Tíminn - 03.10.1992, Page 2

Tíminn - 03.10.1992, Page 2
2 Tíminn Laugardagur 3. október 1992 Niðurstöður lestrarkönnunar sem kynnt var í jafnréttisnefnd á dögunum: Eru lestrar- erfiðleikar kynbundnir? Tíu ára drengir virðast eiga oftar við lestrarörðugleika að stríða en stúlkur á sama aldri. Nýlega var gerð könnun á lesskilningi og les- hraða 10 ára nemenda í nokkrum skólum í Reykjavík. Könnunin var gerð af tveimur nemum við Há- skóla íslands en notað var staðlað lestrarpróf, sem Præðsluskrif- stofa Reykjvíkur hefur látið gera og byggist á dönsku prófí. Samkvæmt upplýsingum frá Ás- laugu Brynjóifsdóttur, fræðslu- stjóra í Reykjavík, sem kynnti nið- urstöður könnunarinnar í jafn- réttisnefnd Reykjavíkur fyrir skömmu, kom fram að í hópi þeirra sem komu lakast út voru strákar miklu fjölmennari en stúlkur. Hún segir að þessar nið- urstöður komi ekki á óvart. „Strákarnir eru seinni til með lest- ur á þessum aldri,“ segir Áslaug. Hún bætir við að lesturinn sé ekki einvörðungu háður greind heldur geti tilfinningalegir og félagslegir þættir líka átt hlut að máli. Þannig segir hún að það halli t.d. verulega á drengina hvað það varðar að þeir þurfa oftar að leita til sálfræði- deilda skóla en stúlkur. Áslaug segir að það sé ástæða til að skoða betur hvort ekki þurfi að sinna lestrarnámi drengja sérstak- lega, betur en nú er gert. Ikönnuninni er nemendum rað- að í nokkra hópa eftir árangri. Ás- laug segir að stúlkur séu fjöl- mennar í besta hópnum, en álíka og drengirnir í miðhópum. Eins og áður segir eru stúlkur hins veg- Bæjarstjórn Selfoss mót- maelir álögum rikisstjórn- arinnar á sveitarfélögin: 10% útsvars » # ■ i skattinn Frí Siguiði Boga Sævarssyni, fríttaritsra Tinums á Selfossi „Bæjarstjórn Selfoss mótmælir harðlega áformum rikisstjómar- innar um að hækka endur- greiðslur virðisaukaskatts til sveitarfélaga á næsta ári vegna sérfræðiþjónustu, snjómokst- urs, ræstíngar, sorphreinsunar og björgunarstarfa almanna- vama, auk þess að afnema end- urgreiðslu á virðisaukaskatti tíl hitaveitna." Þetta segir meðal annars í ályktun sem samþykkt var á fimdi bæjarstjómar Selfoss fyrr í þessari viku, Þar segir enn- fremur að þessar ráðstafanir rík- isstjómarinnar komi tíl með að valda 20-25 milijón króna kostnaðarauka fyrir bæjarsjóð, eða upphæð sem samsvarar 10% útsvarstekna bæjarsjóðs og um fímmtungi af framkvæmda- í ályktunlnni segir að sam- dráttur þjóðartekna bitni með sama hætti á sveitarsjóðum og á rildssjóði, Með framangreindum aðgerðum sé verið að auka enn á vanda sveitarfélaga. ar fámennar í lökustu hópunum þar sem drengirnir voru áberandi miklu fleiri en stúlkurnar. Áslaug segir að prófið byggist á lesnum texta og myndum og því sé kannað að nemendur geti lesið sér til skilnings. „Þau hafa ekki ótak- markaðan tíma og lestrarhraðinn er því kannaður líka,“ segir hún. - HÞ Aslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, telur ástæðu til að huga sérstaklega að lestrar- kennslu drengja, því mikill munur er á kynjum í lestramámi. Tfmamynd Ámi Bjama Könnun á námsferli framhaldsskólanema: Allt aö helmingur flosnar frá námi Yfír helmingur nemenda, sem fæddir eru árið 1969, hætti í fram- haldsnámi, hóf þar ekki nám eða hefur ekki lokið neinum prófum. „Það virðist sem margir fínni sér ekki nám við hæfí þótt varla verði annað sagt en fjölbreytni í framhaldsskóiakerfínu sé mikil. Það er eins og skólinn og nemendumir nái ekki saman.“ Þetta kemur m.a. fram í nýlegri könnun Péiagsvísindastofnunar Háskólans um náms- feril nemenda í framhaldskóla sem menntamálaráðherra kynnti ný- lega ásamt skýrsluhöfundum. Könnunin nær til árgangs sem fædd- ur er árið 1969. Það kemur í ljós að tæplega helmingur allra nemenda þeirra sem fæddir eru árið 1969 hefúr lokið einhverju prófi úr framhalds- skóla. Þar af hafa tæp 35% lokið stúd- entsprófi, um 5% iðnnámi og 5,5% styttri brautum eða öðru starfsnámi. Margt athyglisvert kemur í ljós þegar skoðaður er sérstaklega sá hópur sem hættir við skólagöngu efdr grunn- skólapróf eða hættir fljótlega íram- haldsnámi. Rúmlega 30% nemenda í þessum árgangi eða 1273 af 4154 hætta námi án prófs eftír tveggja ára nám eða skemmri tíma. Þetta er hærra hlutfall en í nágrannalöndum okkar. Þá eru tæp 10% nemenda, eða yfir 400, enn í námi en hafa ekki lokið neinu prófi. Um 13% árgangsins, eða 544 nemendur, fara ekki í neitt framhalds- nám en það er svipað og hjá nágranna- löndunum. Þá er athyglisvert að virða fyrir sér þann hóp sem hættir námi eft- ir tveggja ára eða skemmra nám. Um tveir þriðju hlutar þeirra hafa lokið einu ári eða minna námi áður en þeir hætta. Munur er á höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggðinni því að 80% þeirra nemenda sem búa á höfúðborg- arsvæðinu hafa stundað nám eftir grunnskóla en aðeins 65% af lands- byggðarmönnum. Þá virðist eins og nemendur hafi af einhverjum ástæð- um flosnað ftá námi því 68% þessa hóps segja að sér hafi líkað vel eða mjög vel í skóla. Þá kemur fram að konum líkar oftar mjög vel við skól- ann. Meðal þessa hóps hafa 68% þeirra meiri áhuga á verklegu námi en bók- legu. Þegar sjónum er beint sérstaklega að þeim hópi sem ekki hóf nám að lokn- um grunnskóla kemur í ljós að lang- flestir, um 50%, gefa upp að þar valdi mestu ónógur áhugi eða að þeim hafi leiðst í skóla. Þegar spurt er um áhuga á frekara námi kemur í Ijós að 82% þessa hóps hafa áhuga á því og flestir á iðnnámi og öðru starfsnámi. lón Torfi Jónsson, dósent við Háskóla íslands, vann að þessari könnun. Honum þykir skólakerfið vera í ógöngum því að meðan rætt sé um aukið starfsnám þá velji nemendur það mun síður því greinilegt sé að þrýst sé á nemendur að þeir heQi bóknám sem rúmlega 30% þeirra hætti svo við. Það virðist því benda til þess að nemendur láti frekar stjómast af þessum þrýstingi en að þeir vilji í rauninni hefia bóknám. Þá geta niðurstöður bent til þess að brottfall nemenda úr skóla tengist ónógu ffarn- boði af verklegu námi eða að slíkt nám sé ekki nægilega áhugaverL Skýrsluhöfúndar segja jafnframt að sá hópur sem hefur hvað minnsta skóla- göngu hafi ekki tiltakanlega neikvæða afstöðu til skóla og mentunar og að mjög stór hluti hópsins geri ráð íyrir því að ljúka einhverju námi þótt síðar verði. Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að meðalaldur nemenda í iðnskóla sé um 20 ára og því geti þetta staðist í könnuninni kemur og ffam að 44% nemenda af höfuðborgarsvæðinu Ijúka stúdentsprófi en 29% landsbyggðar- nemenda. Þá Ijúka 41% stúlkría stúd- entsprófi en 29% pila. Þetta snýst við þegar iðnnám er skoðað en 8% pilta ljúka iðnnámi miðað við 3% stúlkna. Bæjarstjórn Garðabæjar: Mótmælir skatta- hækkunum Bæjarstjóm Carðabæjar hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmælt áformum ríkisstjómarinnar að afla Qár á kostnað sveitarfélaganna tíl þess að standa undir útgjöldum ríkis- sjóðs. í ályktuninni segir að þetta sé gert þvert á fyrirheit rík- isstjómarinnar sem gefín vom við gerð fjárlaga fyrir ári. „Samdráttur í þjóðarbúskapn- um bitnar með viðlíka hætti á sveitarsjóðum sem ríkissjóði. Með fýrirhuguðum aðgerðum eykur ríkisstjórnin þann vanda sem sveitarstjórnir standa frammi fyrir við gerð fjárhags- áætlana fyrir árið 1993,“ segir ma. í ályktuninni. -EÓ Frá vinstri Gísli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla, og Vladimir Kad- annikov, forstjóri Ladaverksmiöjanna í Rússlandi. Timamynd Ámi Bjama Fundur umboðsmanna Ladaverksmiójanna á Norðurlöndunum, Belgíu, Hollandi og Bretlandi í Reykjavík: Framleiddar eru um 700 þúsund Lödur á ári Nú stendur yfír í Reykjavík fundur umboðsmanna Ladaverksmiðj- anna á Norðurlöndunum, Belgíu, Hollandi og Bretlandi. Fundinn situr Vladimir Kadannikov, forstjóri Ladaverksmiðjanna í Rúss- Iandi, en hann er góður vinur Borisar Jeltsín, forseta Rússlands. Fýrsta Ladaverksmiðjan var stofriuð 1967, en nú eru starfandi sex verk- smiðjur í eigu fyrirtækisins í Rúss- landi. Um 270 þúsund manns vinna hjá Ladaverksmiðjunum. Framleiddir hafa verið 30-40 milljón Ladabflar, en síðustu ár hafa verið ffamleiddir um 700 þúsund Ladabflar á ári. Um 60% af bflunum eru framleidd í Ladaverk- smiðjunum sjálfum, en afgangurinn er framleiddur af öðrum verksmiðj- um. Breytingar í stjómmála- og efnahags- lífi í Rússlandi síðustu ár hafa komið við Ladaverksmiðjumar. Kadannikov sagði að stjómendur verksmiðjunnar séu staðráðnir í að stýra fyrirtækinu í gegnum þessar breytingar með þeim hætti að það eflist og styrkisL Fyrir- tækið hefur fjárfest mjög mikið í nýrri tækni. Þá hafa verið lagðir mjög mikl- ir Qármunir í að hanna og smíða nýjar gerðir Ladabfla. Nýjar tegundir bfla verða settir á markað árið 1994. Nýju bflamir hafa verið hannaðir alveg frá grunni í samvinnu við amerísku bfla- verksmiðjumar General Motors. Rússar flytja út Lödur til mjög margra landa. Mikið er selt til Evrópu. Sala til Austur-Evrópulanda hefúr allt- af verið mikil. Ýmsar þjóðir í S-Amer- íku kaupa einnig mikið af Lödum, eins og Ld. Chfle og Brasilía. Stjómendur Ladaverksmiðjanna ætla sér á næst- unni stóran hlut íbílasölu í Argentínu. Markaðshlutdeild Lödu hér á landi er í dag í kringum 7-8%. Árið 1987 var þetta hlutfall 18%, en þá var óvenju- lega mikil sala á nýjum bflum hér á landi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.