Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 3. nóvember 1992 Tíminn 3 Hjúkrunarfræöingar á Borgarspítala óánægðir meö kjör sín: Uppsagnir á næsta leiti? Á Borgarspítalanum er nú verið aö kanna hug hjúkrunarfneöinga til uppsagna. Þar rilár mikil óánægja meö að aðeins hjúkrun- arfræðingar í heilli stöðu njóti yf- irborgana, að sögn óskars Áma- sonar, sem er einn af trúnaðar- miinnum hjúkrunarfræðinga. Könnun þess efnis var gerð í lið- inni viku og er niðurstöðu að vænta næstu daga. Óskar býst við svipaðri niðurstöðu og á Land- spítalanum, en þar sögðu um 400 hjúkrunarfneðingar upp störfum um síðustu mánaðamót eða um 80% hjúkrunarfræðinga og ijós- mæðra á stofnunínnl Óskar segir að undirrót óánægjunnar á Borg- arspítaianum sé tvíþætt. Annars vegar hafa aðeins hjúkrunarfrað- ingar, sem gegna fullri stöðu á sjúkrahúsinu, notið bættra kjara. Samkvæmt áreiðanlegum upplýs- ingum Tímans getur sá munur numiö allt að 20.000 kr. umfram aðra á mánuði. Hins vegar hafa kjarasamningar verið lausir > rúmt ár og þykir mörgum orðið tímabært að samiö verði. Óskar segir að stofnunin hafí séð sér hag í að bæta kjör hjúkr- unarfólks i fuilu starfí umfram aðra. Það felst i þvi að með fjölg- un fólks, sem ræður sig í 100% starf, minnka yfirvinnugreiðslur til þeirra, sem leiðir til lækkunar á útgjöldum sjúkrahússins. Ósk- ar segir að þessi stefna hafi skap- að mikla óánægju meðal hinna, sem ekki geta ráðið sig í fullt starf. Hann telur að það fótk hafí ekki síður en hinn hópurinn orðið aö leggja á sig aukna vinnu, sera hafí fylgt ýmsum hagraðingaraðgerðum á sjúkra- húsinu. -HÞ Unnið að hagnýtum rannsóknum til að auka verðmæti grásleppuaflans m.a. með betri nýt- ingu og að þróa nýja vöru, sem líkist styrjukavíar, úr grásleppuhrognum: Getur aukið verðmæti aflans til muna í samvinnu Landssambands smábátaeigenda og Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins er unnið að tveimur verkefnum, sem miða að því að auka verðmæti grásleppuaflans til muna með betri nýtingu og með því að þróa nýja vöru, sem líkist styijukavíar, úr grásleppuhrognum. Ef allt gengur að óskum, er ætlunin að kynna vöruna á Anuga-sýningunni í október á næsta ári, en frá þessu er greint í síðasta fréttabréfí Landssambandsins. Mikið er í húfí að vel takist að þróa Þýskaland og Bandaríkin. nýja vöru, sem líkist styrjukavíar, úr grásleppuhrognum, þar sem geysi- legur verðmunur er á því hvort um er að ræða kavíar úr grásleppu- hrognum eða eiginlegan kavíar úr styrjuhrognum. Verð á hverju kflói af fullunnum grásleppukavíar til neytenda er á bilinu 2-3 þúsund krónur, en fyrir styrjukavíar er verð- ið til neytenda á biiinu 25-140 þús- und krónur. Ef unnt verður að þróa gæðameiri kavíar úr frystum grá- sleppuhrognum, gæti það valdið byltingu í vinnslu þeirra hérlendis. Á undanförnum árum hefur eftir- spurnin eftir kavíar vaxið til muna, á sama tíma og styrjan á undir högg að sækja vegna ofveiði og mengunar í Rússlandi og íran. Þetta hefur leitt til þróunar á ýmsum eftirlíkingum af eiginlegum kavíar og þar á meðal er núverandi grásleppuhrognakav- íar, en íslendingar framleiða um 40% af öllum grásleppuhrognum í heiminum. Fullvinnsla grásleppu- hrogna hefur vaxið hröðum skrefum hérlendis: árið 1981 voru flutt út 126 tonn af grásleppuhrognakavíar, en árið 1990 var útflutningurinn rúmlega eitt þúsund tonn. Helstu markaðslöndin eru Frakkland, Andlát: Þórður Þorbjarn- arson borgarverk' fræðingur Látinn er í Reykjavík Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræð- ingur, 55 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Þórðar Þorbjam- arsonar lífefnafræðings og Sig- ríðar Þórdísar Claessen. Þórður varð stúdent frá MR 1957, tók fyrrihlutapróf í verkfræði frá HÍ 1960 og útskrifaðist sem bygg- ingatæknifræðingur frá Danmarks Tekniske Höjskole í Kaupmanna- höfn árið 1963. Eftir það vann hann hjá banda- ríska flotanum á Keflavíkurflug- velli og hjá verkfræðistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdi- marssonar fram til ársins 1964, er hann hóf störf hjá gatnamálastjóra í Reykjavík. Hann var forstjóri Vélamiðstöðv- ar Reykjavíkur 1966-1971, for- stöðumaður byggingadeildar borgarverkfræðings 1971 til 1973, er hann tók við embætti borgar- verkfræðings sem hann gegndi til dauðadags. Eftirlifandi kona Þórðar Þor- bjarnarsonar er Signður Jónatans- dóttir. Þau áttu þrjú böm, sem öll eru uppkomin. Færð á vegum Flestir vegir á landinu voru í gær- kvöldi greiðfærir, en þó var víða tals- verð hálka, einkum á heiðum. Hálkulaust var á Suðurlandi að mestu, en hins vegar hált á Hellis- heiði, í Þrengslum og á Mosfells- heiði. Þá er unnið að því að reyna að auka nýtingu grásleppunnar, m.a. út frá umhverfissjónarmiðum. En eins og kunnugt er, þá eru aðeins hrognin nýtt en öðru hent aftur í sjóinn. Tál- ið er að unnt sé að auka nýtingu grá- sleppunnar úr 25% í allt að 60%. Stefnt er að því að hefja sérstakt átak til að breyta ímynd grásleppunnar sem matfisks með kynningum á veitingastöðum og stórmörkuðum. í því skyni verða grásleppuflök fryst og sendar tilraunasendingar á mark- að í Evrópu. Þá benda forathuganir á holdi grásleppunnar til þess að fita hennar sé rík af Omega-3 fitusýrum og ennfremur em hafnar tilraunir með reykingu á grásleppu. Jafn- framt er í bígerð að hefja tilraunir með vinnslu á marningi úr grá- sleppu, með vinnslu á grásleppulifur og haldið áfram tilraunum með fryst hrogn. Japanir hafa þegar sýnt mikinn áhuga fyrir frystum grásleppu- hrognum og ennfremur hafa aðilar frá Singapore, Malasíu, Hong Kong og Táiwan sýnt öðrum afurðum áhuga, s.s. lifur, svilum og grá- sleppuholdi. Jafnframt hafa fyrir- spurnir og pantanir borist frá Frakk- landi um grásleppuflök. -grh Ökumaður var fluttur á slysadeild eftir að hafa ekiö á kyrrstæða malbikunarvél á móts við Höfða- gil á Bíldshöfða um helgina. Hann er grunaöur um ölvun við akstur. Tfmamynd Sigursteinn Niðurstöður athugunar OECD á vísinda-, tækni- og nýsköpunarstefnu: Rannsókna- og vísindastarf- semi ber að efla Lokafundur um athugun OECD á vísinda-, tækni- og nýsköpunarstefnu á íslandi var haldinn í gær. Þar kemur m.a. fram það álit að auka beri fjöl- breytni þeirrar þekkingar og tækni sem fyrir er í landinu. Jafnframt því þarf að efla tæknimenntun í landinu og efla tengsl fyrirtækja og háskóla við rannsókna- og vísindastarfsemi. Greiðfært er um Vesturland, en hálka í Kerlingarskarði, á Fróðár- heiði, Bröttubrekku og Holtavörðu- heiði og á Svínadal í Dölum. Hrafns- eyrarheiði og Sandsheiði voru flug- hálar, en greiðfært víðast annars staðar á Vestfjörðum. Athugunin var gerð að beiðni Olafs G. Einarssonar menntamálaráð- herra og var unnin undir forystu þriggja manna matsnefndar frá OECD. Á fundinum kemur m.a. fram það álit matsmanna að sam- ræmi vanti í nýsköpunarstefnu stjórnvalda, þar sem hún sé í hönd- um margra ráðuneyta. Þeim þykir nýsköpun í sjávarútvegi vera síst of mikil, en leggja áherslu á að of lítil áhersla sé lögð á uppbyggingu hefð- bundins iönaðar í Íandinu. Skilaboð þeirra til stjórnvalda eru skýr, semsé þau að það þurfi að efla nýsköpun og iðnaðarstefnu í þessum hefðbundna framleiðsluiðnaði í landinu til að gera atvinnulífið fjölbreyttara. Þeir segja að framleiðsluiðnaður hafi dregist verulega mikið saman á síð- ustu árum. Til þess að ná þessu marki benda matsmennirnir á ýmsar leiðir. Þar á meðal er að efla starfsemi Iðntækni- stofnunar, þannig að hún geti þjón- að fyrirtækjum betur. Einnig vilja þeir efla starfsemi Raunvísinda- stofnunar og Verkfræðistofnunar Háskóla íslands og telja að þær geti gegnt veigamiklu hlutverki í sam- starfi við iðnfyrirtæki í þessum greinum. Þá viðra þeir athyglisverða hug- mynd um svonefnt fyrirtækjanet. Þar er lögð til hliðsjónar smæð ís- lenskra fyrirtækja, sem þess vegna þurfi að auka samstarf sín á milli. í samanburði við önnur lönd kom fram að einhæft atvinnulíf er ekki sérvandamál íslendinga. Þó var bent á að íslendingar geti ekki endalaust haft eitt egg í körfunni, þ.e. sjávar- útveginn. í skýrslu matsmanna OECD er undirtónninn aukið samstarf og tengsl milli háskóla, tækniskóla og fyrirtækja á sviði rannsókna og vís- inda. Þetta gildir einnig um fleiri skóla hér á landi. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra tekur undir það að rann- sóknarnám við Háskóla íslands þurfi að efla, en nefnir um leið að erfitt efnahagsástand hér á landi gæti taf- ið það. Þá tekur hann undir þá skoð- un að það þurfi að efla samstarf ráðuneyta um mótun nýsköpunar- stefnu. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.