Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriöjudagur 6. október 1992 Órói í peningageiranum: Skandia ísland hefur rift kaupum á Verðbréfamarkaði Fjárfestingar- félagsins h.f., en í því felst að kaupin ganga til baka. Ofmetnar eign- ir upp á 160 milljónir við sölu Fjárf.fél. er nefht sem ástæða. Stjórn Fjár.fél. segist ekki vera kunnugt um neinar vanefndir félagsins. Þetta kemur m.a. fram í fréttatil- kynningum frá félögunum í gaer. Gengið var frá kaupsamningi milli aðila hinn 6. apríl s.I., en formlega tók Försakringsaktiebolaget Skand- ia við rekstri Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélagsins 16. júní 1992. í tilkynningu Skandia segir m.a.: „Komið hefur í Ijós að loknu hálf- sársuppgjöri sjóða í vörslu verð- bréfafyrirtækisins að samkvæmt skýrslu sérfræðinga er munur á mati á eignum sjóðanna og skráðu gengi þeirra verulegur eða u.þ.b. 160 milljónir króna, en það þýðir að eignir sjóðanna hafa verið verulega ofmetnar í gögnum sem lögð voru fram við sölu á verðbréfafyrirtæk- inu.“ Jafnframt segir að þar sem kaup- endur hafi aðeins rekið félagið um skamma hríð, þegar þetta mat á eignum kemur fram, og það verði með engum hætti rakið til aðgerða þeirra, þá telji þeir að forsendur fyr- ir umræddum kaupum séu brostn- ar. í fréttatilkynningu frá stjórn Fjár- festingarfélagsins segir að hluti kaupverðs hafi verið lagður inn á bók, ef til uppgjörs kæmi, og eignir eða skuldir Verðbréfamarkaðarins væru með öðrum hætti en fyrir lá við kaupin. Þá segir að í gögnum, sem Skandia hafi sent með bréfi þann 1. október um samskipti félag- anna, hafi ekkert komið fram annað en að fjárhagsstaða verðbréfasjóð- anna hafi verið með þeim hætti, sem upplýsingar lágu fyrir um þegar kaupin voru gerð. Þar segir og að til- kynning frá Skandia 2. október um riftun á kaupunum hafi komið stjórn Fjárfestingarfélagsins algjör- lega í opna skjöldu. Þá er því bætt við að riftun kaupanna gangi þvert á forskrift samningsins um meðferð álitaefna varðandi kaupin, sem beri að leggja fyrir gerðardóm. Sláturfélagið kynnir 1944 — mat fyrir sjálf- stæða íslendinga: Ætlaö að vera and- svar við erlendum skyndiréttum Sláturfélag Suðurlands kynnti í síð- ustu viku nýja rétti, sem fyrirtækið hefur hafið framleiðslu á, „1944 — matur fyrir sjálfstæða íslendinga". Um er að ræða skyndirétti sem hit- aðir eru upp í örbylgjuofni, en Slátur- félagsmenn segja að slíkir réttir séu að verða æ ríkari þáttur í neysluvenj- um íslendinga. Það var Þorsteinn Pálsson, fyrsti þingmaður Sunnlend- inga, sem lauk við framleiðsluna á fyrstu pakkningum þessara nýju rétta við formlega athöfn í höfuðstöðvum Sláturfélagsins á Hvolsvelli í síðustu viku. Viðstöddum var að því loknu boðið að smakka og létu flestir vel af, en þessir réttir eru: súrsætt svínakjöt, kjöt í karrý, stroganoff og bolange. Sláturfélagsmenn segja að sam- kvæmt könnun borði 28% íslendinga skyndirétt vikulega og 57% þeirra borði slíka rétti a.m.k. einu sinni í mánuði. Endurspegli þetta að fólk vilji eyða sífellt minni tíma í mat- reiðslu. Sláturfélag Suðurlands hefúr nú í gangi þrjár framleiðslulínur á kjöt- vöru. í fyrsta lagi eru það SS-kjötvör- ur, sem eru vel unnar vörur þar sem mikið er lagt upp úr gæðum og góð- um umbúðum. í öðru lagi eru það Búrfellsvörur, sem einkennast af minni gæðum en jafnframt lægra verði, og er þessum vörum ætlað að koma til móts við kröfúr neytenda um lægra verð. Síðast en ekki síst er það hin nýja 1944-lína, en með þeirri framleiðslu eykur Sláturfélagið sókn- arþunga sinn í samkeppninni við er- lenda framleiðendur. Nafnið á fram- leiðslunni skírskotar til lýðveldis- stofnunarinnar og slagorðið ,J4atur fyrir íslendinga" er hvatning til fólks að velja íslenskt, þó sambærilegar vörur bjóðist erlendis frá. SBS/Selfossi Stelnþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (t.h.), kynnir Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra, mat fyrir sjálfstæða íslendinga. Mynd SBS Nýlega var vígð ný brú og vegur yfir Dýrafjörð. Vegamálastjóri Helgi Hallgrímsson afhenti sam- gönguráðherra Halldóri Blöndal mannvirkið. Brúin sjálf er um 120 m á lengd, en vegagerð við og yfir fjörðinn er alls 4 km. Á verðlagi ársins 1990 var gert ráð fyrir að verkið kostaði um 300 milljónir. Haustið 1988 hófust undirbún- ingsframkvæmdir við verkið og var byrjað á sjálfri brúnni sumarið 1989. Hjá Vegagerð ríkisins fengust þær upplýsingar að fyllingin yfir Dýrafjörð kæmi næst á eftir fyll- ingu við Borgarfjarðarbrú að efn- ismagni. Er viðskiptavinum F&A: MEINAÐ AÐ KAUPA ÍSLENSKT? Talsmaður verslunarinnar F&A segist neyðast til að kaupa erlendar vörur, þar sem honum bjóðist ekki íslenskar. Þessu mótmælir Fé- lag íslenskra iðnrekenda harðlega og segir þvert á móti að neytend- um sé meinað að velja íslenskar vörur í versluninni. Verslunin F&A hóf starfsemi í byrj- un september og er ætlað að vera í samkeppni við verslun eins og t.d. Bónus. Til að geta þetta, ætla eig- endur ekkert að auglýsa, en við- skiptavinir verslunarinnar geta að- eins verslað hafi þeir sérstök kort, sem veitt eru ókeypis, undir hönd- um. Nýlega var haft eftir Friðriki G. Friðrikssyni, talsmanni verslunar- innar, að hann sé tilneyddur að versla nær eingöngu með erlendar vörur. Ástæðu þessa segir hann vera að innlendir framleiðendur vilji ekki bjóða versluninni sömu kjör og Hagkaup og Bónus njóta, af ótta við að missa viðskipti við þá aðila. Þessu er mótmælt í fréttatilkynn- ingu frá Félagi íslenskra iðnrek- enda. Þar segir að gerð hafi verið könnun hjá tíu framleiðendum inn- an félagsins, og að enginn þeirra hefði neitað að selja sínar fram- leiðsluvörur til verslunarinnar. „Hér er staðreyndum illilega snúið við. í rauninni hefur íslenskum framleið- endum verið meinað að bjóða sína vöru í versluninni F&A og þeim neytendum, sem þar versla, er þar með meinað að velja íslenska vöru,“ segir orðrétt í fréttatilkynningunni. Ekki náðist í Friðrik G. Friðriks- son, þar sem hann er nú staddur er- lendis. Stjórnmála- ástandið rætt á Sögufundi Steingrímur Hermannsson. Stjórnmálaástandið verður aðal- umræðuefnið á almennum stjórn- málafundi, sem Framsóknarfélag Reykjavíkur hefur boðað til í Súlnasal Hótel Sögu næstkomandi fimmtudagskvöld. Aðalræðumað- ur kvöldsins verður Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, og mun hann ræða viðhorf framsóknarmanna til þeirra vandamála, sem að steðja í íslensku efnahagslífi, og afleiðing- um þess vanda fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fundurinn verður öllum opinn og hefst kl 20:30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.