Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 3. nóvember 1992
Tíminn 9
DAGBÓK
Finnsk kvöld í Listasafni
íslands
í tilefni af sýningunni Finnsk aldamó-
talist, sem nú stendur yfir í Listasafni fs-
lands, stendur safnið fyrir „finnskum
kvöldum" fimmtudagana 5. og 12. nóv-
ember n.k. kl. 20.30. Gestum verður
boðið upp á ieiðsögn um sýninguna,
finnskar veitingar og fyrirlestur. Fyrra
kvöldið, þann 5. nóvember, ræðir finnski
sendiherrann, hr. Hákan Branders, um
stjómmál í Finnlandi og seinna kvöldið,
12. nóvember, ræðir Hmo Karlsson um
fmnskar bókmenntir um og eftir síðustu
aldamóL Miðapantanir og sala er í Lista-
safni íslands alla daga nema mánudaga
kl. 12-18.
Námskeió í sálrækt
Gunnar Gunnarsson sálfræðingur hef-
ur undanfarin ár verið með hópnám-
skeið fyrir fólk á öllum aidri. Gunnar
leggur áherslu á tengsl líkama og sálar
og að allir geti tekið ábyrgð á og stjómað
sál-Iíkamlegum einkennum eins og
kvíða, spennu og verkjum. Unnið er út
frá ýmsum aðferðum líkamsmeðferðar
(„body therapy“), svo sem lífefli, gestalt,
líföndun, dáleiðslu, slökun og kvíða-
stjómun.
Námskeiðið er í 7 skipti, eitt kvöld í
viku. Skráning stendur yfir. Upplýsingar
í síma 641803.
Frá Félagi eldri borgara
Fimmtudaginn 5. nóvember kl. 15 verð-
ur fræðslu- og kynningarfundur í Ris-
inu. Fjallað verður um málefni er varða
eldra fólk, svo sem tryggingar, útiveru,
tómstundir, hreyfingu, mataræði og
læknisfræðileg úrræði til að draga úr
ellihrömun.
Fyrirlesarar verða: Þór Halldórsson
læknir, dr. Sigrún Stefánsdóttir frétta-
maður, Ásta R. Jóhannesdóttir deildar-
stjóri, og Þorsteinn Einarsson fyrrv.
íþróttafulltrúi.
Félagsmenn em hvattir til að mæta og
taka með sér gesti.
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIb ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
Varanleg lausn
á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfrí.
Margir litir. Staðgreiðsluafsiáttur.
Einnig sólbekkir og borðplötur í mörgum litum.
Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum.
Sterkt og fallegt.
Marmaraiðjan, Höfðatúni 12.
Sími 629955. Fax 629956.
Námskeið og próf til að
öðlast leyfi til verðbréfa-
miðlunar
Vegna setningar nýrrar reglugerðar, nr. 138 frá 24. apríl
1992, um námskeið og próf til að öölast leyfi til verðbréfa-
miðlunar, hefur verið ákveðið að endurskoöa fyrirkomulag
námskeiðshalds og námsefni. Af þessum sökum verður ekki
unnt að halda námskeið og próf til að öðlast leyfi til verð-
bréfamiölunar í vetur. Stefnt er að því að næsta námskeið
hefjist haustið 1993 og verður það auglýst sérstaklega.
Reykjavík, 30. október 1992
Viðskiptaráðuneytið Prófnefnd verðbréfamiðlara
------------------------------------------------------.
1í
Móðir mín, tengdamóöir, amma og systir
Steinunn Ólafsdóttir
Stigahlíð 24
lést 29. október s.l. á Landspltalanum.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 5. nóvember n.k. kl.
13.30. Jarösett veröur I Hafnarfiröi.
Ólafur Arnars Elín S. Gunnarsdóttir
Steinunn A. Ólafsdóttir Gunnar A. Ólafsson
Elísa A. Ólafsdóttir Hildur A. Ólafsdóttir
Björgvin Ólafsson
'• . ■■■ ■■:■
■iSÍL.
Meöal hversdagslegra verka hertogaynjunnar er aö fara meö dæt-
ur sínar í skólann og sækja þær. Beatrice er oröin svo stór, fjögurra
ára, að hún er komin I „alvöruskóla" og klæöist skólabúningi.
Hertogaynjan
af York getur
nú um frjálst
höfuö strokið
Sarah Ferguson, hertogaynja af
York, er aftur farín aö líkjast
sjálfri sér eins og hún var áöur
en hún varö bitbein slúöurfrétt-
anna.
»
1 spegli
Timans
Nú eru liðnir einir átta mánuðir
síðan Sarah Ferguson, hertogaynja
af York, varð að þola algera niður-
lægingu fyrir að hafa sýnt „ósæmi-
lega“ framkomu, ekki á almanna-
færi heldur bak við háan garð um-
hverfís sundlaug þar sera hún var,
ásamt prinsessunum sínum, í nán-
um félagsskap við ókunnan karl-
mann. I kjölfarið kom skilnaður
við hertogann, Andrew, eins og
menn muna.
Nú virðist lífið vera að færast í
eðlilegri skorður hjá hjónunum
fyrrverandi. Hertoginn, sem áður
varði mestum tíma sínum á sjón-
um, eyðir nú meiri tíma í landi og
sinnir skyldum sínum sem drottn-
ingarsonur. Og Sarah fær að mestu
leyti að vera í friði fyrir forvitnum
fréttasnápum.
Þegar Sarah giftist inn í fjöl-
skyldu Elísabetar drottningar var
hún þybbin, lífsglöð stúlka með
mikið eldrautt hár. Hún gerði sitt
besta til að líkjast svilkonu sinni,
hinni dáðu Díönu prinsessu af Wa-
les, fór í megrunarkúr og lét klippa
hárið stutt. Og lífsgleðinni reyndi
hún að halda í skefjum.
Nú vekur það athygli, þegar
Sarah verður á vegi blaðaljósmynd-
ara, að hún er farin að líkjast meira
Söruh frá því í gamla daga. Hárið
hefur síkkað og kílóunum fjölgað.
Og ekki er annað að sjá en að hún sé
bærilega ánægð með lífið þegar hún
fylgir dætrunum Beatrice, fjögurra
ára, og Eugenie, tveggja og hálfs, í
skólann og sækir þær aftur. Þá er
tekið eftir því að oftar en ekki má sjá
Eugenie í notuðum kjólum af stóru
systur, sem er aftur á móti komin í
skólaeinkennisbúning.