Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 6. október 1992 171.tbl.76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Sérstakar vegaframkvæmdir upp á 1.800 milljónir fela aðeins í sér flýtingu á framkvæmdum: Lán greidd af vega- fé í framtíöinni Að sögn Halldórs Blöndals samgönguráðherra verður það Ián, sem tekið verður til sérstakra framkvæmda í vegamálum á næsta ári, greitt af vegafé í framtíðinni. í reynd sé því um að ræða flýtingu á vegaframkvæmdum, en ekki raunaukningu. Ríkisstjómin hefur lagt til að l. 800 milljónum verði varið til vegaframkvæmda á næsta ári, m. a. til þess að auka atvinnu. Halldór sagði að alla tíð hefði verið gert ráð fyrir að þau lán, sem nú verða tekin til að greiða sérstakar framkvæmdir í vegagerð, verði greidd af vegafé í framtíðinni. Þetta þýð- ir að dregið verður úr vega- framkvæmdum á ámnum 1994-1996, miðað við það sem annars hefði orðið. Eins og Tíminn greindi frá fyrir skömmu, er raunaukning á fé til vegamála á næsta ári um 900 milljónir, sé miðað við gildandi vegaáætlun. Sé miðað við framkvæmdir í ár, er raunaukningin um 1.500 milljónir. Gert er ráð fyrir að fé til fram- kvæmda í vegamálum á næsta ári verði um 7.500 milljónir. -EÓ Voru sjóðirnir mjög ofmetnir? Viö hálfsársuppgjör á verö- bréfasjóðum Fjárfestingarfé- lagsins er staða þeirra mun verri en kaupendur hans, Skandia ísland, höfðu talið, og er rætt um allt að 100 milljónir í því sambandi. Ástæður þessa eru taldar þær að kröfur, sem ekki hafði verið gengið að, voru ávallt bókfærðar sem eign sjóðanna, þó að litlar tryggingar hafi staðið þar að baki. Skandia tók við verðbréfasjóð- unum 1. apríl s.l. Þá var stofnað- ur sérstakur geymslureikning- ur, sem nota átti til að endur- meta kaupin, en talið er að inni á þessum sjóði séu um 20 millj- ónir, þannig að hann dugar hvergi nærri til að leiðrétta muninn. Sjá einnig frétt á blaðsíðu 2 Fjármálaráðherra ætlar að gera aðra tilraun til að koma tillögu um tveggja þrepa virðisaukaskatt í gegnum þingflokka ríkisstjórnarinnar: Tveggja þrepa virðis- auki aftur á borði ríkisstjórnarinnar Friðrík Sophusson fjármálaráðherra hyggst að nýju taka upp umræðu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um tveggja þrepa virðisaukaskatt Jón Baldvin Hannibalsson utanrfldsráð- herra lýsti því yflr á flokksstjómar- fundi Alþýðuflokksins um helgina að hann vildi að tillaga um tveggja þrepa virðisaukaskatt yrði tekin til umræðu að nýju. Báðir þingflokkar rflds- stjórnarinnar höfnuðu tillögu um tveggja þrepa virðisaukaskatt við af- greiðslu fjárlagafrumvarpsins í síð- asta mánuði. Ljóst þykir að ef slík til- laga á að fást samþykkt í þingflokk- unum, verður að breyta henni eða rökstyðja hana betur en gert var. Tillaga Friðriks, sem þingflokkamir höfnuðu í síðasta mánuði, gekk út á að lagður verði 14% virðisaukaskattur á vörur og þjónustu sem nú er án virð- isaukaskatts. Virðisaukaskattur á vöru og þjónustu, sem í dag er 24,5%, verði lækkaður niður í 22%. Þessari tillögu var hafnað í báðum þingflokkum stjómarinnar í síðasta mánuði. Tíminn spurði nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hvort þeir séu tilbúnir til að skoða þetta mál að nýju. „Ég tel að þingflokkurinn sé tilbúinn til að skoða allar skynsamlegar leiðir í þessu máli. Ef ríkisstjómin vill leggja fyrir þingflokkinn eitthvað nýtt, þá mun hann skoða það með opnum huga,“ sagði Geir H. Haarde, formað- ur þingflokks sjálfstæðismanna. Geir sagðist líta svo á að þingflokkur- inn hafi ekki hafnað neinni útfærslu á breyttri álagningu virðisaukaskatts, a.m.k. sagðist hann fullviss um að þingflokkurinn sé tilbúinn til að ræða þetta áfram frá ýmsum hliðum. Geir sagði að þetta mál væri ekki í neinni tímapressu. Ef menn vildu gera breyt- ingu á virðisaukaskattslögunum, yrði flutt um það sérstakt fmmvarp. Geir sagði að þingflokkur sjálfstæðis- manna myndi án efa ræða þá gagn- rýni, sem komið hefur fram á tillögur ríkisstjómarinnar um að hætta end- urgreiðslu ávirðisaukaskatti ávöm og þjónustu, sem ekki er virðisauka- skattsskyld. Hann viðurkenndi að vissir meinbugir væm á þeirri út- færslu, sem lögð er til að farin verði í fjárlagafrumvarpinu. Hann vildi að öðru leyti ekki greina frá sinni per- sónulegu afstöðu til málsins. Guðmundur Hallvarðsson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að á þingflokksfundi við lokaafgreiðslu fjárlagafmmvarpsins í síðasta mánuði hefði tillögu (jármálaráðherra um tveggja þrepa virðisaukaskatt verið hafnað. Hann sagðist sjálfur hafa verið í hópi þeirra þingmanna, sem höfn- uðu tveggja þrepa virðisaukaskatti, og afstaða sín til málsins hafi ekki breyst. Guðmundur sagði að þingflokkurinn muni að sjálfsögðu skoða allar tillögur sem ríkisstjómin setji fram, en hann sagðist ekki sjá að það þýði að leggja fyrir þingflokkinn óbreytta tillögu um tveggja þrepa virðisaukaskatt. Ingi Bjöm Albertsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þing- menn Sjálfstæðisflokksins muni að sjálfsögðu skoða þær tillögur, sem fjármálaráðherra leggi fyrir þá um breytingar á virðisaukaskatti. Hann sagðist ekki hafa séð út á hvað tillögur ráðherrans ganga. Ingi Bjöm sagðist hafa verið andvígur þeim tillögum, sem fjármálaráðherra lagði fyrir flokk- inn í síðasta mánuði um tveggja þrepa virðisaukaskatt, eins og þær lágu þá fyrir. Hann sagðist 'hins vegar vera fylgjandi þeirri grunnhugmynd að taka upp tveggja þrepa virðisauka- skatt, en þá skipti líka mikiu máli í hvort þrepið einstakar vörur og þjón- usta lenda. -EÓ < Stóðréttir voru í Víðidalstunguréttum á laugardaginn var. Safnið var um tvö þúsund hross og hundr- uð manna voru á staðnum til aö draga stóöið í sundur. Byrjað var að rétta stóöið um kl. 11 á laugar- dag og var því lokið síðari hluta dags. Einstök veðurblíða var á réttardaginn og hrossin vel fram geng- in, enda eru hrossahagar grösugir í Húnaþingi. Stóðréttir fara nú oröið aðeins fram í Húnaþingi og Skagafirði. Sáttafundur í álversdeilunni á morgun: STARFSMENN FRESTA ■■ Á fundi fomianna verkalýðsfélaga yfirviimubanni. Ennfremur var stjórnunarrétt og vinnuJyrirkomu- og trúnaðarmannaráða starfs- ákveðið að forseti ASÍ muni leiða lag. í því sambandi er gjaman vfs- manna í álverinu í gær var ákveðíð sanminganefnd starfsmanna í við- að til þess vaktafyrirkomulags, að fresta öllum tímasetningum á ræðum við atvinnurekendur. sem gert hefur verið í fiskvinnslu, fyrirhuguðum aðgerðum á meðan Starfsmenn vilja að álverið sam- og rammasamkomulags verka- á samningaviðræðum stendur. Þá þykki miðlunartillögu rfldssátta- lýðsfélaga við Atlantsál. Gylfi segir var jafnframt ákveðið að Ásmund- semjara frá því í vor, en það vilja að starfsmenn álversins séu afar ur Stefánsson, forseti ASÍ, verði í álfurstamir ekki nema að því til- ósáttir við þennan villandi mál- forsvari fyrir samninganefnd skildu að sérkröfur þeirra um ein- flutning VSL Hann segir að samn- starfsmanna í álverinu. hliða stjómunarrétt og vinnufyrir- ingar um vaktafyrírkomulag í flsk- Gylfl Ingvarsson, aðaltrúnaðar- komulag nái fram að ganga. Trú- vinnslu séu alfarið í höndum við- maður starfsmanna í álverinu, lega verður þetta síðasta vinnu- komandi starfsmanna og verita- sagði að búið væri að boða tfl nýs deilan sem Ásmundur kemur lýðsfélaga, og ennfremur hafi sáttafundar í deflunni á morgun, náiægt sem forseti ASÍ, en hann engir kjarasamningar verið gerðir miðvikudag, hjá ríkissáttasemjari. hefur lýst því yflr að hann gefi ekki við Atiantsál- fyrirtækin. „f hvor- Hann sagði að á meðan deilan væri kost á sér tfl endurkjörs á þingi ugu dæminu hafa atvinnurekend- enn í höndum rfldssáttasemjara sambandsins, sem fram fer á Ak- ur einhiiða rétt tfl að ráðskast með og viðræðunum hefði ekki verið ureyri í lok næsta mánaðar. hlutina eftir eigin höfði, eins og slltið, Vildu starfsmenn biða með Af hálfu VSÍ hefur það komið forsvarsmenn áiversins gera kröfu allar tímasetningar á fyrirhuguð- fram að álverið vfllji aðeins búa við ti!,“ segir Gylfi Ingvarsson. um aðgerðum, s.s. útflutnings- og það sama og aðrir, hvað varðar -grh OLLUM AÐGERÐUM /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.