Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.12.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur4. desember 1992 Tlminn 3 Guðmundur Bjarnason segir að ríkisstjórnin hafi verið of sein með sínar ákvarðanir: Niðurskurðartillögurnar verða kynntar á morgun Guðmundur Bjamason, nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir að það hafí valdið vissum erfíðleikum í störfum fíárlaganefndar hve seint ákvarðanir ríkisstjómarinnar hafí legið fyrir. Hann segist óttast að nýjustu hugmynd- ir ríkisstjóraarinnar um niðurskurð í ríkisrekstrinum beri vott um óraun- sæi. Ríkisstjórnin hefur lofað að fjár- laganefnd verði upplýst um nýjustu niðurskurðartillögur stjórnvalda á morgun. Gangi það ekki eftir, verður að fresta annarri umræðu um fjár- lög, en fyrirhugað er að hún fari fram næsta þriðjudag. Guðmundur sagði að mikið hafi verið unnið í fjárlaganefnd, margir fundir haldnir og margir kallaðir á fund nefndarinnar. „Það hefur valdið okkar erfiðleikum hve ríkisstjórnin er sein með sínar ákvarðanir. Boðaður hefur verið við- bótarniðurskurður upp á rúmar 1200 milljónir sem við vitum ekki hvar á að koma niður. Það er auðvit- að undarleg staða að vera að ræða við forráðamenn stofnana og ræða um hvort hækka eigi fjárveitingar eða lækka um örfáar milljónir þegar ein- hvers staðar í farvatninu er niður- skurður upp á 1200 milijónir sem kannski á að taka af þessum sömu stofnunum. Ríkisstjórnin hefur einnig boðað að verja 500 milljónum til viðhalds op- inberra mannvirkja, en þar er um að ræða hluta af svokölluðum atvinnu- skapandi aðgerðum. Þetta hefúr áhrif á fjárfestingaliðina sem við höfum verið að fjalla um í nefndinni. Ég get nefnt sem dæmi að veita á 250 millj- ónum til viðhalds og framkvæmda við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. Lagðar hafa verið fram umsóknir um verkefni upp á samtals 800-900 millj- ónir. Það breytti auðvitað miklu ef við fengjum nokkur hundruð millj- ónir í viðbót í þennan lið.“ Guðmundur sagði að fjárveitinga- nefnd þyrfti að fá upplýsingar um ákvarðanir ríkisstjómarinnar í dag. Leggja verði nefndarálit um fjárlaga- frumvarpið á mánudag ef önnur um- ræða um frumvarpið eigi að geta far- ið fram á þriðjudag. Nefndarmenn verði að vita um alla þætti málsins ef þeir eigi að geta samið sín nefndar- álit um helgina. Guðmundur sagði að í fjárlagafrum- varpinu sé víða þrengt afar mikið að stofnunum. Hann sagði að það væri svo sem ekki nýtt að forráðamenn stofnana kvarti. „En það sem er nýtt er að forsvarsmenn stofnanna segjast ekki vita hvernig þeir eigi að geta aukið sértekjur stofnana, en mjög víða er gert ráð fyrir að þær hækki mikið. Margar stofnanir hafi í reynd enga þjónustu að selja“. Guðmundur sagði að niðurskurður- inn í landbúnaðarmálunum væri gíf- urlegur og mjög væri þrengt að víða í heilbrigðiskerfinu. Hann sagðist ekki sjá hvernig hægt sé að ganga lengra í niðurskurði á þessum tveim- ur sviðum, en heyrst hefur að ríkis- stjórnin áformi að skera niður í þess- um málaflokkum um mörg hundruð milljónir. Guðmundur tók sem dæmi að 200 milljónir vanti til að mæta lyfjakostnaði á þessu ári og í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir að mæta þessu með samsvarandi nið- urskurði á lyfjakostnaði á næsta ári. Nú sé rætt um að skera enn meira niður í lyfjakostnaði. „Mér sýnist að þetta beri vott um óskhyggju og óraunsæi", sagði Guðmundur. Nýlega kom skýrsla frá Ríkisendur- skoðun um framkvæmd fjárlaga fyrstu níu mánuði ársins. Guðmund- ur sagði að þar komi skýrt fram að markmið ríkisstjórnarinnar um sparnað náist ekki. Markmiðið hafi verið 5,5 milljarðar, en aðeins náist 2-2,5 milljarðar. Það merkilega sé hins vegar að meginsparnaðurinn náist fram vegna lægri vaxtakostnað- ar og minni eignakaupa. Sú spurning vakni, hvar spamaðurinn sé í rekstri? Horfur eru á að Landsvirkjun verði rekin með 1,8 milljarða tapi á þessu ári: Landsvirkjun vill hækka gjaldskrá sína um 5% Stjóra Landsvirkjunar telur nauð- synlegt að hækka gjaldskrá fyrir- tækisins um a.m.k. 5% og hefur óskað eftir umsögn Þjóðhags- stofnunar eins og lög gera ráð fyr- ir. Jafnframt hefur stjóra Lands- virkjunar tekið ákvörðun um að lækka framkvæmda- og rann- sóknaáætlun fyrirtækisins úr 730 milljónum í 424 miUjónir eða um rúmlega 300 milfíónir. Astæðan er versnandi afkoma fyrirtækisins. Horfúr eru á að afkoma Lands- virkjunar verði slæm á þessu og næsta ári. Rekstraráætlun fyrir árið í ár gerir ráð fyrir rúmlega 1800 milljóna rekstrarhalla og þá hefur verið tekið tillit til áhrifa gengis- breytinga á árinu. Áætlað er að vegna gengisbreytinga hækki er- lendar skuldir Landsvirkjunar um 4 milljarða, þar af um 3 milljarða vegna gengisbreytingarinnar 23. nóvember. Rekstraráætlun Landsvirkjunar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 900 milljóna rekstrarhalla miðað við óbreytta gjaldskrá, en að sparnaður í rekstri lækki útgjöld um 90 millj- ónir . -EÓ Gjöfþýskra blaðamanna Fyrir skömmu tóku forraoamenn Reykjavíkurhafnar á móti jólatré sem félagsskapurinn Wikingerrunde í Hamborg gaf. Þetta er í 26. skipti sem þessi félagsskapur þýskra blaðamanna gefur höfninni jólatré en það er staðsett við Ingólfsgarð. Þar blasir jólatréð við skipum sem koma inn til Reykjavíkurhafnar. Eins og undanfarin ár flutti Eimskip jólatréð endurgjaldslaust til landsins og Flugleiðir styrktu for fé- laga Vikingerrunde hingað til lands. -grfa Iðnaðarráðherra vili breyta Rafmagnsveitum ríkisins í hlutafélag: Rafmagnsveitur ríkisins með hlutafjárútboð? Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra telur koma til greina að Rafmagnsveitum ríkisins verði breytt í hlutafélag og fyrirtækið afli fíár til endurbóta á dreifí- kerfí Rafmagnsveitanna til sveita með hlutafíárútboði. Jón telur að fara verði nýjar leiðir við fíármögnun endurbóta á dreifíkerfínu. Málið var rætt á Alþingi að frum- kvæði Jóhanns Ársælssonar (Alb.). Á þessu ári lagði ríkið fram 19 milljónir til uppbyggingar dreifi- kerfisins í sveitum. Áformað er að verja sömu upphæð á næsta ári. Samkvæmt áætlun sem Orkuráð hefur unnið þarf að verja 144 millj- ónum til þessa málaflokks á ári ef að fylgja á áætlun ráðsins. Jóhann spurði iðnaðarráðherra hvort hann hygðist beita sér fyrir að áætlun Orkuráðs verði framkvæmd og hvernig endurbætur á dreifikerfmu verði fjármagnaðar. „TYeystum við okkur til að leggja það á Rafmagnsveiturnar einar og Orkubú Vestfjarða, sem þjóna hin- um dreifðu byggðum, að standa undir þessum kostnaði eða ætlum við að finna til þess aðra fjárstofna? Það skortir ekjti hugmyndir um sér- staka skattlagningu í þessu skyni, en það hefur ekki reynst unnt að mynda um slíkar leiðir meirihluta. Annar möguleiki í þessu máli væri að breyta Rafmagnsveitum ríkisins í hlutafélag og afla því síöan aukins framkvæmdafjár með hlutafjárút- boði, en vegna yfirtöku ríkisins á skuldum fyrirtækisins og stöðugri hagræðingu í rekstri ætti slíkt (yrir- tæki að geta staðið undir sér á kom- andi árum. Ég tel að þetta sé ef vill sú leið sem við veröum að fara", sagði iðnaðarráðherra. Jón Kristjánsson (Frfl.) og fleiri þingmenn gagnrýndu harðlega þetta svar ráðherrans. Jón sagði að það ætti að vera hlutverk ríkisvalds- ins að sjá um endurbætur á dreifi- kerfinu. Hann sagði hugmyndir ráð- herra fráleitar um að breyta Raf- magnsveitum ríkisins í hlutafélag og láta hlutafélagið sjá um endur- bætur á dreifikerfinu. Hluthafar þyrftu að fá arð af sínu hlutafé og sú spuming vakni hvort hlutafélag telji endurbætur á dreifikerfinu arðsam- ar framkvæmdir. -EÓ Dómur fallinn í BHMR-deilunni í Hæstarétti: Hæstiréttur dæmir BHMR litlar bætur Hæstiréttur hefur fellt dóm í máli sem félagsmaður í BHMR höfðaði gegn ríkisvaldinu vegna breytinga á kjarasamningi rfídsins við BHMR. Samkvæmt dómnum er rfídnu gert að greiða félagsmanninum 4,5% launahækkun í fímm mánuði ásamt dráttarvöxtum. Frá dragast þær launahækkanir sem BHMR hefur fengið frá 1990 þegar BHMR-deilan hófst. Niðurstaða dómsins er að ríkinu beri að greiða þessum tiltekna félagsmanni í BHMR um 22.600 krónur, ásamt vöxtum. BHMR tapaði málinu í undir- rétti, en honum var áfrýjað til Hæstaréttar. í dómi Hæstaréttar felst enginn fullnaðarsigur fyrir BHMR. Flestum kröfum félagsins er hafnað á grundvelli þess aö rík- inu hafi verið heimilt að ógilda samninginn við BHMR. Hæsti- réttur telur hins vegar að með ógildingunni hafi félagsmenn þurft að þola skerðingu á áunn- um réttindum sem aðrir launþeg- ar hafi ekki þurft að þola. Á grundvelli þessarar niðurstöðu er ríkisvaldinu gert að greiða félags- manni BHMR 4,5% launahækkun í 5 mánuði. Dómurinn telur að löggjafinn hafi haft rétt á því að standa vörð um efnahagsleg markmið sem ríkisstjórn og vinnumarkaður höfðu samið um. Þess vegna hafi fyrrverandi ríkis- stjórn verið heimilt að nema úr gildi víxlverkunaráhrif kjara- samnings BHMR. Samkvæmt dómnum verður rík- ið að greiða félagsmönnum í BHMR sem svarar 4,5% hækkun á laun í fimm mánuði ásamt dráttarvöxtum. Þetta gæti þýtt um 150 milljóna króna útgjalda- auka fyrir ríkissjóð. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.