Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 KERRUVAGNAR OG KERRUR Bamalþróttagallar á frábæru veröi. Umboðssala á notuðum bamavömm. Sendum í póstkröfu um land allt! BARNABÆR, Ármúla 34 Símar: 685626 og 689711. VERIÐ VELKOMIN! Bílasala Kópavogs Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN Tímiiui ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓV. 1992 íslandsflug fær nýja flugvél: Dornier 228 alhliða vél og milli landa, því auðvelt er að fjar- lægja sæti og innréttingar og stórar vörudyr eru á henni. Flugeiginleikar Dornier-flugvéla eru einstakir. Geta vélarnar bæði flogið mjög hægt og mjög hratt, eða 407 km/klst. Dornier 228 getur því bæði lent og hafið sig til flugs á ör- stuttum brautum, þannig að þessa vél er hægt að nota á sérhverri flug- braut á íslandi. Hin nýja flugvél íslandsflugs er bú- in fullkomnustu flugleiðsögutækj- um og staðsetningartækjum og hef- ur litratsjá og sjálfstýringu auk ann- ars. Hún hefur um átta stunda flug- þol. Landsfundur Kvennalistans vill að allt vinnufært fólk án atvinnu fái óskertar atvinnuleysisbætur: Kvennalistakonur sammála um að vera áfram ósammála Dornier 228 flugvél Islandsflugs og fyrir framan hana stjórnendur Islandsflugs. Þeir eru f.v. Gunnar Þorvaldsson framkvæmdastjóri, Birgir Ágústsson og Gísli Baldur Garðarsson. Tfmamynd Ámi Bjama íslandsflug hefur keypt og fengið til landsins nýlega farþegaflugvél af gerðinni Domier 228-202. Þetta er þýsk flugvél, en með bandaríska Garrett hverfilhreyfla. Hin nýja flugvél íslandsflugs tekur 19 farþega í stóru og rúmgóðu far- þegarými. En vélin hentar einnig vel til vöruflutninga bæði innanlands Miklar umræður urðu um Evrópskt efnahagssvæði á landsfundi Kvennalist- ans, sem haldinn var um helgina á Laugarvatni. Niðurstaðan varð að Kvennalistinn er áfram andsnúinn EES-samningnum, en viðurkennt er að um þessa afstöðu sé ekki eining innan Kvennalistans. Talsverö umræða varð um lýðræði innan hreyfingarinnar og kom fram gagnrýni á þingkonur hennar og eins var sú fuilyrðing sett fram að Kvennalistinn værí orðinn stofnun. í ályktun Kvennalistans um afstöð- una til EES er ítrekuð andstaða list- ans við EES og EB, en jafnframt kemur skýrt fram að um þessa stefnu séu deildar meiningar innan Kvenna- listans. Konurnar eru hins vegar sammála um að krefjast þjóðarat- kvæðis um EES-samninginn. Ekki voru greidd atkvæði um ályktunina. Um hana var rætt þangað til niður- staða var fengin. „Þetta er niðurstaða sem ég held að við allar sættum okkur við. Ég ætla hins vegar ekki að halda því fram að við séum allar ánægðar með hana. Það er einu sinni þannig þegar um er að ræða deilumál, að þá verðum við að komast að sameiginlegri niður- stöðu og það tókst," sagði Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalist- ans. Kristín sagði að Kvennalistakonur séu sammála um að Ingibjörg Sólrún hafi fullt leyfi til að hafa sína skoðun á EES. Kristín sagðist t.d. vera ákveð- ið þeirrar skoðunar að hún eigi að fá að hafa þessa skoðun, en tók jafn- framt fram að hún væri ósammála henni. Á fundinum kom fram gagnrýni á þingkonur Kvennalistans fynr að taka sjálfar allar ákvarðanir. Sú skoð- un heyrðist að Kvennalistinn væri ekki lengur grasrótarhreyfing, held- ur miklu frekar stofnun. Kristín sagði að þessi gagnrýni væri ekki ný af nálinni. Hún hefði sjálf borið fram slíka gagnrýni áður en hún settist á þing. Kristín sagði nauðsynlegt að konur leitist stöðugt við að hafa sem mest lýðræði í hreyfingunni. „Það er auðvitað spurning hver eigi að taka ákvarðanir í svona hreyfingu. Það kemur oftast í hlut okkar þingkvenn- anna. Við vildum auðvitað helst hafa hóp kvenna í kringum okkur í hvert skipti sem ákvörðun er tekin.“ Krist- ín sagði að konur í Kvennalistanum vilji ekki setja á stofn einhverja mið- stjórn sem taki ákvörðun með at- kvæðagreiðslu. „Við viljum helst hafa hreyfinguna þannig að hún sé opin og allir geti komið og sagt álit sitt. En það má segja að í staðinn verði það oft þannig að það finni sig ekkert margar konur knúnar til að mæta, nema þá við ákveðin tækifæri," sagði Kristín. Hún sagðist ekki líta svo á að Kvennalistinn sé stofnun eða hefð- bundinn stjórnmálaflokkur. Miklar umræður urðu um atvinnu- mál á landsfundinum. Konur voru sammála um að koma verði í veg fyr- ir að konur verði meðhöndlaðar sem varavinnuafl og að þeim verði ýtt út af virinumarkaðinum þegar að krepp- ir. Minnt var á að erlendar rannsókn- ir sýni að konur séu fyrstar til að missa vinnuna þegar að kreppir og síðastar til að fá vinnu. í ályktun um atvinnumál var hvatt til að rann- sóknar- og þróunarstarf verði stór- aukið, endurmenntunarkerfi verði bætt og atvinnuþróunarfélög verði efld. Fundurinn taldi að núverandi atvinnuleysistryggingakerfi sé ófært um að sinna hlutverki sínu. Allt vinnufært fólk án atvinnu eigi að fá óskertar atvinnuleysisbætur. Vinningstolur 31 0KtÓber 1992 laugardaginn VINNINGAR FJOUDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5a(5 | . 2 6.934.589 n Z. 4af5™ ut 8 161.183 3. 4al5 280 7.944 4. 3a(5 10.1311 512 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 22.570.034 UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 91-681511 LUKKULÍNA 991002 ...ERLENDAR FRÉTTIR... WASHINGTON Clinton í forustu Bill Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata i Bandaríkjunum, hefur átta prósentustiga forskot á Ge- orge Bush í skoðanakönnunum sem gerðar voru á sunnudag, sam- kvæmt frásögn Wall Street Journal og NBC- fréttastofunni. Skoðana- könnunin byggði á úrtaki um 1000 skráðra kjósenda, sem höfðu lýst því yfir að nær öruggt væri að þeir myndu kjósa. 44% studdu Clinton, 36% Bush, og 15% studdu Perot. Skekkjumörk í þessari könnun eru um 3%. I gær einbeitti Bush sér að baráttu í fimm mikilvægum fylkjum á lokaspretti kosningabaráttunnar, en (dag fer hann heim til Texas og bíður þar úrslitanna. ANGÓLA 1.000 falla Meira en 1000 manns hafa látist í götubardögum milli UNITA-skæru- liða og stjórnarhermanna I Angóla að undanförnu, að sögn ríkisút- varpsins I Angólu. Að sögn portú- gölsku fréttastofunnar Lusiu var mannfalliö aðallega I höfuðborginni Luanda og I borgum I suðurhluta landsins, eins og Huambo, Lu- bango, Benguela og Lobito. SARAJEVO Mesti fólksflóttinn Að minnsta kosti 35.000 manns hafa streymt til bæjarins Travnik I Bosníu eftir að nágrannabærinn Jajce var tekinn herskildi sl. fimmtudag. Serbneskar hersveitir hertóku bæinn Jajce eftir að her- sveitir múslima og Króata höfðu varið hann gegn serbneskri árás i fimm mánuði. Erlendir hjálparsveit- armenn segja að þetta séu stærstu einstöku fólksflutningarnir á svo stuttum tíma á átakasvæöunum, en deilan hefur staðiö yfir I sjö mánuði. BELGRAD Serbar hættir Þing sjálfskipaðs lýðveldis Serba I Bosníu hefur samþykkt að kalla fulltrúa bosniskra Serba I friðarvið- ræðunum I Genf heim frá viðræð- unum þar til kröfum þeirra hefur verið fullnægt. BELGRAD Panic í klemmu Milan Panic, forseti Júgóslavíu sem nú stendur I harðri rimmu vió harölínuserbann Slobodan Mi- losevic Serbíuforseta, stóð I gær frammi fyrir vantrauststillögu á júgóslavneska þinginu, en þar eru þjóðemissinnaðir Serbar I meiri- hluta. MOSKVA Neyöarástand Boris Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti I gær yfir neyðarástandi i tveimur héruðum i suðurhluta lýð- veldisins þar sem ofbeldi og mikill órói hafði brotist út. Hann sagði þetta gert til að vernda öryggi Rússlands. Jeltsín undirritaöi til- skipun um neyðarástand I norður- hluta héraðanna Ossetiu og Ingus- hetiu, en þaðan hafa borist fregnir um að fjöldi manns hafi fallið I of- beldisöldu um helgina. LONDON Heseltine aðvarar Michael Heseltine, viðskiptaráð- herra Bretlands, varaði við því I gær að ef breska þingið felldi Ma- astricht- samninginn I atkvæða- greiðslu I vikunni, myndi það veikja vemlega stöðu Johns Major for- sætisráðherra, auk þess sem slíkt myndi lama breskt þjóðfélag og þar með horfur á efnahagslegum bata. D E N N I D ÆMALAUS I „Passaðu þig á þessum, Jói, og komdu ekki nærri hon- um. Hann hleður sprautubyssuna sína með ilmvatni. “

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.