Tíminn - 22.12.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 22.12.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn JÓLABLAÐ 1992 ' Viö kembivélina. Myndir: Siguröur Bogi Ullarkonur kepp- ast við á Þingborg Frá Sigurði Boga Sævarssyni, fréttaritara Timans á Selfossi Margar vinnuglaðar hendur kepptust við, þegar fréttaritari Tímans leit við á Þingborg í Hraungerðishreppi á dögunum, en félagsheimilið og gamli barnaskólinn þar er orðinn bækistöð kvenna á Suðurlandi, sem leggja fyrir sig ullarvinnslu með gamla laginu. Það eru þær Helga Thoroddsen vefjaefnafræðing- ur og Hildur Hákonardóttir, listvefari og safnvörður, sem veitt hafa þessu verkefni forstöðu, en í því taka þátt um 30 konur. Tíminn greindi fyrst frá þessu máli í febrúar á síðasta ári. Þá fór Helga Thoroddsen um Suðurland og kynnti hugmyndir að þessu verkefni, að vinna úr ull með gamla laginu. Síðan hefúr mikið vatn runnið til sjávar. Haldin hafa verið fjögur námskeið í ullarvinnslu og hafa tíu konur tekið þátt í hverju þeirra. Stærstur hluti þeirra hefur haldið áfram í verkefninu og koma þær saman á Þingborg og vinna úr ullinni á mánudögum og fimmtudögum. Að sögn Margrétar Jónsdóttur á Syðra-Velli í Gaulverjabæjarhreppi, sem er ein þeirra kvenna sem taka þátt í verkefninu, þá er eingöngu unn- ið úr haustull, þ.e. ull sem rúin er af Séð yfir vinnslusalinn. Konur við störf. JL Gamli barnaskólinn á Þingborg hefur fengið nýtt hlutverk, það er að vera miðstöð starfsemi ullarvinnslukvennanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.