Tíminn - 21.11.1992, Page 2
2 Tíminn
Laugardagur21. nóvember 1992
Hafnarhreppur eyddi nær öllu útsvari hreppsins á
síðasta ári í að greiða kostnað við yfirstjórn:
Eyðir nær 40%
tekna í kostnað
við yfirstjórn
Nærri 40% af tekjum Hafnarhrepps á síðasta ári fóru í að greiða
kostnað við yfirstjóm sveitarfélagsins. Nær allt útsvar sveitarfé-
lagsins fór í að greiða þennan kostnað. Kostnaður við yfirstjóra er
elnnig mjög hár á Suðureyri, í Þingvallahreppi, í Hrísey og á Stöðv-
arfirði.
Heildartekjur Hafnarhrepps á síð-
asta ári voru um 13 milljónir; þar af
fóru nærri 5 milljónir í yfirstjórn,
eða um og yfir 43 þúsund á hvern
íbúa sveitarfélagsins. Til saman-
burðar má nefna að sveitarfélagið
varði rúmum 3 milljónum til
fræðslumála, en það er annar
stærsti útgjaldaliður sveitarfélags-
ins, næst á eftir yfirstjórn. Hafnar-
hreppur innheimti rúmar 6 milljón-
ir í útsvar á síðasta ári og fór nærri
því öll sú upphæð til að greiða
kostnað við yfirstjórn sveitarfélags-
ins.
Til samanburðar má nefna Norður-
árdalshrepp í Mýrasýslu. íbúar eru
jafnmargir í báðum hreppunum,
eða 114. Á meðan Hafnarhreppur
eyðir 43 þúsundum á íbúa í yfir-
stjóm, kemst Norðurárdalshreppur
af með rúmar 8 þúsund krónur á
íbúa.
Suðureyrarhreppur eyðir næst
mest allra sveitarfélaga á landinu í
yfirstjórn, eða tæplega 32 þúsund á
hvem íbúa. Af 54,5 milljóna heildar-
tekjum sveitarfélagsins fara rúmar
11 milljónir í að borga kostnað við
yfirstjórn.
í þriðja sæti er Þingvallahreppur
með rúmar 30 þúsund krónur á
hvern íbúa í kostnað við yfirstjórn. í
fjórða sæti kemur Hrísey með rúm-
ar 22 þúsund krónur á íbúa og í
fimmta sæti er Stöðvarfjarðarhrepp-
ur með um 20 þúsund krónur á
hvem íbúa.
Það þarf fáum að koma á óvart að
lægstur er kostnaður við yfirstjóm í
Reykjavík, eða um 3.000 krónur á
íbúa. Þar á eftir kemur Akureyri
með 4.630 krónur á íbúa. Þessi
kostnaður er hærri í Hafnarfirði
(5.448 kr.) og í Kópavogi (5.118 kr.),
þrátt fyrir að þessi tvö sveitarfélög
Heimilisbókhald Neyt-
endasamtakanna; Nytsöm
og ódýr jólabók;
Lykillinn
að bættum
efnahag
„Tilgangur útgáfúnnar er aft auft-
velda fólki aft færa heimilisbók-
hald, sem í senn þarf aft vera ítar-
legt og einfalt," segir í tilkynn-
ingu frá samtökunum vegna út-
gáfu rítsins „Heimilisbókhald
Neytendasamtakanna — lykillinn
aft bættum efnahag".
Færslu heimilisbókhalds telja
samtökin eina af forsendum þess
að fjölskyldur geti haft stjóm á
fjármálum sínum og gert raun-
hæfar áætlanir. Og þessa hafi
sjaldan verið meiri þörf en nú.
Stuðst er við Heimilisbókhald NS
á þeim námskeiðum sem samtök-
in hafa haldið um hagsýni í heim-
ilishaldi, vítt og breitt um landið,
við mikla aðsókn. Heimilisbók-
haldið er 35 blaðsíður. Það er selt á
225 kr. á skrifstofú NS, sem sjá
mun um dreifingu þess út um
landið. Einnig verður hægt að
kaupa ritið í bókabúðum Máls og
menningar og Eymundssonar og
sömuleiðis í stórmörkuðum.
- HEI
séu með heldur færri íbúa en Akur-
eyri.
Þessar upplýsingar koma fram í ár-
bók sveitarifélaga fyrir árið 1992, en
hana gefur Samband íslenskra sveit-
arfélaga út. -EÓ
FJÖLBREYTT úrval af jólaskrauti frá Rússlandi og Þýskalandi — bjöllur, kúlur, englar, kerti og
jólasveinar — er meðal jólavarningsins, sem Harpa Jónsdóttir vekur hér athygli á hjá Jóla-jólamark-
aöi Hlaövarpans viö Vesturgötu í Reykjavík. Á listmarkaöi Hlaðvarpans er einnig að finna mikiö úrval
handgerðra íslenskra listmuna.
Tlmamynd Aml Bjama
Félagsmálaráðherra segir að Island búi við úrelta skipan sveitarfélaga í umdæmi:
Of mörg sveitarfélög
er helsta hindrunin
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði á fjármálaráð-
stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, að núverandi skipan sveit-
arfélaga í umdæmi væri helsta hindrun sem kæmi í veg fyrir nauð-
synlega endurskipulagningu í atvinnulífi landsmanna. Hún sagði að
taka verði mið af breyttu þjóðfélagi og sameina sveitarfélög. Efling
sveitarstjóraarstigsins sé vænlegasta Ieiðin til að snúa við þeirrí öf-
ugþróun, sem orðið hafi í byggðamálum.
„Forsenda þess að okkur auðnist að þeir kjósa að búa í Iandinu. Nauð-
færa okkur í nyt þau tækifæri og þá
sóknarmöguleika, sem við sannar-
lega eigum, er að við höfum mann-
dóm til að brjóta upp þá þætti
þjóðfélagsskipunar okkar sem
hindrar framþróun og halda okkur
í fjötrum. Núverandi skipting
landsins í sveitarfélög er sannar-
lega orðin ein helsta hindrun þess
að unnt sé að gera þær skipulags-
breytingar sem óhjákvæmilegar
eru, ef við eigum að geta tryggt
hagsæld íbúanna óháð því hvar
synleg framþróun atvinnulífs og
aukin verðmætasköpun til að
standa undir velferðarþjónustunni
og til að tryggja fólkinu örugga at-
vinnu, hrópar á umbætur í sveitar-
stjórnarmálum,“ sagði Jóhanna.
Jóhanna sagði að smæð sveitarfé-
laganna hindri að þau geti veitt
íbúum sínum ýmsa þjónustu, sem
talin er sjálfsögð í nútímaþjóðfé-
Iagi. Skortur á þjónustu leiðir til
þess að ekki verði til störf í þjón-
ustugreinum og atvinnulífið verði
því einhæfara fyrir vikið. Litlu
sveitarfélögin geti ekki veitt full-
nægjandi félagsþjónustu. Hún
benti á að minni hreppar verji
3,6% útgjalda sinna til félagsþjón-
ustu, stærri hreppar 7%, kaupstað-
ir 15% og Reykjavík 24%.
Jóhanna nefndi einnig að aldraðir,
sem háðir eru félagslegri þjónustu.
flytji til höfuðborgarsvæðisins. Á
síðustu 10 árum hafi t.d. íbúum 65
ára og eldri fjölgað um nær 1000
manns minna en búast hefði mátt
við. Öldruðum hafi fjölgað um
nærri 5000 manns á tímabilinu,
þar af fjölgaði öldruðum á höfuð-
borgarsvæðinu um 3700 manns en
um 1300 utan þess.
Jóhanna nefndi einnig sérstaklega
flutning ungs fólks á aldrinum 15-
24 ára frá landsbyggðinni til höfuð-
borgarsvæðisins. Hún sagði að á
Launin eru hæst í útgerðarbæjunum, en lægst í bæjum sem byggja á úrvinnslu
landbúnaðarvara:
Hæst laun eru greidd á
Skagaströnd og Súðavík
síðasta áratug hefði Iandsbyggðin
misst 1800-1900 ungmenni til höf-
uðborgarsvæðisins umfram það
sem eðlilegt getur talist.
Jóhanna sagði nauðsynlegt að
styrkja sveitarstjórnarstigið. Það
væri grundvöllur nútíma byggða-
stefnu. Hún vék að þeim, sem hafa
vantrú á nauðsyn sameiningu
sveitarfélaga, og sagði: „Við þá vil
ég segja: Skoðum hina sögulegu
þróun. Eða halda menn að það sé
tilviljun að vöxtur höfuðborgar-
svæðisins annars vegar og vöxtur
ríkisvaldsins hins vegar hafi farið
saman á kostnað landsbyggðarinn-
ar og sveitarstjórnarstigsins?
Halda menn það líka vera tilviljun
að þegar jafnvægi var í byggð
landsins var ríkisvaldið máttlítið
og sveitarstjórnarstigið aðal
stjórnsýslustig landsins?"
Jóhanna spurði einnig hvort það
væri sanngjarnt að fámenn sveitar-
félög geti komið í veg fyrir samein-
ingu, þegar stór og meðalstór
sveitarfélög í nágrenni þeirra vilja
sameinast. „Getur ekki allt eins
verið að fullyrðingar um að verið
sé að beita minnstu hreppana vald-
níðslu með sameiningarmálunum
breytist í andhverfu sína?“ sagði
Jóhanna. + -
Hæstu meðallaun á íslandi eru greidd í nokkrum útgerðarplássum
á landsbyggðinni og á Seltjaraaraesi og í Garðabæ. Lægstu meðal-
laun á landinu eru hins vegar greidd í sveitahreppum þar sem aðal-
atvinnuvegurinn er Iandbúnaður og þéttbýlisstöðum þar sem flestir
byggja afkomu sína á úrvinnslu landbúnaðarvara og þjónustu við
Iandbúnað.
Þetta má lesa út úr tölum í árbók
sveitarfélaga fyrir árið 1992, sem
Samband íslenskra sveitarfélaga gefúr
út.
í árbókinni eru birtar tölur yfir álagt
útsvar á hvem íbúa í einstökum sveit-
arfélögum. Tölumar gefa góða vís-
bendingu um meðallaun í einstökum
sveitarfélögum.
Hæstu meðallaun á íbúa eru sam-
kvæmt upplýsingum úr árbókinni
greidd á Skagaströnd. Hver íbúi
greiddi 78.039 krónur í útsvar að
meðaltali á síðasta ári á Skagaströnd.
Ekki er raunhæft að reikna út árslaun
út frá þessari tölu, því að inni í henni
em allir íbúar, jaifnt böm sem aörir
sem engar tekjur hafa.
Feðgar sýna Ijósmyndir
á Akranesi og tók þá mikið af mynd-
um, sem nú em orðnar góðar heim-
ildir um menn og málefni frá ámn-
um 1960 til 1970.
í gær var einnig gefið út 1. bindi
ritverksins Akranes, sem Jón Böðv-
arsson hefur skráð. Það fjallar um
tímabilið frá landnámi og til ársins
1885.
Feftgar, annar rannsóknarlögreglu-
maður og hinn ljósmyndari, opn-
uftu sameiginlega ljósmyndasýn-
ingu á Akranesi í dag, í tilefni 50
ára afmælis Akraness. Feðgamir
eru Helgi Daníelsson og sonur
hans, Fríðþjófur Helgason.
Helgi var fyrr á ámm fréttaritari
fyrir Morgunblaðið og Alþýðublaðið
Næst á eftir Skagaströnd kemur
Súðavík (76.799 kr.), þá ísafjörður
(75.624 kr.), Þórshöfh (75.384), Sel-
tjamames (75.112), Garðabær
(75.315), Tálknafjörður (73.726),
Höfn (72.581) og Grímsey (71.034).
Þar á eftir koma Flateyri, Patreksfjörð-
ur, Dalvík, Bolungarvík, Ólafsvík og
Ólafsfjörður.
Það er í öflugum útgerðarplássum og
í „svefnbæjunum" tveimur, Garðabæ
og Seltjamamesi, þar sem hæst laun á
íslandi em greidd. Til samanburðar er
álagt útsvar á íbúa 67.778 krónur í
Reykjavík á ári.
Lægstar tekjur á landinu em í sveita-
hreppunum þar sem landbúnaður er
aðal eða eina atvinnugrein íbúanna. í
mörgum þeirra er álagt útsvar á íbúa
innan við 40.000 krónur á ári. Sé litið
á kaupstaði þar sem laun em lægst,
kemur í Ijós að bæir, sem byggja á
þjónustu við landbúnað, verslun og
úrvinnslu búvara, em lægst á blaði.
Lægst em launin í Hveragerði
(53.382), í Borgamesi (58.405), á
Sauðárkróki (59.426) og á Egilsstöð-
um (59.963). -EÓ
Byggingar-
kostnaður
hækkar að-
eins 1% í ár
Byggingarvísitalan reyndist enn
einu sinni hækka afteins um
0,1% milli mánafta. Byggingar-
vísitalan sem gildir fyrir desem-
bermánuft er 189,2 stig. Sam-
kvæmt því hefur byggingar-
kostnaður aðeins hækkaft um
1% frá desember á síftasta ári.
Útreikningur launavísitölu fyr-
ir nóvembermánuð sýndi einnig
0,1% hækkun milli mánaða.
Launavísitala nóvembermánað-
ar er 130,4 stig, en var 127,8 stig
í sama mánuði í fyrra. Launa-
vísitalan hefur því hækkað um
2% á einu ári.