessum slóðum og heima á íslandi tóku þátt í þessari kynningarher- ferð, t.d. með því að leggja til mat í móttökur. Þótt erfitt sé að meta ár- angur af starfsemi sem þessari, var þó mælanleg mikil aukning á um- fjöllun um ísland í bandarískum blöðum, sjónvarpi og útvarpi." - HEI Hvernig á að pakka niður áður en haldið er á Ólympíuleika? Vatn og grjót í farangri íslenska Olympíuliðið hefur ekki aðeins með sér íslenskt vatn til Spánar, heldur sér líka til þess að eilítill hraunmoli sé á náttborðinu, eða svo segir í fréttaskeyti frá Reuter-frétta- stofunni. „Þeir vonast til að það hvetji þá að víkinga sið,“ segir í skeytinu. Einar Vilhjálmsson spjótkastari fullyrðir í samtali við fréttastof- una að spænska vatnið standi því íslenska ekki jafnfætis og segir að aðeins þurfi eitt glass á dag af því íslenska til að komast í gott form. Hvað hraunmolana varðar segir Einar: „Þetta er ekta víkinga- hraun og það leynist mikið afl í íslenskum steintegundum." Hafrún Kristjánsdóttir, mark- aðsstjóri hjá Sól hf., segir fyrir- tækið hafa styrkt íslenska Ólympíusundliðið með vatni: „Það reynir að hafa sem mest með sér upp á kostnaðinn og annað og svona styrkjum við lið- ið.“ —GKG. Enski sérfræðingurinn John G. Pope hefur skilað skýrslu til sjávar- útvegsráðherra um ástand þorsk- stofnsins við ísland. Meginniður- staða skýrslunnar er stuðningur við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins, sem hefur mælt með 150 þús- und tonna hámarksafla á þorski næsta fiskveiðiár. John G. Pope setti á laggirnar 7 manna vinnuhóp vísindamanna við Fiskrannsóknastofnunina í Lower- stoft til að fara yfir úttekt á íslenska þorskstofninum í smáatriðum. Auk þeirra var tilkvaddur dr. Gunnar Stefánsson frá Hafrannsóknastofn- un og dr. Kristján Þórarinsson frá Landsambandi íslenskra útvegs- manna sem sat fundinn sem áheyrn- arfulltrúi. Vinnuhópurinn fór nákvæmlega yf- ir gögn þau sem notuð voru af Norð- vesturvinnunefnd Alþjóðahafrann- sóknaráðsins. Með smávægilegum undantekningum var fallist á að styðjast við það stofnmat. Vinnu- hópurinn féllst einnig á aðferðir þær sem Norðvesturvinnunefndin not- aði við stofnmatið. Aðferðir Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (ACFM) voru John G. Pope heldur á skýrsl- unni sem hann vann fyrir sjáv- arútvegsráðherra. Tímamynd Slgurstolnn bornar saman við aðrar aðferðir til að meta stofnstærð. Niðurstöðurnar voru bornar saman við tímaraða- greiningu, sem þróuð var af dr. Guð- mundi Guðmundssyni hjá Seðla- banka íslands, við niðurstöður úr svonefndum Laurec-Shepherd og XSA-aðferðum. Dr. Shepherd, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.