Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 3. nóvember 1992 191.tbl.76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Haustmæiingar á loðnu- stofninum: Kvótinn aukinn um 320 þúsund tonn Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að heildarloðnukvótinn verði aukinn um 320 þúsund tonn, eða úr 500 þúsund tonnum í 820 þúsund tonn. Samkvæmt því verður kvóti íslensku skipanna tæp 640 þúsund tonn. Þessi ákvörðun var tekin með hliðsjón af þeim upplýsingum sem fengust úr árlegri haust- mælingu á loðnustofninum, sem er nýlokið. Stefnt er að frekari mælingum á stofnin- um í byrjun janúar á næsta ári. Sjávarútvegsráðuneytið hefur þegar óskað eftir því við stjórn- völd í Noregi og á Grænlandi að þau samþykki þessa tillögu og er búist við svari strax í þessari viku. Samkvæmt ákvæðum samn- ings um skiptingu loðnukvót- ans milli landanna þriggja, koma 78% heildarkvótans í hlut íslands, en Noregur og Grænland skipta því sem eftir er, eða 22% kvótans, jafnt á milli sín. -grh Skotió úr loftriffli Tálið er að skotið hafi verið úr loftriffli, begar rúður voru brotnar í Arbæjarskóla í fyrri- nótt. Rannsóknarlögreglan vann að rannsókn málsins í gær. -HÞ Formaður LÍÚ segist verða að trúa forsætisráðherra að efnahagstillögur sjái dagsins Ijós 15. nóvember n.k., þótt ýmislegt annað hafi ekki staðist: Afkoma sjávaiútvegs sú versta frá 1968 Krístján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að hann verði að trúa þeim orðum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, sem höfð voru eftir honum í Mbl. á sunnudag, að tillögur til aðgerða í efnahagsmálum muni sjá dagsins Ijós ekki seinna en 15. nóvember næstkomandi. „Ég fagna því að þetta muni ekki dragast lengur, þótt ýmislegt annað hafi farið í undandrátt. En ég legg jafnframt áherslu á að það verði að þurrka út allar þær nýju álögur sem lagðar voru á sjávarútveginn í fyrra, s.s. aðstöðugjald, tryggingagjald o.fl.,“ segir formaður LIU. í efnahagsályktun nýafstaðins aðal- fundar LÍÚ, sem haldinn var á Akur- eyri í lok síðustu viku, segir að um þessar mundir sé afkoma sjávarút- vegsins ein sú versta síðan árið 1968, þegar síldin hvarf. Tálið er að halli sjávarútvegsins á yfirstandandi ári verði um 1,7 milljarðar, að teknu tilliti til tveggja milljarða króna greiðslu úr Verðjöfnunarsjóði sjáv- arútvegsins, sem nú er tómur. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir að hallinn á rekstri sjávarútvegsins verði 4,6 milljarðar, og þar af yrði halli veiðanna um tveir milljarðar, að öllu óbreyttu. Þá telja útvegsmenn að á síðustu þremur árum hafi hinir ýmsu gjald- og skattstofnar hækkað verulega umfram almennt verðlag og greiðslugetu atvinnuvegarins. Dæmi eru um allt að 400% hækkun einstakra þátta, auk nýrra gjalda s.s. sölu Hagræðingarsjóðs á veiðiheim- ildum uppá 500 milljónir króna, gjald vegna gjaldþrota að upphæð 32 milljónir króna og 2,5 milljón króna brunavarnargjalds. Miðað við rekstr- arforsendur í ágúst sl., nema heild- arálögur hins opinbera á sjávarút- veginn allt að 3,1 milljarði króna í ár. Að mati útvegsmanna eru margvís- legar ástæður fyrir því hvernig kom- ið er í afkomu sjávarútvegsins, en þær helstu eru m.a. mikill samdrátt- ur í botnfiskafla samhliða lækkandi afúrðaverði á erlendum mörkuðum. Að sama skapi telja útvegsmenn að samkeppni sjávarútvegsins hafi versnað vegna hækkandi gengis ís- lensku krónunnar gagnvart öðrum mikilvægum viðskiptamyntum og „slíkt ójafnvægi getur ekki varað lengi". Ennfremur er það mat fund- arins að áframhaldandi halli á ríkis- sjóði grafi undan gengi krónunnar og því verði að ná jöfnuði í ríkisfjár- málunum, ef stöðugleiki á að hald- ast. Einnig verði ríkið að hætta að draga til sín alla sparifjármyndun í landinu, svo vextir geti lækkað. í ályktun aðalfundarins er lýst yfir þeirri eindregnu von að takast megi víðtæk sátt um almennar aðgerðir í efnahagsmálum, jafnframt því sem samtökin lýsa sig reiðubúin til að stuðla að farsælli lausn þess vanda, sem við er að etja, og lagður verði grundvöllur að nýrri framfarasókn í landinu. -grh wamm Landssamtök atvinnulausra vilja meiri stuðn- ing við frumkvæði eínstaklinga í atvinnuupp- byggingu: segja að 5.000 séu atvinnulausir Landssamtök atvinnulausra telja að um 5.000 manns séu atvinnu- lausir í dag, skráðhr og óskráðir. í ályktun, sem samtökin hafa sent frá sér, er hvatt til þess að hlut- verki Iönlánasjóðs verði breytt Sjóðurinn fái milljarð til að veita f áhættulán, en hann veitir núna um 200 milljónum í slík ián á ári. í lok september voru 3.500 manns skráðir atvinnulausir og er talið að þessi tala hafi hækkað eitthvað í síðasta mánuði. Lands- samtök atvinnuiausra teija að þegar alilr *éu taldir séu atvinnu- lausir á íslandi í dag a.m.k. 5.000, en sem kunnugt er eiga ekki allir hópar í þjóðfélaginu rétt á atvinnuleysisbótum. Skráðir fé- iagsmenn f landssamtökunum eru orðnir 740. Félagsmenn eru orðnir þreyttir á að biða eftir aðgerðum af hálfu stjómvalda. Þeir gagnrýna ríkis- stjórnina fyrir hugmyndafátækt og ráðleysL Landssamtök at- vinnulausra vilja að stjómvöid veltí meira fé til rannsókna, vöru- þróunar og áhættulánastarfsemi tíl atvinnurekstrar en nú er og benda f þvf sambandl á nýiega skýrslu OECD. SamtÖkin vilja, svo dæmi sé tekið, auka áhættu- lánveitingar Iðnlánasjóðs úr 200 milljónum f 1.000 milljónir á ári. Heimilt verði að veita áhættulán til stofnframkvæmda og mark- aðssetningar jafnt og vöruþróun- ar. Samtökin telja að stuðnings- kerfið eins og það er í dag sé göt- ótt, þannlg að frumkvöðlamir, sem hafi þor og framkvæði til að fara út f eigin atvinnurekstur, fái engan stuðnmg við að markaðs- setja vöm sína. Þá telja samtökin rétt að skoða hvort etótí sé rétt að settar verði á stofn nýr hlutafjár- sjóóur í eigu nkisins. Samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi: Gefa skólanemum „Gullakistu“ Anna M. Ólafsdóttir, kennslufulltrúi hjá Námsgagnastofnun, viö Gullakistuna frá samstarfsnefnd atvinnurekenda i sjávarút- vegi. Timamynd Ámi Bjama Nýlega afhentu atvinnurekendur í sjávarútvegi fræðsluskrifstofu Reykjavíkur svo nefnda „Gulla- kistu“. í henni eru ýmiss konar gögn um sjávarútveg, ætluð nemendum í efri bekkjum grunnskólans. Hugmynd- in er sú að skólar á höfuðborgar- svæðinu skiptist á um aðgang að kistunni fyrst í stað. Ámý Elíasdóttir hjá Námsgagna- stofnun segir að reykvísk skólaböm fái fýrst aðgang að kistunni, þar sem ætla má að þau séu ekki í eins nánum tengslum við þessa atvinnu- grein og jafnaldrar þeirra á lands- byggðinni. Hún telur þó að nem- endur þar muni bráðlega njóta að- gangs að „Gullakistú'. „Gullakistan" er í tengslum við ný- legt námsefni um íslenskan sjávar- útveg, sem samanstendur af náms- bók, verkefnabók og myndbandi. í kistunni kennir ýmissa grasa. Þar má m.a. finna líkan af fiskum, sýn- ishom af veiðarfærum, vinnuföt- um, verkfæmm og umbúðum. Þá em í kistunni ýmis myndbönd og bæklingar um ýmsa þætti sjávarút- vegs. Ámý segir að hugmyndin sé sú að hver skóli hafi kistuna í nokkrar vikur í senn. Hún segir að uppsetning sjávarútvegssýningar sé eitt dæmi um þau not, sem hafa má af kistunni. Þá telur hún að kistan nýtist vel sem kveikja að ýmsum vettvangsferðum og athugunum nemenda. Hún er ánægð með að gömul hugmynd sé orðin að vem- leika. Þá nefnir Ámý að stundum hafi Þjóðminjasafn íslands lagt fram muni sem hafi gengið á milli skóla, þó ekki hafi verið um form- lega kistu að ræða. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.