Tíminn - 17.09.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 17. september 1992
Jóhann Hjaltason
Fæddur 6. september 1899
Dáinn 3. september 1992
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast,
það er lífsins saga.
Þótt ég vissi að heilsa og þrek vinar
míns, Jóhanns Hjaltasonar kennara,
væri óðum að gefa sig, kom andlát
kennari
hans, engu að síður, mér á óvart Að
vísu duldist það ekki, er ég heimsótti
þennan vin minn nú í sumar, að lík-
amsþróttur hans hafði stórlega þorr-
ið síðasta tímann. Aftur á móti virtist
andlegur styrkur hans óbugaður.
Orðræða hans og fræðaáhugi
brunnu enn skærum loga og leiftr-
uðu í augum hans, þegar mál, sem
honum voru hugstæð, bar á góma.
Ég hugleiddi því ekki að dauði og
ísfirðingar — Félagsfundur
Fundur verður hjá Framsóknarfélagi Isfirðinga fimmtudaginn 17. september kl.
20.30.
Mætum öll vel og stundvlslega.
Stjómin.
Reykjanes
Skrifstofa Kjördæmasambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi eropin mánudaga
og miðvikudaga ki. 17.00-19.00, simi 43222.
K.F.R.
Kópavogur
Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna I Kópavogi,
veröur haldinn að Digranesvegi 12 fimmtudaginn 24. sept-
ember kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Inntaka nýrra félaga.
Gestur fundarins verður Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi for-
maður SUF.
Kaffiveitingar.
Stjómln.
Siv
Jíjartans þafjjjr tilykjjar alCra, sem
á margvísCegan fiátt gCöcCcCuð mig á 90
ára afmcednu 6. sept. sC
Quð BCessi ykjjur öCC
MagðaCena QuðCauyscCóttir
íPambárvöttum.
A
Byggingarfulltrúinn í Kópavogi
Fannborg 2 — 200 Kópavogur — Sími 41570
Götu- og númerabreytingar í Kópavogi 1992
1740-0900 Digranesvegur 90 veröur 1750-0040 Digranesheiði 4
1740-1041 Digranesvegur 104A — 2760-0040 Gnitaheiði 4
Breytingar þessar taka gildi nú þegar.
Kópavogi, 14. sept. 1992.
Byggingarfulltrúi.
if
Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
Jómundar Einarssonar
Örnólfsdal,
Þverárhlíö
Ketill Jómundarson Saga Helgadóttlr
Eyjólfur Magnús Jómundarson
Guörún Jómundardóttir Hjörlelfur Guömundsson
Margrét Jómundardóttir Óli Ragnar Jóhannsson
Örnólfur Hlíöar Jómundarson Ragnheiður Ásmundsdóttir
Kristinn Rafn Jómundarson
löunn Jómundardóttir Krlstinn Llnd Eyjólfsson
barnabörn, bamabarnaböm og bamabamabamaböm
gröf væru á næsta leiti.
Jóhann Hjaltason var fæddur að
Gilsstöðum í Steingrímsfirði 6. sept
1899. Foreldrar hans voru hjónin
Hjalti Jóhannsson og Ingigerður
Gróa Þorkelsdóttir, greind hjón, af
góðu bergi brotin bæði af Vestfiörð-
um og Norðurlandi. Á æskuskeiði
stundaði Jóhann nám við Unglinga-
skólann á Heydalsá í Strandasýslu og
síðar við Alþýðuskólann á Hvamms-
tanga. Notfærði hann sér þessi náms-
ár sín af áhuga og kostgæfni og aflaði
sér síðar á ævinni alhliða menntunar
og þekkingar í fjölmörgum ffæði-
greinum, þó hann legði mesta rækt
við þjóðfræði, ættfræði og ísl. tungu.
Kennaraprófi lauk hann árið 1934,
enda varð bama- og unglingakennsla
aðalstarf hans í lífinu. Hann var
bamakennari í Snæfjallahreppi um
11 ára skeið, skólastjóri í Súðavík frá
1947-1954 og kennari við Breiða-
gerðisskólann í Reykjavík eftir að
hann fluttist hingað suður. Auk
kennslustarfanna hlóðust á hann
ýmis aukastörf. Hann var t.d. hrepp-
stjóri og deildarstjóri Kaupfélags Is-
firðinga meðan hann bjó í Súðavík-
urhreppi.
Jóhann var afbragðsvel ritfær, og
skrifaði kjammikinn og fágaðan stfl.
Liggja eftir hann fiölmargar greinar
og ritgerðir í blöðum og tímaritum.
Fjalla þær flestar um sagnfræði og
menntamál. Merkust ritverka hans
munu þó vera 2 Ferðafélagsbækur,
um Strandasýslu og Norður-ísafiarð-
arsýslu. Bera bækur þessar augljóst
vitni um vandvirkni hans, nákvæmni
og djúpstæða þekkingu á sögu og at-
vinnuháttum héraðanna, að fomu og
nýju. Þá ritaði Jóhann bókina „Frá
Djúpi og Ströndum", er skýrir frá at-
burðum, sögnum og forvígismönn-
um sýslnanna á 19. og 20. öld.
Jóhann var kvæntur hinni ágætustu
konu, Guðjónu Guðjónsdóttur frá
Hafnarhólmi í Strandasýslu. Lifir
hún mann sinn, komin á tíræðisald-
ur, eftir ástúðlega umhyggju fyrir
skylduliði og heimili og frábært fóm-
ar- og líknarstarf bæði utan heimilis
og innan.
Þeim hjónum varð 4ra bama auðið.
Em það þau:
Finnbogi, fyrrv. skólastjóri, Lækjar-
túni 13, Mosfellsbæ.
Ámi, trésmiður, Rauðalæk 67,
Reykjavík.
Ingigerður, húsfreyja, Egilsstöðum,
Vopnafirði.
Bjöm Hjalti, versl.maður, Nýlendu-
götu 16, Reykjavík.
Kynni okkar Jóhanns voru mikil og
náin og ná yfir 68 ára skeið, fyrst á
Vestfiörðum og síðar eftir að við
fluttum báðir hingað suður. Áttum
við því fiölmargar sameiginlegar
minningar um menn og atburði, er
gerst höfðu á „Vestfiarðaleiðum". Það
var mér því ávallt sérstök ánægju-
stund er ég heimsótti þau hjónin á
Kleppsveg 54. Þar mætti mér ætíð
hlýr arinn, opinn faðmur húsbænda
og hlaðið veisluborð hjá húsfreyju.
Jóhann hitti maður ávallt sitjandi við
lestur fræðirita, skáldverka eða
blaðagreina. Hann var ávallt að fræð-
ast, nema og kynna sér stefnur og
straumhvörf hinna margvíslegustu
fræðigreina. Eitt sinn hitti ég svo á,
að hann var að lesa Heilaga Ritningu
yfir í annað sinn. Ég varð hljóður og
hugsandi, og svo mun fleimm fara.
Minni Jóhanns var með afbrigðum
traust og entist honum fram að síð-
ustu dögum. Hann var mikill fræða-
sjór, þó áhugi hans beindist fyrst og
fremsL eins og áður er getið, að
sagnfræði og málvísindum. Fomrit
okkar vom honum mikil gullnáma,
enda lágu tilvitnanir í þau honum
létt á tungu.
Þó Jóhann virtist vera alvömmaður,
gat hann verið manna gamansamast-
ur, þegar svo bar undir og tilefni
gafsL Kunni hann manna best að
segja frá skoplegum atburðum og
kýmilegum tilsvörum.
Er ég kveð þennan látna vin minn,
vakna kærar minningar og hugljúfar
samvemstundir í huga mér. Það er
sem skær klukknahringing hljómi
mér í eyrum. Hún boðar hið óhagg-
anlega lögmál: „í dag mér, á morgun
þér.“ Ég þakka þessum horfna vini
mínum og þeim hjónum báðum ein-
læga vináttu, ástúð og tryggð á langri
vegferð lífsins.
Ljósið eilífa lýsi honum mót lífsins
björtu strönd. Hönd Drottins leiði
hann og styðji á vegum ljóss og
þroska.
Þorsteinn Jóhannesson
Engu þarf að kvíða.
Nú kular úr opnum skörðum
og lækurirm hljóðnar
í lautimum mér að baki.
Engu þarf að kvíða
klárinn fetarsinn veg
stefnir irm í nóttina
með stjömu í ermi.
Hatmti Pétaruon
Jóafi er dáinn. Hann er horfinn
sjónum. Samt finnst mér eins og
hann eigi eftir að fylgja mér áfram
um ókomin ár.
Margar af mínum fyrstu endur-
minningum eru tengdar Jóhanni afa.
Hann leiddi mig lftinn snáðann sér
við hlið til að sýna mér undur verald-
ar, eins og kanínubú við Sogaveginn
og hænsnabú við Kleppsveginn. Afi
var mikill vexti og skrefstór. Ég
minnist þess þó aldrei að mér hafi
ekki liðið eins ogvið værum jafningj-
ar. Og það var sama hvort það var
skreflengdin eða samræður um
hinstu rök tilverunnar, aldrei var á
honum að merkja að skref mín eða
skynsemi stæðu hans að baki. Jó-
hann Hjaltason var gæddur þeim eig-
inleika sem seint verður ofmetinn, að
virða skoðanir viðmælenda sinna.
Fyrir bam, seinna ungling og ungan
mann sem mikið lá á hjarta, þá var
það ómetanlegt að eiga vin sem virt-
ist eiga svör við flestu, þó að meira en
hálft árhundrað skyldi að.
Afi var gnægtabrunnur af allskyns
fróðleik. Hann hélt til haga sögnum
af lifnaðar- og starfsháttum horfinna
kynslóða. Ömefnasöfnun var þó sú
grein sem átti hug hans og hjarta og
má segja að hún hafi verið hans ævi-
starf, þó að kennsla hafi lengst af ver-
ið það lifibrauð sem gerði honum
kleift að sinna öðrum hugðarefnum.
í samræðum við afa kynntist ég
mörgu af því merkisfólki sem setti
svip sinn á öldina sem senn er öll.
Fomsögumar urðu líka að lifandi
myndum í meðfömm hans og lýsing-
ar á uppvexti hans sjálfs við erfið kjör
á Ströndum greyptust inn í hugann
svo mér fannst oft sem væm það
mínar eigin endurminningar.
Mér þótti afi aldrei gamall og sá
ekki fyrir að leiðir okkar ættu eftir að
skilja. Ég held líka að þó að jarð-
neskri vem hans sé nú lokið þá lifi
vináttan áfram. Þó ég kveðji afa með
söknuði þá gleðst ég jafnframt yfir
þvf að hafa átt samleið með slíkum
ágætismanni allt frá því ég fyrst man
eftir mér. Elsku amma, ég sendi þér
innilegar samúðarkveðjur.
Ágúst Þór Ámason
Aðalbj örg
Haraldsdóttir
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma
Jóhanna Ólafsdóttir
Skeiöháholtl
veröur jarösungin frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 19. september kl.
14.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Sjúkrahús Suöuriands,
Selfossi.
Ólafur Jónsson
Bjarnl Jónsson
Gunnlaugur Jónsson
Vllmundur Jónsson
Slgrföur Jónsdóttlr
Barnaböm og bamabamaböm
Laugarvatni
Fædd 22. apríl 1899
Dáin 21. ágúst 1992
„Ferjan hefur festar losað.
Farþegi ereinn um borð.
Mér er Ijúft, af mætti veikum,
að mæla nokkur kveðjuorð.
Þakkir fyrir hlýjan huga,
handtakþitt og gleðibrag.
Þakkir fyrir þúsund hlátra,
þakkir fyrir liðinn dag.“
Jóhanna Jónsdóttlr
Kristln Skaftadóttir
Bergþóra Jensen
Kristín Hermannsdóttlr
Atvinna í sveit
Óskum eftir 18 til 25 ára gamalli stúlku til starfa á
sveitabæ við úti- og innistörf. Þarf að hafa reynslu.
Upplýsingar í síma 98-21058.
Hjartans þakkir fyrir órofa tryggð
og vináttu Aðalbjargar Haraldsdótt-
ur, föðursystur minnar, frá því ég
fyrst man eftir mér og allt til hennar
síðustu stundar.
Nú veit ég að hún er komin í hóp
nánustu vina og vandamanna hin-
um megin landamæranna.
Megi Guð og gæfan fylgja henni og
öllu hennar fólki um alla framtíð.
J>ví skal ei með hryggð í huga
horfa eftir sigldri skeið.
Allra bíður efsti dagur,
enginn kýs sér far né leið.
Trú áþann, sem tendrar lífið,
tryggir sátt og frið í deyð. “
Sigfús Jónsson,
Einarsstöðum