Tíminn - 21.07.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. júlí 1992
Tíminn 3
Sjávarútvegsnefnd átti fund með Pope. Verður farið að tillögum
Alþjóða hafrannsóknaráðsins?
Hvað verður óhætt að veíða
af þorski næsta fiskvetóiár?
Skiptar skoðanir virðast vera innan þingflokkanna um hvað heimila eigi
miklar þorskveiðar næsta fískveiðiár. Mest ber á þessu innan Sjálfstæðis-
flokks og Kvennalista, en kratar og framsóknarmenn virðast hafa fastmót-
aðri stefnu sína í hvora áttina.
Sjávarútvegsnefnd, ásamt hags-
munaaðilum í sjávarútvegi, átti í gær
fund með enska sérfræðingnum
John Pope þar sem hann skýrði nið-
urstöður sínar allítarlega.
í nefndinni eiga sæti Matthías
Bjamason, Árni R. Árnason, Vil-
hjálmur Egilsson og Eyjólfur Konráð
Jónsson frá Sjálfstæðisflokki. Frá
Framsóknarflokki em Stefán Guð-
mundsson og Halldór Ásgrímsson,
Alþýðubandalagsmennirnir eru
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhann
Ársælsson og frá Alþýðuflokki er Öss-
ur Skarphéðinsson. Anna Ólafsdóttir
Björnsson er áheyrnarfulltrúi
Kvennalista í nefndinni, en þetta er
eina nefndin sem Kvennalistinn á
ekki fulla aðild að. Þingflokkur hans
er of fámennur til að hann geti átt
sæti í öllum þingnefndum. Anna seg-
ir að sjávarútvegsnefnd hafí knúið
Reynisvatn:
Laxveiðivatn í
borgarlandinu
Borgarráð samþykkti á fundi fyrr í
mánuðinum að leyfa afnot af Reyn-
isvatni til laxveiða. Leyfið var sam-
þykkt til reynslu nú í sumar. Lax
hefur verið settur í vatnið og fyrstu
veiðileyfi verða seld í lok vikunnar.
Reynisvatn er lítið stöðuvatn nokk-
uð austan við hitaveitutankana á
Grafarholti og innan borgarmarka
Reykjavíkur. Gautur Elvar Gunnars-
son er annar þeirra sem fengið hafa
afnot af vatninu. Að hans sögn er
búið að sleppa 300 fiskum í vatnið
og þeir em að jafna sig núna eftir
flutninginn. Laxinn kemur frá Fjör-
fiski í Þorlákshöfn, eldisfiskur á bil-
inu 4-14 pund.
Gautur segir að líklega verði fiskur-
inn búinn að jafna sig í lok vikunnar
og þá verða veiðileyfi seld í Veiðihús-
inu, Nóatúni 17. Ekki er enn búið að
koma sér niður á verð veiðileyfis, en
það verður líklega á bilinu 4-6 þús-
und á stöngina fyrir heilan dag.
Menn mega svo eiga allan þann afla
sem þeir koma á land. Gautur segir
að það sé svo mikill veiðimaður í ís-
lendingnum að það sé svona sem
hann vilji hafa það, því meira sem
menn leggja á sig, því meira upp-
skeri þeir. Góðaveiði.
-BS
Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins fundar:
LOÐNUVERÐIÐ
ENDURSKOÐAÐ
Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins
heldur fund í dag og hefur verið
óskað eftir því að loðnuverð verði
tekið fyrir.
Sfldarverksmiðjurnar hafa borg-
að um 4000 kr. á tonnið og sökum
þessa hefur borið á óánægju með-
al sjómanna. Þeir hafa því siglt
með aflann til Færeyja, þar sem
fengist hafa um 5000 kr. fyrir
tonnið.
„Við ætlum að reyna að fá verðið
hækkað," segir Pétur Stefánsson
sem situr í stjórn Sfldarverk-
smiðja ríkisins. „En fyrst og
fremst að fá skýringar á því hvern-
ig stendur á að verðið er svona.“
—GKG.
Mannsöfnuður í Jökulfjörðum:
Þrír bátar í vanda
Þrír bátar strönduðu í Jökulfjörð-
um aðfaranótt sunnudags.
Fyrst strandaði þýsk skúta og bað
um aðstoð. Daníel Sigmundsson,
skipstjórnarbátur frá ísafirði, hélt af
stað honum til aðstoðar og tókst
honum að ná skútunni út.
Þá strandaði annar plastbátur en
þegar Daníel ætlaði að fara að að-
stoða hann fékk hann í skrúfuna og
varð því vélarvana. Þá var varðskip
komið á staðinn sem aðstoðaði
Daníel við að ná úr skrúfunni og
plastbátnum að komast aftur á flot.
Allir björguðust því að lokum og
engum varð meint af. —GKG.
mjög á um að vinna í þessum málum
og eftir að niðurstöður Hafrann-
sóknastofnunar komu fram átti
nefndin tvo langa fundi um málið. Að
sögn Önnu er það almennt sjónar-
mið innan nefndarinnar að stjórn-
völd hafi góða samvinnu við sjávar-
útvegsnefnd, en það hafi svolítið
vantað upp á. Það sé þó ekki sjávarút-
vegsráðherra sem upp á er að klaga.
Skiptar skoðanir eru innan Kvenna-
Iistans um hve heimila eigi mikla
þorskveiði. Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttir, þingkona af Vestfjörðum, hef-
ur t.d. lýst yfir að hún vilji 250 þús.
tonna þorskveiði. Anna Ólafsdóttir
Björnsson segir málið ekki hafa verið
rætt í þingflokki Kvennalista, en sín
skoðun sé að fara eigi með gætni í
þessum málum. Hún segir þó skilj-
anlegt að fólk komi hressilega fram
með sínar efasemdir, vegna þess að
ríkisstjórnin virðist ekki reiðubúin
að brúa neitt bil, ef farið yrði að ýtr-
ustu kröfum Hafrannsóknastofnun-
ar.
Meðal sjálfstæðismanna virðist sjáv-
arútvegsráðherra standa svo til einn
á móti þeim þingmönnum sem vilja
aukna þorskveiði miðað við fram-
komnar tillögur. Kratar virðast nær á
einu máli um þorskveiði yfir 200
þúsund tonn eins og komið hefúr
fram í máli Sighvats Björgvinssonar
heilbrigðisráðherra.
Framsóknarmenn vilja fara varlega,
eins og fram hefur komið hjá Hall-
dóri Ásgrímssyni, fyrrum sjávarút-
vegsráðherra. Jón Kristjánsson,
þingmaður og ritstjóri, segir að
menn séu nokkuð sammála um það
innan þingflokksins að stórhættulegt
geti reynst að hunsa alla ráðgjöf. Það
sé fylgst með þessum málum á al-
þjóðavettvangi og slíkt gæti, til
lengri tíma litið, komið niður á láns-
trausti íslendinga erlendis ef óvar-
lega væri farið. -BS
Geir Hauksson formaöur Flugvirkjafélagsins t.h. og Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari áður en
sáttafundur flugvirkja og Flugleiða hófst í Karphúsinu í gær. Timamynd sigumteinn
Árangurslaus fundur í deilu flugvirkja og Flugleiða hjá sáttasemjara:
Stefnir í verkfall
Árangurslaus fundur í deilu flug-
virkja og Flugleiða var haldinn hjá
ríkissáttasemjara í gær.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta-
semjari segist ekki sjá nokkurn
grundvöll fyrir samkomulagi í stöð-
unni eins og hún er núna.
Flugvirkjar eru með ýmsar sérkröf-
ur og Ieggja sérstaka áherslu á aukn-
ar greiðslur í lífeyrissjóð sinn.
Flugvirkjar hafa boðað tveggja sól-
arhringa verkfall hjá Flugleiðum
sem hefjast á næstkomandi sunnu-
dag klukkan 23. í frétt frá Flugleið-
um segir að ef að verkfallinu verður
raski það ferðum um 7400 farþega í
innanlands- og millilandaflugi og
komi illa niður á markaðsstöðu
ferðaþjónustunnar erlendis. Nú er
háannatíminn í flutningum og félag-
ið flytur um 3700 farþega á dag. Orð-
spor Flugleiða og ferðaþjónustunnar
á mörkuðum austan hafs og vestan
mun því bíða hnekki, að ekki sé talað
um þau óþægindi sem verkfall myndi
valda þúsundum farþega.
Þá segir í frétt Flugleiða að flug-
virkjum standi til boða sömu launa-
hækkanir og allir aðrir þegnar í þjóð-
félaginu hafa fengið. Kröfur flug-
virkja þýði stóraukin launakostnað
fyrir fyrirtækið og hann verður ekki
takmarkaður við þennan eina hóp.
Flugleiðir munu halda áfram við-
ræðum við flugvirkja til að ganga úr
skugga um hvort hægt verði að finna
leiðir til hagræðingar í starfi, sem
bæði þeir og fyrirtækið geti notið
góðs af og reyna þannig að koma í
veg fyrír vinnustöðvun.
Tori Amos heldur tónleika á Hótel
Borg 23. og 24. júlí nk.
Plata Tori „Little Earthquakes" hef-
ur vakið mikla athygli, enda vandað-
ur og góður gripur. Á tónleikum
lætur Tori sér nægja að koma fram
ein og leikur á flygil ásamt því að
syngja. Tónlist hennar er einföld og
melódísk. Henni hefur oft sinnis
verið líkt við Kate Bush og er ekki
leiðum að líkjast.
Það er athyglisvert, segir í fréttinni,
að vinnustöðvun flugvirkja er aðeins
beint gegn einu fyrirtæki. Önnur
innlend flugfélög geta starfað óáreitt
og sömuleiðis erlend samkeppnis-
flugfélög, sem fljúga hingað á þess-
um tíma. -BS
Þegar Tori leitaði til útgefenda í
Bandaríkjunum á sínum tíma var
henni hafnað þar eð stfll hennar
þótti ekki hæfa markaðinum þar í
Iandi. Þá fluttist Tori til Englands og
gekk greiðlega að fá plötuna út-
gefna. Nú ganga bandarískir plötu-
útgefendur á eftir Tori með grasið í
skónum og er ekki að efa að henni á
eftir að ganga vel í framtíöinni.
—GKG.
Tónleikar á Hótel Borg:
Tori Amos
á íslandi