Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. október 1992 Tíminn 5 Þjóðleikhúsið: Ríta gengur menntaveginn Leikritíð Ríta gengur menntaveginn eftír Bretann Willy Russell fjallar um samskiptí lágstéttarkonunnar Rítu og drykkfellda háskólakennarans Franks. Ríta er orftin þreytt á tilbreytíngalausri tílveru og ákveður aft láta gamlan draum rætast meft því að innrita sig í bókmenntanám í opnum há- skóla. Frank verður kennarinn hennar og þarna mætast manneskjur, sem á yfirfoorftinu virðast afar ólíkar. Ríta er leikin af Tinnu Gunnlaugs- dóttur og rétt eins og í gamanleikn- um Skvaldri eftir Richard House- monger (sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1983), sannast það að hún er prýðis gamanleikkona. Merkilegt að hún skuli ekki fá fleiri slík hlutverk. Svipbrigði og látbragð eru óaðfinn- anleg, hvort sem hún er að túlka kátínu eða örvæntingu hinnar námsþyrstu Rítu. Frammistaða Amars Jónssonar í hlutverki Franks er mjög góð. Túlk- un hans er sannfærandi á formfasta fræðimanninum, sem lifir ekkert áhugaverðara lífi en Ríta, þó svo að hann „þekki muninn á E.M. Forster og Jodie Foster". Samleikur Amars og Tinnu er óaðfinnanlegur og leik- stjóranum Maríu Kristjánsdóttur leikstjóra hefur greinilega tekist vel upp. Litla sviðið býður ekki upp á mikl- ar tilfæringar og sviðsmyndin er einatt sú sama: skrifborð umkringt bókastöflum. Guðrún Sigríður Har- aldsdóttir, búninga- og leikmynda- hönnuður, nær vel fram andrúms- lofti þunglamalegrar skrifstofu. Ég tel þó til Iasts að áhorfendur séu látnir sitja beggja vegna við leikrým- ið. Það er fremur hvimleitt að sjá glitta í aðra áhorfendur bak við leik- arana. Ekki Iaust við að einbeitingin og innlifunin skerðist eilítið við að vera minntur svo óþyrmilega á að þetta er bara leikhús. Búningar eru í flestum tilfellum vel heppnaðir. Klæðaburður Franks breytist ekkert, en stíll Rítu er gálu- legur í byrjun en svo tekur snyrti- legur menntakonuklæðnaður við. í einu atriðinu keyrir þó fatavalið um þverbak, eða í atriði þar sem hún kemur blaðskellandi úr Lundúna- ferð í svartri ósmekklegri kápudulu. Athygli mín fór frá atburðarásinni í að skoða flíkina og bíða eftir því að Tinna flæktist í henni og steyptist fram yfir sig. Kápan gæti átt að sýna leit Rítu að eigin stíl, en þama þótti mér sköpunargleði hönnuðar taka út yfir allan þjófabálk og heildar- svipurinn bíða hnekki af. Tónlistin milli þátta þótti mér aftur á móti vel valin, en hún er úr söng- leiknum My Fair Lady sem Þjóðleik- húsið fmmsýnir síðar í vetur. Þar með er bent á skyldleika þessara tveggja verka, sem bæði fjalla um samskipti nemanda og kennara. Sýningin er mjög skemmtileg og þá sérstaklega fyrir hlé. Hún hægist eilítið eftir hlé án þess þó að vera nokkum tímann langdregin eða leiðinleg. Þýðandi verksins, Karl Ág- úst Úlfsson, á stóran hlut í að sýn- ingin er eins skemmtileg og raun ber vitni. Málfar Rítu breytist í sam- ræmi við aukna menntun: ung- lingamálið hverfúr og í stað þess kemur fágað mál. Þýðingin er laus við alla tilgerð og ýkjur, eins og hætt er við þegar einhver sérstök sér- kenni eiga að koma fram í máli per- sóna. Hönnuðir leikskrár eiga Iíka hrós skilið fyrir frumleika. Ríta gengur menntaveginn fjallar um einstakling, sem tekst að rífa sig úr viðjum hjarðmennskunnar sem samfélagið krefst af honum. Rétt eins og harmleikir geta verið býsna fyndnir og gamanleikir býsna sorg- legir, getur lágstéttarkonan látið drauminn um að mennta sig rætast, þó ekki hafi þess verið vænst af henni. Þó konan sé í brennidepli í Ríta gengur menntaveginn, er leikritið ekkert endilega um stöðu konunnar, heldur er staða einstaklingsins í samfélaginu almennt hér til um- fjöllunar. Mér kæmi ekki á óvart þó Ríta gengur menntaveginn ætti eftir að njóta vinsælda í vetur. —Gerftur Kristný Tito Beltran sem Edgardo og Sigrún Hjálmtýsdóttir í titilhlutverkinu. Tímamynd Árni Bjarna Minningarsjóður Björns Jónssonar: Svelnn Skorrt Höskutdsson (Ut.) afhentHr llluga Jökulssynl vlðurkenn- Ingu Mlnnlngarsjóðs BJÖms Jónssonar. Mllll þolrra stendur Ólafur G. Elnarsson menntamilariðfterra. Ulugl Jökulsson blaðamaður hlaut i gær verðlaun úr Minningarsjóði Björns Jónssonar, en verðlaunin eni veitt starfandi blaftamanni, sem aft dómi sjóðsijómar hefur ritað svo gððan stfl og vandaft íslenskt mál aft viðurkenningar sé vert. Minningarsjóður Björns Jóns- sonar — MóðurmáJssjóðurinn var stofnaður árift 1943 tíl minningar um Bjöm Jónsson, ritsfjóra lsa- foldar. í stjóra hans sitja nú Atíi Magnússon blaðamaður á Tíman- um, Höskuidur Þráinsson pró- fessor, Kristján Karlsson rithöf- undur, Pétur Björa Pétursson hagfræftingur og Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. Lucia di Lammermoor tslenska óperan frumsýndi Lúcíu di Lammermoor eftír Donizettí á fostu- dagskvöldið undir stjórn Robins Stapleton. Aðrir frammámenn voru einnig útlendingar. Michael Beau- champ leikstýrði, leikmynd og bún- inga gerði Lubos Hruza, æfíngastjóri var Iwona Jagla og konsertmeistari í hljómsveitinni Zbigniew Dubik. Svona er listin nú alþjóðleg. Stjama sýningarinnar er hins vegar Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem syngur titilhlutverkið sem jafnframt er hið langmesta í óperunni. Frægustu Lúc- íur hafa verið þær María Callas og Jo- an Sutherland, eins og Aðalgeir Krist- jánsson gerir grein fyrir í pistli um hljómplötur í tónleikaskrá, og ekki ætla ég að halda því fram að Sigrún standist þeim snún- ing. En hún gerir þetta ótrúlega vel, bæði söng og leik, svo hvergi ber skugga á. Sigrún hefur gert ótrúlega hluti á leið sinni frá kyrjara dægurlaga til mikillar óperu- söngkonu og er skemmst að minnast Næturdrottningarinnar í Töfraflautu Mozarts — sumir sögðu að hún væri besta Næturdrottning sem þeir hefðu heyrt. Og með hinni 20 mínútna löngu brjálsemisaríu í lokaþætti Lúc- íu di Lammermoor bætir Sigrún enn- þá einni rós í hnappagatið, ef svo má að orði komast. Reyndar kemur ástmaður Lúcíu, Edgardo, líka úr dægurlagabransan- um, því Chilemaðurinn Tito Beltran, sem nú er orðinn Svíi, hóf einmitt fer- il sinn á þeim vettvangi. En hann virð- ist vera heilmikið efni í tenórsöngv- ara, og er reyndar mjög góður nú þeg- ar, og stóð sig prýðilega. Hinu verður þó ekki neitað, að heldur var dauft gneistaflugið sem stafaði af brennandi ást þeirra Lúcíu og Edgardos í 2. atriði fyrsta þáttar — en þau bættu það upp margfaldlega með sínum bráðfallega dúett. Bróður Lúcíu, hinn eigingjama Enrico — sem þó mundi teljast dyggðum prýddur samkvæmt kenn- ingum nýkapítalismans, því hann er tilbúinn að selja allt fyrir peninga, jafnvel systur sína — syngur Bergþór Pálsson. Bergþór er reffilegur á sviði, öruggur söngvari og prýðilegur leik- ari. Hins vegar felli ég mig ekki alls kostar við rödd hans, sem mér fmnst skorta hljóm, höfuðtónar heita það víst, sem m.a. veldur því, að hún hljómar ekki vel í samsöng. Vonandi eru þetta bara hleypidómar hjá mér. Rödd Sigurðar Steingrímssonar, guðsmannsins Raimondos, er hins vegar hljómfögur en ekki mikil ennþá. Normanno skógarvörð syngja þeir til skiptis Bjöm I. Jónsson og Sigurjón Jóhannesson. Bjöm mun hafa sungið á frumsýningunni — hann mætti mýkja ögn mikla tenórrödd sína. Og þá eru ótalin þau Signý Sæmunds- dóttir og Sigurður Bjömsson, sem syngja Alísu lagsmey og Arturo von- biðil Lúcíu, öruggir söngvarar og leik- arar bæði tvö. Lúcía di Lammermoor er ennþá eitt glæsistykki íslensku óperunnar, raun- ar hið 23. frá stofnun hennar 1979 en hið 21. í eigin húsi. Þeir, sem séð hafa þessa óperu í frægustu húsum heims, segja að sjálfsögðu að „miðað við að- stæður“, svo sem íbúafjölda á íslandi eða stærð leiksviðsins í Gamla bíói, hafi vel tekist til. En í rauninni kemur þetta hvorki við fólksfjölda né sviðs- stærð, því sýningin stendur og fellur með Lúcíu sjálfri, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, og hún sló svo sannarlega í gegn. En alit annað tókst líka prýðilega, þannig að áhorfendur þurftu alls ekki að finna til þess að þröngt væri á sviðinu, jafnvel í hópsenum sem teygðust fram í salinn á stundum. Sýningin gekk fyrir sig hratt og snurðulaust undir öruggri stjóm Stapletons, leiktjöld og búning- ar sómdu sér vel og Ijósum var hagan- lega beitt; einsöngvarar og kór stóðu sig með ágætum, þannig að óperan er „trúverðugt drama" auk þess að vera yndisleg músík. Og tónleikaskráin er efnismeiri og þykkari en nokkru sinni fyrr. Vonandi hlýtur þessi sýning þær vinsældir meðal áhorfenda sem hún verðskuldar — og sem hrifningin á frumsýningu bendir til — enda er hér um mjög „aðgengilega" óperu að ræða, fulla af fallegum aríum sem auðveldlega festast í minni. Lúcía di Lammermoor er sú ópera Donizettis sem varanlegust og vinsælust hefur orðið, enda má víða greina í henni áhrif á óperukónginn Verdi. Sig.SL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.