Tíminn - 21.11.1992, Page 1
Laugardagur
21. nóvember 1992
190. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Atvinnumálanefnd ekki samstíga í gengismálum. Fulltrúar Vinnumálasambandsins viðskila
við ASÍ og VSÍ í nefndinni. Árni Benediktsson:
VMS vill 34% gengis-
fellingu undir eins
Fulltrúar Vmnumálasambands samvinnufélaganna hafa oröiö við-
skila við fulitrúa Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasam-
bandsins í viðræðum um efnahagsmál í Atvinnumálanefnd ríkis og
aðila vinnumarkaðarins í afstöðunni til gengismála. ASÍ og VSÍ eru
andsnúin gengisfellingu, en Ami Benediktsson, framkvæmdastjóri
og fulltrúi VMS í Atvinnumálanefnd, segir að úr því sem komið er
sé ekki möguleiki að ná endum saman öðruvísi en að felia gengi
krónunnar strax um 3%-4%.
Árni Benediktsson segir að fram til
þessa hafi Vinnumálasambandið
staðið fast á því, ásamt fulltrúum
ASÍ og VSÍ innan Atvinnumála-
nefndar, að gengi íslensku krón-
unnar mætti ekki breytast. Um
þetta hafa menn verið sammála og
einnig um það að tíminn væri að
renna út.
„Við höfum misst tíma, hann er
farinn og nú komumst við ekki hjá
gengishniki uppá 3%-4%. Ef það
dregst þá verða það stærri tölur,
þannig að það skiptir máli að fram-
kvæma hlutina strax," segir Árni.
Hann segir að það hefði skipt höf-
uðmáli að koma í veg fyrir að geng-
ið félli, en nú sé það bara ekki hægt
lengur. Árni segir að þær breyting-
ar, sem þurfi að gera á gengi krón-
unnar, séu það iitlar að þær eigi
ekki að hafa mjög veruleg áhrif til
röskunar á stöðugleikann í efna-
hagslífinu, sem er mjög mikilvægt.
En eftir því sem tíminn líður án
þess að nokkuð sé aðhafst í gengis-
málum krónunnar, verður gengis-
fellingin einungis stærri og áhrifa-
meiri.
Enginn formlegur fundur var í
gær í Atvinnumálanefndinni, en
vitað er að forseti ASÍ og fram-
kvæmdastjóri VSÍ hafa átt óform-
legar viðræður, sem einkum miða
að því að koma í veg fyrir að gengi
krónunnar verði fellt. Ekkert sam-
band var haft við fulltrúa Vinnu-
málasambands samvinnufélaganna
í Atvinnumálanefndinni, væntan-
lega vegna þess að afstaða þeirra til
gengismálum er önnur en ASÍ og
VSÍ. Það er því viðbúið að ekki náist
samkomulag í nefndinni um tillög-
ur í atvinnu- og efnahagsmálum
um þessa helgi, eins og getum hef-
ur verið leitt að.
Árni Benediktsson segir að þrátt
fyrir að VMS sé ekki samstíga full-
trúum ASÍ og VSÍ til gengismála,
séu þeir alls ekki hættir störfum í
Atvinnumálanefndinni, nema síður
sé. -grh
Samtök atvinnulausra:
FENGU GEFINS
19 TONN AF
TINDABIKKJU
Aflanýtingarnefnd hefur gefið Samtökum atvinnulausra 19 tonn
af heilfrystrí tindabikkju úr Aflakaupabankanum, sem samtökin
munu selja á Faxamarkaði í dag, laugardag.
Halldór Pétur Þorsteinsson,
„bankastjóri" Aflakaupabankans,
segir að verið sé að taka saman
vinnsluleiðbeiningar á vannýttum
fisktegundum, sem væntanlega
verða gefnar út í byrjun næsta árs.
Hann segir að bankinn sé við-
skiptavaki fyrir vannýttar fiskteg-
undir og eigi að opna augu fólks
fyrir þeim möguleikum, sem felast
í fisktegundum sem til þessa hafa
ekki verið nýttar sem skyldi. Þar
má m.a. nefna hákarl og háf, svo
nokkuð sé nefnt. Aflakaupabank-
inn hefur eingöngu keypt af frysti-
togurum og þeim bátum, sem geta
fryst sinn afla.
Þá er markmið bankans dálítið
annað en hinna hefðbundnu
banka, sökum þess að Aflakaupa-
bankinn stefnir m.a. að því að eiga
sem minnstar innistæður og
hræðist ekki sjóðþurrð nema síður
sé. -grh
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði það vera alveg dæmigert að á sama tíma
og verið væri að ræða um auknar álögur á launamenn væri verið að minnka skatta á Kóka Kóia, Eim-
skip, Heklu, Aðalverktaka og önnur stórfyrirtæki. Tímamynd: Ami Bjama
Dagsbrúnarfundur í Bíóborginni í gær. 300 Dagsbrúnarmenn atvinnulausir. Guðmundur J. Guðmundsson:
Gegn atvinnuleysi og fátækt
„Verkamannafélagið Dagsbrún á að
vera í fararbroddi að útrýma atvinnu-
leysi og fátækt í þessu landi. Til þess
er þessi fúndur og farseðillinn á ASÍ-
þingið,“ sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður félagsins, á
fúndi í Bíóborginni í gær.
Um þessar mundir em um 300 Dags-
brúnarfélagar atvinnulausir og uppi
em hugmyndir og tillögur sem miða
að því að auka álögur launamanna,
skerða áunnin réttindi þeirra á marg-
víslegum sviðum og jafnvel uppi hug-
myndir um nauðsyn þess að lækka
kaupið. Þetta kom fram í ræðu Guð-
mundar.
í ræðu sinni um atvinnu- og kjaramál
gagnrýndi Guðmundur J. harðlega
störf Átvinnumálanefndar fyrir seina-
gang og tillögur sem miða að því að
velta byrðum yfir á launamenn, á sama
tíma og ekkert lát virðist vera á offjár-
festingu í sjávarútvegi og tekið sé með
silkihönskum á þeim sem skammta
sjálfum sér laun og komast upp með
það í „hripleku" skattaeftirliti. „ísland
og Lúxemborg eru einu löndin þar
sem fjármagnseigendur þurfa ekki að
greiða skatta af fiármagnstekjum sín-
um.“
Formaðurinn brýndi það fyrir félög-
um sínum að það, sem af þeim yrði
tekið í áunnum félagslegum réttind-
um, myndi ekki fást til baka síðar meir
og skiptu þá engu hástemmd loforð
um annað.
Hann sagði að erfiðleikar í atvinnu-
og efnahagsmálum verði ekki yfirs-
tignir með því að ráðast á kjör verka-
fólks og gagnrýndi ennfremur lífeyris-
sjóðina harðlega fyrir það að áforma að
fjárfesta erlendis, þegar brýn nauðsyn
væri á að þeir veittu fé til framkvæmda
og nýsköpunar í atvinnulífinu. -grh
Tíminn í dag
Þing Alþýðusambands íslands,
hið 37. í röðinni, hefst á mánu-
daginn, þann 23. nóvember, og
því lýkur fostudaginn 27. nóvem-
ber.
Þingið verður haldið í skugga yf-
irstandandi efnahagserfiðleika og
vaxandi atvinnuleysis og er ekki að
efa að þinghaldið muni mjög mót-
ast af því og að fulltrúar muni
leggja sig fram um að finna og
benda á leiðir út úr vandanum.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, hefur lýst yfir að hann gefi
ekki kost á sér til forsetakjörs og
veröur því nýr forseti kjörinn á
þinginu. Forseta- og varaforseta-
kjör mun fara fram á miðviku-
dagsmorgni.
Tíminn í dag er helgaður ís-
lensku atvinnulífi og launafólki.
Helgarviðtalið á blaðsíðu 8-9 er
við Reyni Húgason, formann
Landssamtaka atvinnulausra.
Fréttaskýring um ASÍ-þingið er á
blaðsíðu 10 og viðtöl við iðnráð-
gjafa á landsbyggðinni eru á blað-
síðum 12,14 og 15. —sá
JtirefU j-s # N0RSKA FISKILÍNAN # LJrJLJ
Skútuvogi 13 • 104 Reykjavík • Sími 91-689030 • Jón Eggertsson • Símar 985-23885 & 92-12775