Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 6. október 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöamtstjóri: Oddur Óiafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 í pólitískum stórfiskaleik í dag verður fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lagt fram á Alþingi. Flestir eru sammála því að fjárlögin séu sá hornsteinn, sem efnahagsstefna ríkisstjórna byggist á, og því er eðlilegt að líta til fjárlagafrumvarpsins þeg- ar svipast er um eftir efnahagsstefnu ríkisstjórnar Dav- íðs Oddssonar. í þessu ljósi hlýtur almenningur að btí- ast við samstíga ríkisstjórn, sem stendur sem einn maður að baki fjármálaráðherra þegar þetta grundvall- arplagg er lagt fyrir þing og þjóð. Og raunar getur eng- in ríkisstjórn, sem tekur sjálfa sig alvarlega, boðið upp á annað en samstöðu og stefnufestu í ljósi þeirra erið- leika sem steðja að í íslensku þjóðlífi. Atvinnulífið á í erfiðleikum og óvissan er nagandi hjá þúsundum ís- lenskra fjölskyldna, sem margar hverjar hafa misst at- vinnu sína eða eru í þann veginn að missa hana. En ríkisstjórnin og fylgdarlið hennar hefur hins veg- ar ekki verið samstíga í fjárlagagerðinni og aðdrag- andinn hefur svo sannarlega ekki verið traustvekj- andi. „Pólitískur stórfiskaleikur" er nafngift, sem gagn- merkur áhugamaður um stjórnmál hefur kallað vinnubrögðin við fjárlagagerðina, ekki síst írafárið í kringum þau skattahækkunaráform sem tengjast breytingum á virðisaukaskattinum. Þessi nafngift er sérstaklega viðeigandi, því ríkisstjórnin hleypur fram og til baka með vsk-breytingarnar, allt eftir því hvað hún teiur í það og það skiptið að sé líklegt til að draga úr óvinsældum hennar. Fyrir örfáum árum hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn menningar- og bókaskatti, og Jón Baldvin barðist hetjulega gegn tveggja þrepa virðisaukaskatti. Fyrir örfáum vikum töldu ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins bókaskattinn vera í lagi, og Jón Baldvin gerðist um leið hetja og riddari tveggja þrepa virðis- aukaskatts. Fyrir örfáum dögum þótti sjálfstæðismönnum síðan rétt að ný tegund af bókaskatti kæmi í stað tveggja þrepa skattsins, og Jón Baldvin upplýsti alþjóð á ný um að tveggja þrepa skattur væri hreint ekki eftir- sóknarverður þrátt fyrir allt. Núna, hins vegar, er tveggja þrepa skattur á ný orð- inn besta lausnin að dómi krata og e.t.v. einhverra íhaldsmanna líka. Eini gallinn er sá að búið er að prenta fjárlögin, þó enn sé ekki ljóst hvaða útgáfa virðisaukaskatts fór inn í frumvarpið. Raunar skiptir það ekki ekki öllu máli, því ljóst er að tekjuhlið frumvarpsins er svo alvarlega fötluð að taka þarf tjárlögin upp að stórum hluta hvort sem er. Fjárlagavinnunni er greinilega langt frá því að vera lokið af hálfu ríkisstjórnarinnar. Um það vitnar sá hringlandaháttur, sem verið hefur í fjárlagagerðinni og kristallast í því að pólitískar kúvendingar eru að eiga sér stað allt fram til þess að frumvarpið er lagt fram. Það væri svo sem í samræmi við annað verklag ríkisstjórnarinnar og kæmi ekki á óvart þó fljótaskrift væri á fleiri mikilvægum atriðum í frumvarpinu, þar sem plástrað er yfir ágreiningsmálin í trausti þess að þetta „reddist" einhvern veginn. Þjóðin á hins vegar kröfu á öðru og meira. Raunar má segja að engin þjóð eigi skilið þau örlög að fá yfir sig ríkisstjórn í stór- fiskaleik. Sumir j afnari en aðrir Einstæðar mæður hafa löng- um verið öskubuskur þjóðfé- lagsins. Með vitundarvakningu og frjálsræðisbaráttu síðustu tveggja áratuga hefur kirfilega verið vakin athygli á hvflíkum afarkostum einstæðar mæður hafa orðið að sæta og sýnt fram á í ræðu og riti hve afskipar þær hafa verið í skömmtunar- kerfi velferðarinnar. Þetta hefur verið þeim mun bagalegra fyrir þá sök að með auknu frjálslyndi og tíðum hjónaskilnuðum hefur fjöl- skyldueiningin einstæð móðir með barn eða böm fjölfaldast og hjónabandsfólki fækkað að sama skapi. Um árabil var varla gerð sú breyting á lögum og reglugerð- um að upp risi ekki mikil mótmælaalda og sýnt og sannað með gildum rök- um að hver sú aðgerð, sem var til umræðu hverju sinni, kæmi ekki harð- ast niður á fjölskyldugerðinni einstæð móðir. Ný samfélagseining Að því kom að yfirvöld fóru að leggja eyrun við neyðarópum þeirra sem hæst höfðu og báðu nauðstöddum miskunnar. í öll- um frumvörpum, sem lögð vom fram, og reglugerðum, sem út voru gefnar, var þess sérstaklega gætt að hvergi yrði gengið á hlut einstæðra mæðra. Og þegar réttsýnin var komin í spilið var farið að bæta um betur og leiðrétta allan þann misgjörning, sem ein- stæðar mæður og börn þeirra höfðu mátt þola með því að með því að gera ívið betur við samfélagseininguna einstæð móðir en annað fólk. Þá kom réttlætið því til leiðar að hugtakið einstæð móðir hvarf smátt og smátt úr kan- sellístílnum og fundin var upp eintala af fleirtöluorðinu for- eldrar og þar með einstætt for- eldri til að dekka jafnréttið. Þar kom að í jafnréttisbardag- anum mikla, að suma var farið að gruna að sumir væru orðnir jafnari en aðrir, eins og við vill brenna þegar verið er að leið- rétta óréttlæti. En um það þor- ir náttúrlega enginn að tala upphátt, fremur en í öðrum jafnréttissamfélögum þar sem opinber trúarbrögð banna allt gáleysistal um að sumir séu jafnari en aðrir. Úreltar dyggðir Svo bar til að þegar réttlæti ein- stæðra foreldra var farið að stinga í augu og hvíslingar orðn- ar að hálfkveðnum vísum, að ráðuneyti setti saman nefnd til að komast að því hvers vegna harðgift fólk, sem býr við bama- lán í hamingjusömum fiölskyld- um, tekur upp á því að fara að slíta samvistum og láta lesa sig í sundur hjá fógetum, en heldur áfram að búa saman og eignast böm eins og ekkert hafi ískorist Niðurstöður rannsóknarinnar vom gerðar heyrinkunnar fyrir helgina. Það er engin vitglóra í því að vera í hjónabandi og ala upp böm innan veggja heimilis þar sem foreldri er ávarpað í fleirtölu. Leiðréttingamar á högum ein- stæðra mæðra og lögbinding réttlætisins í sambandi við það er aðeins liður í þeim staðfasta vilja löggjafa- og reglugerðavalds að rústa fiölskylduna í nútíma- þjóðfélagi. Fjölskyldan er ekki lengur gmnneining þjóðfélagsins, held- ur einstætt foreldri. Til að svo megi verða, verður að gera fiöl- skyldum eins erfitt fyrir í lífsbar- áttunni og hugmyndaflugið ræður yfir að skipuleggja, en létta einstæðu foreldri lífsbarátt- una á alla lund. Einstæð hagræðing Nefndin, sem fór í saumana á þeim aðferðum sem beitt er til að losa þjóðfélagið við eininguna hjón og böm, komst að því með miklum rannsóknum sem ligg- ur í augum uppi þorra sjáandi fólks. Það er mikið skattalegt hagræði að því að vera einstætt foreldri. Alls kyns bætur úr almanna- og tryggingakerfi em rausnarlegri til einstæðs foreldris en til hjónafólks eða einhleypinga. Fé- lagslega íbúðakerfið er einkum aðlagað þörfum einstæðra for- eldra og ganga þeir fyrir öllu öðm fólki þegar til úthlutunar kemur. Þama hafa einstæðir for- eldrar aðgang að sérstaklega hagstæðu lánakerfi, ekki síður en hjá Lánasjóði námsmanna þar sem einstæða foreldrið hefur allan forgang fram yfir fíflin sem asnast til að geta böm og ala upp í gamaldags hjónaböndum. Ótal- ið er að nær ómögulegt er fyrir hjón að koma bömum fyrir í dagvistun, sem rekin er fyrir al- mannafé. Reglugerðimar segja að böm einstæðra foreldra eigi að ganga fyrir og það er það. Ekki allir á nástrái Gert er ráð fyrir að einstætt for- eldri sé stúlka, sem á engan að og vinnur á lægstu töxtum í fisk- vinnslu eða á kassa í stórmark- aði. Bamsfeður em loftandar, sem ekki em nefndir til sögu nema þegar þeir ryðjast inn á bamsmæður sínar og lemja þær sundur og saman. Svona lýsing á við í, því miður, alltof mörgum tilvikum, og ber samfélaginu sannar- lega skylda til að létta und- ir með þeim einstæðu mæðmm og bömum þeirra, sem búa við kröpp kjör og vamarleysi. En sem betur fer em ekki allir einstæðir foreldrar á nástrái og kjör þeirra og tekju- möguleikar eins og gengur og gerist í þjóðfélaginu og því varla ástæða til að mismuna þeim og gera þá jafnari en aðra. Hitt er fáránlegt og sýnir aðeins aulahátt þeirra sem gefa út reglugerðir, að t.d. að setja bam- margar og tekjulágar fiölskyldur skör lægra í útdeilingu félagslegs réttlætis en einstætt foreldri. Það er líka helvíti hart að fólk skuli þurfa að slíta hjónabandi til þess eins að kerfisþrælar þeir, sem útdeila opinberri náð, líti til þeirra með velþóknun sem ein- stæðs foreldris í stað þess að út- skúfa fólki fyrir það að vera í lög- legu hjónabandi og hlíta með því guðs og manna lögum og virða með því þá gmnneiningu samfé- lagsins sem greinilega er orðin úrelt. Þegar það nú liggur skjalfest fyrir að fólki er mismunað gróf- lega eftir hjúskaparstétt, verður væntanlega farið að leiðrétta og búa til enn nýtt réttlæti. En þá verður líka að gæta þess að fara ekki að þjarma um of að ein- stæðum mæðrum og bömum þeirra, heldur kappkosta að gæta þess að enginn verði jafnari en annar. En það er útópía sem aldrei gengur upp. En það má reyna. Það mætti líka reyna að fara að vemda fiölskylduna fyrir pólit- íkusum, sem skolast um á hverri tískubylgju sem upp rís. OÓ Vitt og breitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.