Tíminn - 28.07.1992, Síða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
Áskriftarsími
Tímans er
686300
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
Óöruvisi bílasala
BÍLAR • HJÓL •
BÁTAR•VARA-
HLUT1R.
7L? HOGG-
jy . DEYFAR
Versiið hjá fagmönnum
MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
SÍMI 679225
GS varahluti
IH
. Hamarshöföa 1 - s. 67-67-44
ÞREFALDUR1. vlnningur 1 111111111
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ1992
Útlánum Borgarbókasafns fækkað úr 967.000 niður í 646.000 á áratug:
Um 15.200 bækur ónýtar
eða töpuöust á sl. ári
Þótt Borgarbókasafn Reykjavíkur keypti eða fengi á annan hátt nær
16.600 bindi af bókum á sl. ári óx bókaeign safnsins nær ekkert, því
allar þessar nýju bækur gerðu lítið meira en að vega upp á móti bók-
um sem urðu ónýtar eða töpuðust þetta eina ár. Arsskýrsla safnsins
fyrir 1991 upplýsir að safnið afskrifaði nær 15.200 bækur á árinu.
Þar af voru rúmlega 4.800 taldar
tapaðar og rúmlega 10.300 ónýtar.
Bókaeign safnsins óx því aðeins um
tæplega 1.500 bindi, eða innan við
tíunda hluta þess sem keypt var.
Rýrnun bókakostsins bitnar sérstak-
lega illa á skáldverkum. Þrátt fyrir
að Borgarbókasafnið keypti um
7.500 bindi af skáldverkum í fyrra
fækkaði skáldverkum í eigu safnsins
um 2.500 á árinu. Það þýðir að rúm-
lega 10.000 bindi af slíkum bókum
hafa annað hvort tapast (verið stol-
ið?) eða orðið ónýt (lesin upp til
agna?). Alls var bókakostur safnsins
um 390 þúsund eintök um síðustu
áramót, hvar af um helmingurinn
var flokkað sem skáldverk.
Ársskýrslan sýnir sömuleiðis að
bókaútlán halda áfram að dragast
saman ár frá ári. Langmest hefur sú
fækkun orðið hjá bókabílunum, sem
fyrir áratug lánuðu 194 þúsund ein-
tök, um 107 þúsund fyrir fímm ár-
um og aðeins 51 þúsund eintök í
fýrra, þ.e. aðeins rúmlega fjórðung
þess sem lánað var úr bókabílunum
1981. Enda segir í ársskýrslu safns-
ins að kanna þurfi rækilega hvernig
farið verði með bókabfíana. „Og er
raunar verið að undirbúa slíka at-
hugun.“
Eftirfarandi tölur sýna hvernig út-
lán Borgarbókasafnsins hafa þróast
ár frá ári á síöustu tíu árum (sléttað
í heil þúsund):
Útlán Borgarbókasafnsins
1981—1991
Án Lánuð eintök:
1983 879.000
1984 800.000
1985 748.000
1986 828.000
1987 715.000
1988 684.000
1989 686.000
1990 707.000
1991 646.000
Útlánum hefur sem sagt fækkað
um þriðjung á einum áratug.
Með sama áframhaldi verða bóka-
útlán úr sögunni kringum árið
2010. Fjölgun útlána 1986 virðist
eiga sér þá skýringu að þetta var
fyrsta starfsár safnsins í Gerðu-
bergi, þar sem útlán urðu um 193
þúsund þetta ár. í Gerðubergi var
fjöldi útlána á síðasta ári nánast
hinn sami (163 þúsund) og hjá
aðalsafninu.
„Bókin heim“ er sú deild safns-
ins sem nýtur stöðugt vaxandi
vinsælda. Á árunun 1981-86 voru
útlán þar á milli 6 og 7 þúsund á
ári. Síðan hefur þeim farið fjölg-
andi ár frá ári og voru komin í um
11.400 á síðasta ári.
- HEI
Án
Lánuð eintök;
1981
1982
967.000
894.000
Fundur hjá sáttasemjara:
Samiö við
yfirmenn á
fiskiskipum
Á fundi hjá sáttasemjara í gær var
gengið frá samkomulagi milli yfir-
manna á fiskiskipum og Vinnuveit-
endasambands Islands. Guðjón A.
Kristjánsson, forseti Farmanna- og
fiskimannasambandsins, segir að
þjóðarsáttarsinfonían með tilheyr-
andi stefum hafi verið samþykkt,
það sé ekki um annað munstur að
ræða og menn komist ekki lengra.
Enn er ósamið við stýrimenn á far-
skipum, en samningafundum hefur
verið frestað í deilunni fram í miðj-
an ágúst vegna sumarleyfa.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
Vegir og færð um allt land:
Flestir greiöfærir
Allir helstu vegir um landið eru nú
greiðfærir en Vegagerð ríkisins vill taka
fram að klæðningarflokkar eru nú að
störfum víða um landið. Ökumenn eru
sérstaklega beðnir um, að gefnu tilefni,
að virða sérstakar hraðatakmarkanir þar
sem klæðning hefur nýlega verið lögð og
forðast þannig að valda tjóni af völdum
steinkasts. Uxahryggir og Kaldidalur eru
nú opnir allri umferð og allir hálendis-
vegir eru opnir með þeirri undantekn-
ingu þó að Hlöðuvallavegur er enn ófær.
kvæmdastjóri VSÍ, segir að enn sé
ólokið að semja í nokkrum deilum.
Það eru deilan í ísal, ósamið er við
nokkur félög járniðnaðarmanna og
ekki er búið að ganga frá samning-
um við vélstjóra á fiskiskipaflotan-
um, en Þórarinn gengur út frá að
það gerist fljótlega. Hann segist gera
sér vonir um að stærsti hlutinn af
þessum deilum verði leystur áður en
samningarnir losni aftur, sem er 1.
mars og nokkrir um áramót.
Þá er ósamið við Verkalýðsfélag
Austur-Húnvetninga.
-BS
JOIHIHÍ J0mm Menn ,etu s,9 hafa það að stökkva niður úr heljarmiklum byggingakrana við
í teygjutvisti
Kringluna á sunnudag. Það var vertinn f Hard Rock Café, Tómas Tómasson,
sem stóð fyrir uppákomu þessari og stökk hann fyrstur. Hér er verið að losa
hann úr teygjunni eftir stökkið, heilan á húfi. Timamynd sigursteinn
íslandsmótið í rallakstri:
Asgeir og Bragi fyrstir
1. Steingrímur og Guðmundur með
47 stig.
2. Ásgeir og Bragi með 46 stig.
3. Rúnar og Jón með 42 stig. -BS
Þriðja umferð íslandsmótsins í
rallakstri fór fram á laugardag.
íslandsmeistararnir Ásgeir og Bragi
á Metró-bifreið sigruðu og jöfnuðu
jafnframt íslandsmetið á Lyngdals-
heiðinni (7 mín. og 18 sek.).
í öðru sæti, 10 sek. á eftir, uröu
feðgarnir Rúnar og Jón á Mazda- bif-
reið, eftir mikla og harða baráttu
um sekúndur við þá Steingrím og
Guðmund á Nissan-bifreið. Þeir
urðu að sætta sig viö þriðja sætið í
þetta sinn, einungis fjórum sekúnd-
um á eftir feðgunum. Páll og Witek
á Escort náðu fjóröa sætinu og Bald-
ur og Guðmundur á Mazda náðu
fimmta sæti. Staða þeirra þriggja
efstu í íslandsmeistarakeppnini er:
Maður stal hraunhellum við Dugguvog:
Vin hans vantaöi hellur
Sá atburður gerðist á sunnu-
dagskvöldiö að vaktmaður nokkur
f Dugguvoginum varð var við tvo
menn á bfí með kerru bar að húsi
skammt frá þar sem hraunhellum
hafði verið raðað upp.
Mennimir tóku hellumar
traustataki, settu í kerrnna og
óku á brott. Manninum fannst
þetta ekkert athugavert þá en tók
niður númer bflsins til vonar og
vara.
Þegar eigendur hússins komu á
vettvang kom í Ijós að þjófar
höfðu verið á ferð. Lögreglan fann
bðinn með kerruna aftan f en hún
var tóm. Eigandi bflsins tjáði lög-
reglunni að vin sinn hefði vantað
hraunhellumar og því hafði hann
tekið þær. Manninum var gert að
skila þeim aftur á sinn stað og
vom þær komnar þangað rúmum
tveimur klukkustundum síðar.
—GKG.
Vinningstölur
laugardaginn
VINNINPAR FJ0LDI UPPHÆO A HVERN
VlNNiNoAH vimninqshAFA VINNINGSHAFA
1,. 5af 5 |
2. ÆsáT
3.
4.
189
6.225
6.187.846
537.831
6.275
444
Heildarvinningsupphæö þessa viku:
kr. 11.213.383
upplysingar simsvari91 -681511 lukkuuna991002