Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Föstudagur4. desember 1992 Jóladagskrá fyrir börn í Gerðubergi Laugardaginn 5. desember kl. 15 veröur jóladagskrá fyrir böm í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi. Þá mun Möguleikhúsið sýna einþáttunginn „Smiður jólasveinanna“ og Þórarinn Eldjám les upp. Dagskrá þessi verður endurtekin laugardaginn 12. des- ember. Leikritið „Smiður jólasveinanna" fjallar um Völund, gamla smiðinn sem smíðar öll leikföngin fyrir jólasveinana. Völundur situr einn í kofanum sínum, jólasveinamir eru allir famir til byggða og hann hefur engan til að halda jólin með. Þá ber að garði trölla- bömin Þusu og Þrasa. Þau eru reyndar óvenju lítil og góðleg af tröllum að vera, en þurfa sífellt að vera að rífast. Þusa og Þrasi hafa ekki hugmynd um að það eru að koma jól. Völundur fer að segja þeim frá jólunum og í sama mund kemur jólakötturinn í heimsókn. Hann er ekki lengur grimmur og vondur, heldur orðinn mesta sakleysis- grey. Völundur segir þessum óvaentu gestum frá boðskap jólanna og saman leika þau sína útgáfu af jólaguðspjallinu og dansa í kringum jólatré. Fjórir leikarar taka þátt í þessari uppsetningu, þau Alda Amardóttir, Bjami Ingvars- son, Pétur Eggerz og Stefán Sturla Sigurjónsson. Á undan sýningu Möguleikhússins mun Þórarinn Eldjám lesa óbirta jólasögu sína og úr Ijóðabókum þeim sem hann hefur samið fyrir böm. Húnvetningafélagiö Félagsvist á morgun, laugardag, kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. ParavisL Allir velkomnir. Átthagafélag Strandamanna Aðventusamkoma kórs Átthagafélags Strandamanna verður sunnudaginn 6. desember kl. 16 í Bústaðakirkju. Fjöl- breytt dagskrá. Kaffiveitingar. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverfis- götu 105, kl. 10 á laugardagsmorgun. Kvennadeild Skagfiröingafé- lagsins í Reykjavík verður með jólafund í Drangey, Stakka- hlíð 17, sunnudaginn 6. desember. Fundurinn hefst með borðhaldi kl. 19. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Skaftfellingafélagiö í Reykjavík Félagsvist sunnudaginn 6. desember kl. 14 að Laugavegi 178 í Skaftfellingabúð. Allir velkomnir. Anna Kristín Amgrímsdóttír í hlutverki Jelenu. Þjóðleikhúsið: Sýningum aö Ijúka á Kæru Jelenu Sýningum er að ljúka á Kæru Jelenu eftir Ljúdmílu Razumovskaju, sem sýnt hefur verið fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu síðan í október í fyrra. Hundrað og fimmtugasta og jafnframt allra síðasta sýning verður föstudaginn 11. desember. Kæra Jelena sló öll aðsóknarmet á Litla sviði Þjóðleikhússins á síðasta leikári. Sýn- ingamar urðu alls 128 á leikárinu, þar af nokkrar í leikferð um Norður- og Austurland. f haust var leikritið svo tekið upp aftur á Litla sviðinu, en þegar Ijóst var að engan veg- inn reyndist unnt að anna eftirspum áhorfenda, var ákveðið að færa það yfir á Stóra sviðið. Þar hefur það síðan gengið fyrir fullu húsi síðan í október. Verkið er miskunnarlaus lýsing á siðleysi því, sem gripið getur um sig við ákveðnar kringumstæður. Fjögur ungmenni heimsækja kennslukonuna sína á afmælisdegi hennar með afdrifaríkum afleiðingum. Sýningin og leikur fimmmenninganna þóttu með bestu leiklistarviðburðum síðasta leikárs og var Anna Kristín Amgrímsdóttir til- nefnd til menningarverðlauna DV fyrir túlkun sína á Jelenu. Leikarar em: Anna Kristín Amgrímsdóttir, Baltasar Kormákur, Halldóra Bjömsdótt- ir, Hilmar Jónsson og Ingvar E. Sigurðsson. Þau fjögur síðast töldu eru meðal yngstu leikara Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. ------------------------------------- Elskulegur faöir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróöir og mágur Jóhann Yngvi Guðmundsson áöur Kirkjuvegi 7, Selfossi andaöist 2. desember á hjúkrunarheimili aldraöra, Ljósheimum á Selfossi. Guömundur Jóhannsson Sigriöur Jóhannsdóttlr Stefán Jóhannsson Yngvi Jóhannsson Lilja Ingibjörg Jóhannsdóttir Helga Guömundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Arnbjörg Þóröardóttir Þorsteinn Guðmundsson Ragnheiöur Zóphóniasdóttir Elíane Hommersand Jón Sævar Alfonsson Ólafur Magnússon Astarkortið hennar Miu Alexandra prinsessa og Sir Angus Ogilvy mæta ásamt hertogaynjunni af Kent til hátíðahaldanna i til- efni af 40 ára valdaferli Elísabetar drottningar, en þær Alexandra eru bræðradætur. Breska konungsættin: Mæðgur talast ekki við Það mætti halda að lífið brosti við Marinu Mowatt, 26 ára gamalli dótt- ur Alexöndru prinsessu og Sir Ang- us Ogilvy, en náinn skyldleiki við El- ísabetu drottningu setur Marinu í 26. sætí í krúnuerfingjaröðinni. Marina er hamingjusamlega gift ljósmyndaranum Paul og móðir Zenousku. Hún er nú búin að fa starf sem vikulegur dálkahöfundur í landsblaði í Bretlandi. Og hún á von á öðru bami með sumrinu. Það er þó ein blika á sæluhimni ungu hjónanna. Foreldrar Marinu voru svo ósáttir við að fá Paul fyrir tengdason að þau hafa ekkert sam- band haft við ungu fjölskylduna síð- an. Zenousku, eina bamabamið sitt, hafa þau aðeins séð einu sinni og þá aðeins í smástund. Þá var Zenouska nýfædd. Marina og Paul héldu brúðkaup sitt í febrúar 1990 og búa skammt frá foreldrum Marinu, sem þó hafa ekki séð sér fert að heilsa upp á unga fólkið og dótturdótturina enn. En samkomulagið á vonandi eftir að lagasL Ogilvy-hjónin lýstu yfir gleði yfir því að eiga von á öðru barna- bami og ungu hjónin gera sér vonir Marina og Paul Mowatt eru foreldrar Zenousku, tveggja ára, og eiga von á öðru barni. Foreldrar Marinu voru svo ósáttir við val dótturinnar á eiginmanni aö nánast ekkert samband er innan fjöl- skyldunnar. um að þá verði Ioks hægt að skíra Zenousku litlu, en þau hafa látið skímina bíða þar til unnt verður að smala saman nánustu fjölskyldunni í góðri vinsemd. Vonandi styttist í það. Þrátt fyrir að Marinu hafi nánast verið útskúfað úr konunglegu fjöl- skyldunni sinni, hefúr hún þó alltaf haldið sambandi við suma meðlimi hennar, t.d. Söruh Ferguson. En kannski hefur það ekki verið til að auka á sáttalíkumar! Enn halda þau Mia Farrow og Woody Allen áfram að veifa skítugum þvotti sínum framan í áfjáðan almenning. Nú standa yfir yfirheyrslur í forræðisdeilu þeirra yfir tveim ættleiddum börnum þeirra beggja og er þar öllu tjaldað. Mia vill fá ógilta ættleiðingu Woodys á tveim af ellefu börnum hennar, á þeim forsendum að hann hafi svikið hana með því að halda leyndu ástarævintýri hans og tuttugu og tveggja ára ætt- leiddrar dóttur hennar og Andr- és Previn, Soon-Yi. 14. febrúar er kenndur við heil- agan Valentínus og minnast am- erískir elskendur dagsins með því að gefa gjafir eða senda kort til að tjá ást sína. Á síðustu Valentínusarmessu sendi Woody Miu konfektkassa, en hún sendi honum kortið á meðfylgjandi mynd. Þar hefur hún stungið kjötteinum í hjartastað barna sinna og voldugum búrhníf í eigið hjarta. Kortið hefur Woody nú dregið fram í yfirstandandi réttardeil- um um forræðið og þykir það áhrifamikið. Sjálfur segist hann » I spegli Timans vera sá, sem hafi orðið að þola hnífstungu í hjartað. Sömuleiðis hefur Woody komið fram í fræg- um sjónvarpsþætti, „60 Minut- es“, til að skýra málstað sinn. Mikið er í húfi, en kannski eru takmörk fyrir hvað almenningur hefur gaman af að fylgjast með nánum einkamálum þessara tveggja frægu einstaklinga og börnunum mörgu, sem þar blandast inn í. Woody Allen brá í brún þegar hann sá gjöfina, sem Mia Farrow sendi honum á degi heilags Valentinusar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.