Tíminn - 21.11.1992, Page 10
10 Tíminn
Laugardagur 21. nóvember 1992
N
JL vestkomandi mánudag, 23. nóvem-
ber, hefst 37. þing Alþýðusambands ís-
lands, sem að þessu sinni verður haldið í
íþróttahöllinni við Skólastíg á Akureyri.
Þetta mun vera í fyrsta skipti sem ASÍ-þing
er haldið utan höfuðborgarsvæðisins, en
síðast fór þinghaldið fram f Digranesi í
Kópavogi fyrir fjórum árum, eða í nóvem-
ber 1988. Þinghaldinu fykur svo föstudag-
inn 27. nóvember n.k.
Alls eiga 498 þingfulltrúar seturétt á þing-
inu, en búist er við að 460 munu mæta. Pyr-
ir fjórum árum áttu 512 seturétt á þinginu,
en 467 mættu. Eftir því sem best er vitað
hefur gengið greiðlega að afla gistirýmis
fyrir allan þennan fjölda, enda nokkuð síðan
að ákvörðun var tekin um að halda þingið
norðan heiða.
Forsetalqor í sviðsljósi
Aðalmál þingsins verður án efa atvinnu-,
kjara- og vaxtamál og sú ætlan að velta tíu
milljörðum af fyrirtækjum yfir á almenn-
ing, svo ekki sé minnst á atvinnuleysið og
stöðu útflutningsatvinnuveganna, svo
nokkuð sé nefnt af því sem hæst hefúr bor-
ið í atvinnu- og efhahagsumræðu síðustu
vikna og daga. Getum hefúr verið leitt að
því að forsætisráðherra muni feta í fótspor
Hermanns Jónassonar frá 1958 og leggja
fyrir þingið efnahagstillögur ríkisstjómar-
innar, en trúlega hræða þau spor, sem end-
uðu með afsögn þáverandi vinstri stjómar.
Að því slepptu er viðbúið að kjör nýs for-
seta muni verða það mál sem mesta athygli
hlýtur. Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðu-
sambands Vestfjarða, hefur lýst því yfir op-
inberlega að hann gefi kost á sér til forseta-
kjörs, en aðrir, sem nefndir hafa verið, em
þeir Grétar Þorsteinsson formaður TVé-
smiðafélags Reykjavíkur, Öm Friðriksson
formaður Félags jámiðnaðarmanna og
varaforseti ASÍ, og Guðmundur Þ. Jónsson
formaður Landssambands iðnverkafólks.
En eins og kunnugt er, þá hefúr Ásmund-
ur Stefánsson, sem verið hefúr forseti ASÍ
frá 1980 eða í 12 ár, lýst því yfir að hann gefi
ekki kost á sér til endurkjörs. Þá verður
einnig kjörin ný miðstjóm og sambands-
stjóm, auk varaforseta ASÍ og í stjóm
Menningar- og fræðslusambands alþýðu,
svo nokkuð sé nefnL
EES og eitt atvinnusvæði
Af einstökum öðrum málum, sem munu
bera einna hæst á ASÍ-þinginu, er tilvon-
andi aðild íslands að Evrópska efnahags-
svæðinu, en ASÍ hefúr fylgst náið með fram-
vindu þess máls frá upphafi og lýst yfir skil-
yrtum stuðningi við aðild.
Þá verða skipulagsmál hreyfingarinnar í
brennidepli á þinginu og lagabreytingar. í
drögum að ályktun um skipulagsmál er
m.a. lagt til að stéttarfélög verði sameinuð,
landið allt verði gert að einu atvinnusvæði
og félagsmenn í stéttarfélögum hafi jafnan
forgangsrétt til vinnu óháð búsetu.
Fáir en sterfdr lífeyrissjóðir
í velferðarmálum mun þingið fjalla um
málefni aldraðra, húsnæðismál þeirra,
starfslok og aðild cddraðra að kjarasamning-
um. Ennfremur um veikindarétt og trygg-
ingar launamanna, sjúkrasjóði og atvinnu-
leysistryggingar, málefni fatlaðra og sjúkra,
lyfjaverð, jafnrétti og lífeyrismál. En stefnt
er að því að fækka lífeyrissjóðum ASÍ-félaga
í 10-12 öfluga sjóði. Húsnæðismálin verða
einnig ofarlega á baugi, s.s. húsbréfakerfið,
vaxtamál, húsaleigubætur, félagslegt hús-
x 37. þing Alþýðusambands
íslands verður haldið á Akur-
eyri dagana 23.-27. nóvem-
ber n.k. Fyrsta skipti sem ASÍ-
þing er haldið utan höfuð-
borgarsvæðisins:
kjaramál
og kjör nýs
forseta
næði o.fl. í drögum að ályktun um hús-
næðismál er m.a. mótmælt hertum inn-
heimtuaðgerðum Húsnæðisstofnunar
vegna vanskila og þær sagðar ósiðlegar.
Gegn mengun og
náttúruspjöllum
Af öðrum einstökum málaflokkum á þing-
inu má nefha umhverfismálin, en í drögum
að ályktun þingsins segir m.a. að þjóðir
heimsins séu innbyrðis háðar í umhverfis-
málum, stjómmálum og efnahagsmálum.
„Við berjumst gegn náttúruspjöllum og
viljum stuðla að sjálfbærri þróun. Mesta al-
þjóðlega auðlindin er vinna fólksins, sem
undir hæfilegu félagslegu skipulagi og á
sanngjömum launum getur útrýmt fá-
tæktinni." Jafhframt er lagt til að gerðar
verði strangari kröfúr til íslenskra fyrir-
tækja um að draga úr mengun og forða
verði hafinu frá eyðileggingu. „Vaxandi úr-
gangur í höfunum heimskauta á milli kall-
ar á samhæfðar alþjóðlegar aðgerðir," segir
m.a. í drögum að ályktun ASI- þingsins í
umhverfismálum.
Evrópskt vinnuvemdarár
Þá mun þingið fjalla ítarlega um vinnu-
vemdarmál á yfirstandandi evrópsku
vinnuvemdarári, sem hófst í maí í vor og
stendur til jaftilengdar 1993. í drög að
ályktun um vinnuvemdarmál, sem liggja
mun fyrir þinginu, er lögð rík áhersla á
endurskoðun vinnuvemdarlaganna, hreint
loft, öryggi, líðan starfsmanna og vamir
gegn hávaða og titringi á vinnustöðum. Þá
er þess krafist að Vinnueftirlitið standi sig
betur hvað varðar fræðslu öryggistrúnað-
armanna og komi á betri samvinnu við þá
og stéttarfélögin. Þá er þess krafist að
reglugerð um hávaðavamir á vinnustöðum
og heymareftirlit starfsmanna komist til
ffamkvæmda, en það hefúr strandað á and-
stöðu atvinnurekenda og stjómvalda.
Lengrí skóladagur og
starfsmenntun
Sem fyrr skipa mennta- og menningar-
mál stóran sess á þingi Alþýðusambands-
ins. í drögum að ályktun um menningar-
mál er m.a. varað við því að menningarlífið
skiptist í hólf eftir menntun og stéttarlegri
stöðu, eins og virðist raunin á í íslensku
þjóðfélagi um þessar mundir. Lagt er til að
skóladagurinn verði samfelldur og lengri
en hann er í dag, og ennffemur þurfi að
virkja grunnskólanemendur meira en verið
hefur og gera fólk að þátttakendum en ekki
að „hlutlausum og afskiptum áhorfend-
um“.
Þá ætlar verkalýðshreyfingin sér að taka
fullan þátt í mótun og þróun skólastarfsins,
enda séu skólamál ekki einkamál skólanna,
auk þess sem skólakerfið hefúr ekki þróast
í takt við samfélagið. Ennffemur eigi
menntunin að mæta þörfum atvinnulífsins
og lögð þung áhersla á að skólakerfið geti
brugðist hratt við nýjum aðstæðum. Lagt
er til að efld verði þátttaka verkalýðsfélaga
varðandi starfsmenntun félaga sinna, en
vaxandi atvinnuleysi hefúr kallað á aukna
þörf á að launafólki sé gefið tækifæri til að
afla sér betri starfsmöguleika með starfs-
námi. Einnig er lagt til að í næstu kjara-
samningum verði launafólki tryggður rétt-
ur til að sækja starfsmenntunamámskeið í
vinnutíma án tekjutaps.
Einnig er í drögunum um mennta- og
menningarmál vikið að ffæðslustarfi innan
verkalýðshreyfingarinnar, starfsemi Menn-
ingar- og fræðslusambands alþýðu, Tóm-
stundaskólanum og Félagsmálaskóla al-
þýðu, svo nokkuð sé nefhL -grh