Tíminn - 04.12.1992, Side 8

Tíminn - 04.12.1992, Side 8
8 Tíminn Föstudagur4. desember 1992 FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Jólaglóð Framsóknarmenn á Seltjamamesi, þá er komið að þvl að við byrjum að reyna að kveikja jólaglóðina' I okkur og nærstöddum. Þetta ætlum við að gera á Sex bauj- unni nk. laugardag, 5. desember, og hefst jólaglóðin" kl. 16.30. Þeir, sem að þvl loknu hefðu hug á að snæða kvöldverð á Sex baujunni, geta pantað borð I slma 611414. Vonandi hittumst við sem ftest I hátlðaskapi á Sex baujunni og takið endilega með ykkur gesti. Stjórnin Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 13. desember og 10. janúar. Auk kvöldverð- launa verða ein heildarverölaun: Dagsferð fyrir 2 með Flugleiöum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Konur í Kópavogi Jólafundur Freyju verður haldinn miðvikudaginn 9. desember að Digranesvegi 12 og hefst kl. 20.30. Nánar auglýst siðar. Stjórn Freyju. Kópavogur — Laufabrauðsdagur Laugardaginn 5. desember verður laufabrauðsdagur að Digranesvegi 12. Þar verða laufabrauðskökur til sölu á vægu veröi, skomar og bakaðar á staönum. Allir, ungir sem aldnir, velkomnir. Takið með ykkur skurðbretti. Freyja, félag framsóknarkvenna I Kópavogl Jólaalmanak SUF Eftirfarandi númer hafa hlotið vinning I jólaalmanaki SUF: 1. desember: 525, 3570. 2. desember: 3686,1673. 3. desember4141,1878. Kópavogur— Framsóknarvist Spiluð verður framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 6. desember kl. 15.00. Góð verölaun og kaffiveitingar. Freyja, félag framsóknarkvenna I Kópavogl Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og með 1. október verður opið hús i Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriðju- dögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og verið hefur undan- farin ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viðtals á þessum tima og ennfremur eru allir, sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfsögðu verður hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfélag Borgamess. Kópavogur — Skólamál Mánudaginn 7. desember kl. 20.30 verður haldinn opinn fundur um skólamál I Kópavogi. Fundurinn verður haldinn að Digranesvegi 12. Framsögumenn verða: Bragi Mikaelsson, formaður skólanefndar, og Ingvi Þorkels- son, fulltrúi Framsóknarflokksins i skólanefnd. Fulltrvaráð framsóknarfélaganna I Kópavogl Kópavogur — Opið hús Framsóknarfélögin I Kópavogi hafa opið hús á laugardögum kl. 10-12 að Digranes- vegi 12. Lltiö inn, fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarfélögin NOTAÐAR DRÁ TTARVÉLAR Seljum eftirfarandi notaðar dráttarvélar á hagstæðu verði: IMT 569 4x4 árg. 1987 IMT 567 4x4 árg. 1985 MF240 árg. 1982 Ford 3600 árg. 1977 Marshall 804 m. tækjum árg. 1984 Deutz 4006 árg. 1972 MF 690 4x4 árg. 1984 Auk þess eigum viö ýmsar geröir af rúllubindivélum og fleiri heyvinnuvélum. GÓÐ KJÖR - LEITIÐ UPPLÝSINGA Járnhálsi 2 . Sími 91-683266 Fax. 91-674274 NÝJ AR B Æ K U R Puntrófur og pottormar — Fyrsta bók Helgu Möller Puntrófur og pottormar nefnist bamabók sem útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur nú gefið út. Bókin er eftir Helgu Möller og er þetta hennar fyrsta bók. Puntrófur og pottormar fjallar um ósköp venjulega krakka og ævintýri þeirra; stelpur, sem finnst gaman að Ieika sér í mömmuleik, drullumalla og hengja á sig perlufestar þegar þær fara í afmæli, og stráka sem fara í indíánaleik og fótbolta. Þegar Lísa, sem er aðalsöguhetja bókarinnar, fer í sumarbústað með frænku sinni, kynnist hún pottorm- um sem finnst í meira lagi gaman að stríða stelpu úr Reykjavflc og gefa henni m.a. kræsingar sem fáir hafa prófað. Og það gerist margt á einu sumri. Það er t.d. hægt að trúlofast þótt maður sé ungur, og ef ekki er farið varlega geta sumir leikir endað á slysadeildinni. Búi Kristjánsson teiknaði kápu bók- arinnar og myndskreytti hana. Bókin, sem er 108 blaðsíður, er prentunnin hjá G. Ben. Prentstofu hf. Verð bókar- innar er kr. 1.190. Ragnar Bjamason. Lífssaga Út er komin bókin Lífssaga Ragga Bjama, söngvara og spaugara. Eð- varð Ingólfsson skráði. Söngvarinn, prakkarinn og ævin- týramaðurinn Ragnar Bjamason læt- ur gamminn geisa í þessari skemmti- legu samtalsbók. Hann segir frá æskuámm sínum, tónlistarferli, einkalífi og ýmsu öðru, á þann hátt sem honum einum er lagið. Lands- fræg kímnigáfa hans er ávallt skammt undan, en einnig lýsir hann á einlægan og opinskáan hátt dekksta tímabili ævi sinnar. Sagt er frá ýmsu, sem ekki hefur áður komið fram opinberlega. Efni bókarinnar er mjög fjölbreytt, eins og þessi dæmi sýna: Prakkarastrik I Holtunum — Faðir Ragnars, Bjami Böðvarsson hljóm- sveitarstjóri, handtekinn á stríðsárun- um — Fyrstu ástarskotin - - Sungið með KK-sextett og hljómsveit Svav- ars Gests — Gamansögur frá Sumar- gleðiárunum — Kynni af milljóna- mæringum — Þegar Raggi upprætti þjófahring á Spáni — Glímt við áfengisvanda — Eltur af glæpamönn- um f Bandaríkjunum. Lífssaga Ragga Bjama, söngvara og spaugara, er einlæg, opinská og skemmtileg bók. Bókin er 362 blaðsíður. í henni eru nær hundrað myndir. Almenna auglýsingastofan teiknaði útlit kápu. Myndir á kápu tók Ragnar Th. Sigurðsson. Offsetþjónustan hif. annaðist umbrot og filmuvinnu, Prentsmiðjan Oddi hf. prentun og bókband. Útgefandi er Æskan. Sykurmolamir í nærmynd Hin víðfræga hljómsveit Sykurmol- arnir hefur löngmn verið íslending- um hulin ráðgáta. Bókin Sykurmol- amir færir feril hljómsveitarinnar og einstaklinganna, sem skipa hana, nær lesenduniun. Þar er sagt frá aðdrag- andanum að stofnun Sykiumolanna og ýmsum sérstæðum og frumlegum uppátækjum meðlima hennar. Ferill Sykiumolanna er rakinn, allt frá sokkabandsárunum á hjara veraldar til mestu frægðar sem íslenskri hljómsveit hefiu hlotnast á erlendum vettvangi. Hljómleikar Sykiumol- anna um víða veröld em ævintýri út af fyrir sig og samskipti þeirra við aðila frá öllum heimshomirm: blaða- menn, útgefendur, plötusnúða og ótal aðra litrfka persónuleika. Síðast en ekki síst dregur bókin upp sérlega nána og áhugaverða mynd af með- Iimum Sykurmolanna, bráðskemmti- legum einstaklingum sem allir em miklir og sannir Ustamenn, sem margt annað er til lista lagt en að semja og leika tónlist. Bókin er rfku- lega myndskreytt. Höfundur bókarinnar, Ámi Matthí- asson, er blaðamaðiu við Morgun- blaðið og er sá blaðamaður íslenskur sem gleggst og lengst hefur fylgst með ferli Sykurmolanna innanlands sem utan. Þekking hans á Sykurmol- unum og vinskapur við meðlimi hljómsveitarinnar skilar sér glögg- lega í þessari ítarlegu og bráð- skemmtilegu bók. Öm og Örlygur gefa út. Dr. Sigurbjöm Einarsson. Haustdreifar eftir dr. Sigurbjöm Einarsson biskup Bókin Haustdreifar eftir dr. Sigur- bjöm Einarsson biskup er komin út hjá Skálholtsútgáfunni. í þessari nýju bók fjallar dr. Sigiubjöm f alls 20 er- indum, ritgerðum og ræðum frá síð- ustu árum um margvísleg efni, sem höfða jafnt til leikra og lærðra. Mörg kjamaatriði kristinnar trúar em tekin fyrir og rædd á skilmerki- legan hátt: hvemig trúin tengist lífi sérhvers manns, sögu þjóðarinnar, sögu mannsandans. í bókinni birtast greinar um skímina, bænina, kyrrð- ina, sorgina, atburði dymbilviku, páska og upprisu. Bókin á því erindi til allra þeirra, sem kynna vilja sér kjamaatriði kristinnar trúar, lærðra jafnt sem leikra. í erindinu „Hvað gerðist á krossin- um" grefst höfundur eftir merkingu krossdauða Jesú Krists og merkingu krossins í kristinni trú, dregur fram sérstöðu kristinnar trúar og ræðir af djúpu innsæi um Jesú Krist, sem sýn- ir í senn manninn og Guð, skapar- ahn. „Krossinn svarar þeim einum, sem finna til með mönnunum og horfast f augu við skuggana í sjálfum sér." Allir menn komast í kynni við sorg- ina á lífsleiðinni — hún sleppir eng- um. Grein er nefnist „Sorgin og Guð" er holl lesning hverjum manni og uppörvandi þegar sorg knýr dyra — þrungið erindi þar sem forlaga- hyggju er úthýst og kristin sjónarmið sett í öndvegi, dæmi úr fortíð og nú- tíð dregin fram. Þetta erindi er ritað af mannviti og mannelsku, sem hægt er að benda syrgjendum á að lesa. Leiðsögn f bænalífi er veitt í erind- inu „Þættir um bæn". Þar er lögð áhersla á að kristinn maður biður aldrei einn, heldur er hann hluti af „biðjandi og lofsyngjandi fjölskyldu kirkjunnar á himni og jörðu". Fjallað er um bænalíf á einkar nærfærinn hátt og persónulegan. „Haustdreifar" geyma eirrn tug predikana sr. Sigurbjöms. í predik- uninni „Gerast kraftaverk?" er lögð áhersla á að kraftaverk séu ekki rösk- un á eðlilegum lögmálum, heldur séu þau afneitun alls þess sem raskar gangi sköpunarverksins; þau eru uppreisn skaparans gegn öllu, sem skotið hefur rótum þar eins og hvert annað illgresi. Guð birtist ekki aðeins í kraftaverkum, heldur einnig í hinu hversdaglega. Hver maður er dá- semdarverk Guðs — kraftaverkin eru við hvert fótmál. „Jól" er heiti kröftugrar predikunar þar sem dregin er upp sterk mynd úr ævi þess manns, sem fæddist á jóla- nótt og var lagður í asnastall, þess manns sem lauk lífi sínu á krossi. Hér er fjallað um andstæður eymdar og dýrðar. Bókin „Haustdreifar" er alls 261 blaðsíða. Umbrot var í höndum Skerplu, hönnun á bókarkápu annað- ist Guðjón Ketilsson, ljósmynd af höf- tmdi tók Odd Stefán, en prentvinnsla fór fram í Steindórsprent Gutenberg hf. Skálholtsútgáfan, útgefandi bók- arinnar, er útgáfufélag í eigu þjóð- kirkjunnar. Bókin kostar kr. 2.980 kr. Daði Guðbjömsson. Samspil ljóða og mynda Hjá ísafold er komin út Ijóðabókin Eigum við eftir ljóðskáldið Steinþór Jóhannsson og listmálarann Daða Guðbjömsson. Þetta er fjórða ljóða- bók Steinþórs, og það sem gerir þessa bók ólíka öðrum ljóðabókum er sér- kennilegt samspil Ijóða og mynda. í bókiníú eru Ijóð um ólflc efni, en þó eitthvað sem allflestir þekkja eða kannast við. Hluti ljóðanna er alvar- leg ádeila, hluti mjög persónulegur, en höfundur glatar samt aldrei kímnigáfunni, sem gerir ljóðin mark- viss og hnyttin. Myndir Daða Guðbjömssonar eru afar litríkar og skemmtilegar, og samspil myndanna og ljóðanna gæðir bókina skemmtilegu lífi. Eigum við er 40 blaðsíður og kostar kr. 1200. Prentvinnsla fór fram í ísa- foldarprentsmiðju hf. Myndir úr garðinum Út er komin hjá Máli og menningu bókin Raddir í garðinum eftir Thor Vilhjálmsson. í bókinni bregður Thor upp sfnum myndum af því fólki, sem að honum stendur og stóð honum næst. Annars vegar af bændum frá Brettingsstöð- um á Flateyjardal þar sem háð var hetjuleg lífsbarátta íslensks hvers- dags; hins vegar af Thor Jensen og af- komendum hans, sem stóðu í ljóma valda og rflddæmis í vaxandi höfuð- stað. Thor segir frá frændum sínum og foreldrum, systkinum og sam- ferðamönnum, blátt áfram og skáld- lega, hlýlega og þó með skýrri sjón. í bókarauka eru ljósmyndir af helstu persónum sögunnar. Bókin er 210 blaðsiður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Bókin kost- ar 2880 krónur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.