Tíminn - 03.10.1992, Page 9
Laugardagur 3. október 1992
Tíminn 9
eins þrír skotnir... Hinir voru allir
pyndaðir til bana. Aðferðir við pynd-
ingarnar voru margar: af einum
voru varirnar skornar, af öðrum nef
og eyru, tungan skorin úr einhverj-
um. Á nokkrum höfðu fætumir ver-
ið soðnir, annar fóturinn á sumum
en báðir á öðrum ... Augun voru
stungin úr nokkrum. Af einni kon-
unni voru brjóstin skorin.“
Kosningar
Upptalning af þessu tagi úr sögu
Eystrasaltslanda á fyrri hluta sov-
éska tímans þar gæti orðið nokkuð
iöng. Þar að auki mætti í þessu sam-
bandi minna á hernað eistneskra,
lettneskra og litháískra skæruliða
gegn Rússum frá lokum heimsstyrj-
aldarinnar fram á miðjan sjötta ára-
tug, sovésku harðstjórnina sem hélt
áfram — í vægara formi — eftir
dauða Stalíns og lauk ekki að fullu
fyrr en lýðveldin urðu sjálfstæð á ný,
yfirráð Rússa á keisaratímanum og
hernað þeirra í Eystrasaltslöndum á
öldunum þar áður.
Allt þetta er rétt að hafa í huga þeg-
ar skoðað er það, sem er að gerast í
sjálfstæðu Eistlandi (sem og Lett-
landi og Litháen) þessi árin.
20. sept. s.l. fóru fram í Eistlandi
fyrstu forseta- og þingkosningarnar
eftir að landið varð sjálfstætt að nýju
fyrir rúmu ári. í þeim kosningum
höfðu íbúar landsins aðrir en Eistar
ekki kosningarétt, að undanskildum
þeim sem höfðu verið ríkisborgarar
á fyrri sjálfstæðistímanum og af-
komendum þeirra. Það fólk, sem
fluttist inn á sovéska tímanum, og
afkomendur þess hefur enn ekki rík-
isborgararétt í sjálfstæðu Eistlandi
og þar með ekki kosningarétt. Eist-
lands-Rússar kvarta af þessu tilefni
yfir því að þeir séu misrétti beittir af
Eistum og rússnesk stjórnvöld taka
undir með þeim.
Á bak við umrædda afstöðu eist-
neskra stjórnvalda, sem þýðir að
miklum meirihluta Eistlands-Rússa
er neitað um ríkisborgararétt að
sinni, má segja að einkum liggi þrjár
beinar ástæður.
Þjóðernisminnihlutar
næstum 40%
í fyrsta lagi er það grunnatriði af
hálfu stjórnvalda og Eista yfirleitt að
líta á innlimun landsins í Sovétríkin
1940 sem hernám og sovéska tím-
ann allan sem hernámstíma. Með
því að veita sjálfkrafa þeim íbúum
landsins, sem fluttu þangað og sett-
ust þar að í skjóli rússnesks her-
valds, réttindi á við aðra landsmenn,
væri verið að löggilda rússnesku yf-
irráðin að vissu marki, að dómi eist-
neskra stjórnvalda.
nýjum kringumstæðum, sé velkom-
ið að vera. Skoðanir um hve stór
hluti rússneska þjóðernisminnihlut-
ans þeir síðarnefndu séu, eru eitt-
hvað mismunandi.
1500 eistnesk orð
Arnold Ruutel Eistlandsforseti greiöir atkvæði I þjóöaratkvæöa-
greiöslu um sjálfstæöisyfirlýsingu: flestir Eistar vona aö sumir Rúss-
anna a.m.k. fari.
• Sígild hönnun, úrvalssmíð úr áli
• Þykkur botn sem verpist aldrei
• Einstök hitaleiðni og jöfn hitadreifing
• Slitsterk húð sem matur festist ekki við
• Margar tegundir og stærðir
íslensk gæðavara
sem endist lengur, nýtist betur
og eykur ánægju við matseldina.
Ármúla 42 ■ SÍMI 38775
■a(a>ia;«t'RV;a
Hafnarstræti 21 • SÍMI 13336
Rússland hefur enn her f Eistlandi og ekki einu sinni ráöherrar I
Eistlandsstjórn fá aö heimsækja sumar af stöövum hans.
í öðru lagi hafa Eistar áhyggjur af
því hve Rússarnir í landi þeirra eru
margir. Þeir eru samkvæmt áður-
nefndri bók Sandströms um 30%
landsmanna, af 38-39% landsmanna
af öðrum þjóðernum en eistnesku
alls. Á Eistum þeim, sem sá er þetta
ritar hafði tal af í Eistlandi f ágúst
s.l., var að heyra að þeir væru flestir
sammála um að æskilegt væri að
einhverjir Rússanna þarlendis flyttu
úr landi, helst sem fyrst og heldur
fleiri en færri. Tvö til þrjú hundruð
þúsund (af um 475.000 rússneskum
landsmönnum alls) voru tölur
nefndar í því sambandi.
Að þessari afstöðu Eista stuðla ekki
hvað síst endurminningar þjóðar-
innar úr fortíðinni, sem drepið var á
hér að ofan. Ofan á þungan hug, sem
Eistar bera til Rússa af þeim sökum,
kemur að þjóðirnar eru ólíkar að
menningu. Eistar eru Vesturlanda-
menn, tunga þeirra náskyld finnsku
og í menningarefnum eru þeir ná-
komnir Finnum, Svíum og Þjóðverj-
um. (Finnar segja um frændur sfna
sunnan Kirjálabotns: Þeir eru Þjóð-
verjar sem tala finnsk-úgrískt mál.)
Rússar með sína rétttrúnaðarkristni
og söguleg og menningarleg tengsl
aftur til Býsans og Tartara eru Eist-
um nokkuð ólíkir í hefðum og hug-
arfari, enda þótt f útliti séu þjóðirn-
ar það áþekkar að Eistar þekki ekki
— að eigin sögn — Rússa frá sjálfum
sér, í meirihluta tilfella.
Vinnufélagar, ekki vinir
Þetta tvennt, hroðalegar endur-
minningar úr samskiptum þjóðanna
og takmarkaður skyldleiki, hefur að
líkindum öðru fremur leitt til þess
að þær halda sig að mestu hvor frá
annarri. Eistar sögðu greinarhöf-
undi að félagsleg samskipti Eista og
Rússa væru lítil; jafnvel þótt þeir
hefðu árum saman unnið á sama
vinnustað umgengjust þeir ekki ut-
an vinnutíma.
Þriðja beina ástæðan til afstöðu
eistneskra stjórnvalda viðvíkjandi
Forusta Sovétríkjanna á nýbyrj-
uöum Brezhnevstíma: reynt var
aö gera Eystrasattsiönd rúss-
nesk aö máli og menningu meö
mikilll iönvæöingu þar, er út-
heimti innflutning vinnuafls.
ríkisborgararétti er grunur þess efn-
is, að margir Rússanna verði aldrei
trúir þegnar Eistlands. Það fer ekki
Ieynt að margir Rússar þarlendis
eiga í meiri eða minni erfiðleikum
með að sætta sig við það að vera ekki
lengur herraþjóð, eins og þeir voru á
sovéska tímanum. Þeir horfa um öxl
til þess tíma af ráðvilltri gremju og
reiði; segjast sumir halda fast við
kommúnismann, aðrir hallast að
rússneskri þjóðernishyggju, sumir
að hvorutveggja. í anda þjóðernis-
hyggju sinnar vilja sumir og senni-
lega ófáir Eistlands-Rússa helst ekki
viðurkenna annað en að Eystrasalt-
slönd séu með réttu rússnesk, og sú
skoðun er ekki án hljómgrunns í
Rússlandi.
Þegar Eistar, þ.á m. talsmenn
stjórnmálaflokka jafnt til hægri sem
vinstri, láta í ljós óskir um að losna
við eitthvað af sambýlingum þeim,
sem sovéska valdið tróð upp á þá,
kemur yfirleitt fram að þeir vilji eða
geri sér vonir um að þeir af Rússun-
um, sem fari, verði þeir sem ófúsir
eru þess að sætta sig við hið nýja
Eistland. Þeim, sem vilji aðlagast
í framhaldi af þessu er rétt að taka
skýrt fram að því fer víðs fjarri að
opinber stefna eistneskra stjórn-
valda sé að neita fólki af þjóðernism-
innihlutum um ríkisborgararétt um
alla framtíð. Samkvæmt gildandi
reglum getur þetta fólk sótt um
þann rétt og fengið hann, ef það hef-
ur búið í landinu ekki skemur en tvö
ár, ekki unnið fyrir KGB, hefur fast-
ar tekjur og kann a.m.k. 1500 orð í
eistnesku. Ekki virðast það vera
neinir afarkostir, miðað við það sem
gerist um þesskonar.
Margir Rússanna eru eigi að síður
óánægðir, einfaldlega að líkindum
fyrst og fremst vegna þess, að þeir
sakna þess sem var. Af öllu, sem
þeim sárnar viðvíkjandi nýja tíman-
um, virðist þeim mest vaxa í augum
að verða nú að læra eistnesku, sem
er þeim erfitt mál. Flestir þeirra
kunna lítið eða ekkert í tungu lands-
ins, og á það einnig við um þá sem
hafa búið þar alla ævi. En þeim ætti
ekki að vera vandara um en Eistum
að læra rússnesku, hvað Eistar urðu
nauðugir viljugir að gera á sovéska
tímanum.
Að öllu athuguðu óttast margir
Eistar að ókyrrð og illindi muni af
hljótast f landi þeirra, ef drjúgur
hluti íbúa þess verði til frambúðar af
öðru þjóðerni en eistnesku. Ekki
vantar dæmin úr samtímanum til að
benda á, þeim kvíða til rökstuðn-
ings, frá fyrrverandi Sovétríkjum,
fyrrverandi Júgóslavíu, þriðja heim-
inum og jafnvel Vesturlöndum.