Tíminn - 21.11.1992, Side 23

Tíminn - 21.11.1992, Side 23
Laugardagur 21. nóvember 1992 Tíminn 23 Jón Jónsson bóndi í Klausturseli, Jökuldal Ennþá kemur aldamótafólkið á spjöld þeirra gengnu. Lifir nú fátt og háaldrað orðið. Einn þeirra, Jón bóndi í Klausturseli á Jökuldal, and- aðist háaldraður föstudaginn 31. júlí 1992, á Landspítalanum. Jón Jónsson var fæddur á Hafrafelli 18. janúar 1912. Hann var kominn af austfirskum ættum, alinn upp í Fellum. Foreldr- ar hans voru hjónin Rósa Hávarðar- dóttir frá Dalatanga í Mjóafirði og Jón Pétursson, ættaður frá Bessa- stöðum í Fljótsdal, af hinni alkunnu Melaætt. (Pétur Sveinsson, afi Jóns, var smiður og skrifaði á efri árum ýmislegt úr heimabyggð sinni). Foreldrar Jóns höfðu framan af ár- um enga ábýlisjörð, en voru í vinnu- mennsku á ýmsum bæjum, aðallega í Fellum, þar sem Rósa var út af (fyr- ir sig), sem kallað var, með börnin. Þau voru bæði vel verki farin, og varð því gott um vistir. Þau eignuð- ust a.m.k. sex börn. Sigurlaug og Jón voru yngst barna þeirra, og misstu þau tvíburadreng að Sigurlaugu, innan við árs gaml- an. Þrjár eldri systurnar voru á ein- hverju skeiði aldar upp hjá vanda- lausu fólki á góðum heimilum, þar til þær björguðu sér sjálfar. í mínu fyrsta minni bjuggu þau Jón eldri og Rósa á Setbergi í Fellum í tvíbýli, en fluttust svo upp á Hlíðar- sel, beitarhús frá Ormarsstöðum. Á Hlíðarseli byggði Þórarinn bóndi Sölvason rúmgóða baðstofu handa þeim, sem lengi stóð, en fjárhús voru þar allrúmgóð fyrir. Þá urðu fljótt góð kynni okkar systkinanna í Refsmýri við krakkana í Hlíðarseli, Jón og Sigurlaugu, því stutt bæjarleið var á milli. Við lék- um okkur því oft saman. Héldust alla tíð okkar æskukynni, þó árin liðu. Nonni var um þremur árum yngri en ég, en það kom ekki að sök. Hann var snemma frár á fæti og lét sig ekki fyrir eldri krökkum. Hann var ekki stór um fermingaraldur, en hár til hnésins, sem er merki hávax- inna manna. Kunningsskapur okkar átti þó heldur betur eftir að verða lengri. Eftir þriggja ára dvöl þessarar fjöl- skyldu í annað skipti á Setbergi, fluttust þau að Ási, til Margrétar, elstu dótturinnar, í vinnumennsku með Nonna og Laugu, vorið 1923. Margrét var þá gift Bergsteini Brynj- ólfssyni á Ási. Voru þau í tvíbýli við föður Bergsteins, Brynjólf Bergsson, og Agnesi Pálsdóttur móður mína. Jafnan dregur til atburða í lífi manna. Við systkinin í Refsmýri fluttum þetta sama vor, 1923, með móður okkar inn að Ási. Rifjuðust þá fljótt upp kynni okkar krakkanna frá Hlíðarselsárunum. Við Nonni urðum mjög samrýmdir, og er margs að minnast frá þessum árum. Við pössuðum hestana saman af báðum búunum, fram að útengja- slætti. Sprettum þá stundum úr spori á reiðhestunum í hvarfi frá bænum. Smalamennskur, hestaleit- ir og bæjarrekstrar. Af þeim stafar ljómi í minningunni. Á vetrum var það Lagarfljótið, sem alltaf lagði þá. Isinn varð eftirsóttur ólympíuleikvöllur okkar ungling- anna á Ási. Á ísnum var oft tekinn skeiðsprettur, eftir að hestarnir voru skaflajárnaðir á þorranum. Við eign- uðumst líka skauta og komumst fljótt upp á lag með að renna okkur á þeim. Þeyttumst við landa á milli á korteri, þegar ísinn var sléttur. En stundum snjóaði mikið á ísinn. Varð þá að bíða eftir hláku, sem olli tví- stæðu á fljótinu, þangað til saman fraus. En áhyggjuleysi okkar og leikjum á Ási urðu takmörk sett og alvara lífs- ins tók við. Nonni fluttist burt frá Ási eftir 4 ára veru, 15 ára gamall, til vandalausra, til að vinna fyrir sér. Bót var að stutt var flutt, tvær bæj- arleiðir, að Birnufelli. Hann kom oft inn í Ás á sunnudögum, og líka var hann í sendiferðum milli bæjanna. En mikil viðbrigði held ég það hafi verið, að fara frá foreldrum sínum og systrum og glaðværum stráka- hóp á Ási. Þótt stundum skærist í odda var það fljótt að jafna sig. Nonni bar sig alltaf vel og var hinn rúsknasti, á hverju sem gekk. Á Birnufelli var hann þrjú ár. Vorið 1930 flutti hann sig inn í Skeggjastaði. Vistaðist hjá Þóreyju Brynjólfsdóttur húsfreyju og Guð- finni Oddssyni ráðsmanni hennar. Þar átti Nonni heima í nokkur ár, sem hann minntist ávallt með hlý- hug. Nonni var alltaf heppinn með hús- bændur. Hjá Ólafi á Birnufelli og Björgheiði konu hans hafði hann mikið að vinna, en nóg og gott fæði og aðhlynningu. Á Skeggjastöðum var hann frjáls gerða sinna. Síðustu árin þar heyjaði hann fyrir kindum sínum og hesti. Þaðan fór Jón stór og þroskaður maður. Hann átti næst heima á Egilsstöð- um á Völlum, hjá þeim Pétri og EI- ínu. Þar hafði hann mikil ferðalög. MINNING) V________J Þá voru póstflutningar yfir Fagradal á vetrin með hest og sleða, og lenti þá stundum í vondum veðrum og færð, en Jón var ótrauður ferðamað- ur. Næsta áratuginn eða lengur átti Jón heima í Vallahreppi, og hafði heimili sitt einhver ár í Sauðhaga, hjá Magneu Jónsdóttur húsfreyju þar, hálfsystur sinni. Hann heyjaði fyrir fáeinum kindum, sem hann fór með austur, og vildi ekki farga. Sumarið 1939 vann Jón í vinnu- flokki við að byggja Gunnarshús á Skriðuklaustri. Hrærði þar steypu allt sumarið, með skóflu á palli. Bar öllum saman um það, sem lentu í þessu, að ekki hefði það verið á færi neinna aumingja. Síðar vann Jón við Skógræktina á Hallormsstað. Þar kynntist hann konuefni sínu, Guðrúnu Aðalsteins- dóttur húsmæðrakennara frá Vað- brekku í Hrafnkelsdal. Giftu þau sig vorið 1950 og fóru að búa á Vað- brekku, með foreldrum Guðrúnar, Ingibjörgu Jónsdóttur og Aðalsteini Jónssyni. Þau fengu beitarhús norð- ur við Jökulsá. Þangað er löng beit- arhúsaganga, um lágan háls að fara, einnig á engjarnar. Eftir tvö ár flytjast þau austur í Klaustur, þar sem Jón vann á til- raunabúi ríkisins, hjá Jónasi Péturs- syni tilraunastjóra í tvö ár. Þeim var fengin góð íbúð í Gunnarshúsi, því nóg er þar rými. Eldhúsið var lengi nefnt „eldhúsið hennar Guðrúnar", en hún var út af með tvö börn þeirra. Að sjálfsögðu var Jón fjár- maður á búinu. Fékk hann orð fyrir gott vit á líðan og hegðun kindanna sem hann umgekkst. Þá var Klaustursel á Efradal laust til kaups. Keyptu þau Jón og Guð- rún jörðina, og fluttu þangað í far- dögum vorið 1954. Klaustursel er landmikil jörð, útbeit fyrir sauðfé góð og snjólétt að jafnaði. Bústofn þeirra hefur varla verið stór í byrjun, en hjónin voru samhent og dugleg, svo búið óx fljótt. Jón var mjög áhugasamur að afla heyja og var duglegur sláttumaður. Túnið var heldur lítill kragi kringum bæinn, en engjar nægar. Jón byrjaði tún- ræktina með einni Farmall-dráttar- vél, og vann túnflög á þurrum bökk- um Jökulsárinnar. Stórvirkar jarð- vinnsluvélar komu upp á Jökuldal ekki löngu síðar, og skurðgrafa kom þar uppeftir. Túnin í Klausturseli þöndust út. Reyndar var Klaustursel orðin stórbýlisjörð eftir að Stuðla- foss lagðist með til afnota þegar þau Jón og Guðrún hættu búskap eftir 17 ár og seldu sonum sínum jörð- ina. Jón fóðraði allar skepnur vel, og þurfti því mikil hey. Hann setti aldr- ei á guð og gaddinn. Beitti aldrei í misjafnri veðráttu á gaddfrosna hnjóta. Jón fór strax að rótast um í kofun- um í Klausturseli, byggði upp og bætti við, allt myndarlega byggt. Baðstofan var nokkuð stæðileg með þilvegg á móti suðri. Nokkuð fljótt byggðu þau snoturt íbúðarhús, ein- Iyft, úr asbesti á trégrind. Húsið smíðaði Snorri Gunnarsson frá Eg- ilsstöðum í Fljótsdal. Er þar mörgu haganlega fyrir komið og leynir sér ekki handbragð Snorra. Eitthvað síðar byggðu þau fjárhús yfir 300 kindur, trégrind klædd bárujárni, og hlöðu við, úr sama efni. Jón eignaðist gott bú í Klausturseli og fallegar kindur. Á Jökuldal verður fólkið að lifa á sauðkindinni, öðru er þar ekki til að dreifa, utan örfárra bitlingamanna, sem eru í öllum sveitum. Fyrir fyrstu göngur í Stuðlafoss- heiði talaði Jón við þá Fljótsdælinga, sem sækja áttu fé á Klausturselsrétt. Bað þá að smala með sér norður Kiausturselsheiðina. Sjálfur kom hann á Miðheiði, þar sem Fljótsdæ- lingar mættu honum, og stjórnaði göngunni. Þótt Fljótsdælingum bæri ekki að smala Klaustursels- land, tóku flestir þessu vel, og sáu ekki eftir því að gera Jóni þennan greiða, þegar sest var að borðum í eldhúsinu hjá Guðrúnu húsfreyju. Öllum gangnamönnum úr Fljótsdal var þar fengið rúm í tvær nætur. Engir sváfu þar andfætis eða í hlöðu. Þá má geta þess hér, að girðingar, sem safninu var smalað í, voru vel heldar og yfirfarnar á hverju hausti, svo ekki misstist úr þeim fé. Aftur áttu þau hjónin eftir að koma við sögu á Hallormsstað. Árið 1969 réðist Guðrún (aftur) kennari við Húsmæðraskólann, en Jón vann hjá Skógræktinni. En skólahaldið í Húsmæðraskólanum breyttist á þessum árum, og fluttu þau þá út í Egilsstaðaþorp, keyptu sér íbúð og hafa átt þar heima síðan. Jón hafði aldrei kennt neins krank- leika um dagana og verið mikill vinnuhestur. Vann m.a. við Lagar- fossvirkjun, meðan hún var í bygg- ingu. Fram yfir sjötugs aldur vann Jón við ýmis störf í þorpinu. Síðustu mánuðina sem hann lifði varð hann að vera á sjúkrahúsum. Jón var skapmaður og fljótur að skipta skapi, tilfinningarikur, og mótlæti þoldi hann illa. Hann var alla tíð glaðsinna, orðheppinn og tíðum með spaugsyrði á vörum, greiðamaður snemma, trygglyndur og vinur vina sinna. Þá hafði Jón al- veg einstakt lag á að hæna að sér börn og unglinga. Hann talaði við þau í léttri kímni og alvöru um leið. Hændust börn hans mjög að hon- um. Jón gat verið rökræðinn ef því var að skipta, hélt fast á skoðunum sín- um og var þá ekkert billegur, en þrætur voru honum víðs fjarri, og endaði alltaf með hans eðlislæga brosi og hneggjandi hlátri. Þegar aldur og heilsuleysi settust að honum síðasta áratuginn, settist Jón ekki að í sínu horni. í eðli sínu var hann félagsgefinn, enda lengst ævinnar verið á fjölmennum heimil- um. Nú höfðu nokkrir cldri menn í þorpinu spilafélagsskap, söng og dans. Jón var fjörugur spilamaður. Skiptust þeir á og spiluðu sitt kveld- ið hjá hverjum. Svona spilaklúbbar stytta stundirnar. Ánægjulegustu stundirnar átti þó Jón ennþá uppi í Klausturseli, hjá fólki sínu, og lengi var hann þar siálfsagður maður á sauðburðinum. Á slættinum fór hann þangað oft um helgar til að hjálpa til við heyskap- inn. Á hverju hausti kom Jón á lög- réttir Fljótsdælinga og Fellamanna. Það var mjög ánægjulegt að sjá þennan hávaxna, gráhærða mann standa í miðri þvögunni, þreifa á eyrum kindanna, og benda krökkum með sterkum rómi í hvaða dilka ætti að draga þær, án þess að blaða í markatöflu. Hann var sjálfur lifandi markatafla. Minni hans á mörk var mjög trútt, þótt aldur færðist yfir. Eftirsjá var þegar Jón hvarf af Fljóts- dalsrétt, og var hans saknað þar, svo sjálfsagður var hann orðinn í réttar- gleðinni. Jón undi best glaður við sitt, heima hjá konu og börnum, og hjá kindum sínum, sem ekki voru bara númer í hans huga. Hann var óáleitinn, góð- ur og greiðasamur nágranni, sem kom sér vel við samferðafólkið, þekkti marga og átti góða kunningja og vini. Þau Jón og Guðrún áttu barnaláni að fagna. Þau eignuðust fimm börn, og bóndinn sex. Þau eru öll vel að manni, og hafa öll eignast sinn maka. Talin eftir aldri eru þau: Hrafnkell A., Aðalsteinn Ingi, Jón Hávarður og dæturnar Rósa og Ingi- björg Jóhanna. Jón var jarðsettur þriðjudaginn 11. ágúst í kirkjugarði Egilsstaða, kvaddur af fullri kirkju fólks. Bið þér Guðrún og börnum ykkar blessunar, einnig aldraðri systur, Sigurlaugu Jónsdóttur. Hallgrímur Helgason, Droplaugarstöðum Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför eig- inmanns míns, föður okkar, fósturfööur, tengdafööur, afa og langafa Guðlaugs Valdimarssonar Bergþórugötu 8 Ingibjörg Helgadóttir Ester Guölaugsdóttir Sæmundur Karl Jóhannesson Stefán Guölaugsson Anna Ringsted Kolbrún Guðlaugsdóttir José Antonio Ramos Þröstur Óskar Kolbeins Svala Stefánsdóttir barnabörn og langafabarn __________________________________________________________J FRÁ BORGARSKIPULAGI REYKJAVÍKUR Bráðræðisholt: Breyting á skipulagi Tillaga að breytingu á skipulagi á Bráðræð- isholti á staðgreinireit nr. 1.520, sem mark- ast af Lágholtsvegi, Framnesvegi, Granda- vegi og lóð Lýsis hf., er auglýst samkvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964. Uppdráttur með greinargerð verður til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, kl. 8.30-16.15 alla virka daga frá 23. nóvember 1992 til 1. janúar 1993. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en 15. janúar 1993. Þeir, sem ekki gera athuga- semdir innan tilskilins frests, teljast sam- þykkir tillögunni. Innilegar þakkir til ykkar allra sem glödduð mig á sjötugsafmæli mínu þann 8. nóvember. Guð blessi ykkur öll. DýrleifAndrésdóttir, Leirhöfn Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadelldar borgarverk- fræöings, óskar eftir tilboöum I framleiöslu á 800 m2 af tvöföldu einangr- unargleri og flutning þess á ísetningarstaö fyrir ýmsar fasteignir Reykja- vikurborgar. Útboösgögn veröa afhent á skrífstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavfk, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn 3. desember 1992, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR °.° ^ Frikirkjuvegi.Sp-Simi 25800 • „ ‘

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.