Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.11.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 3. nóvember 1992 Freyja, félag framsóknar- kvenna í Kópavogi Almennur fundur I Freyju verður haldlnn aö Digranesvegi 12 fimmtudaginn 5. nóv- ember kl. 20.30. Stef fundarins: Hvert land bjargast við sln gæöi. Á dagskrá verður m.a. hvatning, félagsmá! og fræðsluefni. Freyjukonur eru hvattar til aö mæta og taka meö sér gesti. Sqómln Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 9. nóvember 1992, ki. 20:30, að Hótel Lind. Dagskrá: Kl. 20:30 Setning: Valdimar K. Jónsson formaður. Kosning starfsmanna fundaríns. Skýrsla stjómar a) formanns, b) gjaldkera. Kosningar a) Formanns. b) Aöalmanna I stjóm (5) og varamanna (3). c) Tveggja endurskoöenda og eins til vara. d) Aðal- og varamanna I miöstjórn (8). e) Aðal- og varamanna I stjóm Húsbyggingasjóðsins (3). Kl. 21:15 Stjómmálaviðhorfið: Steingrlmur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins. Efnahags- og kjaramál: Bolli Héöinsson, stjómandi málefnahóps. Umræður. XI. 23:15 Ónnurmál. Stjómln Félagsvist Hin áriegu spilakvöld Framsóknarfélags Ámessýslu hefjast 6. nóvember kl. 21 I nýja félagsheimilinu Þingborg I Hraungerðishreppi. Spilað verður I Aratungu 13. nóvem- ber kl. 21. Aöalverðlaun utanlandsferð. Góö kvöldverðlaun. Stjómln Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 15. nóvember, 29. nóvember, 13. desember og 10. Janúar. Auk kvöldverðlauna verða ein heildarverðlaun: Dagsferð fyrir 2 með Flugleiöum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Reykjavík Fulltrúaráð framsóknarfélaganna I Reykjavlk hefur opnað skrifstofu að Hafnarstræti 20, 3. hæð. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 13:00-17:00. Stjóm fulltrúaráóslns. Hafnarfjörður Framsóknarfélögin I Hafnarfiröi hafa opna skrifstofu að Hverfisgötu 25 á þriöjudags- kvöldum frá kl. 20.30. Lltiö inn, fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö. Stjómlmar Keflavík — Suðurnesjamenn Vetrarstarfið er hafið. Opið hús alla mánudaga kl. 20.30. Mætum öll. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögln I Keflavik. Stjórnmálanefnd Landssam- bands framsóknarkvenna heldurfund þriðjudaginn 3. nóvember n.k. kl. 17 I Hafnarstræti 20, III. hæð. Til umræðu eru: Pólitlskar áherslur á Flokksþingi. Allar framsóknarkonur hjartanlega velkomnar. Kópavogur — Opið hús Framsóknarfélögin I Kópavogi hafa opið hús á laugardögum kl. 10-12 að Digranes- vegi 12. Lltið inn, fáiö ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarfélögln Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og með 1. október verður opið hús I Framsóknarhúsinu aö Brákarbraut 1 á þriðjudögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og veriö hefur undanfarin ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu veröa til viötals á þessum tlma og ennfremur eru allir, sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögðu verður hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfélag Borgamess. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og samúö viö andlát og útför móöur okkar og ömmu Guömundínu Sigurveigar Stefánsdóttur Blönduhlfö 6, Reykjavík Sigurður Slgurösson Sæunn Andrésdóttir Unnur S. Vilbergsdóttlr Gunnar M. Hansen Hafdís Stelngrímsdóttir Hafliöi Kristbjömsson barnabörn og barnabarnabörn Þorbj örg Pálsdóttir frá Stóru-Brekku í Fljótum Fædd 14. nóvember 1910 — Dáin 26. október 1992 Kveðja frá sonarsonum Friðsœl nóttin heldur hingað enn um himingeim í dagsins auða sceti, hún spinnur rökkur silkið og svcefir þregtta merm og sigrar dagsms örm og kæti, svo góðum draumum andarhún gfir hljóðar sveitir og allt, sem hugurþráir, hvtldin veitir. Glegmist þá böl og sorg. Ég sofha rótt og sé í fjarska bjarma ffá draumalöndum, því svefnsins englarþeir lœðast létt og hljótt og legsa þregttan hug úr dagsins böndum. 0, móðir nótt, ég fell í þirm faðm og læt mig dregma, ég flgg á töfraklceði um þína heima. Með þessu ljóði langar okkur að kveðja ömmu okkar Boggu, sem lést á sjúkrahúsinu f Neskaupstað 26. okt. s.l. eftir skamma legu þar. Amma var okkur bræðrunum hlý og góð amma og þótti okkur ætíð gott að hafa hana hjá okkur í Bugðu- tanganum. Einatt sagði hún okkur sögur úr sveitinni þar sem þau bjuggu Hjalti afi (sem nú er látinn) og amma lengst af, og voru það okkur ómet- anlegar perlur sem við munum geyma í hugum okkar og verðum við ætíð þakklátir fyrir þær stundir. Eitt það skemmtilegasta, sem amma gerði þegar hún kom til okk- ar, var að spila á spil og var þá oft glatt á hjalla. Lúmskan grun höfðum við um að gamla konan hefði ekki alltaf rétt við í þeim efnum, en enginn hló meir né skemmti sér betur yfir þessu öllu en amma. Ekki fleiri sögur, ekki fleiri spil, rödd ömmu er hljóðnuð. En eftir eigum við minningarnar, þær tekur enginn frá okkur. Verði svo amma Bogga kært kvödd og ósk- um við henni góðrar ferðar til nýrra heimkynna þar sem vel verður tekið á móti henni. Hún fór sátt við guð sinn og guð var sáttur við hana. Hvfii hún í friði. BirgirÆgir, Hermann Páll og Sigurður Trausti Traustasynir Mig langar til að minnast Boggu frænku minnar örfáum orðum, en fyrstu kynni mín af henni voru þeg- ar ég var lítill gutti í sveit á Stóru- Þverá í Fljótum hjá ömmu Þóru, sem var systir Boggu. Bogga bjó þá ásamt Hjalta manni sínum og börn- um í Stóru-Brekku í sömu sveiL Böm þeirra Óskar, Trausti og Ásta, voru þá enn í heimahúsum, en Gurí var flogin úr hreiðrinu. Milli bæj- anna var tæprar hálfrar stundar gangur og var það mikil ánægja fyr- ir mig að fá að fara þangað á sunnu- dögum. Ég leit auðvitað upp til krakkanna og þótti vænt um þegar þau léku við mig, en það gerðu þau, þó aldursmunurinn væri talsverður. Dagarnir voru fljótir að líða við ým- iss konar leiki, úti ef vel viðraði, en inni við ýmiss konar spilamennsku, (Pétur Hanneuon) ef eitthvað var að veðri. Þama fékk ég góða æfingu bæði í lúdó og mata- dor, en þá var matador mjög einstakt og merkilegt spil sem ekki var til á hverjum bæ. Var mikið fjör í spila- mennskunni og ekkert kynslóðabil, því gjaman tók fullorðna fólkið þátt í leiknum. Þegar ég var 10 ára hætti ég að fara í sveit í Fljótin og hitti ég fjölskyld- una í Stóru-Brekku því sjaldnar. Næst þegar leiðir okkar Boggu liggja saman, em þau Hjalti flutt í Gyðufell 4 í Reykjavík. Ég var þá kominn með bflpróf og fengu hún og Hallfríður systir hennar, sem þá var nýbúin að eignast bfl, mig til að vera bflstjóri í „vísitasíu" norður í Skagafjörð. Þannig fórum við nokkrar ógleym- anlegar ferðir, sem voru líka fróðleg- ar fyrir mig, því þær þekktu mörg kennileiti á leiðinni, og þegar nær dró Skagafirðinum þekktu þær einnig bæina og einhver deili á ábú- endum. Fyrst gistum við á Sauðárkróki, en þangað hafði amma flutt á dvalar- heimili aldraðra. Þar slóst hún í för með okkur og var farið í Fljótin. Þegar þetta var voru margir af nán- um ættingjum okkar í Fljótum og því komið við á mörgum bæjum. Nú hófst „vísitasían" fyrir alvöru. Alls staðar var tekið í spil og þá var nú glatt á hjalla. Þá fannst mér ekki síð- ur gaman að sitja álengdar og hlusta á systkinin rifja upp gamla daga. Já, margar eru minningamar frá veru minni í Fljótum bæði fyrr og síðar, og eru margir sem þar koma við sögu, en of langt mál yrði að geta þeirra allra hér. Þegar þær amma, Bogga og Halla voru einar náðu þær vel saman, enda voru þær samrýndar. Þegar verið var að spila, þar sem ég var fjórða hjólið undir vagninum, gáfu þær sér alltaf tíma til að rifja upp gamla daga og yljuðu sér við minn- ingamar. Bestu minningar mínar um Boggu eru frá því að ég var í skóla í Reykja- vík. í tvö ár skutu þau hjónin yfir mig skjólshúsi. Ég var hjá þeim heiðurshjónum í fæði og húsnæði. Þau voru mér eins og fósturforeldrar og dekmðu við mig. Til dæmis var það, að skömmu eftir að ég kom til þeirra, bráðvantaði þau skrifborð til eigin nota. Þessu skrifborði var val- inn staður í herberginu sem ég hafði til afnota, og mátti ég nota það eins og ég vildi. Ég er viss um að ef ég hefði ekki komið í húsið hefðu þau aldrei þurft skrifborð. Þetta er að- eins lítið dæmi um umhyggjusemi þeirra í minn garð. Mér leið að vonum mjög vel þá tvo vetur sem ég dvaldi hjá þeim. Þá var ekki minna virði að fá að kynnast þeim svo náið sem ég gerði þennan tíma. Einnig kynntist ég vinum þeirra og fjölskyldu sem komu í heimsókn. Böm þeirra komu oft, og var gaman að endumýja kynnin við þau eftir að við vomm öll orðin full- orðin. Þau höfðu eignast sínar fjöl- skyldur, og vom bamabömin au- fúsugestir hjá ömmu og afa. Ég votta bömum Boggu og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð mína. Ólafur Þór Jóhannsson Okkur langar að minnast ömmu okkar, Þorbjargar Pálsdóttur. Við minnumst hennar sem góðrar vin- konu, því við gátum alltaf sagt henni allt sem okkur lá á hjarta og hún var alltaf reiðubúin til að hjálpa okkur þegar við þurftum á henni að halda. Er við komum í heimsókn tók hún alltaf mjög vel á móti okkur og bauð þá oft upp á nýlagað kaffi og nýbak- aðar kleinur eða pönnukökur. Hún var einstaklega handlagin og við minnumst þess aldrei að hún hafi ekki verið að prjóna lopapeysu eða mála dúka þegar við komum. Einnig var hún mikil spilamanneskja og fór oft í Gerðuberg til að spila brids eða vist, en heima spiiaði hún alltaf rommý við okkur og vann yfirleitt, og ef við vildum vita hvemig hún færi að hló hún alltaf en gaf ekkert upp. Okkur þótti mjög vænt um hana og munum sakna hennar mik- ið. Stefán, Hugrún, Eiva og Guðný Helga Guðmundsdóttir Kveðja frá Framsóknarfélagi Garðabæjar Þegar sumarið var að kveðja og vet- ur að ganga í garð kvaddi frú Helga Guðmundsdóttir á Bólstað þetta jarðlíf. Eins og oft vill verða, kom andlát hennar á óvart, þótt hún hafi átt við vanheilsu að stríða um langt skeið. Hér verður ekki rakinn æviferill Helgu, en að leiðarlokum skulu bomar fram þakkir fyrir starf henn- ar í Framsóknarfélagi Garðabæjar um fjölda ára. Við minnumst dugn- aðar hennar og ósérhlífni í öllum fé- lagsstörfum og lifandi áhuga á fram- gangi þeirra mála sem unnið var að. Þegar kom að kosningum, hvort sem var til Alþingis eða bæjarstjóm- ar, var Helga óþreytandi og mætti manna fyrst til starfa og fór þá oftar en ekki síðust af vettvangi, þrátt fyr- ir að hún hefði stórt heimili um að hugsa, ásamt annarri vinnu, og hefði þar af leiðandi í mörg hom að Iíta, svo mörgum hefði þótt æði nóg. Kunnugleiki þeirra hjóna Helgu og Ólafs Vilhjálmssonar á málefnum Garðabæjar, sérstaklega áður en byggðin breyttist úr fámennu sveit- arfélagi í bæ, var góður gmnnur til að byggja á. Það var skemmtilegt að vera með Helgu á þessum stundum og verða vitni að þessum brennandi áhuga og trú á málstaðinn, sem ein- kenndi allt hennar starf. Einnig hvemig hún óafvitandi hvatti aðra til athafna, ekki síst með hógværð sinni og jákvæðu viðhorfi. Eitt af því mikilvæga á vegferð okk- ar í lífinu er samfylgdin við það fólk, sem við verðum samferða af einni eða annarri ástæðu. Eðlilega verða kynnin mismikil og skilja mismikið eftir í hugum okkar. Persónulegra kynna minna af Helgu á Bólstað verður mér ávallt Ijúft að minnast. Það var notalegt að eiga hana að samfylgdarmanni um tveggja ára- tuga skeið og minnast þess hve hún var trygg og traust í allri sinni fram- göngu. Ólafi vini mínum, bömum, tengda- bömum og afkomendum vottum við einlæga samúð. Einar Geir Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.