Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. desember 1992 Timinn 5 Saga Hermanns Jónassonar Indriði G. Þorsteinsson: Ættjörð mfn kæra. Ævisaga Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra. 2. bindi. Reykholt, 1992. Þetta er svo sem titill vottar framhald þeirrar aevisögu, sem út kom fyrir tveimur árum og náði fram að 1938. Sögunni var þar komið sem framsóknarmenn voru einir í ríkisstjórn vorið 1938, eftir að Haraldur Guð- mundsson baðst lausnar vegna þess að verkfall togaramanna var leyst með lögum um gerðardóm. Þá voru Þjóðverjar að sækjast eft- ir lendingu fyrir flugvélar hér og er það alkunnug saga. Frá því segir á fyrstu síðum þessarar nýju bókar. Síðan segir frá þjóðstjóminni og sagan rakin áfram til æviloka söguhetjunnar. Margt er frá Hermanni að segja og saga hans tengist mjög þjóð- arsögunni á þessari öld. Stund- um virðist höfundur ganga út frá því að fólk viti meira en ætlast má til af ungu fólki. Hvað vita ungir lesendur um Wilhelm Canaris aðmírál eða hverrar þjóðar hann var? Nokkrum sinnum er rætt um 6 steiktar gæsir í sambandi við stjórnarskrárbreytinguna 1942 án þess að skýra það. Það voru 6 tvímenningskjördæmi í landinu og breytingin var sú m.a. að taka upp hlutfallskosningu í þeim. Þá var gert ráð fyrir að Sjálfstæðis- flokkurinn næði öðmm manni í þeim öllum, en Framsóknar- flokkurinn hlaut bæði sætin í þeim öllum 1937. Því var kallað að með tillögu Alþýðuflokksins væm Sjálfstæðisflokknum boðn- ar 6 steiktar gæsir. Þær urðu raunar ekki nema fjórar, því að Framsóknarflokkur náði báðum sætunum í báðum Múlasýslun- um haustið 1942. Á blaðsíðu 20 er sagt að um 1940 hafi Jónas frá Hriflu verið „óumdeildur andlegur foringi framsóknarmanna“. Það er ekki rétt. Á flokksþinginu 1937 var flutt, að vilja Jónasar, tillaga sem fól í sér að ungu fólki, sem teldi sig kommúnista eða þjóðernissinna, skyldi vísað úr skólum. Sem ráð- herra hafði Jónas sett reglur um það að nemendur í skólum ríkis- ins mættu ekki skipta sér af stjórnmálum. Allt var þetta um- deilt í flokknum. Um tillöguna 1937 er það að segja að þegar Bjami á Laugarvatni hafði talað fyrir henni, mæltu 5 menn gegn henni. Hún var þá tekin af dag- skrá og vitrir menn settir til að endursemja hana. Þeim, sem fylgdust með því máli, varð ljóst að ofmælt væri að segja að Jónas væri „óumdeildur andlegur leið- togi“. Hann var farinn að marka sér stefnu utan við hugmynda- fræði flokksins. Undarleg er umsögn á bls. 73 að þess væri krafist „að Bandaríkin viðurkenndu fullveldi íslands, áður en ákvörðun um fullveldið var tekirí'. Hér virðist vera mgl- að saman fullveldi og lýðveldis- stofnun, en ísland varð fullvalda ríki 1918 og enginn íslendingur vildi að frá því yrði fallið. Á bls. 183 er verið að ræða um fiskveiðilandhelgi. Þar segir m.a.: „Tólf mílurnar urðu aldrei að al- þjóðalögum. Þær vom felldar í Genf, en það mátti ekki tæpara standa og munaði aðeins 2/3 úr atkvæði. Þar réð atkvæði íslands Hermann Jónasson. úrslitum og var það afstöðu Her- manns Jónassonar að þakka, sem var fulltrúi flokks síns á ráðstefn- unni. Tókst honum með lagni og festu að fá fulltrúa íslands til að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Leiðin var opin til útfærslu í 50 mílur og síðan 200.“ Þetta er sagt að hafi verið á ráðstefnu 1958. Lítum svo á hvað Agnar Kl. Jónsson segir í bók sinni um Stjórnarráð íslands. Hann segir að ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna 1958 hafi ekki komist að niðurstöðu um fiskveiðiland- helgi, en önnur hafréttarráð- stefna var haldin 1960. Síðan segir orðrétt: „Sú tillaga, sem komst næst þvf að verða samþykkt, var borin fram af Kanada og Bandaríkjun- um sameiginlega og fól í sér að landhelgin skyldi vera 6 sjómflur og þar fyrir utan kæmi önnur 6 sjómflna fiskveiðilandhelgi. Þá var tekið fram, að erlendar fisk- veiðiþjóðir, sem veiði hefðu stundað í ytra 6 mflna beltinu undanfarin 5 ár, gætu haldið þeim veiðum áfram næstu tíu ár- in. Tillagan náði ekki tilskildum tveim þriðju atkvæða. Vantaði aðeins eitt atkvæði á, að svo yrði. Þessi regla, sem hér var um að ræða, var nefnd „sex plús 6 mín- us 6“ reglan. íslenska nefndin greiddi atkvæði gegn tillögunni vegna þess að áður hafði verið felld tillaga frá henni um að framangreindu ákvæði um tíu ára tímabilið skyldi ekki beitt, þegar í hlut ætti þjóð, sem byggði afkomu sína aðallega á fiskveiðum.“ Þórarinn Þórarinsson getur þessara mála að vonum í sögu Framsóknarflokksins. í sendi- nefnd íslands í Genf 1960 voru 8 menn. Fjórir voru embættis- Indriöi G. Þorsteinsson. menn, en fjórir fulltrúar stjóm- málaflokka. Það voru Bjarni Benediktsson, Hermann Jónas- son, Guðmundur í. Guðmunds- son og Lúðvík Jósefsson. Atkvæði féllu þannig um tillöguna 6 plús 6 mínus 6 að með henni voru 55 atkvæði en 28 á móti. Hefði hún fengið einu atkvæði meira, var hún samþykkt með tveimur þriðju atkvæða og hefði náð laga- gildi. Ef ísland hefði hins vegar setið hjá, eins og nú er sagt að Hermann hafi fengið meðnefnd- armenn sína til að gera, hefði 6 plús 6 mínus 6 reglan verið sam- þykkt með einu atkvæði umfram 2/3. Svo sem vænta má sést það hvergi á ævisögunni á hverju þessi frásögn hennar er byggð. „Framsóknarflokkurinn var út af fyrir sig ekki á móti breyting- um á stjórnskipunarlögum," seg- ir á blaðsíðu 92. Þetta er mjög vafasöm fullyrðing. Sjálfsagt hefði flokkurinn tekið þátt í end- urskoðun, hefði það staðið til boða, en hann undi vel þeirri skipun sem var. Og ekki man ég eftir því að í baráttunni 1942 kæmu fram einhverjar breyting- artillögur frá okkur framsóknar- mönnum. Við vorum á móti því sem verið var að gera. Hitt man ég að við héldum því fram að höf- uðborg hefði áhrifastöðu sem höfuðborg, svo að það væri um of að hún hefði þingmannatölu í sama hlutfalli kjósenda og fjar- læg héruð. Hitt fannst okkur líka að t.d. Vestfirðingar væru sérstök eining eða deild í þjóðfélaginu og rétt væri að slíkar einingar hefðu áhrifarétt vegna sérstöðunnar. Þau sjónarmið erum við enn til- búnir að ræða. Þessi atriði, sem hér eru rædd í aðfinnslutón, eru sum lítilvæg. En þegar verið er að segja sögu, er ekki sama hvernig það er gert. Og lesandanum finnst lýtin því verri, sem sá er meiri og mætari sem frá er sagt. Hér hefur æfður og snjall sögumaður rakið sögu eins hins merkasta stjórnmála- manns íslands á þessari öld og margt vel gert. Sögumaður skilar óbrjálaðri mynd af söguhetjunni. Og því er vert að lesa þessa bók. En stjórnmálasaga aldarinnar virðist ekki vera Indriða svo kunn sem skyldi og því eru nokkur lýti á sögunni. Aftan við söguna er skrá um heimildir. Hins vegar er oft óljóst hvaðan komið er það sem sagt er, svo sem hverju Sveinn Björnsson forseti hvíslaði að ólafi Thors. Liðin eru 34 ár síðan Hermann Jónasson gekk úr ráðherrastól í síðasta sinn. Hann hafði leitað samráðs og samstarfs við Alþýðu- sambandið um viðnám gegn verðbólgu og bað um að sjálf- virkri vísitöluhækkun launa væri frestað meðan mál væru rædd. Viðleitni hans var hafnað. Hermann flutti mál sitt í þeirri trú „að eina ráðið til þess að friða þjóðfélagið, tryggja lýðræði og afstýra einræði, sem mundi koma eftir algera upplausn en að hinn lýðræðissinnaði verkalýður verði nægilega sterkur, nægilega heiðarlegur við sjálfan sig og lýð- ræðið, nægilega djarfur til að taka fulla ábyrgð. Þetta verður að gerast með þeim hætti að verka- fólk noti félagssamtök sín.“ Hann sagði líka: „Lýðræðissinn- uðum verkalýð væri nær að vinna í þá átt að skapa sér slíkt vald, heldur en að taka þátt í þeim óvitahætti að rífa niður það hús sem hann þó telur sig ætla að búa í.“ Nú er svo komið að launþega- samtök þjóðarinnar vilja semja við ríkisvaldið um stjórn efna- hagsmála. Þannig er sá sam- starfsvilji, sem hann dreymdi um og starfaði fyrir, kominn til sög- unnar. Og þegar alþýða landsins til sjávar og sveita hefur skipað Alþingi svo að þar verður ríkis- stjórn sem vill vinna með fólkinu og semja um kjaramálin, má vænta þess að upp renni sú far- sæla friðaröld sem var draumur Hermanns Jónassonar. Þegar þeir dagar renna að pólit- ískur draumur Hermanris Jónas- sonar um friðaröldina þar sem ríkisstjórn hefur samráð við al- þýðustéttirnar um skipun mála, er gott að eiga ævisögu hans og lesa þar um stjórnmálastarf hans og kynnast honum. Sagan heldur áfram, en ekki ber allt upp á sama daginn. För Hermanns Jónasson- ar á Alþýðusambandsþing 1958 er merkur atburður f stjórnmála- sögu þjóðarinnar og í framhaldi af henni þróast mál og bera ávexti. íslendingar eiga að muna og meta Hermann Jónasson. H.Kr. Ásgeir Hannes: Föstu- dags- spjall Stofnana- maðurinn HOMO INSTITUTIONES Ný tegund manna er að taka völdin í þjóðfélaginu í sínar hendur Það er stofnanamað- urinn eða Homo institutiones á frummálinu. Hann er barn nýrra tíma hér á landi og vex úr grasi í skjóli við ofvaxiö rík- isbákn en aðframkomið einkaframtak. Þar spretta stofnanamenn og senn erfa þeir landið. Stofnanamaðurinn lifir í öðr- um raunveruleika en aðrir landsmenn. Athafnamaðurinn hættir til að mynda sínu eigin fé til framkvæmda, en stofnana- maðurinn höndlar með al- mannafé. Hver dagur í lífi at- hafnamannsins verður að ganga að óskum, svo fjölskylda hans þurfi ekki að herða sultarólina. Stofnanamaðurinn gengur hins vegar að sínum launum vísum um hver mánaðamót. Fyrir bragðið eru allt aðrar kröfúr í lífi stofnanamannsins en at- hafnamannsins. Það gætir ekki sjávarfalla í hagfræði stoftianamannsins. Honum raska engin hefðbundin lögmál viðskipta og verslunar. Hvorki samdráttur né gjaldþrot eða atvinnuleysi. Hann bíður átekta á meðan athafnamaður- inn hættir öllu sínu til að skapa fólki atvinnu í landinu. Að því Ioknu er stofnanamaðurinn sendur á vettvang með reikning frá hinu opinbera. Stofnanamaðurinn er ekki kaliaður til ábyrgðar þó honum bregðist bogalistin. Hann getur byggt eins margar Flugstöðvar og Kröfluvirkjanir og honum þóknast. Fleygt Ráðhúsum ofanf tjamir og veitingahúsum upp á vatnsgeyma. Rústað hvert Þjóð- leikhúsið á fætur öðru. Stofti- anamaðurinn er jafnan með gilda fjarvistarsönnun þegar kemur að reikningsskilum. Nýleg könnun hjá tímaritinu Frjáls verslun hefur leitt í Ijós að meiri hluti ríkisstjómarinnar er gamlir stofnanamenn og bróðurpartur Alþingis líka. Þar kemur fram að þeir hafa ekki drepið fingri í kalt vatn nema í þjónustu hins opinbera eða hálfopinbera. í besta falli verið í þjónustu stórra hagsmunasam- taka. í vitum þeirra blaktir því önd hins örugga manns í vemd- uðu umhverfi. Þess vegna vant- ar þá neista landnámsmannsins, sem leggur allt í sölumar til að vinna og brjóta nýtt land. Eldar Iandnemans brenna ekki lengur í störfum Alþingis og ríkis- stjórnar. Nú eru stofnanamenn jafn góðir og gildir þegnar og hverjir aðrir borgarar. Mikil ósköp. Sjálfsagt er að hafa þá með í ráðum, bæði á Alþingi og í ríkis- stjórn. En daginn sem þeir einir taka völdin er kraftur einstak- lingsins ekki lengur ríkjandi afl- ið í þjóðfélaginu og sjálft landið verður smám saman að stofnun. Þaðan er stutt í færeysk örlög smáþjóðar í Atlantshafi. Þetta er sagan um stofnana- menn, Homo institutiones. Þeir em komnir til valda í þjóðfélag- inu. En margir þeirra eru líka af nýrri kynslóð íslendinga: náms- lánakynslóðinni. Við heimsækj- um þá kynslóð næsta föstudag. Friður sé með yður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.