Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASÍMAR: 680001 & 686300
Áskriftarsími
Tímans er
LONDON-NEW YORK-STOCKHOLM
Kringlunni 8-12 Sími 689888
HOGG-
^ DEYFAR
Verslið hiá fagmönnum
varahlut
Hamarsböfða l - s. 67-67-44
n
'44
Tíniinn
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER1992
Þaö veröa tímamót hjá Jóhannesi Óla Guðmundssyni, vallarstjóra á Laugardalsvelli, á morg-
un, en á vellinum veröur háöur leikur íslands og Grikklands í undankeppni HM. Leikurinn er sá
fyrsti sem háður veröur í flóðljósum á leikvanginum, og einnig veröa einungis seldir miöar í
sæti. Áhorfendur, sem kaupa sig inn í þau sæti sem eru þar sem áöur voru stæöi, fá sessur
eins og þá sem Jóhannes heldur á hér á meöfylgjandi mynd. Þá hafa verið máluö númer á
Stæöin. Timamynd Ámi Bjama
Landsleikur íslendinga og Grikkja í undankeppni HM ‘94 í knatt-
spyrnu, sem háður verður á Laugardalsvelli á morgun:
Um helmingur
miða seldur
Miðasala á leik íslendinga og Grikkja í undankeppni HM í
knattspymu, sem fram fer á morgun, stendur nú sem hæst og
hefur samkvæmt upplýsingum skrifstofu KSÍ gengið mjög vel.
Einungis sex þúsund miðar verða seldir á leikinn og þegar
miðasölu var lokað í gær kl. 18.00, var rúmlega helmingur
miðanna seldur. Af þeim tæplega þrjú þúsund miðum, sem eru
óseldir, eru átta hundruð miðar í stúku og því ljóst að það fer
hver að verða síðastur að tryggja sér stúkumiða. Leikurinn
markar tímamót fyrir leikvanginn í Laugardal og þá í tvennum
skilningi.
Jóhannes Óli Guðmundsson, vallar-
stjóri á Laugardalsvelli, sagði í sam-
tali við Tímann að starfsmenn vallar-
ins væru að leggja lokahönd á undir-
búning. Dagurinn á morgun verður
stór dagur í sögu vallarins, þar sem
leikurinn er sá fyrsti sem leikinn er í
nýjum flóðljósum sem sett hala verið
upp. Þá er þetta í fyrsta sinn, sem ein-
ungis er heimilt að selja miða í sæti
og ekki er heimilt að standa í stæð-
um.
Gert er ráð fyrir að seldir verði 3400
miðar í stúku og þegar sölu var hætt
í gær voru 800 miðar eftir þar. Þeir,
sem kaupa miða í sæti þar sem áður
voru stæði, fé afhentar sessur við inn-
ganginn og sagði Jóhannes að afhent-
ar yrðu 2226 sessur og þess utan er
gert ráð fyrir um 400 bömum við
norðausturenda vallarins. Það er Ijóst
að þær reglur, sem kveða á um að
einungis sé heimilt að selja í sæti,
valda KSÍ miklu tekjutapi í þessu tíl-
felli, því mikill áhugi er fyrir leiknum
og því fyrirsjáanlegt að mikill fjöldi
áhorfenda hyggist leggja leið sína á
Laugardalsvöll á morgun kl. 20.00.
Eins og áður sagði verður þeim, sem
sitja eiga í gömlu stæðunum, aflient
sessa. Verður setíð í fjórum röðum og
verður hvert pláss merkL Aðspurður
sagði Jóhannes að það færi algerlega
eftir veðri hvemig það gengi að fé
áhorfendur til að sitja á meðan leik
stendur. „Maður eiginlega treystir á
veðurguðina og ef veðrið verður eins
og nú, þá held ég að það gangi. Það er
hinsvegarverra efþaðrignirogþáer
ég ekki viss um það sé hægt að fé fólk
til að sitja," sagði Jóhannes Óli í sam-
tali við Tímann. -PS
mmm
Hraðfrystihús Tálknafjaröar:
40*50 manns
sóttu um 5 stöður
því viö augtýstum eftir fólki til fiskvinnslustarfa sl. föstudag.
Ætli umsækjendur hafi ekki veriö á bilinu 40-50 um þessar 5
stööur, á öllum aldrí og fifá ÖUum landsfjóröungum,“ segÍrÆvar
Jónasson, verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar.
Atvinnuleysi hefur verið óþekkt
fyrirbrígði á Tálknafirðl svo lengi
sem næst elstu menn muna, og
þakka menn það helst hversu fyrir-
hyggjusamir Tálknfirðingar hafe
verið í sinni atvinn ustarfsemi og
ekki reist sér hurðarás um öxl í sín-
um fjárfestingum. Þótt erfiðlcikar
séu í sjávarútvegínum, er engan
barlóm að heyra í heimamönnum,
nerna síður sé.
Ævar Jónasson segir að hjá Hrað-
frystihúsi Tálknafjarðar séu sjö út-
lendingar í vinnu: fiórir frá Póllandi
og þrir frá S-Afríku. Hann segir að
þeir hafi fengið framlengingu á at-
vinnuleyfi sínu, enda eru þeir búnir
að vera þar vestra ítvö ár. Hins veg-
ar hafi fyrirtækinu verið synjað um
atvinnuíeyfi fyrir nýju erlendu fólkl
á meðan heimamarkaðurinn yrði
kannaður.
Hraðfiystihús TálknaJJarðar fær
fisk af togaranum Tálknfirðingi
BA, en afli hefur verið rýr til þessa.
Á sumrin kemur til viðbótar afli af
smábátum. -gríi
Tillögur og álit Áhættunefndar um flug-
slys á Reykjavíkurflugvelli:
Er Reykjavíkuh
flugvöllur tíma-
sprengja?
Svo virðist sem hlutaðeigandi opin-
berír aðilar séu enn að velta vöng-
um yfir þeim tillögum, sem svo-
kölluö Áhættunefnd um flugslys á
Reykjavíkurflugvelli setti fram í
apríl 1991. í skýrslunni er m.a.
gerð grein fyrir þeirri tíma-
sprengju, sem Reykjavíkurflugvöll-
ur er, og hvaða úrbóta sé þörf til að
gera fiug um völlinn sem áhættu-
minnst með tilliti til þéttbýlis í og
við völlinn.
í kjölfar hins mannskæða flugslyss
í nágrenni Schiphol- flugvallar við
Amsterdam í íyrrakvöld, hafa örygg-
ismál Reykjavíkurflugvallar komist
enn og aftur í brennidepil. Að því
best er vitað varð slysið við Schip-
hol- flugvöll með þeim hætti, að Bo-
eing 747 risaþota frá ísraelska ríkis-
flugfélaginu E1 A1 reyndi nauðlend-
ingu stuttu eftir flugtak, með þeim
afleiðingum að hún lenti á tveimur
íbúðablokkum í einu af úthverfum
Amsterdam, sem er skammt frá
fiugvellinum.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagðist þurfa að lesa skýrslu
Áhættunefndar á nýjan leik til að
geta tjáð sig um tillögur hennar.
Hins vegar sagði ráðherrann að ef
það yrði niðurstaðan að leggja
Reykjavíkurflugvöll niður
og færa innanlandsflugið til Kefia-
víkur, mundi það jafngilda því að
leggja innanlandsflugið niður, og
því væri hann ekki meðmæltur.
Á fundi Aimannavarnanefndar
Reykjavíkur í gær var upplýst að
ekkert sé enn farið að vinna að til-
lögum Áhættunefndarinnar um úr-
bætur á Reykjavíkurflugvelli. Helstu
niðurstöður skýrslunnar voru þær
að varað er við þeirri hættu, sem er
samfara óbreyttri flugumferð um
Reykjavíkurflugvöll. Nefndin lagði
því til á sínum tíma að norðaustur-
og suðvesturbrautin verði aflögð,
norður-suður brautin verði stytt
þannig að aðflug að henni hækki
um 100 fet, og síðast en ekki síst að
austur-vestur brautin verði Iengd út
Annríki á
Akureyri
Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að
snúast um helgina. Talsvert var um
ölvun og fylltust ailar fangageymsl-
ur. Ökumaður var gripinn á 160 km
hraða fyrir utan bæinn og annar á
120 km hraða. Táisvert var um
slagsmál og einnig voru unnin
skemmdarverk á bifreiðum. Þá voru
gerðar tilraunir til innbrota. -HÞ
í Skerjafjörðinn.
Guðjón Petersen, framkvæmda-
stjóri Álmannavarna ríkisins, segir
að verði farið eftir þessum tillögum
nefndarinnar sé dregið allverulega
úr þeirri hættu, sem þéttbýlinu í og
við flugvöllinn stafar af flugumferð-
inni. „Við erum búnir að benda á
leiðir tii úrbóta og einnig ályktaði
Almannavarnanefnd Reykjavíkur
um tillögumar á sínum tíma þar
sem áhersla var lögð á að farið verði
eftir þeim. Það er síðan samgöngu-
ráðuneytisins að ákveða framhald-
ið,“ segir Guðjón Petersen.
Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðu-
neytisstjóri í samgönguráðuneyt-
inu, sagði að ráðuneytið hefði vænst
þess að fá greinargerð um málið frá
Flugmálastjórn sl. föstudag, vegna
íyrirspurnar frá Almannavarnanefnd
Reykjavíkur. En skýrsian var send
Flugmálastjórn á sínum tíma, til að
stjómendur þar á bæ gætu haft
hana til hliðsjónar við gerð flug-
málaáætlunar.
Jóhann Jónsson, framkvæmda-
stjóri hjá Flugmáiastjóm, segir að í
upphafi hafi verið gert ráð fyrir því
að byggja nýjan flugvöll í Hafnar-
fjarðarhrauni til að létta umferð af
Reykjavíkurflugvelli. Það strandaði
hins vegar á andstöðu Hafnfirðinga,
sem vilja vernda þau gríðarmiklu
vatnsból sem eru þar undir hraun-
inu. Síðan þá hafa flugmálayfirvöld
verið að reyna að leita lausna á mál-
inu, án niðurstöðu til þessa.
„Þetta er alltaf spurning um pen-
inga, og til að mynda þá eru á fjár-
lögum þessa árs aðeins veittar 370
milljónir til uppbyggingar á öllum
flugvöllum landsins," segir Jóhann
Jónsson hjá Flugmálastjórn. -grh
VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 2 3.436.240
2. 4a(5Í ílii5 8 92.686
3. 4af5 169 7.568
4. 3af 5 6.088 490
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
kr. 11.876.080
UPPLYSINGAR simsvari91 -681511 lukkulina991 002