Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 4. desember 1992 Skaðar í vatnsveðrinu um síðustu helgi: Hver á að bæta tjón vegna vatnsflóða? í vatnsveðrinu um síðustu helgi var slökkviliöið í Reykjavík kallað átta sinn- um út þar sem flætt hafði inn um niðurfoll að húsum. í samtölum við tryggingafélög og aðila þjá borginni, er alls ekki ljóst hver bætir tjón sem verður við svipaðar aðstæður. Porsvarsmenn tryggingafélaga segja að fólk þurfi að tryggja sig sérstaklega fyrir þessu tjóni en gatnamálastjóri segir að hvert mál sé metið fyrir sig. „Við hljótum að velta því fyrir okkur hver sé orsök þess að vatn flæði inn í kjallara. Er það í raun eitthvað sem fólk hefur vanrækt eða sem fólk getur gert í, „segir Jóhann- es Gunnarsson formaður Neytenda- samtökanna. „Ef svo er ekki, en lýt- ur frekar að því hvemig hverfí em hönnuð, ber borgin ákveðna sök. Það er alla vega ekkert réttlæti f því að borgin beri enga ábyrgð, „segir Jóhannes. „Almennt er ekki bóta- skylda vegna utanaðkomandi vatns í skilmálum félaganna" segir Öm Gústafsson framkvæmdastjóri Vá- tryggingafélags íslands. Hann segir að í skilmálum VÍ sé þó undantekið ef frárennslislagnir og annað slíkt hafi ekki undan. „Það em alls ekki öll félögin með þetta í sínum skil- málum“, segir örn. Þorvaldur Jónsson hjá Trygging hf. segir að heimilistrygging og innbús- trygging eigi að ná að tryggja fólk fyrir tjóni sem verður þegar frá- rennslisleiðslur hafa ekki undan. Hann álítur að borgin bæti almennt ekki þetta tjón. „Almennt má segja að tryggingar greiði okkar tjón ef um er að ræða vanrækslu af hálfu borgarstarfs- manna. Þ.e. ef hægt er að sýna fram á að lögnin hafi haft vemlega skerta flutningsgetu vegna óhreininda sem hafi safnast fyrir í henni. Spurning- ar vakna um bótaskyldu ef okkur hafi átt að vera þetta ljóst", segir Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri. Hann segir að þetta sé sú megin- regla sem farið sé eftir. „Hins vegar er reynt að meta hverja ósk um bótagreiðslu sérstaklega, „segir Sig- urður en bætir við að tjónið þurfi ekki að falla á borgina en geti gert það. Sigurður segir að ekki hafi komið fram bótakröfur vegna tjóna af völd- um vatns um liðna helgi. „Þessi tjón em til allrar hamingju ekki algeng, „bæti hann við. Sigurður segir að þegar mikið rigni verði oft tjón í Túnunum. „Svæðið liggur frekar lágt og það er flatt. Húsin em nokkuð mikið niðurgraf- in og lagnakerfið er orðið nokkuð gamalt en það er ekkert óeðlilegt", segir Sigurður. Þröstur Ólafsson og Magnús Gunnarsson: „Tvíhöfða“ yfirlýsing Að undanfomu hafa fjölmiðl- ar birt fréttir um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, sem ríkis- stjórnin hefur ákveðið að stofna. Þetta hefur ýmist ver- ið í formi beinna tilvitnana í orð undirrítaðra eða í frásögn- um viökomandi blaðamanna. Rétt er að það komi skýrt fram að nefnd stjómarflokk- anna um stefnumótun í sjávar- útvegi átti ekki aðild að til- lögugerð um sjóðina. Tillögur þær sem lagðar vom fyrir ríkisstjórnina vom hug- myndir undirritaðra sem bera ábyrgð á tilurð þeirra gagnvart ríkisstjóm. Reykjavík 2. desember 1992. Magnús Gunnarsson (sign.). Þröstur Ólafsson (sign.). Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins: Aðgeröum stjórnvalda er hafnað Miðstjóm Alþýðubandalagsins hafnar algerlega þeim aðgerðum í atvinnu- og efnahagsmálum sem ríkisstjómin hefur tilkynnt um, en miðstjómin kom saman um helgina. Alþýðubandalagið telur ekki tryggt að aðgerðimar leiði til aukinnar atvinnu, auk þess sem þær feli í sér að þungar byrðar séu lagðar á almcnnt launafólk. Flokkurinn segist vera reiðubúinn til samstarfs við stjómmálafylkingar og samtök launa fólks um aukna atvinnu, stöðug- leika í efnahagsmálum, kjarajöfnun og varðstöðu um velferðarkerfið. .Alþjóðleg viðhorf í efnahags- og atvinnumálum hafa á síöustu miss- erum tekið stakkaskiptum. Tími frjálshyggjunnar er að líða undir lok og gjaldþrot þeirrar efnahags- og stjómmálastefnu sem byggði á blindri markaðstrú verður æ ljósari. Hugmyndir frjálshyggjumanna og einstrengingslegra einkavæðingar- sinna em nú víðast hvar á undan- haldi. í staðinn koma ný félagsleg viðhorf þar sem frelsi fjármagnsins eru settar ákveðnar skorður, hlut- verk opinberrar þjónustu í því vel- ferðarsamfélagi sem menn keppa að er viðurkennt og sóknarlínur í at- vinnulífi mótaðar með samráð og samstarf á lýðræðislegan hátt. Við- urkenning á vistkreppunni gefur kröfum um aukinn jöfnuð nýjan byr,“ segir m.a. í ályktun miðstjóm- ar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru harðlega gagnrýndar í ályktuninni. Bent er á að ekki sé tryggt að þær auki atvinnu í landinu. Með þeim séu miklar álögur lagðar á almennt launafólk án þess að reynt sé að jafna þeim niður. Með aðgerðunum sé stöðugleika í efnahagslífinu stefnt í voða. Auk þess sé ríkisstjórnin að gera tilraun til að festa í sessi núver- andi fiskveiðistjórn og hindra nauð- synlega endurskoðun fram að næsta kjörtímabili. Á miðstjómarfundinum var minnt á tillögur Alþýðubandalagsins í efna- hags- og atvinnumálum, en mark- mið þeirra er að skapa 1200-1800 ný störf á 8-12 mánuðum. Lögð er áhersla á skattlagningu fjármagns- tekna og aukinn skatt á háar tekjur. „Alþýðubandalagið hafnar uppgjaf- arleið ríkisstjórnarinnar og hvetur áfram til víðtækrar samstöðu í þjóð- félaginu um raunhæf úrræði í efna- hags- og atvinnumálum. Tillögur Alþýðubandalagsins liggja fyrir. Flokkurinn er reiðubúinn til sam- starfs við stjórnmálafylkingar og samtök launafólks um aukna at- vinnu, stöðugleika í efnahagslífi, kjarajöfnun og varðstöðu um vel- ferðarkerfið." -EÓ Rússneski togarinn við bryggju á Sauðárkróki. 700 tonna afli úr rússneskum togara Frá Guttorml Óskarssyni fréttarítara Timans á Sauðárkróki. Eins og fram hefur komið í fréttum kom rússneskur risafrystitogari hingað til Sauðárkróks 17. nóvem- ber sl. og landaði 700 tonnum. Fiskiðjan/Skagfirðingur hf. keypti tæp 400 tonn af aflamagninu en af- gangurínn, sem sumpart var rækja, fór til Húsavíkur, Akureyrar og Dal- víkur. Hráefnisgæði voru allgóð, sérstak- lega hvað varðaði stóran þorsk og verður hann unninn á Bandaríkja- markað að sögn Magnúsar Einars- sonar markaðsstjóra Fiskiðjunn- ar/Skagfirðings. Alls var verðmæti afla togarans um 60 milljónir. Ástæða þess að Fiskiðjan/Skagfirð- ingur kaupir svo mikið magn af fiski er sú fyrst og fremst, að um þessar mundir hafa frystihús Fiskiðjunnar á Sauðárkróki og á Hofsósi tæplega nægjanlegt hráefni til að halda úti fúllri vinnu í húsunum. í síðustu viku voru unnin 50 tonn af Rússa- fiskinum á Hofsósi og verður vinnslu á honum lokið um áramót. Reiknað er með að framlegð úr vörusölu verði 15-20% Rússneski togarinn dvaldi við hafn- argarðinn á Sauðárkróki í 10 daga, eða ffá 17.-26. nóv. og hafnargjöldin munu nema nokkrum hundruðum þúsunda króna. Nokkur verslun átti sér stað við Rússana og meðal ann- ars keyptu þeir 36 gamla og misgóða bfla en meðalverð fyrir þá var um 30 þúsund kr. á stykkið. Fræðslurit um þunglyndi og geðklofa: Konur líklegri en karlar til að fá einkenni þunglyndis Fræðslurít um þunglyndi og geðklofa hafa verið gefin út og liggja frammi í apótekum og heilsugæslustöðvum. Þau eiga að vera til leiðbeiningar fyr- ir sjúklinga og aðstandendur. Um 25% kvenna og 10% karla fá einkenni þynglyndis einhvern tíma um ævina og að sögn Lárusar Helgasonar, yfir- læknis geðdeildar Landsspítalans, er ekki á þessu nein viðhlítandi skýr- ing. Hérlendis veikjast árlega um 110-125 nýir sjúklingar af geðklofa og er gert ráð fyrir að hátt í 2.000 íslendingar séu haldnir sjúkdómnum. Þetta kemur m.a. fram í fréttatil- kynningu frá lyfjafyrirtækinu Delta hf. sem gefur ritin út. Þar segir að með útgáfu fræðsluritanna vilji fyrir- tækið miðla faglegum upplýsingum til almennings þar sem geðsjúkdóm- ar snerti nánasta umhverfi sjúklinga ekki síður en þá sjálfa. Þá segir og að það sé von útgefenda að fræðslan verði til að draga úr fordómum sem hefur gætt í garð geðsjúkra. Lárus Helgason yfirlæknir á geðdeild Land- spítalans er höfúndur bæklinganna. Lárus segir að niðurstöður á heims- vísu sýni að 25% kvenna fái einkenni þunglyndis á móti 10 % karla. Hann segir að um allan heim sé verið að reyna að leita skýringa á þessum nið- urstöðum. „Sumir vilja halda því fram að það kunni að vera að þung- lyndi leynist hjá körlum í meiri drykkjuskap, „segir Lárus en bætir við að þetta séu samt getgátur. „Þó er vitað að ýmis innri efnastarfsemi kvenna er ólík karla ekki síst á horm- ónasviði, „bætir Lárus við. Hann bendir einnig á aðra vinsæla skýr- ingu sem felst í því að konur séu opn- ari en karlar og leiti því frekar og fyrr hjálpar en þeir. í fræðsluritinu um þunglyndi segir að fólk á öllum aldri, í öllum stéttum og hvar sem er á landinu, geti fengið einkenni þung- lyndis. Þá segir að vitað sé um fjölda fólks sem líði fyrir þunglyndi og leiti ekki eftir viðhlítandi meðferð oft með alvarlegum afleiðingum. Sagt er að án meðferðar vari þunglyndi yfir- leitt lengi og oftast frá 4 mánuðum upp í 2 ár. Meðferð er mjög árgang- ursrík því allt að 90% fá fullan bata innan mánaðar. Lárus segir að búast megi við að hátt í 15.000 íslendingar þyrftu að leita sér meðferðar en geri það ekki, eða um 40 til 50% fleiri en leiti sér aðstoðar. Þó segir hann að mjög erfitt sé að meta þetta. Um geðklofa segir að einkennin lýsi sér í breytingum á andlegu ástandi og hegðun. Kemur fram að viðbrögð fólks einkennist oft af ótta en það sé ástæðulaust þar sem það teljist til undantekninga að sjúklingar er líða af geðklofa, verði ofbeldishneigðir eða meiði fólk. Einkenni sjúkdóms- ins koma oftast fram hjá körlum á aldrinum 15-25 ára en seinna hjá konum eða á aldrinum 20-30 ára. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.