Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 KERRUVAGNAR OG KERRUR Bamaíþróttagallar á frábæru verði. Umboössala á notuðum bamavörum. Sendum i póstkröfu um land allt! BARNABÆR, Ármúla 34 Símar: 685626 og 689711. VERIÐ VELKOMIN! Bilasala Kópavogs Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN Tækniaðstoðarsjóður íslands stofnaður við Evrópubankann: Islensk ráðgjöf á rúst- um kommúnismans Jón Sigurðsson iönaðar- og við- skiptaráðherra undirritaði í gær samning um stofnun tækniaðstoð- arsjóðs íslands við Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, Evrópu- bankann. Framlag íslands til sjóðsins nemur alls 7,7 miljónum króna og þar af voru greiddar 3,8 miljónir við undirskrift samnings- ins. Afagangurinn verður greiddur á tveimur næstu árum. Jón Sigurösson iönaöar- og viö- skiptaráöherra og Ullrich Kiermayr forstööumaður fjármögnunardeild- ar Evrópubankans viö undirskrift samnings aö stofnun íslensks tækniaöstoöarsjóös viö bankann. Timamynd:Áml BJama Væringar í stjórn Sam- taka atvinnulausra Þrír stjómarmenn af sjö hafa sagt sig úr stjóm Samtaka atvinnulausra í kjölfar deilna sem upp komu nýlega um forystu samtakanna. Eins og kunnugt er vildi formaö- ur samtakanna, Reynir Hugason, að kosið væri á milli sín og vara- formanns félagsins Guðbjarnar Jónssonar þar sem upp komu deil- ur um einræðislega stjórnarhætti formannsins. Þetta féllst Guðbjörn ekki á og sagði sig úr stjórn ásamt tveimur öðrum stjórnarmeðlim- um. „Þetta var ágreiningur um það hvort það ætti að stofna deild eða ekki deild og það var fellt og þeir sem ekki voru sáttir við það viku úr stjórninni", segir Reynir. Hann segir að Guðbjörn muni starfa áfram í samtökunum og muni þar sinna ákveðnum verk- efnum. „Það eru engin illindi á milli okkar", segir Reynir. Um ásakanir um einræðislega stjóm- arhætti segir Reynir : „Eg held að menn verði bara sárir og reiðir þegar þeir ná ekki sínu fram“. -HÞ Tækniaðstoðarsjóðnum verður eingöngu varið til að fjármagna vinnu íslenskra ráðgjafa sem þýðir jafnframt aukin verkefni fyrir þá og ráðgjafafyrirtæki á starfssvæði bankans í fyrrum kommúnista- ríkjum í Evrópu og Asíu. Að öðru leyti er tilgangur og markmið ís- lenska tækniaðstoðarsjóðsins m.a. að gera Evrópubankanum fært að kaupa tæknilega ráðgjöf við end- urreisn og efnahagsþróun í ríkj- um Mið- og Austur-Evrópu og fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Jafnframt skal sjóðurinn nýttur til að fjármagna kaup á tæknilegri ráðgjöf við skipulag og fram- kvæmd einstakra verkefna en þó einkum á sviði fiskveiða og vinnslu og orku- og umhverfis- mála. Evrópubankinn tók formlega til starfa í fyrra og var ísland eitt 40 ríkja og tveggja alþjóðastofnana sem stóðu að stofnun hans. Hlut- ur íslands er 0,1% af 10 miljarða ECU heildarhlutafé bankans. Markmið Evrópubankans er að stuðla að umskiptum í átt að opnu markaðskerfi í fyrrum kommún- istaríkjum austantjalds, greiða fyrir arðbærri atvinnustarfsemi á vegum einstaklinga og einkafyrir- tækja, stuðla að umbótum í efna- hagslífi, afnámi einokunar og miðstýringar, einkavæðingu at- vinnufyrirtækja og aðlögun at- vinnulífs að hinu alþjóðlega mark- aðskerfi svo nokkuð sé nefnt. -grh Tímiim FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 ar sínu fram ? Samninganefnd Sjúkraliða- félags Islands og viðsemj- enda sátu á fundi hjá sátta- semjara í gær. Kristín Guð- mundsdóttir, ^ formaður Sjúkraliðafélags íslands, var þá bjartsýn á niðurstööur sem væru nær óskum þeirra en áður. HeÍmUdir herma að sjúkraliðar á landsbyggðinnl muni halda st'num kjörum og fá 1.7% hækkun og 8.000 kr oriofsauka. Sjúkraliðar mættu aftur tíl starfa í gærmorgun. Starf- semi sjúkrahúsa var að fær- ast í eðlUegt horf en aðgerðir voru samt með fæsta móö þar sem yflrleltt þarf að kaUa sjúklinga inn með sófar- hrings fyrirvara að sögn tals- manna Landsspítalans og Borgarspítalans. Kristín Guðmundsdóttir segir að sjúkraliðar hafi ákveðið að snúa aftur tU starfa þar sem þeim hafí þótt grundvoUur til að ná samn- ingum. Kristín segir að það sé ekki hennar að svara því hvort gripið verði á ný tíl svipaðra aðgerða ef enginn árangur verður af sáttaum- leitum sáttasemjara. „Það eru sjúkraliðar sem svara því“, bætir hún við. Kristín teiur að með aðgerð- um sínum hafí sjúkraliðar sýnt mikla samstöðu og ákveðni. „Þetta er búið að vera gífuríega félagslega sterkt í heild fyrir iandið og baráttu- viljinn er ekki þrotinn hjá $júkraUðum“, seglr Kristín. ...ERLENDAR FRÉTTIR... MOSKVA Gajdar vill miðjusamstarf Jegor Gajdar, forsætisráöherra Rúss- iands, bauö miöjumönnum á fulltrúa- þingi landsins samstarf til aö koma á efnahagsumbótum gegn andstööu harðlinumanna. SARAJEVO Skothríö hindrar loftflutn- inga Látlaus stórskota- og sprengjuhrlö dundi I gær á úthverfum Sarajevo sem byggö eru múslimum. Árásimar neyddu neyöarhjálparmenn Sameinuöu þjóö- anna til aö leggja niöur mikilvæga loft- flutninga til hinnar umsetnu höfuöborg- ar Bosniu þríöja daginn I röð. BELGRAD Framboöi Panics hafnaö Kjörstjóm Serbíu hafnaöi I gær Milan Panic forsætisráöherra sem frambjóö- anda I forsetakosningunum vegna þess aö hann uppfyllti ekki skilyröi um bú- setu. PEKING Engar lýöræðisumbætur í Hong Kong Kinversk stjómvöld sögöu I gær aö Chris Patten, rikisstjóri i Hong Kong, yröi aö hætta viö áætlanir sinar um lýö- ræöisumbætur eöa eiga ella á hættu aö grunnatriöi samninga Kinverja og Breta um stjómarfariö í nýlendunni eftir 1997 yröu véfengd. MOGADISHU Koma Kana undirbúin Hjálparstofnanir safna birgöum fyrir komu 1800 bandariskra friöargæslu- manna sem eiga aö undirbúa komu bandarískra hersveita sem Sómalir treysta á aö stöövi bardaga striðsherra í landinu. BRUSSEL GATT í strand? f gær sigldu samningar Bandarikjanna og Evrópubandalagsins um landbúnaö- armál aftur I strand, aöeins 12 dögum eftir aö báöir aöiiar tilkynntu sigri hrós- andi aö samningamir væru f höfn, en þeir eru sagöir ráöa úrslitum um framtíó heimsviöskipta. LONDON Ró á gjaldeyrismörkuðum Ró komst aftur á, á gjaldeyrismörkuö- um eftir aö Frakkar og Þjóöverjar reyndu aö koma i veg fyrir spákaup- mennsku meö því aö ítreka óhaggan- legan stuöning viö ERM sem aöalstoö efnahagssameiningar EB. MANCHESTER, Englandi Sprengjur særóu yfir 60 Tvær sprengjur sprungu i gær i borg- inni Manchester í Noröur- Englandi, og slösuöust meira en 60 manns. Lögregl- an segir aö gmnur leiki á aö írski lýö- veldisherinn standi aö baki árásunum. LA CORUNA, Spáni Grískt olíuskip brennur Grískt oliuskip strandaöi, brotnaöi og stóð i Ijósum logum viö höfnina i La Coruna í gær. Strönd Noröur- Spánar getur því átt fyrir höndum stórkostlega oliumengun i þriöja sinn á 16 árum. ALEXANDRIA 8 menn dæmdir til dauöa Egypskur herréttur, umkringdur skyttum og vopnuöu lögregluliöi, dæmdi í gær til dauöa átta herskáa múslima. Þeir voru dæmdir fyrir aö hafa ætlaö aö steypa rikisstjóminni. PHNOM PENH Gíslar látnir lausir Hershöföingi í her Rauöu khmeranna, gaf i gær út skipun um aö þegar yröu látnir lausir, sex friöargæsluliöar Sam- einuöu þjóöanna, sem foringi skæru- liöahóps hans i miöhluta Kambódiu haföi tekiö i glslingu. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.