Tíminn - 23.10.1992, Síða 1

Tíminn - 23.10.1992, Síða 1
Föstudagur 23. október 1992 184. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, segir kaupmenn bjartsýna á góða jólaverslun þrátt fyrir minni veltu í þjóðfélaginu: Samdráttur í verslun byriaöi um mitt árið Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, segir að samdráttur í veltu versiana komi ekki fram fyrr en um mitt þetta ár. Fram í júní hafl veltan verið svipuð og í fyrra, en á síðari helmingi ársins hafi samdráttur í versluninni verið mjög mikill. Al- mennur innflutningur til landsins hefur dregist saman um 9%. Magnús segir að verslunin geti ekki brugðist við þessu á annan hátt en að hagræða og draga úr kostnaði. Samkeppnin leyfi versluninni ekki að hækka vöruverð með sama hætti og skipafélögin hafi gert. Magnús sagði að það væri dálítið Magnús var spurður hvað hafi gerst merkilegt að samdrátturinn í versl- uninni komi ekki fram í þeim tölum sem fyrir liggi fyrr en eftir 1. júlí. Magnús sagði að á fyrstu sex mánuð- um ársins hafi ekki verið hægt að merkja neinn samdrátt í veltu versl- ana. Veltan jókst á fyrri helmingi árs- ins um 2,6% sé á heildina litið, sem er svipað og verðbólgan var á þessu tímabili. Magnús sagði að eftir 1. júlí verði hins vegar vart við mjög mikinn samdrátt í veltu. um mitt árið sem valdi þessum sam- drætti. „Það er erfítt að svara þessu. Þama liggja sjálfsagt að baki margar sam- verkandi ástæður. Sálfræðilegi þátt- urinn á örugglega sinn þátt í þessu. Það er mikiil bölmóður í þjóðfélaginu og kjarkur hefur verið dreginn úr mönnum. Fyrirtæki fóru að draga saman seglin bara vegna þess að allar spár bentu til samdráttar. Menn gripu til ráðstafana til að vera við öllu búnir. Tekist á um sóknarstýringu og aflamark á Fiskiþingi: Sjávarútvegsnefnd klofnaði í tvennt Sjávarútvegsnefnd 51. Fiskiþings klofnaði í tvennt í afstöðu sinni til þess hvort taka á um sóknarstýringu við stjómun fiskveiða og kvóti verði ekki bundinn við skip eða halda sig við núverandi afla- markskerfi. Fimm voru með og fímm á móti en tveir sátu hjá. Af þeim sökum bám fylkingaraar tvær fram sitt hvora tillöguna um stjóra fískveiða. Andstæðingar núverandi kerfis segja að það hafi ekki náð þeim markmiðum að tryggja betri nýt- ingu fiskistofna, vernda atvinnurétt sjávarútvegsins né treysta byggð og afkomu útgerðar, sjómanna, fisk- vinnslufólks eða fiskvinnslu. Þess í stað sé stýring á sóknargetu flotans bæði réttlátari og heppilegri kostur en sú kvótabinding og sala á afla- kvóta sem verið hefur við lýði frá ár- inu 1984. í greinargerð með tillögu sinni um Þá skiptir vitanlega miklu máli að það fiskaðist afar illa í sumar. í sumar var síðan tekin ákvörðun um að skera niður veiðar á næsta ári. Allt á þetta sinn þátt í að draga úr veltu í þjóðfé- laginu,“ sagði Magnús. Magnús sagði að það komi vissulega við verslunina í landinu þegar neysla minnki í þjóðfélag. „Við getum ekki brugðist við á annan hátt en að skoða okkar rekstur, hagræða og reyna að lækka útgjöldin. Við getum ekki ákveðið einhliða hækkun eins og aðr- ir virðast geta gert,“ sagði Magnús. Aukin samkeppni í verslun hefur leitt til þess að margar verslanir hafa ekki staðist hana og orðið undir. Verslanir hafa orðið gjaldþrota og mikið um eigendaskipti. Magnús sagði erfítt að fullyrða um hvort meira verði um að verslanir komist í þrot en verið hefúr. Hann sagði þó ljóst að minni velta leiði til meiri erf- iðleika í rekstri verslana. Magnús sagði kaupmenn þrátt fyrir allt vera bjartsýna á góða jólaverslun. Oft áður hafi verið erfiðleikar í þjóðfé- laginu, en alltaf hafi það samt farið þannig á endanum að fólk versli mik- ið fyrir jólin. Jólaverslun hafi oftast nær vaxið ár frá ári. -EÓ Byggðasafn Arnesinga w m m w m at w i Husið a Ríkissjóður hefur fest kaup á Húsinu á Eyrarbakka með við- byggingu og útihúsum og falið I‘jóðrninjasafni íslands umsjón eignarinnar, Áformað er að Byggðasafn Amesinga, sem nú er á Selfossi, verði flutt í húsið. Húsið á Eyrarbakka er tví- mælalaust eitt af merkustu húsum hér á landi, byggt árið 1765 af Jens Lassen kaúp- manni hjá Almenna verslunar- félaginu. Innan skamms hefíast um- fangsmiklar endurbætur á Hús- ínu, en þær eru orðnar mjög knýjandi. Að endurbótunum loknum munu Eyrarbakka- hreppur og Héraðsnefnd Árnes- inga taka við rekstri og viðhaldi eignarinnar f samráði við Þjóð- minjasafnið. Stefnt er að þvi' að Byggðasafn Ámesinga verði komið þar fyrir. Gangi áætlanir eftir gæti safnið opnað á nýjum stað sumarið 1994. -EÖ sóknarstýringu er því haldið fram að með stýringu sóknar í almennum botnfiskveiðum megi auðveldlega ná fram þeim markmiðum að hvetja til veiða á vannýttum tegundum ut- an þeirra sóknartímabila eða þess fjölda sóknardaga sem leyfður er í almennum botnfiskveiðum. Tillaga annars minnihluta í sjávar- útvegnsnefnd telur að aflamarks- kerfið sé skásti kosturinn við núver- andi fiskiveiðistjórnun, sem sé nauðsynlegt vegna takmarkaðs þorsks og annarra botnfisktegunda. Jafnframt sé það augljóst að veiði- heimildir fyrir hvert veiðiskip hljóti að gilda enn. Ennfremur er það mat flutningsmanna að úthlutun veiði- heimilda verði aldrei til skemmri tíma en þriggja ára. Framsögumaður fyrir sóknarstýr- ingu var Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands og varaþingmaður sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Aðrir meðflutningsmenn voru þeir Reynir Traustason, Sævar Friðþjófs- son, Arthur Bogason og Kristján Loftsson. Kristján Ásgeirsson frá Húsavík mælti fyrir tillögu annars minni- hluta en meðflutningsmenn voru þeir Jakob Sigurðsson, Hilmar Rós- mundsson, Sævar Gunnarsson og Jóhann Kr. Sigurðsson. -grh Freysteinn Sigmundsson jarðeölisfræðingur með stafrænu skjálftamælana sem sóttir voru upp á Mýrdalsjökul. Timamynd Ami Bjama Jarðfræðingar vinna úr nákvæmum skjálftamælingum sem fram fóru á Mýrdalsjökli: Niöurstööur geta bent til Kötlugoss í nánd f fyrndag náðu jarðfræðingar á vegum Norrænu eldfjallastöðv- arinnar í stafræna skjálftamæla upp á Mýrdalsjökul. „Við von- umst eftir að fá upplýsingar um nánari staðsetningu á skjálftun- um, á hvaða dýpi þeir eru og hveraig jarðskorpan hreyfíst,“ seg- ir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur sem hefur um- sjón með úrvinnslu mælinga. Hann á þar við hvort jarðskorpan dragist saman eða þenjist út. Hann segir að komi í ljós að jarð- skorpan þenjist út geti það bent til þess að sigketill undir eldstöðinni sé að þenjast út en það er undan- fari Kötlugosa. Freysteinn vonast til þess að úrvinnsla gagnanna sýni glögglega hvað er að gerast undir Mýrdalsjökli. Skjálftavirknin sem nú er mæld hefur verið í vestanverðum jöklin- um en þar hefur ekki orðið vart við eldvirkni í árhundruð. Katla er í austanverðum jöklinum og hún hefur rumskað að jafnaði á 50 ára fresti. Nú eru hins vegar liðin 74 ár frá því Kötlugos var síðast Freysteinn telur að það geti tekið 10 til 15 daga að vinna úr gögnun- um. Hann bætir við að stafrænir mælar séu notaðir í skyndiverk- efni og séu því ávallt til reiðu þeg- ar eitthvað gerist. Hann segir að þar sem um óvenjulega virkni hafi verið að ræða á svæðinu hafi þess- ir mælar verið nýttir. Freysteinn segir að þessir mælar hafi áður verið notaðir á þessum sama stað fyrir tveimur árum. Hann bendir á að ástandið sé öðruvísi nú en þá þar sem skjálfta- virkni sé óeðlilega mikil miðað við árstíma. Freysteinn býst við að næsta .mánudag verði reynt að meta, eft- ir frumniðurstöðum, hvort Al- mannavarnir þurfi að halda áfram með svokallað viðbúnaðarástand. -HÞ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.