Tíminn - 22.12.1992, Qupperneq 5
Þriðjudagur 22. desember 1992
Tíminn 5
Slyngur milljarða-
mæringur œtlar að
reisa Líbanon úr
efnahagslegri rúst
Rafik el-Hariri er ný-
kjörinn forsœtisráð-
herra og við hann eru
bundnar miklar vonir
vegna fjármálasnilli:
Líbaninn Rafík el-Hariri, 48 ára,
er vanur því að fá góða viður-
kenningu fyrir velheppnaða upp-
byggingu í Austurlöndum nær.
Það voru ekki síst stjómarherr-
amir í Saúdi-Arabíu sem sýndu
byggingaverktakanum þakklæti
sitt fyrir velheppnuð stórverkefni
í ríki þeirra, en þar byggði hann
sjúkrahús, ráðstefnumiðstöðvar
og hallir fyrir Pahd konung og
olíuprinsana, og enginn gerði
það eins hratt og vel og Hariri.
Stærsta verkefni
fjármálasnillingsins
Byggingaverktakinn hefur nú
hafist handa um sitt stærsta verk-
efni. í embætti forsætisráðherra
Líbanon ætlar hann nú að ráðast
gegn afleiðingum 15 ára borgara-
styrjaldar, sem koma fram í gífur-
legu atvinnuleysi, skelfilegri
verðbólgu og yfirþyrmandi spill-
ingu sem hefur gengið af efnahag
landsins svo gott sem dauðum.
Og til uppbyggingarinnar ætlar
hann að verja hluta af geysilegum
einkaauðæfum sínum.
Svipað hinum sigraða banda-
ríska forsetaframbjóðanda og
milljarðamæringi Ross Perot trú-
ir Hariri því að sér takist að blása
aftur lífi í rústaðan ríkisbúskap
Líbanon með þeim stjómunar-
hæfileikum sem hann hefur þró-
að í viðskiptalífinu.
Dagblaðið El-Safir í Beirút fagn-
aði komu þessa að því er virtist
óeigingjama velgjörðamanns
með orðunum Jólasveinninn er
kominrí'. Og: „Betri forsætisráð-
herra gæti Líbanon ekki fengið.“
Áreiðanlega gæti ekkert land
fengið óvenjulegri forsætisráð-
herra.
Jafnvel í Austurlöndum þar sem
úir og grúir af litríkum persón-
um, sem jafnvel skipta um lit, er
litið á súnniska múslimann frá
hafnarborginni Sídon í Suður-
Líbanon sem undantekningu.
Þegar á miðjum sjöunda áratugn-
um hafði Hariri, sem er hagfræð-
ingur að mennt, ráðið sig sem
stærðfræðikennara í saúdisku
borginni Jidda, áður en hann
freistaði gæfunnar í byggingar-
iðnaðinum.
Heiðraður með
borgararétti í Saúdi-
Arabíu
Þar sem byggingarmannaherim-
ir hans unnu hraðar og betur en
áætlað hafði verið, varð Hariri
fljótlega gerður að hirðbygging-
armeistara. í viðurkenningar-
skyni afhenti Fahd konungur
honum borgararétt í olíuríkinu
— sem er mjög sjaldgæfur heið-
ur.
Allar götur síðan hefur Hariri
ráðið yfir viðskiptastórveldi sem
hljótt hefur verið um. Því veldi
tilheyra ellefu bankar í Austur-
löndum nær, Frakklandi, Sviss og
Bandaríkjunum, svo og hlutdeild
í dagblöðum og tímaritum í ara-
biska heiminum. í um 40 fyrir-
tækjum hans starfa u.þ.b. 15.000
starfsmenn og álitið er að alls
nemi auðæfi þessa Arabaauðjöf-
urs milli fjögurra og níu milljarða
þýskra marka.
Þó að þessi fjármálasnillingur
veiti sér alls kyns munað, þ.á m.
Rafik el-Hariri er stórauðugur maöur og hefur sýnt gott viöskiptavit. Tekst honum aö reisa Líbanon úr rústum á skömmum tíma?
Líbanir gera sér góð-
ar vonir um nýj an
forsætisráðherra
heimili víða um veröld, tvær Bo-
eing 737-þotur, þyrlu og 70 metra
lystisnekkju, er ekki litið á hann
sem glaumgosa í þotuliðinu eins
og saúdi-arabiska athafnamann-
inn Adnan Kashoggi, heldur er
talað um hann sem góða mann-
inn frá Sídon.
Þegar meðan á borgarastríðinu
stóð, byggði hann á eigin kostnað
sjúkrahús og skóla. Skólastyrkir í
nafni Hariris hafa frá 1980 gert
30.000 líbönskum stúdentum af
öllum trúarbrögðum kleift að
stunda nám í Evrópu og Ameríku.
Það finnst varla sú líbanska vís-
indastofnun eða menningarmið-
stöð, sem ekki hefur notið örlætis
hans meira eða minna.
Hariri hefur m.a.s. tekist að
koma sér í mjúkinn hjá hinum
voldugu nágrönnum, Sýrlending-
um, sem hafa árum saman ráðið
stjórnmálastefnunni í Líbanon og
hafa þar enn 35.000 manna lið „til
að halda uppi lögum og reglu“.
Það voru t.d. starfsmenn Hariris,
sem reistu nýju höllina fyrir Hafis
el-Assad Sýrlandsforseta. Hariri
er sagður hafa byggt fjölmörg
hemaðarmannvirki á sérlega hag-
stæðum skilmálum.
Laginn samninga-
maður
Til þessa hefur Hariri bara kom-
ið nærri stjómmálum sem laginn
samningamaður, s.s. við undir-
búning ráðstefnunnar í Taif,
heilsubótarbænum uppi í fjöllum
í Saúdi-Arabíu, þar sem stríðandi
aðilar í borgarastríðinu í Líbanon
komu sér saman um að binda
enda á bardagana 1989.
Enn búa um 200.000 manns I rústum Beirút. Nú á aö hefjast handa
um uppbyggingu borgarinnar og hálfhrundar byggingar fjarlægöar
til aö rýma eftirsóttar lóöir.
AÐ UTflN
Það lítur út fyrir að ástandið sé
Hariri í hag, þegar hann tekur við
stjómartaumunum. Sýrlendingar
gefa kraftaverkamanninum laus-
an tauminn. Assad, sem enn
hneigist til ríkisáætlunarbúskap-
ar, veit að kjörtímabil erkikapítal-
istans Hariris er trúlega síðasta
tækifærið til að koma fótunum
undir ríki sem er orðið stjórn-
laust vegna flóttamanna. í stríðs-
eyðilagðri Beirút einni búa enn
allt að 200.000 manns í rústum.
Alþjóðlegir sérfræðingar álíta að
uppbygging svæðisins kosti um
50 milljarða marka.
Hariri hefur þegar tilkynnt
fyrstu áþreifanlegu skrefin í end-
urreisninni. Fyrir um 18 millj-
arða marka á að byggja Beirút aft-
ur upp til að verða miðstöð við-
skipta og þjónustu. Persónulega
ætlar hann að leggja fram tólf
milljarða marka gegn táknræn-
um eins prósents vöxtum.
„Hann er enginn
Móses“
Gagnrýnendur Hariris í Beirút
eru þó hræddir um að framlag
kaupsýslumannsins slynga sé
ekki algerlega óeigingjarnt. Þeir
gruna Hariri um að ætla að gera
stórborgina að einu allsherjar
byggingabrasksvæði. Þegar hafa
Arabar úr Persaflóaríkjum keypt
langt yfir 100 kjörlóðir og lúxus-
byggingar í borginni. Og sagt er
að eitt fyrirtækja Hariris hafi
tryggt sér 135 hektara af úrvals
byggingarlandi.
En mikill meirihluti þjóðar sem
næstum hafði blætt út í stríði
kristinna, múslima, Palestínu-
manna og drúsa, svo og meiri-
hluti þingsins, sem kaus Hariri
til embættis með 98 atkvæðum
gegn 128, treysta því að útnefn-
ing hans skapi traust. Og Hariri
fékk umboð til að fylla allt að því
helming ráðherraembættanna
með „hæfum tæknikrötum". í
fyrri stjórn höfðu fyrst og fremst
bardagahertir stríðsherrar og
ráðsmenn erfðahöfðingja gefið
tóninn.
Staðreynd er að líbanska pundið
hefur hækkað verulega að verð-
gildi síðan Hariri settist í forsæt-
isráðherrastólinn. Einnig er því
haldið fram að fjölmargir efnaðir
Líbanir, sem sest hafa að erlendis,
hafi boðað endurkomu sína til
heimalandsins þar sem friður er
kominn á. Innan örfárra mánaða
ætlar Hariri að flytja heim um 15
milljarða þýskra marka af eigin
fé, sem geymt hefúr verið í út-
löndum.
Efasemdamenn eins og fyrrver-
andi drúsastríðsherrann og nú-
verandi flóttamannaráðherra,
Walid Jumblatt, vara við því að
vænta kraftaverka eins og getið
er um í biblíunni af Harari.
„Hann er enginn Móses,“ segir
Jumblatt.