Tíminn - 28.07.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 28. júlí 1992
Þrátefli í Moskvu út af Honecker sem vill fara til Chile:
Þjóðverjar vilja Honecker
en Honecker vill þá ekki
Erich Honecker, fyrrum leiðtogi
Austur-Þýskalands, heldur enn til í
sendiráði Chile í Moskvu. í gær var
ekki í sjónmáli nein lausn á því
þrátefli sem ríkir í máli hans.
Tálsmaður sendiráðs Þýskalands í
Rússlandi segir að ekki sé von á
neinni yfirlýsingu frá Þjóðverjum í
bráð um þetta mál. Viðræður haldi
þó áfram um framsal Honeckers,
sagði blaðafulltrúinn.
Fréttastofan Interfax hafði eftir
embættismanni í utanrfkisráðu-
neyti Rússlands að litlar líkur væru
á því að Honecker gæti yfirgefið
sendiráð Chile í Moskvu á næstu
dögum.
Honecker, sem er 79 ára, flúði í
sendiráðið í desember eftir að Sovét-
veldið hrundi og rússneskir emb-
ættismenn bjuggust til þess að vísa
honum úr landi á grundvelli þess að
hann hefði komið ólöglega til Rúss-
lands.
Þjóðverjar vilja draga Honecker fýr-
ir rétt og láta reyna á það hvort hægt
er að dæma hann fýrir manndráp.
Þessar sakir á hendur Honecker
rekja þeir til þess að hann sé ábyrgur
vegna stefnu fýrrverandi ríkisstjórn-
ar í Austur-Þýskalandi þar sem
landamæravörðum var fýrirskipað
að skjóta til bana þá sem reyndu
flótta yfir Berlínarmúrinn eða önnur
landamæri milli Austur- og Vestur-
Þýskalands. Rússar segjast ekki geta
rekið Honecker úr landi fýrr en hann
hafi yfirgefið sendiráð Chile. Stjórn
Chile er hins vegar tvístígandi og
veit ekki hvernig hún á að telja
Honecker á að yfirgefa sendiráðið.
Honecker og Margot eiginkona hans
segjast vilja komast til Chile þar sem
dóttir þeirra Sonja býr nú.
Eric Honecker, fyrrv. forseti A-
Þýskalands sáluga.
Haft er eftir þýskum sendiráðs-
starfsmanni að sú staða sem nú er
komin upp hafi komið mönnum í
opna skjöldu. Erfitt sé að leysa mál-
ið vegna þess að utanríkisráðuneyti
Rússa annars vegar og sendiráð
Chile hins vegar greini á um leiðir.
Þjóðverjar vilji ekki skipta sér af
þeim deilum og því sé málið í hnút.
Um helgina safnaðist fámennur
hópur manna og kvenna saman fýrir
utan sendiráð Chile, Honecker til
stuðnings. Fólkið veifaði litlum
rauðum fánum og krafðist þess að
lögregla leyfði því að afhenda
Honecker dimmrauðar gladíólur.
„Hann er gamall maður. Til hvers
að loka hann inni í 10 ár?“ spurði
fullorðinn maður og rússnesk
amma veifaði borða sem á stóð:
„Frelsum Honecker".
—Reuter/Krás.
Herforingjastórnin í Burma lét loka háskólum landsins á síðasta ári:
Háskólar í Burma opna á ný
eftir endurhæfingu kennara
í gær gaf herstjómin í Burma til
kynna að háskólar landsins yrðu
opnaðir aftur og ekki síðar en í
næsta mánuði. Háskólar hafða ver-
ið lokaðir í landinu frá lokum síð-
asta árs vegna mótmælaaðgerða
stúdenta sem þá fóru fram.
Dagblað alþýðunnar í Rangoon
sagði í gær að Khin Nyunt hershöfð-
ingi og höfuð herstjórnarinnar hefði
setið fundi með stjórnendum há-
skólanna á sunnudag og rætt leiðir
til þess að opna skólana og hefja
kennslu.
í grein blaðsins kom fram að skól-
arnir yrðu líklega opnaðir í næsta
mánuði, líklega 17. ágúst.
Háskólum í Burma var öllum lokað
í desember þegar stúdentar höfðu
efnt til tveggja daga mótmælaað-
gerða við háskólann í Rangoon.
Stúdentarnir kröfðust aukinna lýð-
réttinda og þess að Aung San Suu
Kyi, handhafi friðarverðlauna Nób-
els, yrði látin laus úr haldi. Hún sit-
ur sem kunnugt er í stofufangelsi.
Hliðum að háskólalóðum var flest-
um lokað í stúdentauppreisninni
sem varð árið 1988 en herforingja-
stjórnin hrifsaði til sín völdin í sept-
ember það ár. Þá brutu hershöfð-
ingjarnir á bak aftur alla mótspyrnu
með vopnavaldi.
Háskólar opnuðu hins vegar aftur
og hófu kennslu í maí 1991 þegar
foreldrum stúdenta hafði verið gert
að skrifa undir skjöl þess efnis að
þeir ábyrgðust að börn þeirra
myndu ekki efna til mótmæla né
valda neinum vandræöum.
Eftir lokun háskóla í desember síð-
astliðnum fyrirskipaði herforingja-
stjórnin öllum háskólakennurum að
setjast á skólabekk þar sem þeir
skyldu læra í eitt skipti fyrir öll
hvernig halda ætti uppi aga.
Ríkisútvarpið í Burma sagði að á
þessum námskeiðum hefði verið lögð
áhersla á þjóðemishyggju og að virð-
ing væri borin fyrir herforingjunum
sem ráða landinu.
Máttur stúdenta hefur farið þverr-
andi undanfarna mánuði og nú er svo
komið að mótmælaaðgerðir eru fátíð-
ar. Helst ber á einstaka dreifibréfi með
áróðri gegn herforingjastjórninni.
Hugaðir stúdentar hafa mátt þola sí-
felldar árásir og fangelsanir frá því að
herforingjastjórnin tók völdin í sínar
hendur. Þegar herforingjarnir hrif-
suðu völdin flúðu þúsundir stúdenta
til nágrannaríkisins Tælands en þaðan
hafa sumir hverjir haldið baráttu sinni
áfram.
Innanríkisráðuneyti Tælands segir
að í Bangkok einni séu um 1500 land-
flótta háskólastúdentar frá Burma.
—Reuter/Krás.
RÚSSAR ÞURFA AD FLYTJAINN
HVEITIÐ SITT OG KORNMATINN!
Fiskimaöur {Kína beitir
fyrir bændur. Notaöi
hann flugu eða maðk?
Fékk bónda
á öngulinn!
Kínverskur fiskimaöur hélt sig
hafa krækt í þann stóra en þá
kom í Ijós aö hann haföi bónda á
öngUnum. Bóndinn var eitthvaö
leiöur á lífinu og kvótakerflnu
þarna austur { Kína og hugöist
drekkja sér eftir því sem segir í
fréttaskeyti frá kínversku frétta-
stofunni China News Service í
gær. Fiskimaöurinn, sem er frá
Shaanxi héraöinu í miö Kína,
haföi lagt út línuna og var aö hala
hana inn þegar skyndilega birtist
mannshöfuö á önglinum. Fiski-
manninum varð eðlilega svo mik-
ið um aö hann féll í öngvit.
FÓlk sem var skammt undan sá
atburðinn og kom þeira háöum tU
hjálpar, bóndanum og fiskimann-
inum. Bóndinn, sem enn var meö
lífsmarki, var leystur af öngUnum
og fiskimaðurínn fékk rænuna.
Sagt var að bóndinn hefði verið
þjakaöur af sorg og ætlað að
drekkja sér en ekki er ljóst hví
hann beit á öngulinn.
—-Reuter/Krás.
Aöstoðarlandbúnaðarráöherra Rúss-
lands sagði í gær aö opinberlega væri
gert ráð fyrir að komuppskera Rússa
í ár yrði um 93-94 milljónir tonna.
Þessar tölur em meö þeim allra
lægstu sem komiö hafa frá opinber-
um aöilum í Rússlandi.
Áður höfðu talsmenn landbúnaðar-
ráðuneytisins spáð því að uppskeran
yrði um 96 milljónir tonna. Hagtölur
frá Rússlandi sýna hins vegar að raun-
veruleg framleiðsla á korni árið 1991
var 89,1 milljónir tonna.
Flugfélagið SAS felldi niður allt flug
milii Prag og Kaupmannahafnar í gær
mánudag.
Þessi ákvörðun félagsins kemur í
kjölfar deilu Tékkóslóvakíu og Dan-
merkur um hvort landið skuli veita 13
landflótta Kúrdum hæli.
Tálsmenn félagsins segja að þeir
muni ekki hefja flug aftur fýrr en
ákvörðun liggi fýrir um hvaða land
muni veita hæli flóttamönnunum frá
„Sérfræðingar okkar í landbúnaðar-
málum segja að komuppskeran verði
93-94 milljónir tonna," sagði aðstoð-
arráðherrann Vladimir Shcherbak á
fréttamannafundi í gær. Vildi hann
kenna ýmsu um, s.s. skorti á olíu, vél-
um og varahlutum. Það eru hefð-
bundnar ástæður fýrir lítilli fram-
leiðni í rússneskum landbúnaði.
Verra er að Rússar verða með þessu
sífellt háðari innflutningi sem er þeim
mjög kostnaðarsamur. Búist er við því
að Rússar þurfi að flytja inn um 19
Kúrdistan. Um er að ræða 13 Kúrda
frá írak sem em strandaglópar á flug-
vellinum í Prag.
Yfirvöld í Tékkóslóvakíu neituðu að
gefa flugvél frá SAS heimild til flug-
taks á sunnudaginn nema áhöfn vélar-
innar tæki með sér Kúrdana 13 aftur
til Kaupmannahafnar.
Svæðisstjóri SAS í Tékkóslóvakíu,
Jiri Matousek, sagði í fréttaviðtali við
Reuter að ákvörðun þeirra væri ein-
milljónir tonna af hveiti og komvöru
til loka uppskeruársins 1992/93 sem
er 30. júní. Þetta magn bætist við þau
36,3 milljónir tonna sem þeir hafa
þegar keypt erlendis frá á undanföm-
um árum.
Það er ekki lengra síðan en í síðustu
viku að haft var eftir Boris Yeltsin, for-
seta Rússlands, að innflutningur
Rússa á kornvöru yrði líklega alls um
10 milljónir tonna á næsta ári til við-
bótar þeim 25 milljónum sem þeir
fluttu inn á þessu ári. —Reuter/Krás.
göngu fjárhagslegs eðlis en ekki pólit-
ísk. „Við getum ekki flogið til Tékkó-
slóvakíu meðan málið er óútkljáð og
tekið þá áhættu að fleiri vélar verði
kyrrsettar hér í Prag.“
Kúrdarnir 13 leituðu eftir hæli í Dan-
mörku en var hafnað og vísað úr landi
á föstudag. Þeir flugu þá til Prag þar
sem flugvél þeirra, sem er tyrknesk
einkaþota, tók eldsneyti eftir að hafa
komið frá Istanbúl. —Reuter/Krás.
Tékkar og Danir í deilum vegna 13 landflótta Kúrda:
Flugvél frá SAS kyrrsett
Sameinuöu þjóöirnar - Eftir-
litsmenn á vegum S.Þ. héldu til
Baghdad í gærtil þess að líta eftir
vopnum. Þessi ferð þeirra kemur í
kjölfar þess að skorist hefur í odda
með S.Þ. og stjórnvöldum I Irak
vegna vopnaleitar i landbúnaðar-
ráöuneytinu í Baghdad. Irakar hafa
nú fallist á kröfu S.Þ. um leit í ráðu-
neytinu. Rolf Ekeus yfirmaður liðs-
ins sem nú heldur til Baghdad, lét
þó hafa eftir sér í sjónvarpsviðtali í
gær að litlar likur væru á því að eft-
irlitsmennirnir finndu nokkur vopn
eða upplýsingar um vopn i ráðu-
neytinu.
Washington - George Bush, for-
seti Bandaríkjanna, lét greinilega á
sér skilja í gær að hann þyrfti að
ná sér niðri á Saddam Hussein
leiðtoga Iraka. „Þótt Saddam virðist
hafi látið aö vilja S.Þ. í þessu máli
er ekki Ijóst hvort hægt er að
treysta honum í þessu máli,“ sagði
Bush.
Sarajevo - Nokkuð dró úr bar-
dögum í Sarajevo í gær þegar Evr-
ópubandalagsþjóðirnar héldu
áfram tilraunum sinum til þess að
koma á friöi. Fulltrúar S.Þ. hafa
horfið frá þeirri áætlun að flytja
burtu öll börn úr borginni með flugi
þar sem slíkt sé of áhættusamt.
Blaðafulltrúi friðargæsluliðs S.Þ. í
Bosníu, Mik Magnússon, sagði að
sprengjuvörpur og rifflar hefðu ver-
ið notuð í bardögum síðastliðna
nótt en að öðru leyti hefði nóttin
verið róleg.
Bonn -1 gær kom til Þýskalands
síðasta lestin af sex sem flutt hafa
5600 flóttamenn frá Bosníu. Stjórn-
völd í Bonn reyna nú að fá aðrar
Evrópuþjóðir til þess að taka við
flóttamönnum sem flestir eru mús-
limar á flótta undan Serbum. Serb-
ar virðast ætla sér að „hreinsa"
landið og hrekja alla „óæðri" þjóð-
flokka á burt. Ríkisstjórn Búlgaríu
hefur sakaö Serba um að reka
múslima eins og hvern annan bú-
fénað allt að landamærum Make-
dónlu sem er rétt við Búlgaríu og
setja þar allt í uppnám.
Jóhannesarborg - Afriska þjóð-
arráðið krafðist þess í gær að fram
færi hlutlaus rannsókn á ásökunum
þess efnis að lögregla í Suður-Afr-
íku murkaöi lífið úr föngum sínum
með barsmíðum reglulega. I yfir-
lýsingu frá Afríska þjóðarráðinu
segir að u.þ.b. einn fangi á viku láti
lífið með þessum hætti.
Jenin, Vesturbakkanum -
Palestínumenn í borginni Jenin á
Vesturbakkanum segjast munu
halda áfram fimm daga allsherjar-
verkfalli fram í hið óendanlega
nema Israelsmenn skili þeim líki af
mótmælanda sem drepinn var í
síðustu viku.
Moskva - I gær var skotið á loft
geimflaug frá Baikonur geimrann-
sóknarstöðinni í Kazakhstan með
tveimur Rússum og einum frönsk-
um vísindamanni. Geimflaugin er
Soyuz TM-15 og er henni ætlað að
flytja mennina til Mir geimstöðvar-
innar sem er á sveimi um jörðu.
Berlín - Dómstóll í Berlín úr-
skurðaði í gær að heimilt væri að
byggja verslunarmiðstöð á einum
frægasta stað í Berlín frá dögum
kalda stríðsins. Staðurinn er
Checkpoint Charlie en þar var hliö
á Berlínarmúrnum fræga inn í
Austur- Þýskaland. Á þessum stað
horfðust þeir í augu Bandaríkja-
menn og Sovétmenn gráir fyrir
járnum um árabil. Staöurinn er
einnig frægur fyrir það að þar skipt-
ust stórveldin á njósnurum sem
handteknir höfðu verið. Bandaríkja-
menn munu fjármagna þessa
verslunarmiðstöð sem áætlaö er
að muni kosta um 540 millj. dala
eða 800 milljónir þýskra marka.