Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.10.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. október 1992 Tíminn 9 hjónin eru. Alexander Stefánsson hefur verið gæfumaður í lífinu. Það hefur verið birta og blessun yfir lífi hans og starfi, bæði fyrir byggð hans í Olafsvík, byggðir Vesturlands og fyrir land og þjóð. Á þessum merku tímamótum færi ég honum alúðarþakkir fyrir ágæt kynni, velvild og vináttu í garð okk- ar hjónanna og heimilis okkar, og ég bið þess að sú gifta og Guðs blessun, sem hefur fylgt honum um farinn veg, megi vera með honum og ástvinum hans alla daga á ófar- inni ævileið. Jón Einarsson, Saurbæ Alexander Stefánsson, fyrrv. ráð- herra og alþingismaður, er sjötugur í dag. Alexander er minnisstæður sarnferðamönnurn sínum, starfhæf- ur og kappsfullur. Kynni okkar hóf- ust að marki þegar hann var kjörinn þingmaður Vestlendinga 1978. Hann hafði þó tekið sæti á Alþingi sem varamaður nokkrum sinnum á fyrirfarandi kjörtímabilum. Alex- ander kannaðist ég þó við af orð- spori bæði sem kaupfélagsstjóra og sveitarstjórnarhöfðingja í Ólafsvík, svo og af fundum framsóknar- manna, enda maðurinn ekki hljóð- látur. Ég hreifst af glæsimennsku þessa vaska Ólafsvíkings og varð fljótiega var við að að þar fór maður sem hafði skoðanir á hlutunum og fór ekki dult með þær. Honum voru strax falin ýmis trúnaðarstörf í þingflokki framsóknarmanna, tók sæti í félagsmálanefnd, fjárveitinga- nefnd og síðar í ýmsum öðrum þingnefndum svo og varaforseta- starf í Neðri deild sem hann gegndi með myndarskap. Alexander varð strax aðaltalsmaður okkar á Alþingi í félags- og sveitarstjórnarmálum, enda þrautþjálfaður félagsmálamað- ur og hafði langa reynslu af sveitar- stjórnarmálum. Alexander flytur mál sitt af röggsemi og festu. Þegar Steingrímur Hermannsson myndaði fyrsta ráðuneyti sitt 1983 kom félagsmálaráðuneytið í hlut framsóknarmanna. Okkur þótti ein- boðið að fela Alexander að fara með félagsmálaráðuneytið. Alexander var mikilhæfur félagsmálaráðherra. Hann beitti sér fyrir margvíslegri löggjöf og markaði veruleg spor í húsnæðis- og sveitarstjórnarmál- um, þótt eftirmaður hans í embætti hafi leitast við að afmá þau. Hygg ég að reynslan sanni að ráð Alexanders voru farsæl. Alexander er hugsjónamaður og brennandi í andanum. Hann vill hag fjöldans og vill styðja hinn lakar setta. Alexander er kappsfullur og metnaðargjarn og vildi standa á rétti kjördæmis síns og þá ekki síst heimabyggðar sinnar Ólafsvíkur. Ákafi Álexanders í þessu efni gat sannast sagna stundum orðið nokk- uð þreytandi fyrir okkur samstarfs- menn hans, en hinu er ekki leyna að Vesturlandskjördæmi og Ólafsvík áttu í honum ötulan og óþreytandi talsmann sem oft náði miklum ár- angri. Eftir að Alexander hætti ráðherra- starfi tók hann á ný sæti í þing- nefndum sínum og sjávarútvegs- nefnd að auki. Sparaði hann hvorki sjálfan sig né aðra í vinnu eða um- ræðum. Seint á síðasta kjörtímabili kom í ljós að Alexander þurfti að gangast undir hjartaaðgerð. Aðgerðin tókst vel og Alexander hóf nær strax fulla vinnu, auk þess sem hann lagði á sig mikið erfiði við þjálfun og endur- hæfingu. Harðfengi Alexanders er með ólíkindum. Síðla kvölds á mikl- um annatíma á Alþingi skömmu eft- ir aðgerðina tóku menn eftir því að vírendi stóð út úr skyrtubrjósti Al- exanders. Hafði þá raskast samteng- ing á brjóstkassanum. Ekki vildi AI- exander gera veður út af þessu, en lét þó til leiðast eftir talsverðar for- tölur að fara heim og leggja sig og lofaði að hafa samband við lækni sinn morguninn eftir. Þrátt fyrir erfiða aðgerð hefur Alex- ander náð góðri heilsu á ný með stöðugri þjálfun. Fyrir síðustu kosningar ákvað Alexander að hætta þingmennsku og fór ekki í framboð 1991. Við félagar hans á Alþingi söknum hans úr hópnum. Líf Alexanders hefur einkum verið helgað félagsmálum. Einu gildir hvaða störfum Alexander hefði gegnt, hann hefði hvarvetna orðið í fremstu röð, slíkrar gerðar er mað- urinn. Alexander hefur t.d. mjög bjarta, sterka og háa tenórrödd og hefur mikið yndi af söng. Ungum stóð honum til boða að leggja sönginn fyrir sig. Hefði hann vafalaust náð langt á því sviði, hefði hann horfið að því ráði. Alexander hefur ekki staðið einn í lífinu. Hann er giftur hinni ágæt- ustu konu, Björgu Finnbogadóttur, og hefur þeim orðið sex barna auð- ið. Á þessum tímamótum færi ég Alex- ander og Björgu bestu kveðjur og árnaðaróskir þingmanna Framsókn- arflokksins með kærri þökk fyrir ánægjulegt og árangursríkt sam- starf. Megi auðnan verða með Alex- ander og þeim hjónum báðum á komandi árum. Páll Pétursson Ástkær faöir okkar Magnús Eiríksson fyrrum bóndi á Skúfslæk andaöist í Sjúkrahúsi Suöurlands 2. október. Böm hins látna J V. Astkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi Runólfur Jón Sigurðsson Skjólbraut 1a, Kópavogi fyrrverandi bóndi í Húsavfk, Strandasýslu veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju miövikudaginn 7. októberkl. 13.30. Stefanía Grimsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn Japisdeildin í körfuknattleik: Guöjón Skúlason gerði 45 stig Frá Margréti Sanders, fréttaritara Timans á Suöumesjum Keflvíkingar sigruðu Njarðvíkinga 103-93 í fyrstu umferð Urvalsdeild- arinnar, Japisdeildar, í körfuknattleik í Keflavik á sunnudag. Staðan í hálf- leik var 54- 40. Guðjón Skúlason var óstöðvandi í liði Keflvíkinga í leikn- um og gerði hann 45 stig. Fyrri hálfleikur var ákaflega glopp- óttur og var jafnræði með liðunum fram í miðjan hálfleikinn, en þá leiddu Njarðvíkingar 16-18. Breyttu þá Keflvíkingar stöðunni í 28-18 sér í hag, en Njarðvíkingar náðu fljót- lega að jafna. Keflvíkingar höfðu Körfuknattleikur: UMFG-UMFS70-75 (34-38) Stig UMFG: Guðmundur Bragason 32, Dan Krebbs 9, Svembjðra Sig- nrðsson 8, Pétur Guðmundsson 4, Bergur Eðvaldsson 4, Marel Guð- laugsson 3, Hjálmar Hallgrímsson 3, Bergur Hinriksson 3, Ingi Ingólfsson 2, Pálmar Sigurðsson 2. Stig UMFS: Alexander Eraudinskij 30, Birgir Miehaeisson 14, Skúli Skiílason 11, Eggert Jónsson 6, Þórður Heigason 6, Elfar Þórólfsson 6, Henning Henningsson 2. Tölur úr leiknum: 4-7,26-38, 34- 38 -47-45,67-70,70-75. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Btynjar Þorsteinsson. fmdastóll-Haukar 93-103 (49-54) Stig Tindastóls: Chris Moore 31, Ing- var Ormarsson 19, Kari Jónsson 12, Páll Kolbeinsson 11, Haralður Leifs- son 8, Pétnr Sigurðsson 8, Björgvta Reynisson 4. Stig Hauka: John Rhodes 40, Jón Amar Ingvarsson 20, Pétur Ingvars- son 19, Jón Öra Guðmundsson 9, Bragi Magnússon 9, Sigfús Áraason 6, Tryggvi Jónsson 2. Tölur úr leiknum: 6-5,19-34,23- 42, 49-54 - 55-56, 69-80, 90-96, 93- 103. Dómarar: Jón Otti Jónsson og Víg- lundur Sverrisson. Valur-KR 98-73 (48-30) Stig Vals: Magnús Matthíasson 21, Ragnar 18, Brynjar Harðarson 18, Franc Booker 15, Gaðni 9, Jóhannes Sveinsson 7, Súnon Ólafsson 6, Brynjar S. 4. Stig KR: Harold Thomkins 21, Her- mann 20, Matthías Etaarsson 9, Hrafn 8, Gnðni Guðnason 7, Tómas 2, Sigurður Jónsson 2. TÖIur úr ieiknum: 19-12, 32-17, 48- 30-—60-37,91-65, 98-73. Dómarar. Leifur Garðarsson og Einar Þór Skarphcðinsson. síðan yfirhöndina fram til Ioka hálf- leiksins, skoruðu þrjár þriggja stiga körfur og leiddu í hálfleik, eins og áður sagði. Síðari hálfleikinn hófu Njarðvík- ingar með miklum látum og jöfn- uðu 64-64, en náðu aldrei að komast yfir, þó oft hafi munað litlu. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var munurinn einungis tvö stig, en Njarðvíkingar hittu illa í lokin, á sama tíma og Keflvíkingar hittu vel, og 10 stiga sigur þeirra var stað- reynd í fyrsta leik liðanna í Úrvals- deildinni þennan veturinn. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í þessum leik, þó Njarðvíkingar gæf- ust ekki upp. Keflvíkingar eru með sterkara lið í dag og hafa meiri breidd, en Njarðvíkingar eru með sterkt byrjunarlið, en á bekkinn vantar reynslumenn. fsak Tómasson lék ekki með vegna meiðsla og Rún- ar Árnason, sem nýverið gekk í raðir Njarðvíkinga frá Grindavík, er ekki orðinn löglegur. Einnig hefur bróð- ir Rúnars, Atli, gengið til liðs við Njarðvíkinga. Bestir í liði Keflvíkinga voru þeir Guðjón Skúlason, Jón Kr. og Albert Valsmenn unnu öruggan sigur í síðari leik liðsins gegn norsku bik- armeisturunum Stavanger í Evr- ópukeppni bikarhafa í handknatt- leik í Laugardalshöll á sunnudag. Lokatölur urðu 34-25, eftir að stað- an í leikhlé hafði verið 15-13 Vals- mönnum í vil. Valsmenn eru því komnir í aðra umferð í Evrópu- keppninni, þar sem þeir sigruðu í báðum leikjum sínum. Eins og töiurnar gefa til kynna voru Valsmenn mun betri aðilinn í leikn- FH-ingar áttu ekki í vandræðum með færeysku meistarana Kyndil í síðari leik liðana, sem fram fór í Kaplakrika á fostudagskvöld. Nið- urstaðan varð m'u marka sigur, 29- 20, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14-6. FH-ingar eru því komn- ir í aðra umferð í keppninni. Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 9, Hálfdán Þórðarson 4, Guðjón Árna- son 4, Sigurður Sveinsson 4(1), Al- exei Trúfan 4(2), Jóhann Ágústsson Stig ÍBK: Gnðjón Skúiason 45, Jón Kr. Gíslason 14, Albert Ósk- arsson 12, Jonathan Bow 11, Birg- hr Guðftansson 8, Kristtan Frið- riksson 5, Nökkvi M. Jóttsson 4, Hjörtur Harðarson 4. SUfi UMFN: Jóhannes KristbjÖms- son 19, Ibitur Öriygsson 19, Ron- dcy Robinson 17, Gunnar öriygs- son 16, Ástþór Ingason 16, Agnar Oisen 6. Tölur úr leiknum IBK- UMFN: 11-4, 13-13, 28-18, 46- 38, 54-40 — 54- 49, 76-75, 82- 82,95-93,103-93. Óskarsson. Jón Kr. stjórnaði liði sínu af mikilli festu og spilaði menn sína mikið uppi. Þá var Álbert geysi- sterkur, héltTeiti vel niðri mestallan leikinn, sér í lagi í fyrrí hálfleik þar sem hann náði að halda honum al- veg niðri. Nýliði í Úrvalsdeildinni, Birgir Guðfinnsson, komst vel frá sínu og er þar mikið efni á ferð. Hjá Njarðvík stóð byrjunarliðið sig vel. Jóhannes stóð mjög vel fyrir sínu í fyrri hálfleik, Teitur stóð sig að sama skapi vel í þeim síðari, en í fyrri hálf- ieik náði hann að spila vel upp á samherjana. Ronday var góður í vörninni og þá náði hann 20 fráköst- um. Einnig komust þeir Ástþór og Gunnar vel frá sínu. Dómarar voru þeir Bergur Stein- grímsson og Kristinn Albertsson og var dómgæsla þeirra ágæt í fyrri hálfleik, en í þeim síðari var hún döpur. um, og var nánast aldrei spuming um hvomm megin sigurinn lenti. Bestu menn liðsins vom þeir Ólafur Stefánsson, Geir Sveinsson og Valdi- mar Grímsson, en þess utan lék lið- ið í heild sinni ágætlega. Valsmenn eru því komnir í aðra umferð, en dregið er í hana í dag. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 8(3), Ólafur Stefánsson 6, Dagur Sigurðs- son 6, Jakob Sigurðsson 4, Jón Kristjánsson 2, Júlíus Gunnarsson 2, Valgarð 1. 1, Arnar Geirsson 1, Ingvar Reynis- son 1, Svafar Magnússon. Víkingar úr leik Víkingar léku tvo leiki f Evrópu- keppni félagsliða í handknattleik, gegn norska liðinu Runar, í Noregi um helgina. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 23-14, en unnu þann síðari með einu marki 26-27. Víkingar em því úr leik í Evrópukeppninni. -PS Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: STÓRSIGUR VALSMANNA Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik: Slökkt á Kyndli! íslenska landsliðið U21 árs: Mætir Grikkjum að Varmá í dag í dag kl. 16.00 leikur landslið skipað leikmönnum 21 árs og yngri gegn jafnöldrum sínura frá Grikklandi í undankeppni HM og fer leikurinn fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Ás- geir Elíasson landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn, sem skipa ís- lenska Iandsliðið, og eru þeir eftirtald- in Markvörðun Ólafur Pétursson ÍBK Vamarmenn: Óskar Þorvaldsson KR Gunnar Pétursson Fylki Lárus 0. Sigurðsson Þór Miðjumenn: Ágúst Gylfason Val Finnur Kolbeinsson Fylki Steinar Guðgeirsson Fram Ásgeir Ásgeirsson Fram Bjarki Gunnlaugsson ÍA Sóknarmenn: Arnar Gunnlaugss.ÍA Þórður Guðjónsson ÍA Varamenn: Friðrik Þorsteinss. Fram Sturlaugur Haraldsson ÍA Hákon Sverrisson UBK Ásmundur Amarsson Þór Helgi Sigurðsson Víkingi -PS Enska knattspyman: Mark Wright til Arsenal? Forráðamenn Liverpool hafa undanfarið verið að þreifa fyrir sér um sölu á enska iandsliðs- tnanninum og miðhetjanum Mark Wright, og nú virðast línur vera famar að skýrast hvað mál hans varðar. Enskir fjölmiðíar greindu frá því um helgina að Arsenal hygðist kaupa Wtíght á um tvær miiljónir punda. Wright verður því 15. leikmað- urtan sem Graeme Souness sel- ur á því rúma ári, sem hann hef- ur stjómað liðinu. -PS ISLENSKAR GETRAUNIR: X12,11X,11X, X112

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.