Tíminn - 22.12.1992, Síða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 22. desember 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavik Síml: 686300.
Auglýsingasiml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,-
Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Nefskattar og
sérstakar jólagjafir
Lánleysi ríkisstjórnarinnar er ótrúlega mikið.
Hún hafði fyrir nokkrum vikum gullið tækifæri til
þess að ná víðtækri samstöðu með verkalýðshreyf-
ingunni um aðgerðir í efnahagsmálum. Þetta
samráð dagaði einhvers staðar uppi, þannig að rétt
áður en þing ASÍ var haldið voru tilkynntar efna-
hagsráðstafanir sem fóru mjög langt frá hug-
myndum um jöfnuð í þjóðfélaginu.
Þær efnahagsaðgerðir, sem ríkisstjórnin tilkynnti
þann 23. nóvember síðastliðinn, mæltust ekki vel
fyrir á þingi ASÍ. Þær vikur, sem liðnar eru, hefur
þessari yfirlýsingu verið breytt í veigamiklum at-
riðum, en allar eru þær breytingar á þann veg að
þær hljóta að auka viðsjár á vinnumarkaði og
óánægju almennings fremur en að lægja öldurnar.
Með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var gefist upp
við að finna breiðu bökin í þjóðfélaginu. Skattur á
hærri tekjur var takmarkaður og tímabundinn, og
fjármagnsskatti var frestað. Þeir sem hafa komist
yfir fjármagn og láta það vinna fyrir sig eru skatt-
frjálsir. Þeir sem vinna með höndunum skulu
borga skatt af hverri krónu.
Síðustu breytingar á skattalagafrumvarpi eða
„skattormi" ríkisstjórnarinnar voru alveg með
eindæmum. Lækkun á persónuafslætti einstak-
linga er ákvörðun um að taka upp „nefskatt". Þessi
aðferð er fullkomin uppgjöf við að finna skatt-
heimtunni einhvern réttlátan farveg.
Viðbrögðin við þessum tíðindum í þjóðfélaginu
eru slík að nú er logandi ólga hjá öllum almenn-
ingi og það getur soðið upp úr hvenær sem er með
átökum á vinnumarkaði.
Ekki bætir um að með breytingum á almanna-
tryggingalögum er ýmsum hópum í þjóðfélaginu
færðar sérstakar álögur í jólagjöf. Það er barna-
fólk, meðlagsgreiðendur og notendur lyfja og
tannlæknisþjónustu svo að einhverjir séu nefndir.
Eitt af forgangsverkefnum Alþingis í þessari viku
er að knýja löggjöf í gegn um þessar álögur.
Sú hugmyndafræði sem á bak við skattlagning-
una, sem nú hefur verið ákveðin, Iiggur er auðvit-
að meir en Iítið í ætt við þá hugmyndafræði sem
Margrét Thatcher stjórnaðist af, þegar hún barðist
við að koma á „nefskattinum“ fræga í Bretlandi
sem varð henni fremur en margt annað að falli.
Ríkisstjórnin undir forustu Davíðs Oddssonar hef-
ur nú álpast út í þetta fen. Ekki skorti viðvaranir
og ekki skorti tækifæri til samráðs í þjóðfélaginu
um skynsamlegri leiðir.
ískyggilegast er á þessum vetrarmánuðum að
ólga vex hjá almenningi í landinu, og það getur
stefnt í átök á vinnumarkaði. Glannaskapur
stjórnvalda er mikill, því það er ekki víst að Davíð
og hans menn standi slík átök af sér fremur en
Margrét Thatcher.
fiarri oppgötvadi M am heiginaaö
vel gefiö ioilf og uppiýst er nú í stór-
um sbl hætt aö skammast af reiöi
út í rikisstjórn Davíðs Oddssonar.
Það þýðir þó ekki að þetta fólk hafi
sætt sig við að ríkisstjómin sitji í
óþökk þorra þjóðarinnar. Þvert á
móti virðast menn almennt sann-
færðari nú en nokkru sinnifyrram
að rikisstjóntin þurfi að fara frá
vegna þess að hún valdi ekki verk-
efnnm sínum. Hinn nýi tónn er
tónn vorkunnar, sem ef til vill má
rekja til þess að jólin eru í nánd.
Fólk er farið að vorkenna ráðherr-
unum á sama hátt og menn vor-
kenna mönnum sem teija sig vcra
stórsöngvara og standa á leiksviði
fyrir fulla húsi áhorfenda, en koma
engum söng frá sér frekar en Garð-
ar Hólm.
Loforðunum aflýst
Stefnumiðin um „viðreisnw efna-
hagsiífsins, ásamt íældcun á skött-
um og opinberum álögum á ai~
menning, sem Sjálfstæðisflokkur
og Alþýðuflokkur lögðu upp með í
þetta stjórnarsamstarf eftir Viðeyj-
arfundi formannanna. virðast nú
órafjarri. Einna helst er eins og þau
sjónarmið hafi verið sett fram af alit
öðrum flokkum. En á annað ár hef-
ur stjórnarflokkunum tekist að siá
ryki í augu fólks og látið sem það sé
af óviðráðaniegum utanaðkomandi
orsökum að öU verk rikisstjómar-
innar bera merki handarbakavinnu
og sleifariags. Og þeir hafa borið sig
vel fram til þessa, ráðherrarnir, og
látið sem þeir séu fuilfærir um að
stjóma landinu. Hvað eftir annað
hefur þó orðið að aflýsa boðuðum
skattalækkunum og bættu rekstrar-
umhverfl atvinnutífs vegna
„óvæntra utanaðkomandi** erfið-
—
leika. SKkar afboöanir kunna að
hfjóma kunnuglega fyrir þá, sem
þekkja söguna af Garðari Hólm í
Brekkukotsannál, en „óvæntar ut-
anaðkomandi" breytingar röskuðu
iðulega tónleikúhaldi hans hér
heima á íslandi.
Þegar Garðar loks hélt tónleika
hér, þá hafði hann vit á því að hafa
það einkatónleika fyrir móður sína,
sem enginn annar heyrði nema
sögumaðurinn, sem jafnframt var
undirieikari.
Efnahagstónleikar
stjórnvalda
Ríkisstjómin hefur nú einnig
haidið sína efnahagstónleika, en sá
er munurinn á þeim og tónleiknm
Garðars Hólm að öH þjóðin befur
orðið vitni að tónlcikahaldi ríkis-
stjómarinnar.
Niðurlæging stórsöngvaranna úr
Viðey er orðin slík að annað eins
hefur varla þekkst í seinni tfma
stjöramálasögu. Efnahagslegar
brunarústir, skattaleg kvöl og pfna,
atvinnuleysi og svartnætti er niður-
staðan úr því sem áttiað vera ffigur
efnabagsaría. En það sem veldar því
að menn gera ekki lengur hróp að
söngvumnum en vorkenna þeim
þess í stað, er auðvitað stærð harm-
ieiksins —- hið mikia drama þegar í
fjós kemur eftir að tónieikarair eru
byrjaöir að söngvarinn er gjörsam-
lega Iaglaus en gerir sér enga grein
fyrir þvf sjáifur. Ástæðuiaust hefði
verið að búast við að arfa rflds-
stjómarinnar heppnaðist f einu og
öUu, en fyrr mátti nú vera.
íslendingar geta verið hvassir og
gagnrýnir hver í annars garð þegar
þannig stendur á, en þeim er hins
vegar jafn eðlislægt að sýna samúð
og miskúnn ef einhver á sannanlega
bágt. Stórsöngvaramir í Viðey eiga
vissulega bágt, og þess vegna hefnr
þjóðin sýnt þeim það sem þeir efcki
hafa treyst sér tii að sýna henni:
vorkunn og mannúð. Slík tillits-
semi og kristilegur náungakærieik-
ur á vissulega við fyrir jólin. En
þegar kemur fram á nýárið, er ijóst
að söngvaramir þurfa að fara út af
sviðinu og rýma til fyrir öðmm sem
haidalagi.
Garri
Viðskiptavinimir fara úr landi
{jólakauptíð er mikið kvartað yfir
að verslunin sé að flytjast úr landi og
þykir hin mesta goðgá. Sé betur að
gáð, er það bull og slúður að versl-
unin sé að fara úr landinu; breyting-
in er aðallega sú að það eru neytend-
urnir sjálfir sem fara eftir varn-
ingnum til útlanda og koma með
hann heim, í stað þess að geysifjöl-
menn stétt innflytjenda og kaup-
manna nær í vöruna til að selja í
búðir eða úr búðum hér á landi.
Innflytjendur og sölumenn eru fjöl-
mennasta stétt á íslandi og verslun
sá atvinnuvegur sem flestir starfa
við.
Um langt árabil hefur það tíðkast að
innflytjendur og kaupmenn eru títt í
förum til útlanda að skoða vöru og
kaupa inn. Hver þekkir ekki ótal
dæmi um að fólk, sem rekur litlar
búðarholur með mjög takmörkuðu
vöruframboði eða umsetningu, fer
oft á ári í svokallaðar innkaupaferðir
til útlanda?
Herskarar innflytjenda og sölu-
manna eru í sífelldum förum vítt um
heim að kaupa inn. Hver flugvéla-
farmurinn af öðrum af svona fólki
liggur við á vörusýningum og kynn-
ingarvikum að finna varning sem ef
til vill er hægt að selja á hinum feiki-
stóra markaði sem ísland er.
Þjóðarhagur?
Það hlýtur að vera vitstola fólk, sem
ekki gerir sér grein fyrir að öll þessi
sölumennska og auglýsingafargan,
sem til heyrir, getur ekki annað en
hleypt vöruverðinu upp.
Þessir verslunarhættir heita ekki að
kaupmennskan flytjist úr landinu.
Hins vegar er látið í veðri vaka að
það sé þjóðhagslega hættulegt, ef
neytandinn sjálfur fer að haga sér
eins og innflytjendaskarinn og sækja
vöruna þangað sem hagkvæmast er
að kaupa hana.
Vel skipulagðar verslunarferðir til
Dyflinnar, Glasgow, Newcastle eða
Baltimore sýnast margborga sig, ef
skynsamlega er keypt. Vöruverðið er
svo miklu lægra en á íslandi að með
ólíkindum er. Auðvitað leggjast hér á
flutningsgjöld, vörugjöld og virðis-
aukaskattur, en skattlagning á sölu-
vaming er hreint ekkert einsdæmi
hér á landi, eins og stundum er ver-
ið að skrökva að fólki. Og það kostar
að flytja varning milli Hong Kong og
Dyflinnar, ekki síður en milli Amst-
erdam og Reykjavíkur.
Hveijir borga?
Formaður kaupmannafélagsins á
Akureyri tvítók fyrir helgina í viðtali,
að verslanir væru helmingi of marg-
ar.
Hverjir skyldu bera kostnaðinn af
því aðrir en neytendur? Eða öllu
öðru umfangi verslunarinnar, sem
er margfalt miðað við það sem gerist
meðal annarra forríkra þjóða?
í nýlegri alþjóðlegri skoðanakönn-
un kemur í ljós að Island er langdýr-
asta landið, sem sú athugun náði til.
Meðaltalið af 22 vörutegundum, sem
Vílt og breitt
<A
H*
O
The cost of
22 consumer
items around
the world
(list includes eggs,
Coca-Cola, shampoo,
gasoline, diapers)
könnunin náði til, sýndi að íslands-
maðurinn borgar meira en helmingi
hærra verð en Bandaríkjamenn
verða að sætta sig við. Einhverjar
mótbárur hafa komið fram gegn
réttmæti könnunarinnar, þar sem
tóbak og áfengi hafi verið inni í
henni og skekkt myndina, en þama
er notuð gamla hundalógikin að
ekki gangi upp að bera saman
neyslumynstur á íslandi og í útlönd-
um þar sem áfengi og tóbak er sums
staðar ódýrt.
Þegar upp er staðið, ber allt að
sama brunni. Offjárfestingin í versl-
un og kostnaðurinn við að flytja inn
og selja vöru með fleiri og færri
milliliðum hleypir álagningunni
upp úr öllu valdi og rýrir kjör al-
mennings í landinu jafnvel meira en
vaxtaáþjánin og hörmulega illa
reknar bankastofnanir.
Sægur innflytjenda ætti að líta í
eigin barm og reyta plöntur í eigin
garði, í stað þess að kvarta og kveina
yfir að verslunin sé að flytjast úr
landinu og sjá ekki að það skiptir
þjóðfélagið í raun engu máli hvort
þeir eyða stórfé til að ná í vöru og
selja, eða hvort neytandinn skreppur
sjálfúr út yfir pollinn til að kaupa á
helmingi lægra verði en túristamir í
innflytjendastétt geta boðið upp á.
Þá er álitamál hverjir borga meira og
hverjir minna í innflutningsgjöld af
tilteknum vörutegundum.
Samhengið
Að lokum lítið dæmi um fjármála-
vit Seðlabankans okkar, en svo segir
í skýrslu: „Gengisfelling
krónunnar um 6% felur í sér TÍMA-
BUNDIÐ ROF Á SAMHENGI EFNA-
HAGSSTEFNUNNAR, sem hefur eft-
ir sem áður stöðugt verðlag að meg-
inmarkmiði."
Sé þessari hagspeki vikið lítillega
við og snúið upp á mannlegan
breyskleika, gæti dæmið litið svona
út: Sex daga fylliríið í síðustu viku
felur í sér TÍMABUNDIÐ ROF Á
SAMHENGI BINDINDISSTEFNU
minnar, en eftir sem áður hef ég al-
gjört bindindi að meginmarkmiði.
Samkvæmnin í efnahagsmálum
okkar lætur ekki að sér hæða.
OÓ