Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 3. nóvember 1992 Tíminn 5 Arni Benediktsson. Gamall tónn á Fiskiþingi Ég verð að fara allmörgum orðum um forystugrein Morgunblaðsins frá fimmtudeginum 29. október. Þar kemur fram sá misskilningur að það hafi komið fram nýr tónn á Fiskiþingi í umræðu um veiðileyfasölu. Strax í upp- hafi er rétt að taka það fram að það, sem einu nafni hefur verið kallað auð- lindaskattur á sjávarútveg, skiptist í meginatriðum í tvennt: Annars vegar veiðileyfasölu, þar sem menn eru sjálfráðir að því hvort og hve miklar veiði- heimildir þeir kaupa, en jafnframt gætu þeir misst af möguleikanum til þess að kaupa, ef aðrir bjóða betra verð. Hins vegar er veiðileyfagjald, sem að jafnaði yrði lagt á allan fisk og enginn getur komist undan. í forystugreininni er ræða eins framsögumanns á Fiskiþingi tekin undir vemdarvænginn og það talinn nýr tónn að tala um veiðileyfasölu. Framsögumaðurinn sagði að full- trúar sjávarútvegsins heföu alfarið neitað að ræða hugmyndir um veiði- leyfasölu með þeim rökum að sjávar- útvegurinn væri þegar nógu skatt- iagður. Fyrir vikið hefðu menn al- mennt ekki skilið hugsanlega kosti þeirrar stjórnaraðferðar. Fullyrðing sem ekki stenst Þessi fúllyrðing er alröng. Árum saman var auðlindaskattur ræddur fram og til baka innan sjávarútvegs- ins, ekki síður á Fiskiþingi en annars staðar. Bæði hefur verið rætt um veiðileyfasölu og veiðileyfagjald, en aðrar tegundir hugsanlegs auðlinda- skatts mega teljast afbrigði af þessu tvennu. Framan af leist mörgum að vænlegt gæti verið að stjóma fisk- veiðum með veiðileyfasölu, sem væri beitt á þann hátt að menn byðu í þær veiðiheimildir sem þeir þyrftu á að halda. Þeir sem hæst gætu boð- ið, bestu útgerðimar, hlytu veiði- heimildirnar. Skussamir yrðu út- undan. Á þann hátt færðust veiðam- ar á hendur þeirra sem best kynnu til verka og gætu skilað bestum ár- angri. Lélegustu útgerðimar hyrfu og veiðiskipum myndi fækka mjög. Öðmm leist þetta ekki vænlegt og bentu meðal annars á að ekki væri víst að bestu útgerðirnar byðu hæst. Það mætti alveg eins búast við því að þeir, sem sföur hefðu sýnt ábyrgðar- tilfinningu og væm með slæman rekstur, yrðu meðal þeirra sem hæst byðu. Þá töldu menn sig sjá ýmis tormerki á að selja veiðileyfi á þann hátt að hugsanlegt væri að heilu byggðarlögin yrðu án heimilda til að veiða fisk. Þessu var svarað þannig að til væm aðferðir til þess að koma í veg fyrir það. Þegar þær aðferðir vom skoðaðar nánar, kom í Ijós að þær áttu það allar sameiginlegt að horfið var frá sjálfum gmndvelli kerfisins. Lög um fiskveiði- stjómun Langur tími fór í undirbúning að þeim lögum um fiskveiðistjómun sem nú em í gildi. Margir komu að því starfi og vom málin fyrst skoðuð í nokkmm hópum, áður en hópamir vom sameinaðir. Lögð var áhersla á að skoða sem flesta möguleika. Skoðuð vom gögn víða að, utan- lands sem innan, allt frá vísindaleg- um skýrslum til blaðagreina. Rætt var við fjölmarga utan nefndarinnar. Meðal annars var skoðað og rætt fram og aftur hvort og hvernig mögulegt væri að hagnýta sölu veiðileyfa til stjómunar fiskveiða miðað við aðstæður hér á landi. Nið- urstaðan varð sú að engir sáu mögu- leika til þess, ekki fulltrúar sjó- manna, ekki fúlltrúar útgerðar- manna, ekki fulltrúar fiskvinnslu- fólks, ekki fulltrúar fiskvinnslunnar, ekki fulltrúar allra stjómmálaflokk- anna, ekki embættismennimir, ekki fræðimennimir og vísindamennim- ir. Fulltrúar hinna ýmsu hagsmuna vom ósammála um margt og ótal hugmyndir vom á lofti í mörgum efnum og reyndist útilokað að ná mönnum saman um lausn sem allir gátu vel við unað. En enginn sá ástæðu til þess að leggja til að veið- unum yrði stjómað með veiðileyfa- sölu. Ekki einu sinni þeir, sem í upp- hafi starfs höföu hallast að því að sú aðferð væri allrar athygli verð. Ástæðan var einfaldlega sú að þegar málið var nákvæmlega skoðað, fannst enginn flötur á því. Þar með heföi mátt vænta þess að sala veiðileyfa í því skyni að stjóma veiðum væri endanlega úr umræð- unni. Svo er líka að mestu leyti. Sú umræða, sem að undanfömu hefur verið um auðlindaskatt, er um veiði- leyfagjald, þ.e.a.s. gjald fyrir aðgang að auðlindum hafsins. Slíkt gjald er auðvitað hægt að leggja á, en það á ekkert skylt við fiskveiðistjómun og er mglandi að tala um það í sömu andrá. Þó að veiðileyfagjald væri lagt á, þyrfti eftir sem áður að beita sér- stakri aðferð til þess að úthluta veiðileyfunum. Enginn nýr tónn Ef átt heföi að vekja upp umræður á Fiskiþingi um sölu veiðileyfa sem aðferð við fiskveiðistjómun, hefði það þurft að gerast á allt annan hátt en gert var. Það hefði verið nauðsyn- legt að lýsa hvaða aðferð væri lagt til að beita, áhrifum þeirrar aðferðar á íslenskan sjávarútveg, og í hverju hún væri frábrugðin því sem áður var búið að skoða og hafna. Ekkert slíkt var gert. Hvergi var að finna nýjan tón. „Fyrir vikið hafa menn almennt innan sjávarútvegsins ekki skilið fyllilega hugsanlega kosti þeirrar veiðistjómaraðferðar," sagði fram- sögumaðurinn. í framhaldi af því hefði mátt ætla að hann reyndi að sýna fram á hverjir kostirnir væru. Það gerði hann ekki. Hann komst hvergi nær því en þetta að útskýra þá stjómunaraðferð, sem hann virtist vera að tala um. Það skapaðist því enginn umræðugrundvöllur. Og var raunar engin fúrða að einum og ein- um útgerðarmanni þætti tímanum betur varið í eitthvað annað en þetta. Þetta var skaði. Hafi framsögumað- urinn í raun haft eitthvað fram að færa, hefði Fiskiþing verið kjörinn vettvangur til þess að koma því á framfæri. Ekki sátt um málið Eins og áðan sagði vom þeir, sem unnu að undirbúningi núgildandi fiskveiðistjómarlaga, ekki á eitt sátt- ir og fór því víðs fjarri að allir gætu sætt sig við niðurstöðuna. Margir gátu illa sætt sig við að útgerðar- menn gætu fénýtt sér sameign þjóð- arinnar á þann hátt sem kveðið var á um. Aðrir töldu að hlutur fisk- vinnslu og fiskvinnslufólks væri fyrir borð borinn. Enn aðrir töldu að sá vfsir að misnotkun, sem gæti falist í krókaleyfúm og tvöföldun línuafla, yrði kerfinu fyrr eða sföar að falli. Og fleira höfðu menn við niðurstöðuna að athuga. Þeir gallar á lögunum, sem menn töldu sig sjá fyrir og nefndir em hér að ofan, hafa allir komið fram og hafa valdið óánægju. Sumum vaxa þeir svo mjög í augum að þeir vilja hverfa frá núverandi veiðistjómunarkerfi og leita nýs. Um það er ekkert nema gott að segja. Marga möguleika er hægt að skoða. En það er líka hægt að snföa marga agnúa af núverandi stjómunarkerfi. En verst er þegar menn kenna að- ferðinni við að stjóma veiðunum um alla skapaða hluti, til dæmis því að ekki er hægt að veiða ótakmarkað. Ekki aðferð til veiði- stjómunar Hér að framan hefúr verið sagt að veiðileyfagjald sé ekki aðferð til þess að stjórna fiskveiðum. Verði lagt á veiðileyfagjald, þarf engu að síður að beita sérstakri aðferð til þess að stjóma veiðunum. Samt sem áður var lengi umræða um veiðileyfagjald sem aðferð við veiðistjómun. Mér virðist að flestir þeir, sem þannig töl- uðu og skrifuðu, hafi nú áttað sig á því að ekki er hægt að setja sama- semmerki milli veiðileyfagjalds og veiðistjómunar. Engu að síður er ennþá uppi umræða um að leggja veiðileyfagjald á sjávarútveginn. Að mínu viti getur það vel komið til greina og hef ég oft sagt það áður. Hverjum manni ætti að vera ljóst að sjávarútvegurinn hefur sín tak- mörk og með vaxandi fólksfjölda verður að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið, enda hefur um það ver- ið rætt um Ianga hríð. Þó áttu menn varla von á að jafn stutt væri í að hægði á möguleikum í sjávarútvegi og raunin hefur orðið. Það verður til þess að skjótra viðbragða þarf við, ef ekki á að verða varanlegt atvinnu- leysi. En hvernig atvinnustarfsemi á að leitast við að byggja upp? Samkeppni við sjávar- útveginn íslenskur sjávarútvegur hefur verið gjöfull og nægt til þess að við höfum komist efnahagslega í röð fremstu þjóða í heiminum. íslenskur sjávar- útvegur, sem ekki hefur notið ríkis- styrkja, hefur staðið sig í samkeppni við sjávarútveg annarra þjóða, sem oftar en ekki nýtur mikilla ríkis- styrkja. Það hlýtur því að teljast vafa- samt að leggja sérstakan skatt á ís- lenskan sjávarútveg, veiðileyfagjald, sem varla þekkist annars staðar og skekkir samkeppnisstöðu hans enn meira. En við skulum samt ekki úti- loka þann möguleika Hinn gjöfúli sjávarútvegur hefúr gert það að verkum að aðrar framleiðslugreinar hafa oft átt erfitt uppdráttar. En þar kemur að vísu fleira til, en það verð- ur ekki rætt frekar. Lengi hefúr ver- ið lögð áhersla á að byggja upp fram- leiðsluiðnað fyrir innlendan markað og að freista þess jafnframt að vinna markað erlendis. Vonir voru bundn- ar við að EFTA-samstarfið gæfi okk- ur möguleika á auknum útflutningi iðnaðarframleiðslu. Þær vonir brugðust. Nú hafa menn sams konar vonir í sambandi við EES. Líklegra er að þær vonir bregðist einnig, nema því aðeins að okkur takist að byggja upp sterka framleiðslustarf- semi sem geti keppt við framleiðslu- starfsemi annarra EES-landa. Hug- myndir um hvaða framleiðslustarf- semi það gæti orðið eru fremur fá- skrúðugar. En þessi vandkvæði hafa mjög tengst umræðunni um veiði- leyfagjald á sjávarútveginn. Sjávar- útvegurinn fengi veiðileyfagjaldið uppborið með fleiri íslenskum krón- um í tekjur, þ.e.a.s. með Iægra gengi ísl. krónunnar. Samkeppnisstaða annarra atvinnuvega yrði betri ef gengið væri lægra skráð. Að sjálf- sögðu er hægt að ræða þetta, en rétt er þó að huga að öðru fyrst. Nýjar atvinnugreinar Hugmyndimar um stóriðju hafa frá upphafi miðast við að koma upp, til hliðar við sjávarútveginn, atvinnu- greinum sem gætu keppt við hann, án þess að gera þyrfti sérstakar ráð- stafanir til þess að gera hann óhag- kvæmari en hann í raun og veru er. Þar sem ég heyrði til umræðna um framtíðarþróun íslensks atvinnulífs á áttunda og níunda áratugnum var jafnan lögð áhersla á að við þyrftum að leita tækifæra sem gæfú kost á góðum tekjum og ekki lakari en sjávarútvegurinn hefur getað haldið uppi. Á þeim tíma var mjög horft til hátækniiðnaðar og raunar margs konar annarra möguleika á sviði há- tækni en þeirra, sem beint geta talist til iðnaðar. Hátækniiðnaður hefur nú slitið bamsskónum og sannað til- verurétt sinn, en hann er ennþá allt- of smár í sniðum til þess að hann gegni því hlutverki sem þarf. Þá var einnig gert ráð fyrir að fiskeldi gæti staðið sjávarútveginum á sporði um tekjur. Sú von hefur bmgðist í bili. Loðdýrarækt var aftur á móti fremur ætlað það hlutverk að styrkja at- vinnustarfsemi sem fyrir var í sveit- um landsins. Breytíngar með efna- hagssamruna Með innri markaði Evrópubanda- lagsins og Evrópska efnahagssvæðis- ins, sem væntanlega verður til innan skamms, er gert ráð fyrir að fram- leiðsla leiti þangað sem ódýrast er að framleiða. Það verður til þess að inn- fluttar vörur verða ódýrari en nú er. Það gæti leitt til þess að innlendur iðnaður færi halloka, enn frekar en orðið er, og má hann þó ekki við miklu. í þeirri stöðu gætum við átt tveggja kosta völ: Annað hvort að halda uppi atvinnustarfsemi sem ekki gæti keppt við hagkvæma fram- leiðslu annarra Evrópuríkjanna og láglaunasvæða Suðausturasfu nema með lágum launum, miklu lægri en nú þekkjast. Hinn kosturinn væri að búa við stöðugt atvinnuleysi. í þeirri stöðu getur komið til umræðu að taka upp veiðileyfagjald á sjávarút- veginn til þess að jafna aðstöðu at- vinnugreina og halda fremur upp láglaunastarfsemi en engri. Ef til vill er staða okkar nú þegar orðin þann- ig að réttlætanlegt sé að ræða þenn- an kost. Pólitísk ákvörðun Ef við ætlum að halda stöðu okkar meðal vestrænna þjóða, tökum við hvorugan þennan kost ónauðugir. Þess í stað hljótum við að leita fram- leiðslutækifæra sem geta keppt við sjávarútveginn, án þess að hann sé vitandi vits gerður óhagkvæmur með því að leggja á hann auðlinda- skatt. Sjávarútvegurinn mun berjast með kjafti og klóm gegn auðlinda- skatti; hins vegar er slíkur skattur engan veginn hans einkamál. Það er pólitísk ákvörðun hvar við reynum að halda okkur í lífsgæðum, hvort það verður meðal þeirra sem búa við tiltölulega góð lffskjör, eða meðal þeirra sem við lakari Íífskjör búa. Inn á þá pólitísku ákvörðun getur fléttast hvort rétt sé að leggja á veiðileyfa- gjald. En það er löngu orðið tíma- bært að allir geri sér grein fyrir því að ekkert samhengi er á milli veiði- leyfagjalds og veiðistjórnunar. Að halda uppi umræðu á þeim grund- velli er fáránlegt Það hefur heldur ekki fundist neinn ásættanlegur flöt- ur á að beita veiðileyfasölu við stjóm fiskveiða. Ef einhver finnur slíkan flöt, er sjálfsagt mál að ræða hann. Höfundur er formaöur Vlnnumilasam- bands samvlnnufilaganna. Bjöm S. Stefánsson: EES: Atvinnuleysi af fimm ástæðum í Evrópska samfélaginu (ES) hefur lengi verið miklu meira atvinnuleysi en íslendingar hafa kynnst lengi. í samningnum um EES felst að koma á því efnahagskerfi sem gildir í ES á hveijum tíma. Það er kallað samkeppnis- reglur og er kjami hans. Eftir því sem ég hef hugsað meira um þau áhrif, sem þær mundu hafa hér á landi, sýnist mér atvinnuleysið þar ekki vera annað en eðlileg og óhjákvæmileg afleiðing af reglunum. Mér sýnist meira að segja liklegt að reglumar myndu leiða til enn meira atvinnuleysis hér en er víða ytra, vegna sérstakra ástæðna hér á landi. Fyrsta ástæðan til aukins atvinnuleys- is hér á landi með EES- samningnum er að hann leyfir ekki að verkalýðsfélög bægi útlendingum frá vinnu. Það er nóg að atvinnurekandi vilji ráða fólk til að það geti komið til starfa og það þarf ekki að fara aftur þegar ráðningu er lokið og má taka með sér skyldulið. Önnur ástæða til aukins atvinnuleysis er að sjálfstætt starfandi mönnum er heimilt að hefia störf hér. Það þarf ekki marga úr hópi 380 milljóna manna, sem hingað kæmu aðeins af ævintýra- mennsku til fárra ára dvalar hver, til að þrengja atvinnu íslendinga. Það er eins með þá að þeir geta tekið með sér skyldulið sitL Þriðja ástæðan er að samkeppnisregl- umar taka fyrir að gripið sé til sértækra ráðstafana til að koma hjólum atvinnu- lífsins á stað. fslendingar þekkja það af reynslu að opinberar aðgerðir geta verið eina ráðið til þess. Því veldur hvað mörg atvinnusvæði eru smá og áföllin því harkalegri en þar sem atvinnurekstur stendur víða fótum. Um slíkar sértækar aðgerðir er gjama ágreiningur. Þeir sem eru þeim andvígir, fá með samkeppnis- reglunum tækifæri til að bregða fæti fyrir slíkar ráðstafanir með því að kæra þær. Það slævir vitaskuld framtak og áhuga, ef fólk sér fram á að úrræði f at- vinnumálum eru ekki beint f þágu þess, heldur fyrir hvem sem er úr þjóðahafi meginlandsins. Hver er sjálfum sér næstur. Þetta er fiórða ástæðan til at- vinnuleysis í efnahagskerfi EES. Þá er að nefria atvinnu sem lylgir þjón- ustu hins opinbera. Almenningur mun sætta sig verr við að greiða skatta til slíkrar þjónustu, ef fólk fær á tilfinning- una að talsvert af því fé fari til útlend- inga sem það finnur ekki til samkenndar með. Þá fá þeir, sem alltaf hafa viljað draga úr slíkri þjónustu, aukinn styrk á Alþingi og í sveitarstjómum og atvinna við hana minnkar. Þetta er fimmta ástæðan til þess að EES- kerfið mundi auka á atvinnuleysi hér á landi. Höfundur er dr. sclenL og rannsakar þjóö- fölaglð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.