Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 3. nóvember 1992 Boeing 747 frá Cargolux í Lúx- emborg hlekktist á í lendingu: Hreyfill dattaf Hreyfill féll af Boeing 747 rísaþotu, flutningavél í eigu Cargolux, þegar annar vængur hennar rakst í flugbraut í lendingu í Lúxemborg í fyrra- kvöld. Fjórir voru í áhöfn vél- arinnar, þar af tveir íslending- ar, og sakaði þá ekki. Vélin var að koma frá Persa- flóa með viðkomu í TVrklandi, og hamlaði þoka skyggni er hún lenti. Hún er af sömu gerð og E1 Al-þotan, sem fórst við Amsterdam í síðasta mán- uði. Tálið er að vélin hafi komið skakkt inn á flugbraut- ina, þannig að annað hjóla- stellið hafi lent utan brautar og hreyfillinn við það rekist í jörðina og rifnað af. Að sögn sjónarvotta kom eldur upp í vængnum, en sjálfvirkur bún- aður hefur slökkt hann. Vélin er stórskemmd, jafnvel svo að ekki borgi sig að gera við hana. í slysinu í Amsterdam var talið að pinnar í festingu á hreyflum hafi brugðist með þeim afleiðingum að tveir hreyflar losnuðu og vélin féll niður á íbúðarblokk með hörmulegum afleiðingum. Þær upplýsingar fengust hjá talsmönnum Boeing-verk- smiðjanna að öryggisútbún- aður hefði virkað eins og til var ætlast, þar sem hreyfill Cargolux-vélarinnar losnaði frá til að koma í veg fyrir enn meiri skaða. Flugstjóri vélarinnar er ís- lendingur, Magnús Guð- mundsson, og er talið að snarræði hans hafi bjargað því að ekki fór verr. í gær var unnið að rannsókn óhapps- ins. -HÞ Starfsmannafélag Landhelgisgæslunnar mótmælir harðlega niðurskurði til stofnunarinnar á sama tíma og erlendum veiðiskipum í og við fiskveiðilögsöguna hefur fjölgað og m.a. hefur sést þar til fiskiskips frá Asíuríki: Nærri 133 milljóna kr. nióurskurður á 3 árum Raunlækkun fjárveitinga til Landhelgisgæslunnar milli áranna 1991 og 1993 er um 18,5%, eða sem nemur rúmum 133 milljónum króna. Á sama tíma hefur ásókn erlendra fiskiskipa í og við fiskveiðilögsöguna aukist og m.a. hefur þar sést til fiskiskips frá Asíuríki. Nýafstaðinn félagsfundur í Starfs- mannafélagi Gæslunnar mótmælir harðlega framkomnum tillögum til niðurskurðar á fjárveitingum til stofnunarinnar og skorar á stjórn- völd að starfsemi hennar verði í engu skert frá fjárlögum yfirstand- andi árs. Jafnframt sé brýnt að hefja undirbúning að smíði nýs varðskips. Samkvæmt fjárlögum ársins 1991 var fjárveiting til Landhelgisgæsl- unnar rétt rúmar 661 milljón og 1992 617 milljónir, en hefði átt að vera, samkvæmt forsendum fjárlaga. 711,5 milljónir á föstu verðlagi. Á næsta ári er gert ráð fyrir 587 millj- ónum króna fjárveitingu til Gæsl- unnar, en ætti að vera 720,3 milljón- ir króna, þannig að raunlækkun fjárveitinga milli áranna 1991 og 1993 er hvorki meira né minna en 18,5%, eða sem nemur rúmum 133 milljónum króna. í ályktun félagsfundarins er harð- lega mótmælt þeim tillögum að leggja varðskipinu Óðni og fækka þar með stöðum hjá Gæslunni. Ef það nær fram að ganga, hefur Gæsl- an misst 2 af 4 skipum sínum úr rekstri á síðustu 10 árum. Fundur- inn telur að þetta sé í hrópandi ósamræmi við stefnu stjórnmála- Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út um helgina, þegar kviknaði í Lödu sem stóð við Bjarnarstíg. Tal- iö er líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða og er málið í rannsókn. Tímamynd Sigursteinn Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum: WfP'WfF BORNIN HEIM! ALMENN FJÁRSÖFNUN 2.-15. NÓV. 1992 STONDUM SAMAN 0G SYNUM VIUANNIVERKI! Þrátt fyrlr rúmlega tveggja ára þrotlausa baráttu, hefur hvorkl genglö né reklö f þvl aö ná börnunum Dagbjörtu og Rúnu helm frá Tyrklandl. Marglr hafa lagt mállnu llö og sýnt viljann I verki, en betur má ef duga skal. Meö samstllltum stuönlngl íslensku þjóöarlnnar má lelöa þetta erfiöa mál til farsælla lykta. Viö skulum öll eiga okkar þátt Iþvi aö réttlætlö slgrl aö lokum. Hægt er aö greiöa framlag meö grelöslukortl. Hafiö kortiö vlö höndina þegar þér hrlngiö. Einnlg er hægt aö grelöa meö glróseöli sem sendur veröur helm. SÖFNUNARSÍMI: 0fH)k Iffl m : m mm llli m W' ÍMÍim::: fc/| /| r.i, | j|| ■ mwmmfímm 'málÍSkm1 má ra| VIÐ ERUM VIÐ SIMANN KL. 10-22. Fjárgæsluaíili: Landsbanki Islands. Samstarfshópurinn. Segja upp störfum Um 400 þjúkrunarfræðingar og ljós- mæður á Landspítala sögðu upp störfum fyrir mánaðamót. í fréttatilkynningu frá þessum stétt- um kemur fram að ástæða uppsagn- anna sé óánægja með launakjör. Þá segir að óánægjan sé af tvennum toga: Annars vegar er samanburður við launakjör annarra heilbrigðisstétta innan sjúkrahússins og hins vegar á öðrum stofnunum. Sagt er að meðal- taxtalaun háskólamenntaðra hjúkrun- arfræöinga hafi verið tæpar 80.000 kr. á meðan meðaltal á ríkisspítölum hafi verið allt að 94.000 kr. Hins vegar beinist óánægjan að samanburði við aðrar starfsstéttir innan ríkisspítala. Þar tíðkast yfirborganir sem nema 20 Heildarveiðin á grásleppuvertiðinni var 11.653 tunnur eða 1800 tunnum meira en á vertíðinni 1991: Milljarðs verðmæti Útflutningsverðmæti grásleppuver- tíðarinnar í ár er áætlað að verði um einn milljarður króna, sem er um 200 milljónum króna meira en á vertíð- inni 1991. Heildarveiðin varð alls 11.653 tunn- ur, eða um 1800 tunnum meira en á vertíðinni 1991. Að mati Landssam- bands smábátaeigenda skiluðu greiðslur sér vel fyrir hrognin, en lág- marksviðmiðunarverð hafði verið ákveðið nokkru fyrir byrjun vertíðar, manna og væntingar almennings, því á sama tíma sé ætlast til þess að haldið sé uppi fullri gæslu í 200 mflna efnahagslögsögunni, sem er 7,5 sinnum stærri en sjálft landið, eða 758 þúsund ferkflómetrar. Fundurinn telur að með fækkun varðskipa minnki öryggi sjófarenda og hinna dreifðu byggða landsins og því sé algjört lágmark að stofnunin geri út 3 varðskip miðað við núver- andi lögsögu. Þá minnir fundurinn á að með samningum um EES megi gera ráð fyrir aukinni ásókn er- lendra fiskiskipa í og við fiskveiði- lögsöguna. Iályktun fundarins er lagt til að í stað niðurskurðar á fjárveitingum til Gæslunnar verði unnið markvisst að eflingu hennar og bent er á nauð- syn þess að kannað verði hvort hag- kvæmt sé að sameina rekstur Vita- stofnunar íslands og Landhelgis- gæslunnar og spara með því veru- legar fjárhæðir og auka öryggi sjófarenda. -grh til 30 tímum á mánuði og styttri vinnutími. Þar er verið að tala um stéttir eins og sjúkraþjálfara, röntgen- tækna og meinatækna. Sagt er að almennir hjúkrunarfræð- ingar og Ijósmæður séu ekki yfirborg- aðir og hafi alla tíð skilað fullum 40 stundum á viku og séu þó í vakta- vinnu. Þá segir að stjómendum spít- alans hafi lengi verið kunnugt um þetta og margoft hafi verið rætt við þá um úrbætur, en án árangurs. Sam- kvæmt upplýsingum frá stjómunar- sviði ríkisspítala hefur þessi ákvörðun hjúkmnarfræðinga verið send til samninganefndar fjármálaráðuneytins og má vænta viðbragða þaðan á næst- unni. -HÞ eða 1125 þýsk mörk fyrir tunnuna. Það verð hélst að mestu stöðugt út alla vertíðina, þrátt lyrir að eftirspum væri mun meiri en framboðið. Alls höfðu 530 útgerðir rétt á leyfi til grásleppuveiða í vor, en aðeins 410 út- gerðir nýttu sér þann rétt og stunduðu veiðar frá 36 útgerðarstöðum. Af ein- stökum útgerðarstöðum var veiðin mest í Stykkishólmi, Ströndum og Vopnafirði, en minnst á Þingeyri. -grh Minniháttar afbrota- mönnum er úthýst úr ís- lenska velferðarkerfínu: Eru afbrotin eina leiðin? Stórum hópl nianna er úthýst úr fclagslega velferðarkerfinu. Eina leiðin, sem þeir sjá út úr vandræðum sínum, eru afbrot. Þetta kemur m.a. fram í máli Grétars Sæmundssonar rann- sóknariögreglumanns. Nýlega var rætt um stóran hóp geöfatlaðra einstaklinga, sem ráfuðu um götur og ættu hvergi höfði sínu að halla nema f fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík. Það viröist samt sem annar hðpur og ekki minni farí leynt í þjóðfélaginu. Þar eru á ferðinni menn sem hafa kannski afplánað dóm, en eiga eldd möguleika á að framfæra sig öðru vísi en með afbrotum. „Þeir eiga ekki rétt á atvinnu- leysisbótum og geta aðeins leit- að til viðkomandi félagsmála- stofnunar og þar er lokað á þá,“ segir Grétar Sæmundsson, að- stoðaiyfiriögregluþjónn hjá Rannsóknariðgreglu ríkisins. Hann segir að þakka berí Ðön- um og Svíurn, þar sem margir þessara manna leiti þangað, þar sem félagsleg aðstoð sé þar miklu meiri en hér tíðkast Grétar hefur áhyggjur af því hvað gerist ef ísland gerist aðili að EES-samningnum. Hann segir að útlendingaeftiriitið geti nú vfsað mönnum frá sem kaupi t.d. fargjald aðra leiðina og hafi ekki útvegað sér at- vinnuleyfi. Þetta segir hann að muni breytast með aðild að EES, þar sem EB-íbúum sé heimii landríst Þeir þurfi ekki að gefa aðrar skýringar en að þeir séu að leita sér að vinnu. Hann telur að féiagsmálayfir- völd séu jafnframt skuldbundin til að veita viðkomandi mönn- um atvinnu. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.