Tíminn - 23.10.1992, Side 12

Tíminn - 23.10.1992, Side 12
AUGLYSINGASIMAR —M— Áskriftarsími Tímans er 686300 KERRUVAGNAROG KERRUR Bamaiþróttagallar á frábæru verði. Umboðssala á notuðum bamavörum. Sendum í póstkröfu um land allt! BARNABÆR, Ármúla 34 Símar: 685626 og 689711. VERIÐ VELKOMIN! Bílasala Kópavogs Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi ___________ Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN & 686300 TVÖFALDUR1.vinningur | FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER1992 Sjófrysting hefur aukist hröðum skrefum frá árinu 1982 og verulega milli 1990 og 1992: 12,4% aukning Á síðasta ári voru sjófryst alls 134.262 tonn á móti 119.494 tonn árið 1990 og hafði þá aukist um 12,4% á milli ára. Sjófrysting hefur aukist hröðum skrefum frá því hún hófst að marki fyrir tíu árum. Að vanda var mest fryst af þorski eða 42.348 tonn en næstmest af karfa og úthafskarfa alls 28.656 tonn. Af grálúðu voru fryst alls 18.733 tonn, samkvæmt Útvegi, riti hagdeildar Fiskifélags íslands. Athygli vekur að vegur landfryst- ingar af botnfiskafla jókst á síðasta ári, nam 43,9% í fyrra á móti 41,5% árið á undan. Að venju var fryst mest af þorski eða 123.725 tonn sem er 3,7% samdráttur miðað við árið áð- ur en hins vegar dróst þorskafli saman um 8%. Um 6,9% minna var landfryst af ýsu en árið áður en afla- samdráttur ýsu nam 19%. Af karfa var aukning í landfrystingu um 3% en aflaaukning á þessari fisktegund nam 1,8%. Þá jókst útflutningur fisks með flugvélum einnig, eða 8.872 tonn á móti 6.690 tonnum árið 1990. Mest var flutt út af ýsu eða 4.439 tonn en útflutningur á þorski og karfa með flugvélum var svipaður eða 1600 tonn. -grh Almennur innflutningur hefur dregist saman um 9% á fyrstu átta mánuðum ársins: Bílainnflutningur dregst saman um 30% Innflutningur fólksbfla dróst saman um nærri 30% á fyrstu sex mán- uðum ársins. Reiknað er meö að samdrátturinn verði enn meiri á síðari hluta ársins. Almennur innflutningur fyrstu átta mánuði ársins dróst saman um 9%. Samdrátturinn hefur verið að aukast allt þetta ár. Fyrstu átta mánuði ársins var vöruskiptajöfnuður hagstæður um 3,1 milljarð, en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 0,3 milljarða. Minni innflutningur endurspegl- ar að neysla hefur dregist mikið saman hér á landi. Samdrátturinn virðist vera að aukast stig af stigi því að tölur Hagstofunnar um al- mennan innflutning hafa verið að sýna sífellt minni innflutning miðað við árið í fyrra. Samdráttur- inn er núna 9% reiknað á föstu gengi. Sé hins vegar innflutningur til stóriðju og innflutningur sér- stakrar fjárfestingavöru (skip, flugvélar, Landsvirkjun) undan- skilin, en innflutningur á þessum vörum er mjög breytilegur milli ára, þá er samdrátturinn 12%. Minni neysla kemur einna gleggst fram í minni sölu á nýjum bílum. Á fyrri helmingi ársins voru fluttir inn nýir bílar fyrir tæpa tvo milljarða. Á sama tíma í fyrra nam þessi innflutningur tæpum 2,7 milljörðum. Reiknað er með að samdráttur í bflainn- flutningi verði enn meiri á síðari helmingi ársins. Fyrstu átta mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 58,2 milljarða, sem er um 7% minna en á sama tímabili í fyrra. Inn fluttum við vörur fyrir 55,1 millj- arð. Vöruskiptajöfnuðurinn á þessum tíma var því hagstæður um 3,1 milljarð en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 0,3 milljarða. Sjávarafurðir eru 81% af öllum útflutningi íslendinga. Útflutn- ingur sjávarafurða hefur hins veg- ar dregist saman um 9% á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil á síðasta ári. -EÓ Hér eru uppi hugmyndir um að setja upp stór fiskabúr með nytja- fiskum og sjávardýrum úr hafinu í kringum landið. Eins og sjá má er búriö sem þar er nú ekki stórt en það hefur þó talsvert aðdrátt- arafl. Tímamynd Ámi Bjama Stofnanir í sjávarútvegshúsinu íhuga uppsetningu stórs fiskabúrs í anddyri hússins: Vísir að sædýra- safni með ísl. nytjafiskum Svo kann að fara að ráðist verði í uppsetningu á stóru fiskabúri í anddyri sjávarútvegshússins við Skúlagötu. Fyrir er hálfgert gullfiskabúr en vönt- un er á stóru fískabúri sem í yrðu m.a. þorskur, ýsa og jafnvel steinbítur ásamt öðrum sjávardýrum. Ef þetta verður að veruleika er hugmyndin að þetta verði vísir að sædýrasafni. Tíminn hefur heimildir fyrir því að fyrstu kostnaðartölur fýrir uppsetn- ingu á búrinu hafi hljóðað upp á 15 milljónir króna. Sú tala mun þó eitt- hvað hafa lækkað með hagstæðari til- boðum en engu að síður virðist það enn vefjast fýrir forráðamönnum hinna ýmsu stofnana sem aðsetur hafa í húsinu, hvort gerlegt sé að ráðast í þessa framkvæmd sökum mikils kostnaðar. Sigurjón Arason hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar í þessum efnum og vildi hvorki tjá sig né stað- festa um kostnaðinn, en sagði að vissulega fyndu starfsmenn hússins fyrir því að vöntun væri á stóru fiska- búri í húsinu. Þar eru aðsetur helstu stjórnsýslustofnana í sjávarútvegi s.s. hin nýstofnuða Fiskistofa, sjávarút- vegsráðuneytið, Hafrannsóknastofn- un og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. Þrátt fyrir fátæklegt innihald litla fiskabúrsins sem fyrir er í anddyri hússins, ýmis fjörudýr og annað, þá hefur búrið notið vaxandi vinsælda meðal skólakrakka og annarra sem heimsótt hafa sjávarútvegshúsið. -grh & MHHi ...ERLENDAR FRETTIR... DENNI DÆMALAUSI BRUSSEL EB og BNA tala saman Miklir erfiöleikar komu upp á yfirborö- iö I viöraeöum EB og Bandaríkjanna um viöskipti I heiminum í gær, en Bretar gáfu þá yfirlýsingu aö þeir myndu gera allt sem í þeirra valdii stæöi til aö koma i veg fyrir aö viö- ræöurnar sigldu í strand þvi þá væri Ijóst aö timabil verndartolla og van- trausts þjóöa I milli rynni uþþ. Þaö sem þyrfti hins vegar væri frjáls versl- un og traust. John Major, forsætisr- áherra Breta, er í forsæti fyrir EB um þessar mundir. Haft var eftir Roland Dumas I París i gær aö engar raunverulegar viöræö- ur um GATT myndu fara fram á næstu vikum og mánuöum vegna for- setakosninganna I Bandaríkjunum. Þjóöverjar hins vegar lýstu þvi yfir i gær aö þeir teldu aö GATT viöræö- urnar yröu aö halda áfram SARAJEVO Loftflutningar á ný Sameinnuöu þjóöirnar hófu I gær flug til Sarajevo eftir aö hafa gert hlé á þvl i einn dag. Bardagar milli mús- lima og Króata mögnuöust á ný og breiddust út um Bosníu-Herzegóvínu, en þaö voru einmitt þessi átök sem uröu til þess aö loftflutningum var hætt. Loftflutningar þessir eru algjör llfsnauösyn þvi hætt hefur veriö við allar tilraunir til landflutninga vegna endurtekinna árása á flutningalestir Sameinuöu þjóöanna. WASHINGTON Bush sækir sig Bill Clinton, frambjóöandi demókrata I forsetakosningunum, hefur nú heldur dalaö i skoöanakönnunum en Ge- orge Bush hefur veriö spáö miklum og farsælum endaspretti fyrir kosn- ingarnar 3. nóvember. i Las Vegas hefur landgönguliöi úr Vietnamstríö- inun veriö kæröur fyrir aö hóta aö drepa Clinton ef hann kæmi í kjör- dæmiö. BEIJING Sýna ókurteisi Kinversk stjórnvöld geröu litiö úr landstjóranum í Hong Kong, Chris Patten, meö því aö neita honum um að hitta forsætisráöhen-ann Li Peng. Þetta er talið merki um reiöi Kínverja yfir auknu lýöræöi i þessari þresku nýlendu sem skila á til Kína innan tiö- ar. LONDON Sprengt og sprengt Irski lýöveldisherinn herti heldur á sprengjuherferö sinni gegn breskum yfirráöum i gær og sprengdi þrjár sprengingar i Londin og komu fyrir kraftmikilli bilasprengju I bil í litlum bæ nálægt Belfast. KAIRO „Túrismi“ í hættu Feröamálaráöherra Egyptalands Fouad Sultan sagöi í gær aö skæru- liöasveitir múslima, sem drápu bresk- an feröamann i fyrirsát fyrir lang- feröabíl, hafi veriö aö reyna aö kné- setja rikissjórnina meö þvi aö eyöi- leggja feröamannaiönaðinn i Egyptalandi. Auk þess sem lést særöust tveir breskir feröamenn I fyr- irsátinni sem átti sér staö sl. miöviku- dag. Þetta var önnur árásin á útlenda feröamenn á 21 degi, en sú fyrsta þar sem einhver meiddist. DRESDEN Egg handa Elísabetu Hópar reiöra Þjóöverja bauluöu og flautuöu á Elísabetu Englandsdrottn- ingu þegar hún kom i heimsókn til Dresden, en borgin var gjörsamlega lögð I rúst af bandamönnum, einkum breskum sprengiflugvélum, í seinni heimsstyrjöldinni. Tveimur eggjum var kastaö í átt til drottningar þegar hún steig út úr glæsibifreið viö Kreuz- kirkju frammi fyrir um 3000 manns. Eggin hæfu ekki þjóðhöfingjann.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.