Tíminn - 03.10.1992, Side 6
6 Tíminn
Laugardagur 3. október 1992
/
Guðmundur heitir hann
Thorlacius og er 88 ára að
aldri, en sýnist langtum
yngri. Hreyfingar hans eru
ekki gamals manns og
hann segir svo skýrt og
Ijóst frá að það er eins og
frásögnin sé af atburðum
sem gerðust í gær. Allt
skýrir þetta þá furðulegu
staðreynd að þaö eru ekki
nema sex ár frá því hann
hætti á sjónum — þá 82
ára — en hann hafði þá
verið fulltrúi Sölumiöstöðv-
ar hraðfrystihúsanna um
borð í frystiskipum um 30
ára bil. Svo er þaö enn
annað sem mun fágætt, er
svo aldraður maður á í
hlut: Hann hefur búið á
sama stað alla ævi sína —
á Nýlendugötu 20. Þar er
hann fæddur og hefur aldr-
ei flutt og ekki segir okkur
svo hugurað hann eigi það
eftir héðan af. Samt er enn
ótalið tilefni þess aö við
fórum að heimsækja hann
og falast eftir spjalli. Það er
að Guðmundur man og
lifði skútuöldina og reri
sjálfur til fiskjar á kútter frá
Reykjavík, en það var árið
1914.
Sjórinn gekk upp í
Kvosina
„Ég er fæddur þann 18. ágúst
1904 og er því nýlega orðinn 88
ára, eins og ég sagði,“ segir Guð-
mundur. „Já, þá var nú öðruvísi
um að litast út um gluggana hér
af Nýlendugötunni en nú er. Hús-
ið, sem ég fæddist í, stendur
héma við hliðina, en við emm hér
í „nýrri" byggingu, sem reist var á
sömu lóð 1936. Þá blasti við
Grandinn óbyggður og húsin
stóðu skammt ofan við fjöm-
kambinn, svo sjórinn átti til að
ganga alla leið upp í Kvosina í
verstu veðmm. Þá mátti og löng-
um sjá fjölmargar skútur liggja
hér úti fyrir, bæði franskar og ís-
lenskar, en einir kunnustu skútu-
útgerðarmenn í Reykjavík þá vom
þeir Duus, Geir Zoéga og Th.
Thorsteinsson.
Um ættir mínar er það að segja
að foreldrar mínir vom Margrét
Oddsdóttir, ættuð úr Árnessýslu,
og Ólafur Thorlacius úr Arnar-
firði. Faðir minn átti tvo bræður,
þá Sigmund og Þorleif, og þeir
bræður fluttu með tímanum til
Reykjavíkur allir þrír og gerðust
skútumenn.
Ég hef heyrt að þetta Thorlacius-
nafn sé gamalt og að það megi
rekja til Þorláks biskups Skúla-
sonar. Mín grein af ættinni mun
samt uppmnnin frá Mýrarhúsum
hér í Reykjavík, sé nokkuð aftur í
tímann farið. í Mýrarhúsum bjó
um daga Bjarna Sívertsen Ólafur
Þórðarson Thorlacius, útgerðar-
maður og kaupmaður, og af hon-
um mun ég kominn. En annars
kann ég varla að rekja þetta nán-
ar.“
Reykjavíkurhöfn á
skútuöldinni.
Th. Thorsteinsson,
útgerðarmaöur kútters
Sigríðar.
Frakkar í slipp hjá
Ellingsen
„Ég minntist á að umhverfi var
heldur en ekki annað, þegar ég
var að leika mér héma í fjömnni
sem bam. Sérstaklega man ég eft-
ir Fransmönnunum sem komu
ákaflega oft hingað inn til Reykja-
víkur. Skúturnar þeirra vom þá
gjama teknar í slipp hjá Ellingsen
til aðgerðar og við strákamir vor-
um mikið að sniglast í kringum
þá. Þá kom fyrir að Ellingsen
gamli kom og rak okkur burtu, en
alltaf var það í góðu og hann
skellihló þegar hann sá okkur
hlaupa burtu. Við fengum sitt-
hvað smálegt hjá Frökkunum.
Þar á meðal var beinakex, sem
þeir réttu okkur þegar við kom-
um til þeirra og sögðum: „Fransí-
bískví!“ Þessar kexkökur vom
stórar og ferkantaðar og nærri
bragðlausar, en okkur fannst gott
að maula þær. Oft fómm við með
Frökkunum út á Grandann, en
þar tíndu þeir skelfisk. Þeir höfðu
með sér körfu og þegar karfan var
orðin full var hún borin um borð í
skipið í slippnum. Þar var skorið
innan úr skelinni, fiskurinn sett-
ur í pott og soðinn ásamt beina-
kexi í lúkamum. Að endingu var
potturinn borinn upp á þilfar og
hverjum manni fengin skeið. Þar
með var sest að snæðingi og ég
man að þessi kássa bragðaðist
ágætlega, því oft fengum við
strákamir að taka þátt í veisl-
unni.“
Föðurmissir
„Svona liðu nú bernskuárin, en
veturinn 1914, þegar ég var á tí-
unda árinu, dó faðir minn, aðeins
52 ára gamall. Hann hafði verið á
vetrarvertíð og fengið lungna-
bólgu um borð. Hann komst lif-
andi til lands, var fluttur upp á
Landakotsspítala og lést þar. Þá
var mikil sorg að okkur kveðin og
vandkvæði, en við vomm fjögur
bömin og ég elstur. Skútan, sem
faðir okkar var á, hét Sigríður og
var í eigu Th. Thorsteinsson út-
gerðarmanns. Hann átti tvær
skútur og rak auk þess tvær versl-
anir í Reykjavík, matvömverslun
og fataverslun, sem Haraldur
Ámason, síðar stórkaupmaður,
stóð fyrir. Þessi fataverslun brann
1915 í Austurstrætisbrunanum.
Th. Thorsteinsson reyndist okkur