Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. nóvember 1992 Tíminn 7 Reiðvegamálin á landsþingi hestamanna. Grundvallarspurningu ósvarað: EIGA HESTAMENN AÐ GREIÐA VEGAGERÐINA? Eftlr Jón Leví Tryggvason. Mynd GTK. Reiðvegamál voru annað aðalmál- ið, sem landsþinginu var ætlað að fást við. Máíið var undirbúið á þann veg að fengnir voru þrír framsögumenn, þeir Jón Birgir Jónsson aðstoðarvegamálastjóri, Árni Mathiesen frá samgöngu- málanefnd Alþingis og Kristján Auðunsson sem fulltrúi hesta- manna. Eins og við mátti búast notuðu ræðumenn stóran hluta af ræðu- tíma sínum í sögulegt rabb. Jón Birgir lýsti þó þeirri faglegu skoðun Vegagerðarmanna að reiðvegir væru ekki hluti af hinu eiginlega vegakerfi í landinu. Þrátt fyrir þessa túlkun, gerði Vegagerðin ráð fyrir reiðgötum samhliða nýjum vegum. Hann komst hins vegar upp með það, fundinn á enda, að minnast aldrei á endurbyggingu gömlu mal- arveganna, sem er miklu alvarlegra og raunhæfara vandamál. Þá verður það seinunnið að koma því heim og saman að tala f öðru orðinu um sex til sjö milljónir kr. til reiðvega á ári, en í næstu andrá um að óþolandi ástand sé í umferð- inni á leiðinni Reykjavík- Hvera- gerði. Á þessari leið nota hesta- menn gamla bílveginn, sem aðeins er notaður af örfáum bílum á ein- stöku stað. Hins vegar þurfa hesta- menn að fara fjórum sinnum yfir nýja alvöruveginn á Hellisheiði. Sá, sem þetta skrifar, veit örlítið um reiðvegamál eftir margra ára starf í þessum málaflokki í Kjalarnes- þingi. Árni Mathiesen þingmaður er hestamaður sjálfur og skilur og þekkir málið af eigin raun. Hann benti réttilega á að flokka ætti við- fangsefnið í þrjá flokka: vegi næst hesthúsabyggðum, sem eðlilegt er að viðkomandi sveitarfélög kost- uðu; hálendisvegi, sem til greina kæmi að hestamenn yrðu að kosta; og loks reiðvegi samhliða þjóðveg- um. Af öryggisástæðum væri mikil nauðsyn á að skilja að umferð ríð- andi manna og bfla færi aldrei sam- an. Það gæti verið réttlætanlegt að kosta slíkar aðgerðir af vegafé; slíkt yrði þó vafalítið óvinsælt af bfleig- endum, sem teldu sig greiða ærið nóg. Um þetta yrðu hestamenn að sækja á, hver í sínu kjördæmi. Árni sagðist í upphafi hafa talið til- lögur um að hestamenn greiddu sinn hlut með hóffjaðragjaldi fárán- legar. En við nánari skoðun yrði hann að viðurkenna að engin betri leið hefði fundist. Árni lýsti því hins vegar yfír að hann þyrði ekki að standa að slíkum málflutningi, nema fyrir lægi viljayfirlýsing hestamanna sjálfra. Þegar að pall- borðsumræðu um málið kom, bættust í hópinn Bryndís Brynjólfs- dóttir bæjarfulltrúi á Selfossi og Kristmundur Halldórsson úr Kópa- vogi. Bryndís taldi að samtök sveit- arfélaga væru jákvæð í garð hesta- manna, en hefðu ekki mótað sér- staka stefnu í málinu. Á hinn bóg- inn gerðu einstök sveitarfélög yfirleitt vel við hestamenn. Þess var hins vegar alls ekki getið að Ölfus- árbrú og Selfossbær er verulegt vandamál fyrir þá, sem fara ríðandi um þjóðveg nr. 1 í gegnum Selfoss. Kristmundur benti rækilega á að styrkja þyrfti lagalega stöðu reið- vega og hestaumferðar og eru það vissulega orð í tíma töluð. Fáeinar fyrirspumir og ábendingar komu úr þingsal. Umræðan leiddi fátt nýtt í ljós, en helsta niðurstaðan var að gera þyrfti ítarlega reiðvegaáætl- un. Slíkt væri þó varla viðráðanlegt í sjálfboðaliðastarfi og kom þá sú hugmynd fram að ráða sérfróðan mann í sex mánuði til að gera slíka áætlun. Einnig var skorað á Alþingi að lögbinda gerð reiðvega samhliða vegum með bundnu slitlagi. Þingið svaraði hins vegar því eina, sem það raunverulega þurfti að svara: hvort og hvernig hestamenn ætluðu að borga kostnaðinn við reiðvegagerð- ina. Þess vegna datt undirrituðum í hug: Hérsitja menn tvo dýra daga, drósir brosa við hverjum hal. Meðan reiðveganna raunasaga röltir hölt um þennan sal. Þing hestamanna verða áfram á sérhverju ári Þriðja mál landsþings hestamanna á Flúðum, sem mikinn áhuga vakti, var tillaga um að fækka ársþingum á þann veg að þau yrðu annað hvert ár, en formannaráðstefna hitt árið. Talsverður hiti hijóp í umræðuna og skiptust menn í fylkingar. Fáks- menn höfðu forystu fyrir þeim sem vildu halda þing árlega. Helstu rök þeirra eru að hestamenn þurfi nauð- synlega að ræða sín mál hver við annan árlega og virðast telja að mik- ið sé leggjandi upp úr þeim kynnum og skemmtan sem þinghaldi fylgir, en gleyma þeirri miklu vinnu sem unnin er heima í samskiptum við sveitarstjómarmenn og þingmenn og kæmu að mun meira gagni í þeim miklu samskiptum sem hesta- menn þurfa að eiga við samfélagið. Talsmenn fækkunar lögðu mikla áherslu á skoðanir hins almenna fé- lagsmanns, sem fyndi lítið fyrir gagnsemi sambandsins og teldi kostnað við rekstur þess mikinn. Enda hefði máli þessu verið vísað heim í félögin eftir síðasta þing og fyrir lægi að 75% félaganna hefðu samþykkt að fækka þingum. Full- trúar hefðu því ekki umboð til ann- ars en að samþykkja fækkun. Gras- rótin hefði lagt svo fyrir. Þessu mótmæltu þingdellumenn og töldu sig vera grasrótina en ekki almenning sem heima sæti. Þá kvað Jón i Skollagróf: Magnast tekur múlmur hljóðs, minnkar hyggjan sanna. Gekk að mestu í gamirstóðs grasrót hestamanna. Úrslit málsins urðu þau að 78 sögðu já, en 34 nei. Þar sem um lagabreytingu var að ræða, þurfti 2/3 fundarmanna að samþykkja. Fundarmenn voru 122 og hefðu því 82 þurft að segja já svo að óyggjandi úrslit fengjust. Svona hefur lýðræð- ið stundum endaskipti á sjálfu sér. Eins og að venju lætur komu fram og var samþykktur fjöldi faglegra tillagna um keppnismál. Merkust þeirra er að nú verður leyfð þátttaka hrossabúa í gæðingakeppni. Einnig á að endurskoða keppnisfyrirkomu- lag í þeim tilgangi að hæna að fleiri áhorfendur. Fræðsluerindi um hinn nýja vá- gest, sveppasýkinguna, var á dag- skrá seinni hluta laugardags. Fróð- legt erindi um merkilegt efni. En því miður flutt á röngum stað yfir röngum áheyrendum, sem hvorki geta né vilja endurflytja fjöldanum, sem heima situr, þann fróðleik sem vissulega þarf að komast til allra hestaeigenda í landinu og á því heima í almennum fjölmiðlum en ekki sem verktöf á tímanaumu þingi. Enda fundu þingfulltrúar að því hve miklum tíma væri varið til fyrirlestrahalds á kostnað almennr- ar umræðu sem annars ágætir for- setar, þeir Bjarni Andrésson og Fannar Jónasson, skömmtuðu oft mjög naumt. Ásdís Gunnarsdóttir, sem erindið flutti, varaði meðal annars við tamningamönnum sem smitberum. Þá kvað Kári Amórsson: Það hefur löngum verið vitað, hve varasamt er margt sem þeir hafast að. En að þeir geti allir smitað, er alveg nýtt fyrir fólk á þessum stað. Kári kvað einnig eftir að hafa brugðið sér á salernið: Hér hafa karlar kastað af sér vatni og kannski sumum verið nokkuð mál. Það virðist þurfa verulega natni við að hitta rétt íþessa skál. Nokkuð var á þinginu ræddur orð- rómur um að sumir hestamenn gæfu keppnishrossum stera. Þenn- an orðróm þyrfti að staðfesta með lyfjaprófum og ef satt reyndist, stemma stigu við slíku athæfi. Þá kvað undirritaður: Lyfjagmninn skýrt má skilja. Skömm er hér að segja frá. En hvort í glösin merar míga vilja, mikinn vafa tel ég á. Þinginu lauk með algerlega rúss- neskri kosningu formanns og aðal- stjórnar. Hún er nú svo skipuð: Guðmundur Jónsson formaður. Guðbrandur Kjartansson varaform. Jón Bergsson meðstj. Kristmundur Halldórsson meðstj. Halldór Gunnarsson meðstj. Fyrir sátu í stjóm Sigfús Guð- mundsson og Sigbjöm Bjömsson. Kosið var alvöru kosningu til vara- stjórnar. Þessir voru kjörnir: Kolbrún Kristjánsdóttir, Marteinn Valdimarsson, Ágúst Oddsson, Sig- urgeir Bárðarson og Stefán Bjama- son. Þingstörf á Flúöum: Eins og myndin ber með sér hafði Kristinn Hugason sáraumbúðir á höfði. Andr- és á Kvíabekk gantaðist með að gárungar héldu því fram að skipt hefði verið um forrit í Kristni, en það væri áreiðanlega vitleysa, því gamla forritið væri á sínum stað eftir erindi Kristins aö dæma. Ræktunarmál: Flókið mál að „búa til“ góðan reiðhest Fyrst skal nefna erindi Kristins Hugasonar ráðunauts. Kristinn notaði glærur til skýringar á eyðublöðum og skýrsluformum sem nú eru notuð, ásamt tölvuvinnslu til gagnasöfnunar, sem eðlilega verður að leggja áherslu á. Kristinn benti á sérstöðu hrossa- ræktar borið saman við aðra búfjár- rækt þar sem talið er eðlilegt að ein- beita sér að fáum eiginleikum. Þessu væri á annan veg farið með íslenska hestinn þar sem meta þarf mjög marga þætti. Svo fjölþætt val gerði kynbætur ís- lenska hestsins seinlegar og gætu í sumum tilfellum takmarkað sam- ræmi í niðurstöðum hrossadóma. Hjá þessu yrði ekki komist. Ræktunar- markmið og óskir markaðarins köll- uðu eftir mjög fjölhæfum hesti til ólíkra verkefria, svo sem útreiða og ferðalaga og til keppni. Þá væru þeir jafnvel til sem ættu hross aðeins til að horfa á þau og legðu því mjög upp úr góðri byggingu. Fyrir þinginu lá tillaga frá Fáki, svo- hljóðandi: „43. ársþing Landssambands hesta- manna haldið að Flúðum 31. október 1992 bendir á að tölfræðileg athugun hefur leitt í ljós að í dómum kynbóta- hrossa kunni að vera þverstæða í stig- ákvörðunum og einkunnum fyrir byggingu annars vegar og fyrir hæfi- leika hins vegar, og einkum þó fyrir fótagerð og réttstöðu annars vegar og fyrir tölt og skeið hins vegar." Síðan segir í tillögunni að reynt skuli að koma á samstarfi um gerð nýs dómkerfis kynbótahrossa sem sam- ræmi betur kröfur til byggingar og hæfileika hrossa, taki aukið mið af þörfum markaðarins og dragi úr áhrifum umhverfis á einstaka dóm- þætti. Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur gagnrýndi tillöguna og taldi hana á misskilningi byggða. All- mikil umræða varð um hana, uns kynbótanefnd tók sér það furðulega vald að fella tillöguna í nefnd í stað þess að mæla með samþykkt eða synj- un, sem eðlilegt væri af starfsnefnd á fundi sem þessum. Fáksmenn brugðust þá við hart og endurfluttu tillöguna efnislega í þeim tilgangi að hafa málið í umræðunni. í þeirri umræðu komu fram merkilegar spurningar, eins og hvers vegna ekki eru metnir þættir eins og mælt þol og úthald eða veikleiki gagnvart sjúk- dómum eins og heymæði og sumarex- emi. Kristinn Hugason bað eindregið um vinnufrið fyrir tillöguflutningi af þessu tagi og hljóp þá Ingimar Sveins- son undir bagga með honum og flutti frávísunartillögu sem var samþykkt. Kristinn er greinilega mjög athugull um ræktunarstarfið, talar hratt en er nokkuð háfleygur og skriðmæltur. Nú eru það einmitt fyrirlestrar og kynn- ingar sem almenningur kynnist helst í annars fjölþættu starfi hrossaræktar- ráðunautar. Ráðgjafmn Kristinn nýt- ist okkur hestafólki áreiðanlega betur með örlítið hægara og alþýðlegra mál- fari. Þorkell Bjarnason, sem um árabil stóð einn í starfi hrossaræktarráðu- nautar, oft við erfiðar aðstæður og töluverða gagnrýni, situr nú á friðar- stóli. Við, sem höfum aldur og minni til að horfa yfir ríflega 30 ára starfsfer- il Þorkels, eigum að meta hann að verðleikum, þótt ekki verði Þorkell frekar en við hin leystur frá mannleg- um mistökum. Þó svo að ræktunarmálin séu hita- og alvörumál, sló Reynir Hjartarson á létta strengi um málflutning í kyn- bótanefnd: Maðurinn Jónas markaði sporið, því mælskunnar hefur hann þorið. En fljótlega á litið, þá vantaði vitið, í flest sem að fram þar var borið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.