Tíminn - 21.07.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.07.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur21. júlí 1992 (blaðbérávantar Dímonarvogur viö Klakkseyjar í Breiöafiröi. stefnu með því, að Jón komst af landi brott, en Sigríði var drekkt Guðrún Ása Grímsdóttir segir m.a. frá Böðvari nokkrum Þorsteinssyni, miklum grallara, sem rekinn var úr Hólaskóla fyrir óknytti og lenti á Brimarhólmi. En Böðvari var ekki alls varnað, því hann var „kvæðind- is- og söngmaður" svo mikill, að sjálf drottningin fékk hann lausan „og lét hann síðan skemmta með söng og kveðlingum í sínum hof- garði“. í grein sinni „Við tóftarbrot liðinna alda“ segir Arnór A. Guðlaugsson frá fornum seljum og eyðibýlum í Geiradal, og Ingvar Agnarsson leiðir lesendur upp á tind Valahnjúks á Snæfellsnesi og fræðir okkur um þau fjöll, sem þaðan blasa við. Aðal- heiður Tómasdóttir sér um það, að þjóðsögurnar lendi ekki utangarðs. Birt eru nokkur ljóð og lausavísur frá ýmsum tímum, eftir Sæmund Björnsson, og „Málsprok", stökur eftir ónefndan mann, sem „vann við kirkjusmíði snemma á öldinni", seg- ir Sigurbjörn Guðbrandsson. Loks skilar Ástvaldur Magnússon kveðju frá Breiðfirðingafélaginu til séra Árelíusar Níelssonar, sem and- aðist þann 7. febrúar s.l., en séra Ár- elíus var um langan aldur ein af traustustu máttarstoðum Breiðfirð- ingafélagsins. Það lætur að líkum, að rit eins og Breiðfirðingur, sem komið hefur út í áratugi, geymi orðið mikinn fróð- leik og margháttaðan. Með þessu síðasta hefti er enn drjúgum aukið við þann sjóð. Þetta eigulega rit er nú fáanlegt, frá upphafi til enda, hjá Jóni Magnús- syni, Barónsstíg 24, Reykjavík. Símanúmer hans eru: 622579 og 21194. — mhg Breiðfirðingur Breiðflrðingur, tfmarit Brelðfirðingafé- lagsins. 50. ár 1992. Mér var að berast að höndum Breiðfirðingur, en svo nefnist tíma- rit Breiðfirðingafélagsins. Ritið hef- ur nú komið út í hálfa öld og verður slík útgáfustarfsemi ein sér að telj- ast ærið afrek, en er þó aðeins einn þáttur í fjölbreyttri starfsemi Breið- firðingafélagsins. Breiðfirðingur er að þessu sinni hartnær 200 bls., prýddur mörgum myndum og á allan hátt vel úr garði gerður. Efni ritsins er af ýmsum toga, enda segja ritstjórarnir, þeir Árni Björnsson og Einar G. Péturs- son, það skoðun sína,...að í tíma- ritum af þessu tagi eigi að ægja sam- an fræðilegum ritgerðum, gömlum og nýjum minningabrotum, kveð- skap af öllu tagi o.fl.“. Ritið hefst á grein Þorsteins Vil- hjálmssonar, „Þorsteinn surtur og sumarauki". Þorsteinn surtur bjó í Jónsnesi „og varð mesti spekingur að viti“, segir í Eyrbyggju. Og í Lax- dælu er minnst á Þorstein surt hinn spaka „er fann upp sumaraukann“. Við lestur þessarar greinar verður manni á að spyrja: Hvað hefði legið eftir þennan mann, ef hann hefði verið uppi á okkar dögum? Lúðvík Kristjánsson segir frá Sjó- mannafélaginu í Stykkishólmi, en það var stofnað í ársbyrjun 1901. Sæmundur Halldórsson var formað- ur félagsins alla þá stund sem það starfaði. Tilgangur félagsins var „að hlynna sem mest að öllu því, sem til framfara og eflingar lýtur við fisk- veiðar og hverju því velferðarmáli, sem einkum varðar þilskipa- og bátaútgerð hér við land og ennfrem- ur að efla styrktarsjóð sjómanna í Stykkishólmi". Seinasti fundur fé- lagsins var haldinn 29. janúar 1931. Af félaginu fara annars ekki miklar sögur, utan hvað styrktarsjóðurinn EIÐFIRÐINGUR 50. ár 1992 ' kom sér vel fyrir aðstandendur drukknaðra sjómanna. Fróðlegt og skemmtilegt er að slást í för með Ebbu Hólmfríði Ebenez- ersdóttur þar sem hún rifjar upp æskuminningar sínar frá Rúfeyjum frá árunum kringum 1920. Selveiðar hafa löngum verið snar þáttur í búskaparháttum og lífsaf- komu Breiðfirðinga. í Breiðfirðingi eru nú tvær greinar, sem segja má að séu sérstaklega helgaðar selnum. Er önnur þeirra greinargóð lýsing Eysteins G. Gíslasonar í Skáleyjum á því hvernig selurinn var matreiddur og er sú frásögn jöfnum höndum byggð á eigin þekkingu og frásögn- um móður hans. Efast ég ekki um, að þeim, sem naumast hafa séð sel hvað þá meir, þyki þetta fróðleg lesning. Selveiðar voru áratugum saman mikið átaka- og hitamál á Alþingi. Tókust þar á „hagsmunir þeirra, sem áttu eða bjuggu á jörðum, sem lágu að sjó, þar sem voru selalagnir og látur, og svo annarra, sem höfðu / • ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSÍR í iimanum aðstöðu til þess, að stunda selaveið- ar með byssum". Umræður um þetta mál hófúst þegar á þinginu 1847 og skutu síðan öðru hvoru upp kolli allt til ársins 1885. Þá lauk um sinn þessu hartnær 40 ára stríði, en mál- inu var svo aftur hreyft á Alþingi árið 1925 af Bjarna frá Vogi. Ólafur Elímundarson rekur nú þessar um- ræður og er það mikill skemmtilest- ur, enda þingmenn í þá daga ekki síður orðfimir en ýmsir þeir, sem nú sitja á Alþingi, nema fremur væri. Þórbergur Ólafsson, skipasmiður frá Hallsteinsnesi, smíðaði sinn fyrsta bát veturinn 1932-1933, þá 17 ára gamall. Fjórða bátinn, vélbát, smíðaði hann svo 1938. Nefndist hann Björgvin og komst í eigu Kristins Indriðasonar, bónda á Skarði á Skarðsströnd. í Breiðfirð- ingi greinir Þórbergur frá undirbún- ingi að smíði Björgvins, sem var engan veginn erfiðleikalaus og er „eitt af því, sem mér er hvað minnis- stæðast við bátasmíðar mínar", seg- ir Þórbergur. Elínborg Ágústsdóttir frá Mávahlíð rifjar upp dapurlegt atvik frá fjár- gæslu, er hún varð vitni að í bernsku. í grein sinni „Blóðskömm og út- burður bams árið 1609“ rekur Már Jónsson hórdóms- og hrakfarasögu þeirra Jóns nokkurs Oddssonar og Sigríðar Halldórsdóttur, en Sigríður var systir Steinunnar, konu Jóns, og barneign með henni því dauðasök beggja, samkvæmt þeim illræmda Stóradómi. Lyktaði þessari reki- Fellahverfi, Teigasel og nágrenni Frá Stykkishólmi rétt fyrir atdamótin siöustu. Norskar bækur Ole Fyrrand: Legen — I teknikkens eller menneskets tjeneste? Gyldendal Norsk Forlag, Ósló 1992. 144 bls. innbundin. Bókarhöfundurinn er húðsjúk- dómalæknir við Ríkisspítalann og prófessor við Háskólann í Ósló, en auk þess mikilvirkur rithöfundur í bæði sérgrein sinni og í almennum bókum um efnið. Hann varpar í raun fram stórri spurningu. Hvert hefir verið hlut- verk lækna í sögunni, í fortíð, á mið- öldum og á nýrri tíma, fram til dags- ins í dag? Hvert á það að vera í fram- tíðinni? Hann segir frá því sem gerðist, þegar hann braut skipunina um hlýðni og læknafélagið fyrir- skipaði honum þagnarskyldu. Kafli bókarinnar um „Hvað er sannleik- ur?“ er t.d. mjög athyglisverður. Hvert er viðhorf lækna til sjúk- linga? Með því að nota norsk dæmi ræðir hann sjúkrahúsakerfið, læknamenntunina, stjórnunar- vandamálin, andrúmsloftið á sjúkrahúsunum, siðfræði lækna, af- stöðuna til dauðans. Hann er ómyrkur í máli og þorir að hafa skoðanir. Hann bendir á hve oft læknar standa frammi fyrir vali, sem pressar sterkar og sterkar. Hverjum eiga þeir að þjóna? Stjórnmála- mönnunum með sparnaðarknífinn, rannsóknunum, tækninni eða sjúk- lingunum, mannfólkinu? Skyldi nær allt þetta geta átt við á íslandi í dag? Hin mikla yfirsýn Fyrrands gef- ur hér mikið af svörum, þekkingu og sjónarmiðum. Læknarnir, sem áður höfðu mikið frelsi og mögu- leika, eru sífellt að verða háðari stjórnmálamönnum og þeim sem geta sagt: „Því að mitt er ríkið og mátturinn." Þeir hafa unnið stór- kostlega sigra í rannsóknum og bar- áttu við sjúkdóma, til þess að verða svo leikbrúður annarra. Slæmt ef satt er. Peter Wessel Zapffe: Essays. Úrval tekið saman af Jan Brage Gundersen. Aventura, Ósló 1992. 285 bls. kllja. Glitrandi orðlist Zapffes nýtur sín ef til vill sjaldan betur en í greinum hans og stuttum frásögnum. Og öllum, sem einhvern tímann hafa lesið eitthvað af heimspeki hans, er ljóst að hann á sér ef til vill enga líka í hinum vestræna heimi í dag. Lögmaðurinn sem varð doktor í heimspeki, en naut sín ef til vill aldrei betur en úti í óspilltri nátt- úrunni, við að klífa hæstu tinda og ganga um óbyggðir og dást að því sem fyrir augun bar, skoða það og njóta þess svo vel að honum var Ijúft og eðli- legt að segja öðrum frá því á eftir- minoilegan hátt, síðar meir. Þessi samantekt Gundersens á grein- um og efni eftir Zapffe er einstakt tækifæri fyrir þá, sem ekki hafa lesið aðrar bækur hans, til að kynnast því besta sem hann lét frá sér fara. Það var sama hvort Zapffe skrifaði grein fyrir lítið jólahefti, sögu frá Norður-Noregi, um leyndardóma rík- isins eða „um hið sorglega", sem hann skrifaði langa bók um. Alltaf var vand- virknin söm og jöfn. Bók þessi er eitthvert besta úrval sem ég hefi séð úr verkum Zapffes. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.