Tíminn - 21.11.1992, Side 3
Laugardagur 21. nóvember 1992
Tíminn 3
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða megi aðild íslands
að Vestur-Evrópusambandinu sem skref í átt að aðild að EB:
Engin þörf á aðild ísiands
að V-Evrópusambandinu
Eiður Guðnason umhverfisráðherra undirritaði í gær samning um aukaað-
ild íslands að Vestur- Evrópusambandinu. Steingnmur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, telur enga þörf á að ísland gerist aðili að sam-
bandinu. Vel sé fyrir vamarmálum íslands séð með vem Bandaríkjahers
hér á landi og aðild íslands að Nató. Steingrímur sagði að skoða megi auka-
aðild íslands að Vestur- Evrópusambandinu sem skref í átt að aðild íslands
að Evrópubandalaginu.
Vestur-Evrópusambandið er ekki
ný stofnun. Það var stofnað árið
1955. Frakkar voru lengst af sú þjóð
sem mestan áhuga hafði á starfi
þess, en Frakkar hafa ekki tekið þátt
í hernaðararmi Nató. Þeir hafa viljað
byggja Vestur- Evrópusambandið
sem mótvægi við hemaðarmátt
Bandaríkjamanna í Evrópu. Ákveðið
var að efla mjög Vestur-Evrópusam-
bandið, þegar Maastricht-samkomu-
lagið var undirritað. Þar er beinlínis
tekið fram að þetta eigi að vera eins
konar hernaðararmur samræmdrar
utanríkisstefnu Evrópubandalags-
ins.
„Maður spyr sjálfan sig: Hvaða er-
indi höfum við inn í þetta? Vill ríkis-
stjórnin fara þama inn vegna þess
að menn vilja að við göngum í Evr-
ópubandalagið? Það vilja Norðmenn
og Tyrkir, sem einnig er boðin auka-
aðild að Vestur-Evrópusambandinu.
Manni hefur skilist að það sé ekki
markmið okkar. Svo að þetta vekur
tortryggni.
Að mínu mati er fullkomlega séð
fyrír öryggismálum íslands með
samningi okkar við Bandaríkja-
menn og vem okkar í Nató. Þetta er
því að mínu mati algerlega óþarft.
Ég gagnrýni það einnig að ekki
skuli hafa verið ráðgert að leggja
þetta á nokkum máta fyrir Alþingi.
Þó að þetta hafi verið kynnt í utan-
ríkismálanefnd, er alveg sjálfsagt að
svona lagað verði rætt og heimilað á
Alþingi. Slíkt hefði þurft að gerast
áður en undirritun fór fram, en það
er þó skárra að það sé gert síðar með
þingsályktun en að það verði alls
ekki gert, eins og ríkisstjórnin
áformaði," sagði Steingrímur.
Vetrar-
færðá
vegun-
um
Vetrarfærð er nú á flestum
þjóðvegum landsins, en þeir
eru yfirleitt færir. Fært er um
Hellisheiði og Þrengsli, um
vegi á Suðurlandi og með suð-
urströndinni austur á firði.
Fært er um vegi í Borgarfirði, á
Snæfellsnesi og í Dölum,
sömuleiðis um Barðastrandar-
sýslur til Patreksfjarðar og það-
an til ísafjarðar og ftá Bolung-
arvík um Djúp og Steingríms-
fjarðarheiði til Hólmavíkur og
þaðan suður.
Vegir á Norðurlandi eru færir,
svo sem í Mývatnssveit og með
ströndinni til Austfjarða, svo
og um Möðrudalsöræfi.
Enn ein nefndin skipuð til að skoða umfang skattsvika:
Leitað að „götum“
í skattalögunum
„Skal nefndin leggja mat á hvaða ákvæði skattalaga gefa helst færí á skatt-
svikum og hvaða lagabreytingar teljast nauðsynlegar til úrbóta,“ segir fjár-
málaráðuneytið m.a. um hlutverk nefndar, sem þar hefur verið skipuð til að
leggja mat á umfang skattsvika og finna leiðir til að draga úr skattsvikum
og stuðla að bættum skattskilum.
Sauðárkrókskirkja er 100 ára á sunnudag.
Tímamót í trúarl ífinu nyrðra:
Sauðárkrókskirkja
á 100 ára af mæli
Frá Guttorml Óskarssyni,
fréttarítara Timans á Sauðárkróki.
Nefndinni er sömuleiðis ætlað að
endurmeta niðurstöður skattsvika-
skýrslu frá 1986 og gera grein fyrir
hvort eða hverjar þeirra tillagna,
sem þar var bent á til úrbóta, hafa
komið til framkvæmda. Hin nýja
skattsvikanefnd má heldur betur
hafa hraðar hendur, þar sem henni
er ætlað að skila tillögum sínum um
næstu áramót.
Formaður nefndarinnar er Snorri
Olsen lögfræðingur. Aðrir nefndar-
menn eru Grétar Þorsteinsson til-
nefndur af ASÍ, Hannes G. Sigurðs-
son tilnefndur af VSÍ, Hjörtur Ei-
ríksson tilnefndur af VMS, Jóhannes
Jóhannesson tilnefndur af BSRB,
Ragnar Gunnarsson viðskiptafræð-
ingur og Skúli E. Þórðarson vararík-
isskattstjóri.
í tilkynningu fjármálaráðuneytis-
Lúðrasveit verkalýðsins heldur
sína árlegu hausttónleika í dag,
laugardag. Tónleikamir eru haldnir
í Áskirkju og hefjast þeir kl. 17.00.
Efnisskrá er að vanda fjölbreytt og
ins er greint frá nýjum reglum um
sérstaka auðkenningu vsk-bíla, sem
taka gildi um næstu áramót. Frá
þeim tíma verður innskattur vegna
kaupa á bifreið óheimill, nema bif-
Á borgarstjómarfundi í fyrradag var
samþykkt að Reykjavíkurborg tæki
þátt í hagkvæmniathugun á fram-
leiðslu, flutningi og dreifingu á raf-
verk bæði erlend og innlend. Hljóð-
færaleikarar em 51 talsins. Stjórn-
andi er Malcolm Holloway.
Aðgangur að tónleikum lúðrasveit-
arinnar er ókeypis.
reiðin sé auðkennd með sérstökum
skráningarmerkjum, sem eru rauðir
stafir á hvítum fleti. Eigendum eldri
vsk-bíla verður gefinn frestur til 1.
júlí 1993 til að skipta um skráning-
armerki. Þessum nýju reglum er
ætlað að auðvelda eftirlit með lög-
mætri notkun vsk-bfla. Bfla þessa
má eingöngu nota við atvinnustarf-
semi, en öll einkanotkun þeirra er
óheimil.
orku um sæstreng til Evrópu. Sigrún
Magnúsdóttir lét bóka að hún teldi
vinnubrögð borgarstjóra vera ámæl-
isverð, en styður samt athugunina í
Ijósi þess að væntingar hafi skapast
um atvinnutækifæri verði að fram-
kvæmdum.
Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
Katrín Fjeldsted og Guðrún Zoéga,
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Júlíus
Hafstein sat hjá, þegar málið var borið
upp innan borgarstjómarflokks Sjálf-
stæðisflokks fyrr í vikunni, en greiddi
engu að síður atkvæði með tillögunni
í borgarstjóm.
Fulltrúar minnihlutans samþykktu
hagkvæmnisathugunina. í bókun,
sem Sigrún Magnúsdóttir lét fylgja,
segir hún m.a. að hún telji vinnu-
brögð borgarstjóra vera ámælisverð.
Þar á hún við að hann hafi undirbúið
samninginn án vitneskju borgarráðs
og án heimildar þess. Þá telur Sigrún
það útilokað að samningsaðilarnir
geti framkvæmt þetta án þátttöku
Landsvirkjunar í verkefninu. Sigrún
telur að það sé jákvætt ef af byggingu
sæstrengsverksmiðju verði og hafnar-
aðstöðu og vegatengingu samhliða
henni. Þá segir og í bókun Sigrúnar:
„Þar sem væntingar hafa skapast um
atvinnutækifæri í því svartnætti, sem
ríkir í atvinnumálum þjóðarinnar, ef
af byggingu verksmiðjunnar verður,
bregð ég ekki fæti fyrir að þessi hag-
kvæmniathugun verði gerð.“ -HÞ
Það var 18. desember 1892 sem
Sauðárkrókskirkja var vígð. Mikið
kapp hafði verið lagt á að koma
kirkjuvígslunni í kring fyrir jólin.
Bygging kirkjunnar hófst í júní það
sama ár og því undravert hve fljótt
og vel kirkjan reis. Var hin nýja
kirkja talin eitt vcglegasta guðshús
á landinu.
Miklar umbætur hafa verið gerðar
á kirkjunni nú á síðustu árum,
kirkjuskipið m.a. stækkað nokkuð
(lengt) án þess að heildarsvipur
kirkjunnar raskaðist neitt. Kirkjan
rúmar nú um 300 manns í sæti.
Undanfarnar vikur hefur verið unn-
ið að umbótum á kirkjulóðinni og
eru framkvæmdir á lokastigi.
Afmælishátíðin verður haldin á
morgun, 22. nóvember, og hefst
með hátíðarmessu kl. 13.30. Biskup
íslands, hr. Ólafur Skúlason, predik-
ar og fyrir altari þjóna sr. Hjálmar
Jónsson, sr. Gísli Gunnarsson prest-
ur í Glaumbæ, og sr. Bolli Gústavs-
son vígslubiskup. Tveir fyrrverandi
Sauðárkróksprestar verða við mess-
una: sr. Tómas Sveinsson og sr. Þór-
ir Stephensen. Einnig verða allir
prestar prófastsdæmisins mættir.
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syng-
ur undir stjórn Rögnvaldar Val-
bergssonar. Stólvers flytur Ólöf Ás-
björnsdóttir og Þorsteinn Pálsson
kirkjumálaráðherra flytur ávarp í
lok messu. Þá verður kirkjugestum
boðið til kaffidrykkju í félagsheimil-
inu Bifröst.
Klukkan 17.30 hefst svo dagskrá í
kirkjunni. Þar verður flutt leikverk-
ið Kirkjan okkar, sem sr. Hjálmar
Jónsson, sóknarprestur á Sauðár-
króki, hefur tekið saman og leikstýr-
ir.
Flytjendur eru félagar í Leikfélagi
Sauðárkróks og nemendur Fjöl-
brautaskólans. Samkomunni Iýkur
með ræðu sr. Hjálmars Jónssonar.
Lúðrasveit verkalýðsins.
Tónleikar Lúðrasveitar
verkalýðsins í dag
Borgarstjórn:
Athugun á sæ-
streng samþykkt