Tíminn - 03.10.1992, Síða 17
Laugardagur 3. október 1992
DAGBÓK
Willem Dafoe ásamt M. Emmet Walsh f „Hvftlr sandar".
Regnboginn sýnir
„Hvítir sandar"
Regnboginn hefur tekið til sýninga
spennuþrillerinn „Hvíta sanda" eða
„White Sands". Maður finnst látinn mitt
í eyðimörkinni með skammbyssu í hendi
sér. Engin ummerki eru um sjálfsmorð,
en einkennilegt þykir að morðinginn
hafi ekki tekið 500.000 dollara með sér
sem fómarlambið hafði á sér. Lögreglu-
maðurinn Ray Dolezal í Nýju Mexíkó tel-
ur í upphafi að um vanabundið verk sé að
ræða. Innan skamms er Ray kominn á
kaf í rannsókn málsins og villir á sér
heimildir sem hinn látni. Nú er Ray orð-
inn miðpunkturinn í FBI-aðgerð og
kemst í hættuleg kynni við vopnasala.
Ray verður að treysta á sjálfan sig og
engan annan, því aðstæður em sífellt að
breytast og svik og prettir em daglegt
brauð.
Með aðalhlutverk fara Willem Dafoe,
sem var útnefndur til óskarsverðlauna
fyrir leik sinn í „Platoon", Mickey Rourke
(9 1/2 Weeks), Samuel L. Jackson (Patri-
ot Games, Jungle Fever) og Mary Eliza-
beth Mastrantonio. Leikstjóri er hinn
kunni Roger Donaldson, en hann gerði
síðast spennumyndina „No Way Out“
með Kevin Costner í aðalhlutverki.
Ritnefnd afmcelisritsins: Frú vinstri Hrafnhildur Siguröardóttir, Svandís Skúladóttir og Þór-
arinn Friðjónsson frd Skerplu. Á myndina vantar Selmu Dóru Þorsteinsdóttur sem einnig er
i nefndinni.
Afmælisrit til heiðurs Valborgu Sigurðardóttur
Fóstmfélag íslands gefur út afmælisrit til heiðurs Valborgu Sigurðardóttur, fyrrver-
andi skólastjóra Fósturskóla íslands. En Valborg varð 70 ára á þessu ári. Ritinu er ætl-
að að vera vottur virðingar og þakklætis fyrir þá leiðsögn og örvun, sem hún hefur veitt
með kennslu- og fræðistörfum sínum um fjögurra áratuga skeið.
Efni ritsins er að meginhluta fyrirlestrar, er fluttir vom á ráðstefnu Fóstmfélags fs-
lands um „Leik og leikuppeldi" sem haldin var dagana 26.-28. mars 1992, auk nokkurra
fleiri greina.
Höfundar efhis bókarinnar em auk Valborgar Sigurðardóttur, Agnete Engberg deild-
arstjóri í menntamálaráðuneyti Danmerkur, Birgitta Knútsdóttir Olofsson dósent við
Kennaraháskólann í Stokkhólmi, Berit Bae cand. phil. lektor við Fóstmháskólann í
Ósló, Eva Balke fóstra og fyrrverandi rektor við Fóstmháskólann í Ósló, Hans Vejleskov
mag. art prófessor í þroskasálfræði við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn, Hrafn-
hildur Sigurðardóttir fóstra, talkennari og leikskólastjóri, dr. Kristján Guðmundsson
heimspekingur, kennari og námsráðgjafi, Svandfs Skúladóttir fóstra og deildarstjóri í
leikskóladeildMenntamálaráðuneytisins.
Framhaldsskólinn á Laugum tekinn til starfa
Framhaldsskólinn á Laugum í S.-Þingeyjarsýslu var settur 9. september s.l. í hátíða-
sal skólans, að viðstöddu fjölmenni. Sr. Sigurður Guðmundsson flutti hugvekju og
Friðrik Jónsson lék á píanó. Gestum var síðan boðið í kaffisamsæti að lokinni athöfn-
inni. Síðar um daginn vom svo haldnir foreldrafundir.
í setningarræðu Hannesar Hilmarssonar skólameistara kom fram að skólinn væri
fúllsetinn: 120 nemendur verða í skólanum í vetur og urðu nokkrir frá að hverfa. Vel
er mannað í starfsliði skólans og allir kennarar vel menntaðir og með full réttindi. í
vetur verður kennt í einni bekkjardeild 10. bekkjar, almennu bóknámi 1. og 2. árs.
Stærstu brautir skólans em íþrótta- og ferðamáladeild, enda er aðstaða til kennslu á
þessum brautum góð.
Tíminn 17
Anthony Perkins í faömi fjölskyldunnar á 58 ára afmæli sfnu.
Anthony Perkins er langfrægastur fyrir kvikmyndina Psycho og
sturtuatriöið ógleymanlega, en:
Anthony kom ekki
nálægt sturtunni
Leikarinn Anthony Perkins Iést
fyrir skömmu úr eyðni, aðeins sex-
tugur að aldri. Hann lék í mörgum
kvikmyndum um ævina, en sú lang-
frægasta er Hitchcock-myndin
Psycho, þar sem Perkins lék geðbil-
aðan morðingja sem alla tíð hafði
verið kúgaður af móður sinni og tók
við hlutverki hennar er hún lést.
Atriði eitt í kvikmyndinni er orð-
ið sígild hryllingssena. Það er þegar
Norman Bates drepur ungu stúlk-
una f sturtunni á eftirminnilegan
hátL
En ekki er allt sem sýnist. Að
sögn Perkins var það ekki einu sinni
Hitchcock sem leikstýrði atriðinu,
heldur brellumeistari að nafni Saul
Bass. Og sjálfu sr kom Perkins ekki
nálægt þessu atriði. Það voru hend-
umar á staðgengli hans sem sáust
við sturtuhengið, sjálfúr var hann
staddur í New York þegar morðið
var kvikmyndað f HoIIywood. Perk-
ins segir að hann hafi sjálfur orðið
jafn hræddur og aðrir áhorfendur
þegar hann sá þetta atriði í fyrsta
skipti.
Perkins fyrir utan Bates-húsiö
í Psycho.
Perkins segir að Psycho hafi ver-
ið fyrsta myndin í langri röð ofbeld-
ismynda, sem stöðugt hafi orðið
ruddalegri eftir því sem á leið. Nú sé
svo komið að allt sé sýnt, blóð og
innyfli flæði um hvíta tjaldið og fólk
er myrt í nærmynd. Slíkar myndir
hala inn mikla peninga, en Perkins
telur spennuna vanta.
Það sem er gefið í skyn — það
sem gæti gerst — er miklu meira
taugatrekkjandi en að reka viðbjóð-
inn bókstaflega upp í nefið á áhorf-
endum, segir hann.
Anthony Perkins giftist aðeins
einu sinni um ævina, þá orðinn fer-
tugur að aldri. Kona hans, Berry, er
fimmtán árum yngri en hann og
saman eignuðust þau tvo syni, þá
EIvis og Osgood.