Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur4. desember 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö í lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Allir þreyttir á öllum Það er alveg ljóst að þreyta er komin í stjómarsam- starfið eftir sambúð í eitt og hálft ár á stjórnarheim- ilinu. Nakinn veruleikinn í þjóðfélaginu, erfiðleikar í efnahagsmálum, aflasamdráttur og vaxandi at- vinnuleysi blasir við. Ríkisstjórnin glutraði niður tækifærinu til að ná víðtækri samstöðu um efna- hagsaðgerðir. Hún uppskar andbyr á öllum sviðum þegar aðgerðirnar sáu dagsins ljós, og það er sá and- byr sem reynir nú á innviði stjórnarsamstarfsins. Eitt atriðið í efnahagsaðgerðunum er það að skera niður ríkisútgjöld um 1240 milljónir króna til við- bótar fyrri ákvörðunum. Það hefur verið tekist á í stjórnarflokkunum um skiptingu þessarar upphæðar á einstök verkefni. Enn hefur engin niðurstaða orðið þrátt fyrir ítrek- aða þingflokksfundi í þeirra liði og næturfundi ráð- herra. A þessu hefur gengið á aðra viku. Alþýðu- flokkurinn krefst niðurskurðar í landbúnaðarmál- um til viðbótar við þann stórfellda niðurskurð, sem ákveðinn er nú þegar, og tillögur um niðurskurð í félagsmálum fara í fínustu taugar félagsmálaráð- herra, svo ekki sé meira sagt. Allt eykur þetta taugatitring og leiða í stjórnarsam- starfmu, sem verður æ meira áberandi eftir því sem þjóðin lemur meira á stjórnarliðinu fyrir furðulega glámskyggnar tillögur m.a. um að skattleggja sér- staklega aðstöðumun í þjóðfélaginu, t.d. í húshitun- arkostnaði. Það vekur auðvitað alveg sérstaka athygli að for- sætisráðherra notar þennan viðkvæma tíma til þess að berja á samherjum sínum í glansmyndaviðtölum og auka á viðsjár í sínum eigin flokki. í viðtali við tímaritið Mannlíf sparkar hann í allar áttir og þó einkum í sjávarútvegsráðherra, fyrirrennara sinn, flokksbróður og samstarfsmann í ríkisstjórn. Það er auðvitað ljóst að allir eru leiðir á öllum í stjórnarliðinu. Það fara því erfiðir tímar í hönd fyrir ríkisstjórnarflokkana. Ekki fer hjá því að miklar deilur og skoðanamunur er innan þeirra um mörg lykilmál og leiði og „pirringur“, eins og forsætisráð- herra orðar það, fer vaxandi. Ottinn við kosningar getur þó haldið liðinu saman um sinn. Hins vegar heyrast nú háværar raddir um hrókeringar og útaf- skiptingar í ríkisstjórninni síðar í vetur. Það getur orðið erfiður biti. Ef til vill er Mannlífsviðtal Davíðs Oddssonar undirbúningur að því að endurskipu- leggja ríkisstjórnina og koma sjávarútvegsráðherra úr henni. Með því gæti hann lagað fyrir sér hjá kröt- um, en slíkar deilur munu spretta upp í Sjálfstæðis- flokknum við aðgerðina að það myndi lama stjórn- arforustuna. Allt þetta sýnir að þessi ríkisstjórn er óhæf til þess að ráða fram úr vandamálum þjóðfélagsins og far- sælast væri fyrir þjóðina að þessum hjúskap yrði slitið sem fyrst. Morgunblaóiö greinði frá því í vikunni t langri og ítariegri frétt aft borgarmálaráðstefna Sjálf- stæðisflokksins haft verið baldin og að þar hafi farið fram fjÖJ- breyttar umræftur um hin ýmsu mál. er aö segja að grunntónn- inn, í umneðum og niðurstöðum bessarar ráðstefnu sjálfstæðis- manna í Reykiavík, hafi verið einkavæöing og virftast sjálfstæð- ismenn telja að hún eigi við á flestum sviftum mannlegra sam- skipta, allt frá félagsmiftstöðvum fyrir ungiinga tii þjónustumið- stöftva fyrir aidrafta og frá bfla- steðahúsum fyrir einkabíla til rekstrar almenningsvagnanna. Þannig telur borgarmálaráðstefna Sjálfsteðisflokksins að brýnt sé aft breyta sem fiestum borgarfyr- irtækjum í hlutafélög, til þess aft auka áhyrgft stjómenda fyrirtækj- anna á rekstrinum. Þá kemur þaft einnig fram sem nifturstaða þess- arar ráftstcfnu aft sjálfsteöismenn viija aiveg sérstaklega einkavæða ýmsan þjónusturekstur sem er t samkeppnl við einkafyrirtækin. Útgjöld vegna sam- eiginlegrar þjónustu Þetta kemur nokkuð á óvart því það hafa einmitt verið sjáifstæðis- menn í borgarstjóm sem með hvað mestum dugnaði og fafafti hafa haslað sér völl í samkeppni við einkafyrírtæki t.d. í veitinga- húsarekstri. Þar hefur hlutur borgarinnar verfð nokkuð mis- munandi, frá þvf að styrkja meö beinum framlögum ákveðna veit- ingamenn meö búnaði og innrétt- ingum eins og í Perlunni, og yfir í að skaffa umgjörð rekstrarins eins og í Ráðhúsinu. Markmið einkavæðingarinnar er samkvæmt ráðstefnuniðurstöð- um það að „lækka kostnað borgar- búa við ýmsa sameiginlega þjón- ustu“, eins og segir orðrétt í Morgunblaðinu. Það kemur svo sem ekki á óvart að einkavæðingartal heyrist úr herbúðum sjálfsteðismanna, en óneitanlega kemur þessi mál- flutningur spánskt fyrir sjónir með hliösjón af því að þar talar flokkurinn sem hefur lengst af verið við völd í Reykjavtk. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem kom á því kerfi boöskipta og boðleiða í stjómkerfi borgarinnar að raun- veruleg stjóm í mörgum af öflug- ustu borgarfyrirtækjunum gengur alveg frambjá kjömum stjómum fyrfrtæiganna en stjómunarpýr- amídinn endar inni á skrifstofu hjá borgarstjóranum. Það er verk Sjálfstæðisflokksins að umbreyta svo reykvískri stjómsýslu að aliir þræftir hennar liggja beint eða óbeint um hendur eins og sama mannsins, borgarstjórans f Reykjavík. Borgarstjóraeinræöi Það er einmitt vegna þessa pólit- íska einræðiskerfis við stjómsýsl- una í borginni, sem meirihluti Sjálfsteðisflokksins í Rey’kjavík með fyrrum borgarstjóra í farar- broddi, hefur getað byggt sér minnismerki bæði með því að not- fera sér fyrirtæld borgarinnar eins og Hitaveituna og borgarsjóð með byggingu Ráðhúss. Sjálf- stæðisflokkurinn sem nú vill einkavæða með það að markmiði að „lækka kostnaö borgarbúa við sameiginlega þjónustu", var fyrir skömmu talsmaður þess að draga hundruð milljóna út úr rekstri Hitaveitunnar og koma fjárhag hennar í vandræði tíl þess aft byggja útsýnishús í Öskjuhlíð- inni. Vlð það iækkuðu ekki útgjöid horgarbúa af sameiginlegri hita- veituþjónustu. Creinilegt er þó að borgarstjóraeinræöiskerfið riðar nú til falls vegna breytinga í Sjálf- steðisflokknum. Einkavædd guðsböm Garri getur falHst á þaft sjónar- mið sjálfstæðismanna aft eðlilegt sé að auka ábyrgð stjómenda í borgarfyrirtelg'um á rekstri fyrir- tekja sinna. Hins vegar er óvíst að einkavæðingartrúboftið sé endi- lega best til þess falliö þó aft í ein- staka tUfellum geti vissulega verift skynsamiegt aft einkavæfta tiltek- inn rekstur. Þaft aft sjáifstæðismenn skuli nú rjúka upp til faanda og fóta eins og frelsuft guftsböm og hrópa hale- lúja fyrir einkavæöingu eftir aft hafa setið eins lengi og raun ber vítni í ekilssætmu í Reykajvík, ber vott um ótrúlegt hrifnæmi þessa fólks fyrir tfskusveiflum. Hug- myndum þessarar borgarmálaráð- stefnu ber því að taka með fyrir- vara því afstaftan gætf allt eins breyst þegar einkavæftingarvíman rennur af mönnum og borgar- stjórastjómlyndiö kemur upp á ný. Garri Drukkna í eigin skuldasúpu Skuldastaða heimilanna í iandinu ^ L-____ u. uesemoerilöi 208. tbl. 76. árg. Skuldastaða halmllann. hafu, vsmnað grlðadaga é ðtta ánim en skuldlr Vlrt»K|a I ■■ | ■ --— oii uRuiair lynriæiga stóöu I stað: Skuldir heimilanna upp um J35%«ifyriitekianna um 1% er enn verri en ástandið á ríkissjóði og fyrirtæki standa allvel sé á heild- ina litið miðað við ofboðslegar skuldir þeirra einstaklinga sem burðast við að halda saman heimili. Þetta kemur fram í greinargerð Seðlabankans um þróun peninga- mála og var gerð nokkur grein fyrir í Tímanum í gær. Þar kemur fram að frá árslokum 1984 hafa skuldir heimila hækkað úr 26% af landsframleiðslu upp í 61%, eða um 135%. Á sama tíma hækkuðu skuldir fyrirtækja um 1% eða úr 74% í 75%. Samsvarandi hækkun á skuldum ríkissjóðs var úr 14% í 26%. Síðustu þrjú árin hefur fjárspamaður heimila verið nei- kvæður um 15 milljarða kr. á ári. Ört hallar á ógæfuhliðina í þessum efnum því að á árunum 1986-89 stóðu lántökur og spamaður heim- ilana í stað, en öfugþróunin verið þeim mun hraðari síðan. Hér em aðeins blákaldar stað- reyndir settar fram í prósentum og tekið meðaltal. Auðvitað em margar fjölskyldur sem hvergi koma nærri lántökum og leggja jafnvel fyrir og eiga sínar fasteignir og bíla skuld- lausa og lausafjármuni sem gefa vel í aðra hönd. En þeim mun þyngri er skuldabyrðin á hinum, sem hækka meðaltalið svona ofboðslega. Svipað er uppi á teningnum hvað fyrirtæki varðar. Þar sem skuldirnar aukast ekki á prósentvís í meðaltal- inu, em skuldsettu fyrirtækin þeim mun verr sett en þau sem ganga takkbærilega. Meira, meira, meira Skýringar á ofboðslegri skulda- söfnun heimilanna eru að mjög er rýmkað um framboð á lánsfé og ekki stendur á undirtektum einstakling- anna. Húsbréfakerfið á hér stóran hlut að máli og ekki er langt að minnast þess, að Seðlabankinn fann það út með sínum reiknikúnstum að heildampphæðin sem lánuð er út í húsbréfum skilaði sér ekki öll til bygginga eða íbúðakaupa og því hljóti umtalsverðar upphæðir að fara í neyslu eða eitthvað annað en íbúðakaup. Ekki er vitað til að nán- ari athuganir hafi verið gerðar á því fyrirbæri, aðeins beðið um meiri framlög úr ríkissjóði í húsbréfakerf- ið, eins og svo mörg önnur lána- kerfi. Háir vextir og verðbótaþáttur skulda á verðbólgutímum eykur auðsjáanlega skuldasöfnun heimil- anna og sitthvað fleira mætti til telja. Fljóðbylgjan verður ekki stöðvuð Sökudólgamir í dæminu em marg- ir og ekki verður framhjá því gengið að sjálfir skuidaramir em meðal þeirra. Margir reisa sér hurðarás um öxl þegar lántökurétturinn er nýttur til hins ýtrasta og kikna svo undan öllu saman þegar kemur að skulda- dögum, eða öllu fremur á gjalddög- um afborgananna. Síaukinn launamismunur og rang- lát skattalög eru vafalítiö veigamik- ill liður í stórbrotinni skuldsetningu heimila. Væntingar um launakjör standast ekki og iánin sem tekin em í bjartsýnisköstum falla í gjalddaga og heimilin hlaða á sig enn nýjum lánum og standa svo uppi með skuldabagga, sem skuldir ríkissjóðs og allra fyrirtækja landsins blikna hjá. f þessu ástandi ríða bylgjur at- vinnuleysis yfir og launatekjur vinn- andi fólks minnka og Friðrik Sop- husson & Co slá öll fyrri met í skattaálögum. Pólitíkusar og stjórnendur lána- stofnana hamast við að bjarga at- vinnulífinu, sem svo er kallað og felst sá blindingsleikur helst í því að moka fjármunum milli sjóða í nafni efnahagsráðstafana eða annarra ab- súrd orðaleppa, sem fyrir löngu em búnir að glata allri merkingu. Og heimilin halda áfram að safna skuldum og þær munu aukast jafnt og þétt, jafnve! þótt lokað verði al- gjörlega fyrir allar nýjar lánveiting- ar til heimila og einstaklinga. Vextir og verðbótaþættir lána munu sjá til þess. Miklar ráðstafanir em gerðar til að vemda þorsk og aðrar sjókindur og hatrömm jafnréttisbarátta kynjanna gengur fyrir öllu öðm réttlæti. En þótt helmingur heimila lands- ins sé á vonarvöl og að meirihluti landsins bama búi við skuldaáþján, sem er verri en örbirgð, hreyfir ekki nokkur sála hönd eða fót til hjálpar fjölskyldunum. Krafan er aðeins sú að skaffa meiri lánsréttindi og linnir því ekki fyrr en ótal fjölskyldum og einstaklingum verður endanlega drekkt í eigin skuldasúpu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.