Tíminn - 03.10.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 3. október 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tíminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðam'tstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Síml: 686300.
Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686309, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð í lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Fimbulfamb og
óráðsía
Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar hægri
höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir. En einhvem veg-
inn er því svo farið með störf ríkisstjórnar Davíðs Odds-
sonar, að það er eins og hún viti aldrei hvað hún er að
gera. Uppi eru ráðagerðir og gefnar eru út yfirlýsingar
um að gera eigi þetta og hitt, en fyrr en varir er búið að
breyta áformunum og úr verður ruglandi og stjórnkerfið
allt í uppnárhi.
Tíminn hafði eftir Ólafi G. Einarssyni menntamála-
ráðherra í gær, að réttast væri að endurskoða þá ákvörð-
un að leggja á svokallaðan lestrar- eða bókaskatt. Orðrétt
sagði ráðherrann: „Ég get sagt það, að ef það er rétt sem
komið hefur fram í ályktunum ýmissa þeirra aðila, sem
tjáð hafa sig um afleiðingarnar sem þessi samþykkt hef-
ur, þá finnst mér það réttlæta endurmat á samþykkt-
inni.“ Samþykktin, sem hér er um rætt, er sú ákvörðun
ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á lesefni alls
konar.
Þær afleiðingar, sem ráðherrann er að sjá núna fyrst,
eru þær, að prentun flyst úr landi. Ef prentverk og út-
gáfustarfsemi verða skattlögð samkvæmt ráðagerðum
ríkisstjórnarinnar, er ekkert eðlilegra en að við því verði
brugðist með því að Iáta prenta íslenskar bækur og ann-
að lesefni í útlöndum þar sem virðisaukaskattur er ekki á
slíkri starfsemi, og engin influtningsgjöld eru á erlendu
prenti hér á landi.
Viðbrögðin við skattlagningu á íslenskri menningar-
starfsemi eru að vonum hörð og koma víða að, og ætti
engum að koma á óvart, ekki einu sinni ráðherraliði Dav-
íðs Oddssonar. En að skattlagningin verði beinlínis til að
leggja niður heilar atvinnugreinar eða flytja þær úr landi,
er nokkuð sem skattaglaðir ráðherrar sáu ekki íyrir og
ættu þeir að temja sér að reyna að sjá fyrir afleiðingar
flausturslegra samþykkta og ráðagerða áður en þeim er
slett framan í höggdofa kjósendur.
Fimbulfamb Davíðs og ráðherra hans kemur flatt
upp á fleiri útgefendur og neytendur lesefnis. Borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík spyrja nú hvernig
þeir eigi að efna þau kosningaloforð sem þeir gáfu ásamt
þáverandi boragarstjóra. Með skattlagningu orkufyrir-
tækja og fleira mun borgarsjóður sjá á eftir þúsund millj-
ónum á næstu fjórum árum í ríkishítina. Sama er uppi á
teningnum varðandi önnur sveitarfélög, þótt upphæð-
irnar séu aðrar.
Ríkisvaldið stendur ekki við gerða samninga, segir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ísl.
sveitarfélaga, og má ekki komast upp með það. Og borg-
arfulltrúinn Júlíus Hafstein segir í blaðaviðtali, að það
standist ekkert af því sem ríkisvaldið segir.
Þrátt fyrir stór orð og bægslagang stendur ekki
steinn yfir steini í áætlunum og ráðagerðum ríkisstjórn-
arinnar. Það, sem lofað er í dag, er svikið á morgun, og
stofnanir og fyrirtæki geta ekki með nokkru móti aðlag-
að sig breyttum aðstæðum eða gert áætlanir um framtíð-
ina, því það er ekki einu sinni hægt að treysta því að vit-
lausustu hugdettur verði framkvæmdar.
Senn verða fjárlögin lögð fram, ef það verður hægt,
vegna þess að ríkisstjórnin getur í hvorugan fótinn stigið
og getur ekki tekið endanlegar ákvarðanir um veigamikla
tekjuöflun eða sparnað, eins og orð menntamálaráð-
herra, sem fyrr er vitnað til, bera með sér.
Atli Magnússon:
Kreppuglásin
Enn er það kreppan í þjóðlíf-
inu sem verður oss að „bragð-
bæti“ í matseldina í glás dags-
ins. Svo er líka að sjá sem þeir,
er í blöðin skrifa um þessar
mundir, noti kreppuna eins og
kokkarnir saltið og piparinn.
Þetta er bragðauki, sem nú um
stundir er títt og óspart gripið
til, og það fer eftir smekk hve
mikið er notað og þar með hver
remman og beiskjan verður. En
í grunninn er það alltaf sama
hundsbelgjaglásin sem á hlóð-
unum stendur. Gamlir og dygg-
ir lesendur blaðanna verða
stundum ókvæða við er þeir sjá
hvernig hún er hituð upp aftur
og aftur og dag eftir dag, og
ekki verða fregnir af enn nýjum
fallítum og uppsögnum til þess
að sæta hana. Það er því ekki að
undra að menn setjast margir
stúrnir á svipinn að þessum
rétti og kreppa hnefann íengi
um gaffalskeftið áður en þeir
fara að smakka.
Og ekki þrýtur
piparinn
Stöku maður verður ókvæða
við, kennir blöðunum og fjöl-
miðlum öðrum um og segir að
það séu þeir, sem ali á þessum
andsk... barlómi og uppgjöf og
svipti þjóðina heilbrigðri bjart-
sýni. En aðrir eru jákvæðari,
dylja grettuna þegar þeir stinga
upp í sig bita og bita og vilja
ekki fortaka að þeir hafi fundið
vott af púðursykurs- eða kanel-
bragði. Hér á meðal eru þeir,
sem komist hafa að því að fyrri
kreppuglásir hafí verið ívið
rammari en þessi og að margt
bendi til að brytarnir fari að
spara við sig salt- og piparaust-
urinn — staukamir hljóti að
vera að tæmast. Víst ber að
þakka fyrir svona raddir, því
þær em geðheilsu þjóðarinnar
mikilsverðar. En ekki ber þó á
því enn að nein þrot séu að
verða á pipar í eldhúsinu,
hvorki chile-pipar né svörtum
pipar, og gnægð er líka af salt-
inu — grófu og fínu.
Bjargráð og sameig-
inleg skipbrot
Hvarvetna er verið að fækka
fólkinu á vinnustöðum, séu
vinnustaðir þá ekki blátt áfram
lagðir niður. Á ráðningakontór-
um streymir fólk að til þess að
skrá sig í von um handtak, en á
móti kemur að viðburður þykir
ef menn úr atvinnurekenda-
stétt hafa samband og vilja ráða
einhvern. Þeir atvinnulausu
hanga heima við og vinna að
tómstundaföndri sínu, ef þeir
þá eiga sér það, og reyna að láta
sér til hugar koma ýmis furðu-
leg uppátæki til tekjuöflunar,
sem gætu orðið þeim til bjarg-
ræðis - og helst gert þá skjót-
ríka. Þeim dettur í hug að
stofna fyrirtæki eða hefja heim-
ilisiðnað. Þegar aftur á móti er
hugað nánar að, kemur gjama í
ljós að það kostar talsvert að
hrinda góðu hugmyndinni í
framkvæmd og hún verður
sjálfdauð. En það mun vera al-
gengt meðal örvæntandi fólks
að óraunsæ bjartsýnisköst
skiptast á við svartsýnisdróma.
í svartsýnisdrómanum verða
skelfingarfregnir fjölmiðlanna
af efnahagsástandinu að eftir-
lætislesefni margra. Beiskju-
bragð piparglásarinnar verður
sætt á sinn hátt og hefur sef-
andi áhrif. Allt verður léttbær-
ara þegar margir deila sömu ör-
lögum, og menn hlýða á fregn-
ir af uppsögnum eins og upp-
sveiflu hjá flokknum sínum á
kosninganóttu.
Snærí eða límband
En kreppan lætur ekki vera
að klóra einnig sumum þeim,
sem eftir sitja og halda starfmu
sínu. í þakklætisskyni fyrir það
að fá að hanga verða þeir að
sætta sig við allra handa breyt-
ingar og tilfæringar. Þetta get-
ur fallið þeim þungt, sem em
orðnir fastir við gamla stólinn
sinn eða færibandið, og getur
orðið að alvarlegu sálrænu
áfalli. Ég man eftir danskri
smásögu um gamlan pakkhús-
karl, sem skyndilega var skipað
að fara að ganga frá vömsend-
ingum með því að loka kössun-
um með límbandi í stað þess að
nota snæri. Þessi umskipti
urðu gamla manninum svo
þungbær að ég man ekki betur
en að sagan hafi endað með
hreinustu ósköpum... Víða
skapast ótryggt andrúmsloft á
vinnustöðum og loft verður
lævi blandið. Grannt er fylgst
með hvort einhver sé að
hremma spón úr askinum frá
öðrum, því það liggur í loftinu
að enn meir kunni að kreppa
að, og er þá um að gera að hafa
tryggt sér góða handfestu er
nýja holskeflan ríður yfir.
„Brother can you
spare a dime...“
Enginn getur verið án aur-
anna og þá víst síst á íslandi,
þar sem það er orðin gömul
tíska að hafa bogann spenntan
til hin ýtrasta. „Brother can
you spare a dime...“ sagði í am-
eríska slagaranum gamla, sem
varð að nokkurs konar þjóð-
söng þar í landi á árum krepp-
unnar miklu. Ekki er að vísu
ætlunin að halda því fram að
ástandið sé að verða þannig hér
á Fróni, því fár mun telja sig
miklu betur settan þótt hann
eigi einhvern „dime“ — sem
var víst eins og hundraðkall —
í vasanum eða ekki. Og enn hef-
ur ekki heyrst um að stofnun
risavaxinna súpugjafaeldhúsa
sé í undirbúningi.
En hinn almenni Ameríkani
taldist ekki fátækur í byrjun
kreppunnar 1929. Orðheppinn
maður sagði að það hefði þá
gerst í fyrsta sinn að menn
færu akandi á bfl að sækja fá-
tækrastyrkinn. Og verkurinn er
að vor íslenski kreppulýður nú
er með mikla peninga í velt-
unni, kannske nokkrar milljón-
ir. Það fer því eftir hvert fram-
haldið verður hvort það á eftir
að komast í tísku að menn slái
hver annan um „dime“, er þeir
hittast á förnum vegi. Þá mun
sá teljast heppinn, sem ekki var
að vesenast með mikið af millj-
ónum röngu megin í bókhald-
inu. Sá getur sofið sem skuldar
„dime“, en „öfug“ milljón er
varla gott svefnmeðal.
Hér þykjumst við þá hafa
nóg að gert hvað lýtur að tillagi
voru til piparglásar kreppu-
hjalsins í dag. Varla er þetta þó
nema kreppingur hálfur til
móts við það, sem önnur
svartagallsfól leggja af mörkum
af og til — svo í þessu blaði sem
öðrum fjölmiðlum. En hve
lengi skyldi þetta efni endast
oss sem skrifum í blöð? Er
kreppan komin til að vera, eða
er þetta aðeins ein af þessum
vanalegu „lægðum" vors ís-
lenska efnhagsiífs? En svo er nú
fyrir að þakka að rýmið er þrot-
ið og leyfilegt að fresta að efna
til glásar þar um í bili.